Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 29 Halldór E. Laxness er leikstjóri. Töfra- heimur prakkarans Nemendur óperudeildar Söng- skólans í Reykjavík hafa í haust æft óperu franska tónskáldsins Maurice Ravel, Töfraheim prakk- arans (L’Enfent et les sortUéges), og er þýðingin eftir Guðmund Jónsson óperusöngvara. Töfra- heimur prakkarans er lýrísk fantasía í tveimur þáttum og var óperan frumflutt í Monte Carlo 21. mars 1925. Sýning verður í kvöld í íslensku óperunni og hefst Tónleikar hún kl. 20.00. Eins og nafnið bendir til er Töfraheimur prakkarans barna- saga sem höfðar þó engu síður til fullorðinna. Fjallar sagan um dreng, sem er óþekkur við móður sína, vill ekki læra og brýtur allt og bramlar í kringum sig, hvort sem það eru leikfong eða annað. Dag einni lifnar umhverfið við og gerir uppreisn gegn prakkar- anum. Hann flýr út í garð en trén og dýrin taka honum illa. Viðhorf dýranna breytist þegar hann ger- ir að sári á loppu íkorna sem hafði slasast í öllum látunum... Leikstjóri er Halldór E. Laxness og stjórnandi tónlistar er Garðar Cortes. Stór myndverk úr sandi Lengsta myndverk sem mótað hefur verið úr sandi var 4591 metri að lengd og var það nefnt Never Ending Fantasy. Þetta myndverk var mótaö á Myrtle Beach í South Carolina 2. júní 1988 af 1613 sjálfboðaliðum. Hæsta myndverk af þessu tagi sem vitað er um nefndist Invation to Fairyland. Það var 17,12 metra hátt og reist af heimamönnum í Kesada í Japan 26. júlí 1989. Blessuð veröldin Lengsta predikunin „Lengstu predikun sem vitað er um flutti séra Ronald Gallagher í musteri baptista í Lynchburg í Virginíuríki í Bandáríkjunum frá 26. júní til 1. júlí 1983. Stóð predik- unin í 120 klst. Fjórtándi Dalai Lama, sem nú er í útlegð, flutti röð predikana um Tantrabúdd- isma fyrir fylgismenn sína á Ind- landi frá 31. maí til 10. júni 1969. Stóðu þessar predikanir samtals í sextíu klukkustundir og las hann í um það bil 5-7 klukku- stundir á dag. Hraðvirkur rakari „Hraðvirkasti rakari sem heim- ildir greina -frá er Denny Rowe sem rakaði 1994 menn á sextíu mínútum með rakvél í Herne Bay í Kent á Englandi 19. júní 1988. Það tók hann 1,8 sekúndur að afgreiða hvem mann og blóðgaði hann aðeins fjórum sinnum. I kvöld verða tónleikar í Menn ingarmiðstööinni Gerðubergi Tvær djassöngkonur, Jenný Gunn- arsdóttir og Iris Guðmundsdóttir Skemmtamr verða þar með mun Mood Swin Jemtý stundaði nám við Söng- skólann_ í Reykjavík, Tónlistar- skóla FÍH og Berklee College of Music í Boston. Hún hefur komið viða fram og sungið. íris stundaði .. oinnig nánt við Tónlistarskóla FÍH og hefur sungið djass og gospel mörg ár. Á dagskrá þeirra eru þekktir bandarískir djassstandard- ar í anda Ellu Fitzgerald og Söru Vaughan. Mood Swmg, sem leikur frá áramótum verið að leika á höf- undir hjá þeim stöllum, hefur síðan uðborgarsvæðinu en í hþómsveit- inni i-ru; þrir; bandarískir ; hljóö- færaleikarar og einn islenskur. Þungíært á Vestfjörðum Á Vestfjöröum er þungfært í Gils- firði og Reykhólasveit og ófært á Kleifaheiði en fært núlli Patreks- íjarðar og Bíldudals. Á norðanverð- um fjörðunum er þungfært á Gemlu- fallsheiði en ófært á Breiðadalsheiði Færð á vegum og Súgandafjarðarvegur er lokaður. Frá Bolungarvík er fært til ísafjarðar og áfram ísafjarðardjúp og