Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 15 Fögnum samstarfi stórveldanna Fyrir 80 árum, í september 1914, hófst heimsstyrjöldin fyrri. Þótt ótrúlegt megi virðast fór nánast hrifmgaralda víða um Evrópu við þessi tíöindi og m.a. fóru hópar ungra manna syngjandi og dans- andi um götur Lundúna. Þeir komu ekki dansandi til baka sem áttu afturkvæmt, vélbyssurnar sáu fyr- ir hinum. Tímanna tákn Svo var látið heita að styijöldinni lyki 1918, en nær væri að tala um árið 1945 og raunar var uppgjöri ekki lokið fyrr en með falli Berlín- armúrsins 1989. Þetta hefur verið örlagarík og átakanleg 75 ára saga. Óvinirnir í þessum hildarleik öll- um hafa smám saman verið að nálgast hveijir aðra og tekið upp samvinnu á mörgum sviðum. í þessu sambandi er það tímanna tákn, nánast heimssögulegur við- burður, að Bretar og Þjóðverjar skuli hafa hug á því að koma upp sameiginlegri sendiráðsbyggingu í Evrópuríki. Ókunnugir myndu ætla að hug- myndinni yrði tekið fagnandi í við- komandi ríki og borg og þá alveg sérstaklega af íbúum þess hverfis þar sem byggingunni væri ætlaður staður. Fólk upplifir ekki að jafnaði jákvæðustu atburði mannkynssög- KiaUaiinn Valdimar Kristinsson cand oecon, B.A. unnar handan við götuna hjá sér. Hvíiíkum þjáningum hefði verið afstýrt ef þetta hefði gerst 75 árum fyrr enda hefðu þjóðirnar þá vænt- anlega hvorki kynnst Hitler ná Stalín. En Mörlandinn lætur ekki að sér hæöa. Fimm hundruð manns hefja kúlupennann á loft og mótmæla svona samvinnubrölti stórveld- anna í „sínu hverfi“. Mannkyns- sagan og slíðruð sverð eru þessu fólki óviðkomandi. „En Mörlandinn lætur ekki aö sér hæða. Fimm hundruð manns hefja kúlupennann á loft og mótmæla svona samvinnubrölti stórveldanna í „sínu hverfi“. Mannkynssagan og slíðruð sverð eru þessu fólki óviðkomandi.“ Við „sendiráðsbrekkuna" Túngötu. - ráðanna, segir m.a. í greininni. Sáralítil umferð er við hús sendi- Við hverju er amast Hverju er svo verið að mótmæla? Aukinni umferð um „íbúðar- hverfi“ er sagt. Þarna er þó Banda- ríska sendiráðið, helmingurinn af gamla húsnæði Verzlunarskólans enn notaður sem skólahúsnæði, Borgarbókasafnið, Tónskóh Sigur- sveins og Hótel Holt. Umferð hefur reyndar minnkað síðan Verzlunar- skóhnn flutti. En hverju mundu sendiráðin bæta viö? Undirritaður hefur gengið ár og áratugi fram hjá sendiráðum Þýskalands og Frakklands við Túngötu, þar sem sendiráð Rúss- lands er einnig á næstu grösum, og getur borið að sáraUtil umferð er við hús þeirra. Oftar en ekki sjást þar hvorki bílar né fólk á ferð. Við hverju er þá verið að amast? í flestum tungumálum er talað um 1. og 2. heimsstyrjöldina, en íslendingar hafa verið svo bjart- sýnir aö tala um þá fyrri og síðari. Þegar bjartsýni þeirra ætlar að kristallast í eigin höfuðborg með fóstbræðralagi fyrrverandi fjand- manna getur borgarstjórn Reykja- víkur ekki kastað þeim friðarboð- skap frá sér, þar sem fánar Bret- lands og Þýskalands myndu blakta hlið við hlið sem tákn vináttu og samvinnu. Sumir segja að leiðtogafundurinn í Höfða 1986 hafi markað tímamót sem leiddi til endaloka kalda stríðs- ins. Við megum ekki láta neitt tækifæri af þessu tagi fram hjá okkur fara til að sýna að íslending- ar eigi hlutverki að gegna í samfé- lagi þjóðanna. Valdimar Kristinsson Lánskjaravísitala - eftir hentugleikum Lánskjaravísitalan var tekin upp í júní 1979. Hún stjórnaðist skv. ■ formúlu af framfærsluvísitölunni að tveimur þriðju og af bygginga- vísitölunni að einum þriðja, á þann hátt að ef báðar þær síðastnefndu hækkuðu um sama hundraðshiuta þá hækkaði lánskjaravísitalan einnig um þann sama hundraðs- hluta. Þess vegna höfðu laun í land- inu þá þegar nokkur bein áhrif á hana. Helmingur afnuminn í október 1983 var farið að reikna út framfærslu- og byggingavísitöl- urnar með styttra millibili en áður og þá var formúlustuðli lánskjara- vísitölunnar breytt til lækkunar um 1,27%, enda höíðu þrýstihópar þá mótmælt miklum hækkunum á henni. Á móti lækkuninni kom þó að eftir breytinguna var vísitalan örlítið „nýrri“ í hvert sinn þegar hún tók gildi. í febrúar 1989 var lánskjaravisi- tölunni breytt á ný og þá með þeim hætti að vöruverðlag skyldi hafa miklu minni áhrif á hana en áður en laun þeim mun meiri. Yfirvöld vildu enn á ný minnka hækkunar- hraða lánskjaravísitölunnar vegna mótmæla þrýstihópa án þess að snillingunum dytti í hug að hægja KjaUarinn Carl J. Eiríksson verkfræðingur