Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 Afrnæli Guðjón Armann Eyjólfsson Guðjón Armann Eyjólfsson, skóla- meistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, til heimilis að Hjalla- landi 38, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Guðjón fæddist í Vestmannaeyj- Til hamingju með af- mælið 10. janúar 95 ára Málfríður Þórarinsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavik. 90 ára Þórir Ingjaldsson, Öxará, Ljósavatnshreppi. 85 ára Valbjörg Kristmundsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi. Sigrún Áskeisdóttir, Háholti 15, Akranesi. 75 ára Þórhallur Þorláksson, Efstaleiti 10, Reykjavik. Guðríður Egilsdóttir, Austurströnd 12, Seltjamamesi. 70ára Sigurbjörn Ingimundarson, Hraunbæ 126, Reykjavík. Benedikt Ólafsson, forstjóri . Glófaxahf., Langagerði 114, Reykjavík. Eiginkonahans er Björg Ó. Bemdsen. Þauhjóninera íútlöndum. 60ára Bragi Emilsson, Kirkjubraut 22, Hornafjarðarbæ. Arndís Lilja Níelsdóttir, Urðarstekk 5, Reykjavík. GuðmundurFinnbogason, Fannafold 165, Reykjavík. Pálina Frímannsdóttir, Laugarvegi 36, Siglufirði. 50ára Sólveig Halldórsdóttir, Skipasundi 21, Reykjavík. Sævar Thorberg Guðmundsson, Arnarsmára 4, Kópavogl Sigurleif Erlen Andrésdóttir, Heiðvangi62, Hafnarfirði. Oddný J.B. Mattadóttir, Melteigi 16,Keflavík. Anna Skúladóttir, Vesturbergi 100, Reykjavík. Halldór Guðni Oddgeirsson, Melási3, Raufarhöfn. 40ára_______________________ Guðmundur Þór Óskarsson, Boðageröi I, Öxafjarðarhreppi. Helga Dóra Reinaldsdóttir, írabakka 30, Reykjavík. Halldór Ari Brynjólfsson, Miöholti 8, Akureyri. Sturla Þorgrímsson, Ásgarðsvegi 7, Húsavik. Guðmundur Björgvinsson, Baldursbrekku 14, Húsavík. Sunna Árnadóttir, Steinahh'ð 2 B, Akureyri. Heiðar Fjalar Jónsson, Fannafold 211, Reykjavík. Eyrún Kristinsdóttir, Helgamagrastræti 53, Akureyri. Sævar Þór Carslsson, Lækjasmára 84, Kópavogi. um og ólst þar upp. Hann stundaði nám við MR, lauk stúdentsprófi frá máladeild 1955 og frá stærðfræði- deild 1956, stundaði nám við Sjóliðs-, foringjaskóla danska flotans, lauk þaðan II. stigs-prófi 1959 og I. stigs- prófi 1960, lauk framhaldsskóla- kennaraprófi frá KHÍ1976, stundaði nám við Sjókortasafn Sjómælingar- stofnunar danska sjóhersins 1960 og stundaði rekstrarnám við Iðnaðar- málastofnun íslands 1961 og 1962. Guðjón starfaði við sjómælingar og fleira í danska sjóhernum og hjá íslensku Landhelgisgæslunni 1960-61 auk þess sem hann var kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík, var aðstoðarfram- kvæmdastjóri og framleiðslustjóri frystihúsa í Vestmannaeyjum 1962-63, stundakennari ogprófdóm- ari við framhaldskólana í Vest- mannaeyjum 1962-73, forstöðumað- ur fyrir skipstjórnarfræðslu í Vest- mannaeyjum (hiö minna fiski- mannaprófi) 1963-64, skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmanna- eyjum frá stofnun 1964-75, kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1975-81 og skólameistari þar frá 1981. Guðjón var ritstjóri Sjómanna- dagsblaðs Vestmannaeyja 1965-75. Eftir hann hafa komið út ritin Vest- mannaeyjar, byggð ogeldgos, útg. 1973; Stjórn og sigling skipa, sigl- ingareglur, útg. 1982 og endurbætt útg. 1989; kafli um Vestmannaeyjar í 5. bindi ritsins Landið þitt, útg. 1984. Þá þýddi hann Alþjóðlegar sighngareglur 1972 og sá um sérút- gáfuna Alþjóðasiglingareglur, 1989. Guðjón hefur skrifað greinar í sjó- mannablöð og önnur tímarit. Fjölskylda Guðjón kvæntist 30.12.1960 Aniku Jónu Ragnarsdóttur, f. 14.12.1934 sjúkraliða. Hún er dóttir Ragnars Guðmundssonar, b. á Lokinhömr- um og síðar á Hrafnabjörgum við Arnarfjörð, og k.h., Kristínar Svein- bjömsdóttur húsfreyju. Börn Guðjóns og Aniku eru Ragn- heiður, f. 19.1.1963, BA í frönsku og spænsku, í sambúð með Salvador Berenguer í Torres í Barcelona; Ragnar, f. 9.9.1965, læknir, búsettur í Reykjavík en unnusta hans er Kristín Axelsdóttir laganemi; Eyj- ólfur, f. 23.7.1969, laganemi í Reykja- vík; Kristín Rósa, f. 27.10.1972, nemi í bókmenntafræði við HI, í foreldra- húsum. Bróðir Guðjóns er Gísli, f. 24.9. 