Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 Heilsa Pétur Kristinsson, 46 ára gamall Garðbæingur, breytti um lífsstíl: Gjörbreytt líf - hætti að reykja og fór að hlaupa úti í staðinn Pétur segist hafa litið íþróttir og heilsurækt hálfgerðu hornauga en eftir að hann byrjaði sjálfur að hreyfa sig fyrir alvöru breyttist viðhorfið. DV-mynd Brynjar Gauti íþróttakóli Breiðabliks: Öllum velkomið að nýta sér þjón- ustu skólans Það má segja að Pétur Kristinsson, 46 ára gamall Garðbæingur og starfs- maður þjónustumiðstöðvar Ríkis- bréfa, hafið breytt um lífsstíl. Frá því að vera „antisportisti“ og reykinga- maður hleypur hann úti þrisvar í viku, 7 kílómetra í senn, stundar leikfimi og körfuknattleik og hefur drepið í síðustu sígarettunni. En hver var kveikjan að því að Pétur breytti um lífsstíl? „Við tókum okkur saman um það ég og félagi minn um síðustu páska að hætta að reykja. Ég hafði alltaf haft það hugfast að ef ég hætti að reykja yrði ég að gera eitthvað annað í staðinn til að upphefja þennan vana auk þess sem ég vissi að ef ég hreyfði mig ekkert myndi ég fitna. Eg ákvað því að byija að hlaupa úti og setti mér það markmið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Konan mín hafði tekið þátt í maraþoninu í mörg ár og nú ætlaði ég að slá til,“ sagði Pétur við DV. DVhjálpaði mér í þessu „Ég fór að fylgjast með á trimmsíðu DV um undirbúning fyrir maraþon- ið, fór eftir planinu sem gefið var þar og það má því segja að DV hafi hjálp- að mér í þessu. Eg fór í hlaupið, tók þátt í 10 kílómetra hlaupinu og komst á leiðarenda." Pétur reykti í yfir 15 ár pípu og síg- arettur en eftir að hann hætti í fyrra segist hann ekki hafa löngun tU að byija aftur. „Ég fékk svo góðan vin í staðinn sem eru hlaupin," segir Pétur. „Þegar maður byrjar á einhverju svona leiðir eitt af öðru. Maður hugs- ar um hvað maður setur ofan í sig og hvað maður drekkur. Maður reynir í dag að sneiða hjá öllu sem maður getur kallað óhollan mat, unnum matvörum sem maður veit ekki hvað er í,“ segir Pétur. Var „antisportisti" Pétur segist hafa litið íþróttir og heiisurækt hálfgerðu hornauga í mörg ár og verið algjör antisportisti en eftir að hann byijaði sjálfur segist hann lifa gjörbreyttu lífi. „Það sem ég sé mest eftir er að hafa ekki byijað fyrr í þessu en það er samt aldrei of seint að byrja. Þeg- ar ég byijaði notaði ég svokallað skátakerfi. Það byggist upp á því aö maður hleypur og gengur til skiptis. Þaö tók mig tvo mánuði að geta hlaupið 10 km viðstöðulaust og það kom mér mjög á óvart hversu skammur tími það var. Það þarf að gæta þess að fara hægt í sakirnar og ekki þjösnast um of,“ segir Pétur. Breiðablik í Kópavogi er að hleypa af stokkunum íþróttaskóla Breiða- bliks sem er ætlaður bömum og full- orðnum. Meginmarkmið skólans er hollusta og heilbrigði. Hann kemur til með að starfa á ársgrundvelli og þar verður boðið upp á alhliða íþróttauppeldi bama og samtímis býðst fullorðna fólkinu margs konar þjálfun. Jón Óttarr Karlsson veitir skólanum forstöðu en ásamt honum hefur Anton Bjarnason íþróttakenn- ari unniö að skipulagningu skólans og kemur til með að kenna við hann. „Öllum er velkomið að nýta sér þjónustu skólans og ekki síst þeim sem ekki.hafa stundað líkamsrækt. Nú er rétti tíminn fyrir þá til að taka upp nýjan lífsstíl og það er aldrei of seint að byija, segja þeir félagar Jón Óttarr og Anton. í uphafi verða eftirtaldir þættir í boöi fyrir fullorðna: ganga og teygjur (gönguhópur), skokk og teygjur (skokkhópur), leikfimi í sal, knatt- spyma á gervigrasi og aðgangur að gufubaði og nuddpotti. Þeir Jón Óttarr og Anton segja það staöreynd að um leið og fólk fer að stunda líkamsrækt fer það að fá meiri áhuga á hollustu og heilbrigði á fleiri sviðum en beinni líkamsrækt. Hug- myndin sé þvi sú að íþróttaskólinn bjóði fólki tíl dæmis upp á: • Ráðgjöf um mataræði í samræmi við íþróttaiðkun. • Upplýsingar um mikilvægi hreyf- ingar. • Mataræðis- og hvíldarþjálfun fyrir einstaklinga eða fámenna hópa undir leiðsögn íþróttafræðings. • Skriflegar leiðbeiningar um mat- aræði og markvissa þjálfunaráætl- un. • Sérstaka hópa fyrir ellilífeyris- þega, fólk sem vill ná af sér aukakíló- unum og starfshópa fyrirtækja sem vilja auka afkastagetu starfsmanna með alhhða uppbyggingu. • Fræðslufundi af ýmsu tagi um hollustu og heilbrigði. Meginviðfangsefnið alhliða íþróttauppeldi barna 12 ára og yngri Jón Óttarr og Anton vilja þó taka fram að meginviðfangsefni íþrótta- skólans verður alhliða íþróttaupp- eldi barna 12 ára og yngri þar sem öll böm eru velkomin. Það