Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 Sviðsljós Súpermódelin láta allthanga í ár: Fögnuðu nýja ár- inu berbrjósta Þessar þrjár drottningar í tískuheim- inum ákváöu að halda upp á nýja árið með því að sýna örlítið meira af sér en á síðasta ári. Ekki er þó vitað hvort þetta er eitthvert nýárs- heit hjá þeim stúlkunum en ýmsir spá því hins vegar að meira sjáist í Talaðu við okkur um BILARETTINGAR BÍLASPRAUTUN HHHgnj Varmi Auðbrekku 14, sími 64 21 41 VINNIN LAUG/1 (u){ (S GSTÖLUR RDAGINN 14.1.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 1.847.757 o 4af5d ^•Plús K m 160.670 3. 4af 5 64 8.660 4. 3 al 5 2.440 530 Heildarvinningsupphæð: 4.016.537 M 1 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR kroppana á tískusýningum þessa árs. Carla Bruni, Naomi Campell og Helena Christensen eru aðalstjörn- urnar í sérstakri nýársútgáfu franska tískutímaritsins Photo. Hin ítalska Carla þykir alveg sér- staklega falleg. Hún heillaði Mick gamla Jagger gjörsamlega upp úr skónum fyrir nokkrum árum og áttu þau í ástarsambandi sem varð til þess að Jerry Hall, eiginkona Micks, stormaði tvisar sinnum út frá hon- um. Afturendinn á Helenu er sennilega sá frægasti í heiminum um þessar mundir. Hann prýðir nefnilega aug- lýsingaplaköt fyrir myndina Pret a Porter sem Robert nokkur Altman leikstýrir. Bossinn hangir því víða uppi á vegg og hefur vakið mikið umtal. Þess hefur meðal annars verið krafist að plakatið verði bannað. Helenu er víst nokk sama en það var einmitt þetta plakat sem varð til þess að hún var kjörin kynþokkafyllsta módelið árið 1994. Naomi átti frekar erfltt ár í fyrra. Hún reyndi fyrir sér sem söngkona með afleitum árangri og var jafnvel talað um að fleiri eintökum af plötu hennar, Babywoman, hefði verið skilað en gefm voru út! Helena Christensen. Naomi Campell. TÆKNI /////////////////////////////// Aukablað um TÖLVUR Miðvikudaginn 25. janúar mun aukablað um tölvur'fylgja DV. Blaðið verður að vanda fjölbreytt og efnismikið. í því veður fjallað um flest það er viðkemur tölvum og tölvunotkun. Upplýsingar verða I blaðinu um hugbúnað, vélbúnað, þróun og markaðsmál að ógleymdum smáfréttunum vinsælu. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um Internetið og notkun þess á íslandi. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í þlaðið er bent á að senda upplýsingar til Björns Jóhanns Björnssonar á ritstjórn DV í síðasta lagi fyrir 19. janúar. Bréfasími ritstjórnar er 563 29 99. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsinga- deild DV, hið fyrsta í síma 563 27 23. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtu-- dagurinn 19. janúar. ATH.I Bréfasími okkar er 563 27 27. DV Sænska poppsveitin Roxette er á hljómleikaferðalagi um Suður-Afriku þessa dagana þar sem sveitin nýtur mikilla vinsælda sem eðlilegt er. Marie Fred- riksson, forsöngkona þeirra frænda okkar, þykir mjög frambærilegur skemmtikraftur og, eins og sést á mynd þessari sem var tekin á tónleikum á Ellis Park íþróttaleikvanginum, var hún í miklu stuði. Símamynd Reuter Cartland Barbara Cartland, skáldkona með meiru, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Að venju var hún í hópi heimsins verst klæddu kvenna fyrir hjábáruleg- an útganginn á sér þegar sá listi var kynntur fyrir stuttu. Og til að hæta gráu ofan á svart var hún skömmuð fyrir að malda í móinn yfir því að skípta ætti einu af stór- hýsum hennar í fernt til þess að þar gæti búið „alþýðudót", eins og hún mun hafa orðað það. Whoopi ekki hjá Oskari Whoopi Goldberg, leikona og háðfugl, hefur notið mikillar vel- gengni undanfarin ár og fengið hvert bíómyndarhlutverkið á fætur öðru, þó svo að myndirnar hafi kannski ekki verið upp á marga fiska. Hún hefur meira að segja fengið að kynna óskars- verðlaunin. Ekki þó í þetta sinn. Þess í stað verður hún kynnir á ‘samkomu sem haldin er til styrktar rannsóknum á alnæmi. Jack aftur fúll Jack Lemmon og Walter Matt- hau, eitthvert skemmtiiegasta gamantvíeyki í Hollywoodkvik- myndum fyrr og síðar, þegar vel tekst til, það er að segja, hafa fall- ist á aö leika í framhaldsmynd um gamlingjana tvo fúlu sem kitluðu hláturtaugar okkar í fyrra. Jack segir að þeir vilji endi- lega að myndin veröi tilbúin til sýningar um jólaleytið. Það er því enn nokkur tími til stefnu. Frank Zappa í dýrlingatölu Tónlistarsnillingurinn sálugi, Frank Zappa, stoínandi og höf- uðpaur framúrstefnusveitarinn- ar Mothers of Invention, var tek- inn í poppdýrlingatölu í New York fyrir skömmu, svo og Janis Joplin, Neíl Young og fleiri. Fé- lagar Franks úr sveitinni léku af því tilefni fyrir gesti og er ekki að efa að sælustraumur hefur fariö um marga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.