1929, stýrimaður í Kópavogi. Hálfbróðir Guðjóns, samfeðra, er Erlendur, f. 19.11.1919, járnsmíða- meistari í Reykjavík. Foreldrar Guðjóns vora Eyjólfur Gíslason, f. 22.5.1897, skipstjóri á Bessastöðum í Vestmannaeyjum, en dvelur nú á Hrafnfistu í Reykjavik, og k.h., Guðrún Brandsdóttir, f. 17.4. 1895, d. 16.12.1981, húsmóðir. Ætt Eyjólfur var bróöir Lovísu, móður Torfa Bryngeirssonar. Eyjólfur var sonur Gísla, formanns og b. á Búa- stöðum, Eyjólfssonar, b. á Kirkjubæ í Eyjum, Eiríkssonar. Móðir Eyjólfs Gíslasonar var Guðrún, systir Kristínar í Litlabæ, móðir Ólafs Ástgeirssonar, föður Ása í Bæ, föður Kristínar alþk. Guðrún var dóttir Magnúsar, b. í Berjanesi í Vestur- Landeyjum, bróður Þorsteins, læknis í Vestmannaeyjum. Magnús var sonur Jóns, b. á Miðkekki í Flóa. Guðrún var dóttir Brands, b. á Krókfelli undir Austur-Eyjafjöllum og síðar Önundarhorni, Ingimund- Guðjón Ármann Eyjólfsson. arsonar, b. á Klömbru, Sigurðsson- ar af Presta-Högnaætt. Móðir Brands var Sigríður, ljósmóöir Jónsdóttir, b. í Miðbæli, Björnsson- ar, og Kristínar Bjarnadóttur, b. í Núpakoti, Bjarnasonar. Móðir Guö- rúnar var Guðrún Jónsdóttir eldra Ketilssonar í Kotvogi Ketilssonar, b. þar, Jónssonar. Guðjón og Anika taka á móti gest- um í félagsheimili Akóges, Sigtúni 3, á morgun, miövikudaginn 11.1. kl. 17-19. Sigurjón Vilhjálmsson Sigurjón Vilhjálmsson flugvirki, Ásgarði 4, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Siguijón fæddist í Reykjavík. Hann lauk prófi í flugvirkjun frá Cal-Aero Technical Institute í Kali- forníu og stundaði sérnám við Santa Monica Technical Institute í Kali- fomíu. Sigurj ón star faði hj á Flugfélagi íslands 1947-48 en síðan hjá ýmsum aðilum á Keflavikurflugvelh um árabil, m.a. hjá Olíufélaginu hf„ við efnasöludeild Skeljungs hf. í Reykjavík og hjá Olís til 1987. Þau hjónin starfrækja nú eigið fyrir- tæki, G. Amórs - umboðs- og heild- verslun. Sigurjón sat í sóknarnefnd Kefla- víkur og Njarðvíkur 1958-64, í barnaverndarnefnd og bókasafns- nefnd Njarðvíkurhrepps 1962-64, starfaði um árabil með skátahreyf- ingunni í Njarðvíkum, Hafnarfirði og í Garðabæ og sat í nokkur ár í stjórn BÍS sem fyrirliði alþjóða- starfs. Fjölskylda Sigurjón kvæntist 8.11.1952, Guð- rúnu Arnórs, f. 9.6.1933, húsmóður. Börn Sigurjóns og Guðrúnar era Vilhjálmur ívar, f. 26.9.1952, renni- smiður og kerfisfræðingur í Kópa- vogi, en kona hans er Anna Hen- riksdóttir, teiknari og þjálfari, og eru synir þeirra Oddur og Hinrik en sonur Vilhjálms frá því áður er Sigurjón; Þórarinn, f. 7.8.1954, húsa- smiður í Reykjavík, kvæntur Val- gerði Jakobsdóttur bankamanni og eru börn þeirra Ellen Bára, Anton Kristinn og Ásgeir Örn en dóttir Ellenar Báru er Guðrún Elísabet Hjaltadóttir; Kristinn, f. 5.6.1956, d. 13.6.1956; Gunnar Kristinn, f. 10.8. 1960, auglýsingastjóri, búsettur í Kópavogi, kvæntur Ann Siguijóns- son frönskukennara og eru böm þeirra Daniel Kristinn, Axel Paul ogEtienne Andri. Systkini Siguijóns: Henny Eldey, söngkona í Reykjavík; Þóroddur, vélvirki í Höfnum; Maron Guð- mann, útvarpsvirki í Ástralíu; Vil- hjálmur Hólmar, flugmaður og söngvari sem lést í Lúxemborg 1978. Foreldrar Siguijóns voru Vil- Sigurjón Vilhjálmsson. hjálmur Hinrik ívarsson, f. 12.8. 