Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingár: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Hraðari víta.hringur Einna veikasti hlekkur valdsstj órnarinnar er ábyrgð- arlaus stjórn á fjármálum ríkisins. Skuldabyrði hins opinbera hefur vaxið hraðar í tíð þessarar en annarra ríkisstjóma á undanfórnum áratugum. Er nú hlutfall ríkisskulda af árlegri landsframleiðslu komið í 55%. Jafnframt hefur dregið úr getu ríkisins til að endur- greiða skuldir sínar, þegar þær falla í gjalddaga. Nú er svo komið, að aldrei er greidd króna eða dollar af eldri skuld, nema með fjármagni frá nýjum lánum. Þetta er orðið að vítahring, sem hlýtur að enda með skelfmgu. í næsta mánuði á ríkið að greiða tíu milljarða króna vegna fimm ára spariskírteina frá 1990. Ekki hefur verið safnað einni krónu upp í þessa greiðslu. Ekki verður hægt að afla peninganna með nýrri lántöku innanlands, því að hún mundi hækka vexti og verðbólgu í landinu. Máhð verður leyst eins og oft áður með því að taka lán í útlöndum. Vegna lélegrar Qármálastjórnar hefur traust landsins á erlendum peningamarkaði rýrnað, svo að vextir á slíkum lánum fara hækkandi. Þannig eykst vaxtakostnaður meira en sem nemur hækkun skulda. Engin merki eru um bilbug á hinni vondu fjármála- stjóm. Fj árlagafrumvarp þessa árs var afgreitt með meiri halla en venja er. Samkvæmt þjóðhagsspám fyrir árið mun rekstrarkostnaður hins opinbera vaxa meira á þessu ári en hann gerði í fyrra. Munurinn er um 50%. Ef fjármálastjórn ríkisins helzt í eins áhyggjulausum og ábyrgðarlausum stíl og verið hefur á undanförnum árum og eins og er um þessar mundir, verða íslendingar einfaldlega gjaldþrota eins og Færeyingar urðu í fyrra og eins og Nýfundnalendingar urðu fyrr á öldinni. Stjórnvöld hafa löngum reynt að hamla gegn þessu með því að magna skattheimtu. Á slíku eru takmörk eins og flestu öðm. Ljóst má þó vera, að tilfmnanlegar skatta- hækkanir verða eitt helzta einkenni stjórnmála síðustu áranna fyrir ríkis- og þjóðargjaldþrot íslands. Við erum ekki ein um vandamálið, þótt hraðinn á víta- hringnum sé meiri hér en í flestum nálægum ríkjum. Vandi okkar er meiri en iðnaðarþjóðanna, af því að efna- hagsgrundvöllur okkar er ekki eins traustur og þeirra. Við byggjum hag okkar á sveiflugjömum sjávarútvegi. Við höfum svo oft teflt á tæpasta vað í veiðiheimildum, að flestir fiskistofnar em á undanhaldi og sumir þeir mikilvægustu em í bráðri hættu. Við getum því engan veginn búist við, að happdrættisvinmngar upp úr sjó muni frelsa okkur frá afleiðingum íjármálaóstjómar. í meðferð Alþingis á íjárlögum og lánsfjárlögum þessa árs kom skýrt fram, að þar er ekki pólitískur vilji til að skera velferðarkerfi atvinnulífsins. Hið sama kom enn skýrar í ljós milli jóla og nýjárs, þegar landbúnaðarráð- herra var selt sjálfdæmi um tolla á innfluttum mat. Þótt ríkið lifi um efni fram, telja fölmennir hópar ríkis- starfsmanna sig vera vanhaldna í tekjum. Sjúkraliðar em búnir að vera í löngu verkfalh og kennarar eru að undirbúa annað slíkt. Samt má ekki nefna þá fimmtán milljarða, sem landbúnaður kostar þjóðina árlega. Við erum að feta í spor Færeyinga. Hvorki þjóðin sjálf né valdhafar ríkisins vilja horfast í augu við, að núver- andi rekstrardæmi lýðveldisins gengur ekki upp. Því síð- ar sem augu manna opnast fyrir vandræðunum, þeim mun sársaukafyllri verða tilraunir til lækningar. Næstu þrjá mánuði verður lánsfjárþörf ríkissjóðs rúm- lega 18 milljarðar að mati fjármálaráðuneytisins. Hrað- inn á vítahringnum verður sífellt meiri og meiri. Jónas Kristjánsson Álit greinarhöfundar er að unnt sé að grípa inn i kjarajöfnun á annan hátt en með beinum launahækkunum, t.d. með lækkun matarverðs. Kjarabætur án kollsteypu Samningar voru almennt lausir um síðustu áramót og mikið hefur verið rætt um hvað unnt sé að gera til að rétta við lægstu launin. Mikil blekking Stéttarfélögin gera kröfu um allt að 25% hækkun launa. Formaður VSÍ, Magnús Gunnarsson, segist óttast að veröbólga rjúki af staö ef hækkanir á heildarkostnaði fyrir- tækjanna fari yfir 2-3%, Davíð Oddsson forsætisráðherra er sam- mála því. Sjónarmið forsætisráð- herra er að þar sem nú horfi betur í þjóðfélaginu ætti að vera unnt að bæta kjör hinna lægst launuðu. Allir foringjar stjórnmálaflokk- anna ásamt Jóhönnu Sigurðardótt- ur eru sammála um þetta, en eng- inn hefur sagt hvernig unnt sé að framkvæma slíkar kjarabætur án kollsteypu, nema Jón Baldvin. Hann sýndi enn einu sinni að hann hefur kjark til að setja fram sínar skoðanir umbúðalaust. í áramótaá- varpi sínu í Morgunblaðinu segir hann aö eina raunhæfa kjarajöfn- unin sé að greiða krónutöluhækk- un á lægstu laun sem lækki eftir því sem ofar dregur í launastigan- um. Minn skilningur er sá til skýring- ar að lægstu laun (u.