Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 Fréttir Sala hlutabréfa Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa: Getur sprengt meiri- hlutasamstarfið - háværar raddir uppi um að greiða þurfi yfirverð fyrir hlutabréfin Unnið af kappi við að landa fiski úr einum togara Útgerðarfélags Akur- eyringa. DV-mynd GK Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Málið er þess eðlis 'að það getur hæglega fellt meirihluta Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks í bæjar- stjórn. Leiði niðurstöður þeirrar skoðunar á hagkvæmni sölunnar, sem nú er að hefjast, til þess að við framsóknarmenn viljum selja hluta- bréfin en bæjarfulltrúi krata ekki, þá getur sú staða komið upp að salan eigi sér stað með stuðningi sjálfstæð- ismanna. Það þýddi að meirihlutinn í bæjarstjórn væri sprunginn," segir einn af forsvarsmönnum framsókn- armanna á Akureyri um þá stöðu sem upp er komin vegna hugsanlegr- ar sölu á hlutabréfum bæjarins í Ut- gerðarfélagi Akureyringa hf. Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið í gær. Hann hefur til þessa sagt að það hafi ekki verið á stefnuskrá flokksins að seija hlutabréf bæjarins í ÚA og sú afstaða hafi ekki breyst. Gísli Bragi hefur hins vegar fengið umboð flokksmanna sinna til að taka áfram þátt í viðræðum um söluna, en að þeim loknum verður staðan metin upp á nýtt. í umræðunni til þessa hefur verið rætt um að selji bærinn 53% meiri- hluta sinn í ÚA þurfi að greiða fyrir hann um 1 milljarð króna, það er gangverð bréfanna, en nafnverð þeirra er ríflega 300 milljónir króna. „Mér finnst það fáránlegt að það eigi að selja meirihlutann í fyrirtækinu á gangverði bréfanna, það er út í hött, og nær væri að greitt yrði fyrir þau 1,5 miðað við gangverð sem þýddi að talan 1,5 milljarðar væri nær lagi,“ sagði einn viðmælandi DV um málið í gær. Flokkarnir fjórir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar eru nú að skipa fulltrúa sína í viðræðunefnd við þá aðila sem sýnt hafa áhuga á kaupunum, en það eru KEA og Sam- herji, og fulltrúar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hafa einnig óskað eftir að koma að þeim viðræðum. Þá mun á vegum bæjarsins fara fram skoðun á áhrifum þess að flytja við- skipti ÚA frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna til íslenskra sjávarafurða hf. en það er innifalið í tilboði KEA að ÍS flytji höfuðstöðvar sínar til Akureyrar og fái viðskiptin við ÚA sem SH hefur haft til þessa. Það var mesta mildi að engin slys urðu á fólki þegar 40 feta gámur valt á hliðina í miðbæ Stykkishólms í síðustu viku. Veriö var að færa gáminn en hann hafði verið fylltur með búslóð, m.a. 5 millj. króna flygli sem er 300 kg að þyngd. Lögreglan kom strax á staðinn og lokaði götunni meðan kranabíll rétti gáminn af. Gámurinn var á leið til Vestmannaeyja og verður opnaður þar. DV-mynd Arnheiður Ólafsdóttir, Stykkishólmi Steingrímur Njálsson í flögurra vikna gæsluvarðhald: Kuldagalli kæranda f annst heima hjá Steingrími Stuttar fréttir Hættvidverðhruni Vinnslustöðvum með búnaö til loðnu- og hrognafrystingar flölg- aði um helming á síðasta ári. Skv. Sjónvarpinu gæti aukningin leitt til verðhruns. Mjólkekkiafgreidd Verslunarfélag Raufarhafnar hefur ekki fengið afgreidda mjólk frá því fyrir áramót vegna skuld- ar við Mjólkursamlagið á Húsa- vík. RÚV greindi frá þessu. Hjartastuð heimilað Sjúkraflutningamenn fá í lok vikunnar að gefa hjartasjúkling- um hjartastuð en hingaö til hafa læknar einungis mátt fram- kvæma þessa aðgerð. Morgun- blaðið greindi frá þessu. Skortur á konum íbúum Austurlands fækkaöi um 114 á síðasta ári. Skv. Alþýðu- blaðinu er skortur á konum í landshlutanum. Karlkyns íbúar eru eru 585 umfram konur. Myndlistarskóla lokað Myndlistarskóla Hafnarfjarðar hefur verið lokað vegna fjár- skorts. Sjónvarpiö greindi frá. Matálánshæfni Lánshæfni ríkissjóðs er góð að mati bandaríska matsfyrirtækis- ins Moody’s Investor Service. Mbl. greindi frá þessu. Bjór bætir umferðina Dregið hefur úr umlerðarslys- um eftir tilkomu bjórs hér á landi. Þetta kemur fram i nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir Landspitalann. Mbi. skýrði frá. Úðakerfi í lagi Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík segir að nýleg skýrsla fyrir Brunamálastofnun gefi alranga mynd af ástandi úðakerfa á Is- landi. Almennt sé ástandiö gott. Sjónvarpiðgreindífrá. -kaa Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Steingrím