1899, d. 24.1.1994, smiður og hrepp- stjóri, ogk.h., Hólmfríður Oddsdótt- ir, f. 29.4.1906, d. 5.6.1994, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í Merkinesi í Höfnum. Sigurður Geirsson Sigurður Geirsson, forstöðumaður verðbréfadeildar Húsnæðisstofnun- ar ríkisins, Reykjamel 4, Mos- fellsbæ, er fertugur í dag. Starfsferi II Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MH1975 og lauk prófi í viðskiptafræði viö HÍ1979. Sigurður starfaöi á endurskoöun- arskrifstofu Bjöms Steffensens og Ara Ó. Thorlacíusar 1979-81, starf- aði við hagdeild Útvegsbanka ís- lands frá ársbyijun 1982-87, var for- stööumaður markaðssviðs og þjón- ustumála Útvegsbankans 1987-89 og hefur verið forstöðumaður hús- bréfadeildar og síðan veröbréfa- deildar Húsnæðisstofnunar ríkisins frá 1989. Sigurður sat í stjórn Starfsmanna- félags Útvegsbankans 1983-84, í stjórn Sambands íslenskra banka- manna 1983-87, situr í stjórn Golf- klúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ frá 1989, hefur setið í stjórn sjálfstæðis- félags Mosfellinga frá 1991, á sæti í tómstundaráði Mosfellsbæjar frá 1994 og er kjörinn skoðunarmaður ársreikninga Mosfellsbæjar. Fjölskylda Sigurður kvæntist 19.8.1978 Stein- unni Þóranni Ólafsdóttur, f. 29.4. 1955, hjúkrunardeildarstjóra á Reykjalundi. Hún er dóttir Ólafs H. Jónssonar, fyrrv. flugumferðar- stjóra í Reykjavík, og Guðríðar Björnsdóttur sem nú er látin. Böm Siguröar og Steinunnar Þór- unnar era Ásta Jenný Sigurðardótt- ir, f. 7.6.1980, og Guðríður Lilla Sig- urðardóttir, f. 29.9.1986. Systkini Sigurðar era Karl Geirs- son, f. 2.5.1956, véliðnaðarmaður á Álftanesi, kvæntur Þyri E. Þor- steinsdóttur og eiga þau tvö börn; Margrét Geirsdóttir, f. 30.6.1965, röntgentæknir í Kópavogi, gift Jó- hanni Mássyni og eiga þau einn son. Foreldrar Sigurðar: Geir Borgþór Halldórsson, f. 30.9.1927, d. 7.8.1972, fyrrv. flugumferðarstjóri í Reykja- Sigurður Geirsson. vík, ogLilý Karlsdóttir, f. 19.10.1929, verslunarstjóri. Þórunn Steinunn Jónsdóttir Þórunn Steinunn Jónsdóttir versl- unarmaður,Snorrabraut32, ' Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Þórann fæddist að Eiðum í Gríms- ey og ólst þar upp. Hún fór sextán ára í vist til Garðars Þorsteinssonar hæstaréttarlögmanns og síðan í vist til Hafliða Halldórssonar, eiganda Gamla bíós. í tvö ár var hún svo vistmaður á Kristneshæli vegna berkla. Um 1955 varð Þórunn starfsmaður hjá Nora magasín. Hún starfaði síð- an við Sokkabúðina en hóf störf hjá Hagkaupi 1959 og starfaöi þar í þijá- tíu og fjögur ár eða þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir á síð- asta ári. Fjölskylda Systkini Þórannar: Sigfríður Jónsdóttir, f. 9.4.1915, húsfreyja í Hrísey; Júlíana Jónsdóttir, f 22.9. 1917, húsmóðir á Ólafsflrði; Ósk Jónsdóttir, f. 5.11.1923, símastúlka við Hjúkranarkvennaskólánn í Reykjavík, óskírður Jónsson, dó í bamæsku, og Óskar Jónsson sem dó úr kíghósta, ársgamall. Hálfsyst- ir Þórunnar var Sigurveig Jónsdótt- ir, f. 25.4.1900, d. 31.1.1989, húsmóð- iríGrímsey. Foreldrar Þórunnar vora Jón Sig- urðsson, útvegsb. í Grímsey, og Er- menga Frímannsdóttir, húsfreyja og saumakona. Jón var sonur Sigurðar Guð- mundssonar bónda og Jóhönnu Aradóttur húsfreyju. Ermenga var dóttir Frímanns Benediktssonar, hreppstjóra í Grímsey, og Sigríðar Sigmundsdótt- urhúsfreyju. Þórunn Steinunn Jónsdóttir. Þórunn er að heiman á afmælis- daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.