hefur vilj- að brenna við að bömin hafi verið sett í fuilorðinsíþróttir allt of ung. Þeir leggja áherslu á að börnin fái tækifæri til að kynna sér hinar ýmsu íþróttagreinar áður en þau hugsan- lega velja sér einhverja grein til sér- hæfingar. DV Lí kamsþj álfun ervörngegn sjúkdómum • Dregur úr bakverk. Æfingar . sem styrkja hrv’gg- og magavöðva bæta limaburð og geta komið í veg fyrir bakverk. • Þú fitnar síður. Regluleg æfing ásamt góðu mataræði hjálpar þér við að halda jafnri þyngd. Offita eykur líkur á mörgum sjúkdóm- um, þar á meðal sykursýki, hjartasjúkdómum og gallsteinum. • Minnkar líkur á krabbabeini. Rannsóknir hafa staðfest að lé- legt líkamsástand eykur líkur á sumuin tegundum krabbameina. • Vinnur gegn áhyggjum og dep- urð. Miki) og regluleg æfing styrkir sjáifsálit og eykur bjart- sýni og vellíðan. • Styrkir beinin. Regluleg æfing styrkír beinin með því að auka hlutfall steinefna í þeim og því dregur úr líkum á beinþynningu síðar. Hún veldur þvi að beinin þynnast jafnt og þétt og verða stokk. • Minnkar likur á hjartasjúk- dómum. Æfing forðar þér frá því aö fitna, frá of miklu kólestcróli í blóði og of háum blóöþrýstingi. • Kemur lagi á óreglulegar tíðii’. Sumar konur hafa komist að raun um að æfingar milda ein- kenni fyrirtíðaspennu og draga úr óþægindum vegna blæðinga. • Gott fyrir svefninn. Æfing stuðlar að djúpum svefni, að því tilskildu að þú látir líöa að minnsta kosti klukkustund þar til þú leggt til svefns. Nokkrir fróðleilcsmolar • Með því að gangast midir þolpróf getur þú fundið út hvers konar líkamsrækt hentar þér best. • Lærðu til að mynda að nýta þér gönguferðir út í æsar, aö gera uppsetur á réttan hátt og hvern- ing líkamræktin getur orðið hluti af lífsmáta þínum. • Meö því að æfa þig að minnsta kostí tvisar til þrisvar sinnum í viku, 20 mínútur í senn, stuðlar þú að góðu heilsufari. • Fyrsta skrefið til góðrar heilsu er að velja grein sem þér líkar og hæfir líkamsástandi þínu. • Byrjaðu hægt og byggðu upp þolið á nokkura vikna timabili. • Æfðu þig þangað til hjartað slær hraðar og þú mæðist, ekki þangað til þú örmagnast. • Lengdu annaðhvort tímann eða vegalengdina um 10 prósent á viku. Ef þú fimiur fyrir óþæg- indum skaltu slaka örlítið á þang- að til ástandið batnar. • Hver sá sem þjáist af þrálátum veikindum ætti að reyna að hreyfa sig að minnsta kosti jafn mikið og fyrir veikindin. • Reglubundnar æfingar geta gert meðgöngu og fæðingu auð- veldari og ánægjulegri. • Reglulegar æfingar hægja á: eðlilegri hrörnun vöðva, sina, lið- banda, beina og liðamóta. Þær viðhalda teygju, jafnvægi og sam- hæfmgu og lialda fólki hreyfan- legu og sjálfstæöu. • Temdu þér hollt mataræði og skynsamlegar matarvenjur til að verjast aukakílóunum. • Borðaöu þrjár hófiegar máltíö- ir á dag og slepptu engri úr. Borö- aðu aldrei seint á kvöldin og borðaðu rólega. • Slepptu þvi að drekka áfengi og sæta drykki sem eru hitacin- ■ ingaríkir. Veldu vatn og sykur- skerta drykki í staðinn. Ármann - Júdó Gym: Eruað byrja með tækvondo „Júdóið er númer eitt tvö og þijú hjá okkur en það nýta allir þessa líkamsræktaraðstöðu sem við höf- um upp á að bjóða. Við höfum ver- ið með Jiu-jitshu, sem er upprunn- ið úr jódó, og erum að fara af stað með tækvondo nú í vikunni. Þetta er ólympíugrein og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu,“ sagði Halldór Hafsteins- son, framkvæmdastjóri Júdó Gym í Einholti 6. í Júdó Gym er stór tækjasalur með öllum mögulegum tækjum, þrekstiga og þrekhjóli og er líkams- ræktarstöðin opin almenningi. Þar æfa keppnismenn í íþróttum svo og hinn almenni skrifstofumaður og allt þar á milli. „Síðar í þessum mánuði ætlum við að byija meö þolfimi og þrek- hringi að ósk þeirra sem hafa verið að æfa hjá okkur. Við höfum enga tíma lausa á kvöldin þar sem júdó- ið er allsráðandi og því er mjög gott að geta boðið upp á þetta í hádeginu. Það hefur verið töluvert um það í hádeginu að fólk fari út að skokka fyrst og komi svo inn í hús og taki á lóöunum. Við verðum með einkaþjálfara fyrir hádegi og í hádeginu verða þrektímar og tímar í fitubrennslu. Þá verðum við með ráðgjöf um mataræði," segir Halldór. Að sögn Halldórs er mikil aðsókn í júdóið. Boðið er upp á námskeið fyrir þá sem eru að byija í júdó og þeim fylgt vel eftir í gegnum undir- stöðuatriðin. Vaktavinnufólk hefur fengið aðgang að salanum utan opnunartíma en þótt enginn eftir- litsmaður sé á staðnum er ekki hægt að komast inn nema að renna hendinni í tölvu sem ákveður hvort viðkomandi er félagi eða ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.