Njálsson, dæmdan kynferðisafbrotamann, í gæsluvarðhald til fjögurra vikna. Steingrímur var handtekinn á fóstu- dagskvöld eftir að móðir þroskahefts manns kærði hann fyrir að gera til- raun til að misnota son hennar kyn- ferðislega. Samkvæmt upplýsingum DV fór maðurinn í leigubú með Steingrími að heimili þess síðarnefnda. Þar mun Steingrímur hafa leitað á manninn kynferðislega og haldið honum þar nauðugum í nokkrar klukkustundir áöur en honum tókst að forða sér út. Vegfarandi tók hann upp í bíl sinn stuttu síðar og í kjölfarið kærði móð- irin atburðinn. Lögregla fór á heim- ili Steingríms og fann þar kulda- samfesting sem maðurinn átti og handtók Steingrím í kjölfarið. Mál- inu var strax vísað til Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Síðastliðið vor var Steingrímur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur og páskaeggja- stuld. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar og hefur enn ekki verið kveðinn upp dómur í því máli. í okt- óber var hann hins vegar sýknaður í héraðsdómi af að hafa rifið svo harkalega í pung manns að af hlaust 7 sentímetra langur skurður. Stein- grímur sat í 34 daga gæsluvarðhaldi vegna þess máls og komst héraðs- dómur að þeirri niðurstöðu aö sú refsing væri nægileg. Þótt ekki væri sannað að Steingrímur væri valdur að áverkum á kynfærum mannsins þótti ljóst að Steingrímur væri vald- ur að áverkum á hálsi hans og höfði. Af þessu er ljóst að Steingrímur á enga óafplánaða dóma hjá Fangelsis- málastofnun. aðmynda meirihluta „Niðurstaða fundarins var sú að meírihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags er fallinn. Eins og málin líta út núna er það skylda okkar kratanna, sem stærsta flokksins i Hafnarfirði, að standa að meirihluta og fara í viðræður við aðila í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um meirihluta- samstarf. Við vorum á fundi meö Jóhanni Gunnari Bergþórssyni í gær. Við fengum heimild til að halda áfram viðræðum við Jó- hann Gunnar," segir Ingvar Vikt- orsson, oddviti Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Ingvar Viktorsson og Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði, áttu viðræður við Jóhann G. Berg- þórsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, í gær um myndun nýs meirihluta í bænum. Bæjar- stjórnarfundi síðdegis í dag verð- ur að öllum líkindum frestað og viðræðum Jóhaims G. Bergþórs- sonar og alþýðuflokksmanna haldið áfram. Búist er við að samningaviðræðumar taki nokkra daga. „Embætti bæjarverkfræðings hefur ekki verið uppi á borðinu í viðræðum við Jóhann. Það er útilokað að takist að mynda meirihluta fyrir bæjarstjórnar- fundinn í dag. Það er líklegra að það verði af meirihluta þessara aðila en ekki. Það er ekki starf- hæfur meirihluti í Hafnarfirði í dag. Ef Jóhann Gunnar Berg- þórsson treystir sér ekki til að vinna með Sjálfstæðisflokknum er enginn möguieiki á meirihluta nema Alþýðuflokkurinn komi þar inn,“ segir Ingvar. Jóhann G. Bergþórsson: Vil ópólitískan bæjarstjóra „Það er ekki búiö að ræða um formið á þessu. Þaö er ljóst að mín viðhorf eru þau að það skuli ráðinn ópólitískur bæjarstjóri. Þaö kemur ekki til greina af minni hálfu að Guðmundur Árni Stefánsson verði bæjarstjóri,“ segir Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, um nýjan bæjarstjóra í Hafn- arflrði. „Mér var á sínum tíma boðið bæjarverkfræðingsembættið. Ég hef aldrei haft sérstakan áhuga á embættinu en ég vildi að það yrði staðið viö gerðan samning. Ég sótti um bæjarverkfræðings- starfið í samráði við Sjálfstæðis- flokkínn. Ég hef engan áhuga á því að verða bæjarverkfræðing- ur. Þegar menn eru ekki tilbúnir að standa viö gerða samninga beita þeir þvingunum og hóta að birta skýrslur. Þeir mega birta allar skýrslm* sem þeir vilja min vegna,“ segir hann. Stíf f undahöld Sveitarstjórnarmenn í Hafnar- firði funduðu ákaft í gær til að búa sig undir umræður um fjár- hagsáætlun meirihluta Sjálfstæð- isflokks og Alþýðubandalags á aukafundi í bæjarstjórn í dag, í herbúðum sjálfstæðismanna og alþýðubandalagsmanna var gengið út frá því sern vísu að fundurinn yrði haldinn og hittust Magnús Jón Árnason bæjarstjóri og Magnús Gunnarsson, formaö- ur bæjarráðs, til að bera saman bækur sínar í gærkvöld. Þá funduðu alþýðuflokksmenn um fjárhagsáætlunina í gær- kvöld. Búist er við að kratarnir leggi fram tillögu um að bæjar- stjórnarfundi í dag verði frestaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.