Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Page 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995
Merming
Dómnefndir vegna Menmngarverðlauna DV hafa verið skipaðar:
Munu veita verðlaun
í sjö listgreinum
Dómnefndir vegna Menningarverð-
launa DV, sem afhent verða í 17.
skipti 23. febrúar næstkomandi, hafa
verið skipaðar. Dómnefndirnar eru
sjö og munu þær veita verðlaun í
jafn mörgum listgreinum: leiklist,
bókmenntum, tónlist, listhönnun,
byggingarlist, kvikmyndum og
myndlist.
Við val í dómnefndir er haft að leið-
arljósi aö þær séu skipaðar gangrýn-
endum DV í viðkomandi listgrein,
fulltrúum listamanna og áhugafólki
um listir. Hefur sá háttur verið hafð-
ur á í hvert skipti sem Menningar-
verðlaunum DV hefur verið úthlutað
og á sinn þátt í hve vel hefur tekist
um val verðlaunahafa. Er ekki að efa
að jafn vel takist nú til um val verð-
launahafa.
Fimm tilnefningar
Nefndirnar hafa flestar þegar hafið
störf. Fyrir nefndarmönnum liggur
að fara yfir nýliðið ár og velja þá
listamenn eða aðifa sem þeim fmnst
að hafi skarað fram úr á árinu. Eins
og svo oft áöur munu nefndarmenn
eiga úr vöndu að ráða við val sitt.
En áöur en endanfeg ákvörðun verð-
ur tekin mun hver nefnd tilnefna
fimm listamenn eða aðila sem koma
til greina sem handhafar Menningar-
verðlauna DV 1995. Gerð verður
grein fyrir tilnefningum nefndanna
hér í blaðinu og rökstuðningi þeirra,
þ.e. af hverju tilteknir listamenn eða
aðilar eru tilnefndir.
Hér fer listi yfir skipan dómnefnda
um Menningarverðlaun DV í ár:
Bókmenntir: Sigríður Albertsdótt-
ir, bókmenntafræðingur og gagnrýn-
andi DV, Silja Aðalsteinsdóttir, bók-
menntafræðingur, rithöfundur og
gagnrýnandi DV, og Jón Hallur Stef-
ánsson, rithöfundur og þáttagerðar-
maður.
Kvikmyndir: Hilmar Karlsson,
Frá iyrsta fundi dómnefndar sem veita mun Menningarverðlaun DV í bókmenntum. Silja Aóalsteinsdóttir, t.v.,
ræðir hér við Jón Hall Stefánsson og Sigríði Albertsdóttur um afrek síðasta árs á sviði bókmennta. Það skal tek-
ið fram að öll islensk bókmenntaverk sem komu út á nýliðnu ári verða til skoðunar. Bækurnar sem sjást á mynd-
inni gefa enga vísbendingu um tilnefningar nefndarinnar. DV-mynd VSJ
blaðamaður og kvikmyndagagnrýn-
andi DV, Baldur Hjaltason, forstjóri
og kvikmyndagagnrýnandi, og Þor-
finnur Ómarsson dagskrárgerðar-
maður.
Leiklist: Auður Eydal, leiklistar-
gagnrýnandi DV, Kristján Jóhann
Jónsson, rithöfundur og leiklistar-
gagnrýnandi, og Þorgeir Þorgeirson
rithöfundur.
Tónlist: Áskell Másson, tónskáld
og tónlistargagnrýnandi DV, Rík-
harður Öm Pálsson, tónskáld og tón-
listargagnrýnandi, og Bergljót Har-
aldsdóttir dagskrárgerðarmaður.
Myndlist: Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur, Ólafur Engilbertsson,
myndlistargagnrýnandi DV, og Jón
Proppé, heimspekingur og myndlist-
argagnrýnandi DV.
Byggingarlist: Þorgeir Ólafsson,
listfræöingur og deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu, Valdís
Bjarnadóttir arkitekt og Sigurður
Halldórsson arkitekt.
Listhönnun: Torfi Jóhsson hönn-
uður, Eyjólfur Pálsson hönnuður og
Guðrún Gunnarsdóttir textíllista-
maður.