á verðbólgunni með minni seðla- prentun. Þá stóð þannig á að fyrirsjáanlegt var að vöruverðlag myndi þá á næstunni hækka mun hraðar en laun. Helmingur af vægi fram- færsluvísitölunnar í lánskjaravísi- tölunni var afnuminn en í staðinn kom vísitala launa og gildir þetta enn í dag. Rétt eftir breytinguna hækkaði vöruverðlag miklu hrað- ar en lánskjaravísitalan eða laun. í dag er vísitalan 3384 stig en væri 6,24% hærri eða 3595 stig ef henni hefði ekki verið breytt árin 1983 og 1989. Mest af þessum mis- mun stafar af breytingunni 1989. í sömu hugleiðingum Nú, þegar fyrirsjáanlegt er að laun muni á næstunni hækka hrað- ar en vöruverðlag, eru snillingarn- ir í sömu hugleiðingum og fyrr. Nú hentar þeim að breyta aftur til hins fyrra horfs en auðvitað ekki með því að nota aðra af eldri formúlun- um því að það eitt myndi valda skyndihækkun lánskjaravísi- tölunnar um 4,88% eða 6,24%. Talan 3384 fyrir desember yrði væntanlega notuð sem viðmiðun eftir breytinguna en ekki 3549 eöa 3595. Vægi launa eftir breytinguna yrði minna, líkt og var frá 1979 til 1989. Með breytingunni fengist á næstunni minni hækkun vísi- tölunnar en ella þegar laun munu um tíma hækka hraöar en vöru- verðlag. Nýlega lækkaði verð á mjólk um leið og nautakjöt hækkaði. Skömmu áður en það gerðist hefði verið sniðugt að miða vísitöluna bara við mjólkurverð. Seinna, rétt áður en mjólkin á að hækka en kjötið að lækka, þá væri sniðugt að hafa lögfest nýja breytingu á vísitölunni og miða hana þá ein- göngu við nautakjöt. Slík breyting væri sama eðhs og breyting láns- kjaravísitölunnar 1989, aðeins væri um stigsmun að ræða. - Svona rugl kalla menn verð- tryggingu. Carl J. Eiríksson „Nýlega lækkaöi verð á mjólk um leiö og nautakjöt hækkaði. Skömmu áöur en það gerðist hefði verið sniðugt að miða vísitöluna bara við mjólkurverð.“ BB-listi á Vestfjördum Heldurfólki innan flokksins „Það er skoöun okkar sem stöndum að ósk um BB-lista hér á Vestfjörðum að kominn sé upp klofning- ur í liðinu, sem \ veldur þVÍ að við telj - Pétur Bjamason »ara- um okkur þlngmaaur. ekki ná til framsóknarmanna með öðru móti. Þá teljum við líka að með því að fara fram með BB-lista náum víð til allra fram- sóknarmanna og ef til vill jaðar- atkvæða ef svo má aö orði kom- ast. Það er því skoðun okkar að með því að fara fram með BB- lista sé raunhæfur möguleiki á að ná tveimur mönnum á þing fyrir Framsóknarflokkinn á Vestfjörðum. En eins og staðan er nú sé hann ekki fyrir hendi. Ýmsir tala um að þetta geti skilið eftir sár sem erfltt sé að græða. Ég vil benda á að á Norðurlandi vestra, þar sem BB-listi var síðast fram borirrn, gekk allvel að ná til baka fylginu og sameina kraft- ana. Mér er hins vegar sagt að í Norðurlandi eystra, þar sem menn fengu ekki leyfi til að nota BB en urðu þess í stað að bjóða fram óháð Framsóknarflokkn- um, hafi tekið mun iengri tíma að ná liðinu saman. Ástæðan fyr- ir þessu er sú að BB er framsókn- arlísti og fólk þarf ekki að segja sig úr félögum eða hvarfla frá flokknum á nokkum hátt." Eittöflugt framboð sem þeir alþlngicmaaur. standa saman um. Við búum til málefnagrunn til að starfa eftir og það hlýtur að vera á þeim grunni sem framboð flokksins byggist. Síðan veljum við fram- bjóðendur til að fylgja eftir þeim málflutningi og þeim stefnumið- um. Ef verið er að tala um BB- framboð eöa tvöfaldan flokksstaf, þá er það ekki á málefnalegum grundvelli. Það er byggt á ein- hverju öðru svo sem persónum eða svæöisbundnum hagsmmi- um. Það þykir inér í grundvallar- atriöum ekki vera eðlilegt. Það má vera aö einhvem timann geti komið upp þau sjónarmið að menn teldu að þetta væru rök en ég sé þau ekki fyrir mér vegna þess að ég tel hitt sem ég nefndí áðan liinn eðlilega grundvöll flokksstarfs. Með því aðleyfa tvö- faldan bókstaf er verið að ala á ágreiningi og óeiningu innan kjördæmis milli manna. Þess vegna blasir sú hætta við að flokkar sætu uppi með óskir um tvöfalda bókstafl í öllum kjör dæmum. Með þeim aðferðum ■ sem menn hafa nú við að stilla upp á lista, þar sem allt er meira eða minna opið í prófkjöri, verða menn að sætta sig við leikregluna sem raenn spila eftir í upphafi og lúta þeirri niðurstöðu sem út úr þeim leik kemur.“ „Flokkar þurfa að hafa það að megin-: markmiði að þeir séu með eitt öflugt framboð í hverju kjör- dæmi. Menn erumeðflokk Og flokkSStarf Qyftniumlur Blarnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.