Stein- grímsfjarðarheiði. Norðanlands er þungfært til Siglufjarðar og einnig um Víkurskarð austan Akureyrar. A Norðaustur- og Austurlandi er víða skafrenningur og þungfært. Astand vegaB E) Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir ^ Lokaö'rStÖÖU ® Þungfært (g) Fært fjallabílum Dóttir Ólafíu og Hauks Litla stúlkan á myndinni fæddist á 2880 grömm að þyngd og 50 sentí- fæöingardeildLandspítalans6.jan- metra löng. Foreldrar hennar eru úar kl. 04.23. Hún reyndist vera Ólafía Jónatansdóttir og Haukur —-------------------- Konráðsson og er hún fyrsta barn Bam dagsins Þeirra Tvær blóðsugur. Brad Pitt og Kirsten Dunst í hlutverkum sín- um í Viðtal við vampíru. Vampírur í New Orleans Viðtal við vampíru (Interview with the Vampire), sem Sam- bíóin sýna þessa dagana, er byggð á þekktri skáldsögu eftir Anne Rice. Aðalpersónur sögunnar eru þrjár vampírur með Lestat fremstan í flokki, enda er hann elstur og reyndastur í faginu. Myndin byrjar þegar hann hefur valið sér nýjan félaga, Louis, sem 200 árum síðar segir sögu sína blaðamanni. Allt frá byrjun hefur Louis fundist hlutskipti sitt vera ömurlegt. Hann sker sig nefni- lega frá öðrum vampírum að því Kvikmyndahúsin leyti að hann hefur samvisku. Margir þekktir leikarar eru í helstu hlutverkum. Tom Cruise og Brad Pitt leika Lestat og Louis og hin unga Kirsten Dunst leikur hið hungraða barn sem alltaf vill meira. Þá fara Antonio Banderas og Stephen Rea með hlutverk vampíra í París og Christian Slat- er leikur blaðamanninn, sem skráir sögu Louis, en River Pho- enix var rétt byrjaöur að leika það hlutverk þegar hann lést. Leikstjóri er Neil Jordan en síð- asta mynd hans var hin eftir- minnilega The Crying Game. Nýjar myndir Háskólabíó: Priscilla Laugarásbíó: Skógarlíf Saga-bíó: Konungur ljónanna Bíóhöllin: Banvænn fallhraði Stjörnubíó: Aðeins þú Bíóborgin: Viðtal við vampíruna Regnboginn: Stjörnuhlið Gengiö Almenn gengisskráning Ll nr. 6. 10. janúar 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,960 68,160 69,250 Pund 106,150 106,470 107,010 Kan. dollar 48,230 48,420 49,380 Dönsk kr. 11.2200 11,2650 11,1920 Norsk kr. 10,0990 10,1390 10,0560. , Sænsk kr. 9,0960 9,1330 9,2220 Fi. mark 14,2380 14,2950 14,4600 Fra.franki 12,7870 12,8380 12,7150 Belg. franki 2,1463 2,1549 2,1364 Sviss. franki 62,7200 52,9300 51,9400 Holl. gyllini 39,4300 39,5900 39,2300 Þýskt mark 44,2300 44,3600 43,9100 It. líra 0,04186 0,04206 0,04210 Aust. sch. 6,2720 6,3030 6,2440 Port. escudo 0,5093 0,5119 0,4276 Spá. peseti 0,4282 0,4304 0,5191 Jap. yen 0,67800 0,68000 0,68970 Irskt pund 104,980 105,510 105,710 SDR 99,22000 99,72000 100,32000 ECU 83,8300 84,1600 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárétt: 1 eyða, 7 góð, 8 hæð, 9 óþéttar, 11 gyltu, 12 skelfmg, 13 kvabb, 15 stelpur, 18 þramm, 19 oddi, 20 aur, 21 deilur. Lóðrétt: 1 andi, 2 kynstur, 3 svik, 4 nema, 5 dolla, 6 umhyggja, 8 hrúgu, 10 vaskar, 12 gagnslaus, 14 kvendýr, 16 traust, 17 drepsótt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 hárug, 6 km, 8 ásökun, 9 loku, 11 lán, 12 örk, 13 slen, 15 skutli, 17 larfa, 19 Sk, 20 arm, 21 ásar. Lóðrétt: 1 hál, 2 ás, 3 rökkur, 4 ukust, 5 gull, 6 kná, 7 mennsk, 10 orkar, 12 ösla, 14 eisa, 16 las, 18 fá. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.