Bókmenntir
Sigriður Albertsdóttir. Silja Aðalsteinsdóttir. Jón Hallur Stefánsson.
Leiklist
Tónlist
Hlaupárá
kvikmynda-
hátíðí
Frakklandi
Stuttmyndin Hlaupár eftir
Önnu Th. Rögnvaldsdóttur var
nýlega valin til keppni á Cler-
mont-Ferrand kvikmyndahátíð-
inni sem fram fer í Frakklandi í
lök janúar. Myndin er gerð að
frumkvæði Jafnréttisnefndar
Reykjavíkurborgar sem efndi til
handritasamkeppni fyrir ári.
Hún veitti síðan styrk til gerðar
Hlaupárs sem fékk fyrstu verð-
laun . í samkeppninni. Myndin
íjallar um miðaldra konu, Höllu,
sem býr ein á bæ í nágrenni
Reykjavíkur og væntanlegt
stefnumót hennar við gamlan
kunningja. í aðalhlutverkum eru
Margrét Ákadóttir og Pétur Ein-
arsson.
Margrét Ákadóttir í hlutverki
Sínu í Hlaupári.
Akureyri:
lOOárafæðing-
araf mæli Davíðs
Stefánssonar
Eitt hundrað ár verða liðin frá
fæðingu Davíðs Stefánssonar,
skálds frá Fagraskógi, laugardag-
inn 21. janúar. í tilefni af því verð-
ur margt um að vera á Akureyri
þann dag og síöar á árinu. Á af-
mælisdaginn verður samkoma í
Möðruvallakirkju á vegum Arn-
arneshrepps. Þar verður kynning
á verkum Daviös, sungið og lesið
úr verkum hans og sagt frá skáld-
inu. Síðar um daginn verður sýn-
ing á verkum Davíös í Amtsbók-
Myndlist
Byggingarlist
Kristján Jóh. Jónsson. Þorgeir Þorgeirson.
Áskell Másson.
Auður Eydal.
Ríkharður Örn Pálsson.
Bergljót Haraldsdóttir.
Kvikmyndir
Listhönnun
Aðalsteinn Ingólfsson.
Ólafur Engilbertsson.
Jón Proppé.
Þorgeir Ólafsson.
Valdís Bjarnadóttir.
Sigurður Halldórsson.
Hilmar Karlsson.
Þorfinnur Ómarsson.
Torfi Jónsson. Eyjólfur Pálsson. Guðrún Gunnarsdóttir.
safninu og um kvöldið verður
frumfiutt í Samkomuhúsinu dag-
skrá Leikfélags Akureyrar Á
svörtum fjöðrum - úr Ijóðum
Daviðs Stefánssonar. Daginn eftir
verður Arnar Jónsson leikari
með sérdagskrá um Davíð í Dav-
íðshúsi. Fram til sumars eru síð-
an ráðgerðar sýningar og kynn-
ingar sem tengjast Davíð Stefáns-
syni.
Nýjarbækur
frá Frjálsri
fjölmiðlun
Frjáls fjölmiðlun hefur gefið út
tvær bækur í bókaflokknum um
bróður Cadfael, Bláhjálm og IAki
ofaukið. Munkurinn Cadfael er
spæjari í sérílokki en sögurnar
gerast í og við Benediktsmunka-
klaustrið í Shrewsbury á Eng-
landi á 12. öld. Alls eru komnar
út 19 bækur um munkinn Cadfael
og hafa hlotið fádæma vinsældir
í hinum enskumælandi heimi og
jafnframt verið þýddar á nokkur
tungumál.
í fyrra voru gerðar sjónvarps-
kvikmyndir eftir fjórum bók-
anna, með Sir Derek Jakobi í
hlutverki Cadfaels, og ráðgeröar
eru tökur á sex myndum til við-
bótar.
Þá eru einnig komnar út tvær
barna- og unglingabækur í bóka-
flokknum Æskuár Indiana Jones,
Hringur dauðans og Hefnd
múmiunnar.