þ.b. kr. 46.000) ættu því að fá 10.000 kr. hækkun en hæstu laun, t.d. kr. 200.000, fái engar launabreytingar, hvorki í fríðindum né á neinn annan hátt. Það er mikil blekking sem á sér oft stað innan launakerfisins þegar á hæstu launaflokka eru greidd laun í formi fríðinda. T.d. greiddur kostnaður við bíl, greiddur kostn- aður vegna húsnæðis, síma, bak- vakta, óunninnar yfirvinnu, stað- aruppbætur, laxveiðileyfi, ódýrir sumarbústaöir, svo að nokkuð sé nefnt af þeim hlunnindum sem þekkt eru. Kjallariim Gísli Einarsson þingmaður Alþýðuflokksins á Vesturlandi Þjóðarsátt án mismununar Ég vil leyfa mér að hafa þá skoö- un að unnt sé að grípa inn í kjara- jöfnun á annan hátt en með beinum launahækkunum. Þar lít ég helst til lækkunar matvælaverðs, einnig til þess að raunframfærslukostnað- ur veröi reiknaður út og skattfrels- ismörk heimilanna verði miðuð viö íjölskyldustærð. Aukin almenn menntun, mennt- un í atvinnulífi og æðri menntun er grundvöllur framfara okkar ís- lendinga, þess vegna verðum við þrátt fyrir þrengingar að efla kennslu. Ef þeir þættir sem hér eru nefnd- ir eru hafðir til hliðsjónar ásamt samningum um atvinnustefnu og atvinnubætur (ekki atvinnuleysis- bætur). er unnt að gera sér vonir um að ná nýrri þjóðarsátt án þess að hún mismuni launafólki. Kjarasamningar án kollsteypu hljóta að verða lykilorð sem samn- ingsaðilar geti sætt sig við. í því felst að menn nái sátt um aö skapa atvinnutækifæri með aðgeröum sem tryggja samkeppnisstöðu ís- lensks atvinnulífs. Meö því að hleypa ekki vaxtaskriðunni af stað, með því að minnka vaxtamun bankanna, sem er hróplega rang- látur, meö því að koma í veg fyrir að framkvæmd fiskveiðistefnu sé eins og hún nú er, þ.e. að líkur séu á aö allt aö 100.000 tonn af fiski sé drepið umfram það sem komiö er með í land. Þessu til staðfestingar bendi ég á fjölmargar umsagnir aðila sem stunda sjó og einnig grein Sigfúsar Schopka, dr. rer nat, fiskifræðings, um misheppnaða fiskverndar- stefnu frá desember sl. Fiskveiði- stjórnunarkerfið „kvótinn" stýrir því að aöeins er komið með verð- mætasta aflann að landi. Gísli Einarsson „Minn skilningur er sá til skýringar aö lægstu laun (u.þ.b. kr. 46.000) ættu því að fá 10.000 kr. hækkun en hæstu laun, t.d. yfir 200.000, fái engar launa- breytingar, hvorki í fríðindum né á neinn annan hátt.“ Skoðanir aimarra Ábyrgðarhluti kennara „Það væri í raun fráleitt ef kennarar boðuðu nú til verkfalls í upphafi kjaraviöræðna. Auðvitað er eðlilegast að aðOar vinnumarkaðarins leggi drögin að þeirri stefnu sem fylgt veröur í kjarasamningum en ekki opinberir starfsmenn. Þarfir og geta atvinnu- lífsins eiga að ráða ferðinni en ekki ákvarðanir um aukinn hallarekstur ríkissjóðs! ... Þaö er mikill ábyrgöarhluti af hálfu kennara að stefna að boðun verkfalls einungis nokkrum dögum eftir að samning- ar þeirru runnu Út...“ ÚrforystugreinMbl.7.jan. GJaldtaka með kjaffti og klóm „Tilhneiging verkalýðshreyfingarinnar til að láta aldrei af hendi þau völd og peninga sem hún kemst yfir sést best á því að á undangengnum kjaraskerð- ingartimabilum hefur hún varið með kjafti og klóm öll þau gjöld sem hún tekur af félagsmönnum sínum ... Og á sama tíma hefur verkalýðshreyfingin staðið fyrir því að taka 120 milljónir af launafólki tO að reka óhagkvæmt, þungt og tOgangslítið kerfi í kring- um úthlutanir á atvinnuleysisbótum." Úr forystugrein Morgunpóstsins 9. jan. Pólitískt bögglauppboð? „Hvernig á að nýta efnahagsbatann? Á að koma honum til skila sem raunverulegum verðmætum í hendur þeirra sem mest þurfa á að halda eða á að efna hér tíl bögglauppboðs pólitískra yfirboða og speUvirkja í okkar hagkerfi sem mun taka fram á næstu öld að bæta fyrir? Þessi ríkisstjórn mun ekki axla þá ábyrgð að láta undan slíkum kröfum og láta svo nýja ríkisstjórn taka afleiðingunum.“ Jón Baldvin Hannibalsson, form. Alþýðuflokksins, í Mbl. 8. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.