Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 Fréttir Fyrrum starfsmaður á áfengismeðferðardeild Landspítalans: I f angelsi fyrir fjársvik gagnvart sjúklingi - fékk roskinn mann til að samþykkja veðsetningar fyrir eigin lánum Héraösdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 49 ára karlmann í 15 mánaöa fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa fengið sjúkling sem hann hafði annast til að samþykkja veðsetningu fasteignar sjúklingsins sem trygging- ar fyrir greiðslum á fjórum skulda- bréfum upp á samtals um 2 milljónir króna. Málið er sprottið af kæru frá roskn- um manni sem var sjúklingur á áfengismeðferðardeild Landspítal- ans. Þar starfaði sakborningurinn meðal annars með þeim hætti að halda með sjúklingum fundi sem kærandinn sótti. Kynni tókust með mönnunum og höföu þeir talsverð samskipti upp frá því. í dóminum segir m.a. að ákærði hefði þvi þekkt vel til aðstæðna sjúkl- ingsins, bæði fjárhagsstöðu og vandamál vegna áfengissýki hans. „Ákærða hlaut einnig að vera ljóst að ... var ekki borgunarmaður þeirra fjárskuldbindinga, sem lýst er í þessum köflum ákærunnar," segir í dóminum. Sakborningurinn var dæmdur fyr- ir aö hafa tekið 1,2 milljóna króna lífeyrissjóöslán, sem var tryggt með 2. veðrétti í íbúð roskna mannsins, sem eigandinn átti reyndar að fá helming af til sinna nota, en notfæra sér nánast alla upphæðina sjálfur. Maðurinn var auk þess dæmdur fyrir að hafa gagnvart sjúklingnum með sviksamlegum hætti veðsett þrjú skuldabréf að upphæð samtals ein milljón króna. Sakborningurinn var atvinnulaus þegar svikin fóru fram, á tímabilinu október 1992 til janúar 1993. Hann var enn atvinnu- laus þegar réttarhöld fóru fram í málinu. „.Ákærði hefur því með þessari háttsemi sinni á ólögmætan hátt hagnýtt sér rangar og/eða óljós- ar hugmyndir ... sem taldi ákærða í fastri vinnu,“ sagði í dóminum. Sakborningurinn hefur áöur hlotið 15 dómsáttir fyrir áfengislagabrot, umferðarlagabrot, tollalagabrot, lík- amsárás og íjársvik. Hann hefur einnig hlotiö 9 refsidóma fyrir skjala- fals, þjófnaö, nytjastuld, ijárdrátt, fjársvik, umferðarlagabrot og áfengi- slagabrot. Hluti af fyrri ferli manns- ins hafði ítrekunaráhrif við refsiák- vörðun héraðsdóms í gær. -Ótt Halldóra Ósk Hallgrímsdóttir, gjaldkeri Nemendafélags Hvassaleitisskóla, afhenti 50 þúsund krónur í söfnunina fyrir hönd félags síns. Börnin höföu ætlað aö nota peningana til aö stofna útvarpsstöð en töldu þeim betur varið i söfnunina. DV-mynd Sveinn Söfnun handa Súðvíkingum: Vel á annað hundrað milljónir höf ðu saf nast Geysileg þátttaka hefur verið í Þegar DV fór í prentun í gærkvöldi henni lýkur á sunnudagskvöld söfnun þeirri sem staðið hefur til höfðu vel á annaö hundrað milljónir klukkan 22. Tekiðær við framlögum styrktar fómarlömbum snjóflóð- safnast. í síma 800 50 50. anna í Súðavík. Söfnunin hófst á fimmtudag og -rt DóinMrkian: Samverustund björgunarmanna Landsbjörg og Slysavamafélag íslands efna til samverustundar fyrir félaga sína og fjölskyldur þeirra í Dómkirkjunni á sunnu- dagskvöld kl. 20. Björgunarsveit- armenn sem fóm til Vestfjarða em flestir komnir til baka og finna hjá sér ríka þörf fyrir að eiga kyrrðarstund saman. Samverustundin er ætluð félög- um Landsbjargar og Slysavarna- félagsins ásamt Qölskyldum en allir aðrir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir, Málverkauppboð „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var að mála nóttina eftir að snjóflóðið féll. Mér fannst eitt- hvað verða að gera til hjálpar þessu fólki sem á um sárt að binda,“ segir Jóhann Eyvinds myndlistarmaður sem stendur fyrir myndlistarsýningu og upp- boði þar sem andvirðið rennur óskipt til Súðvíkinga. Jóhann segir að nokkrir hst- málarar hafi ákveðið að gefo verk í þessu skyni. Sýningin verður haldin nk. þriöjudag og miðviku- dag í Geysishúsinu en Reykjavík- urborg lánar sai endurgjalds- laust. -rt Grindavík: Færriánatvinnu Ægir Már Káraaon, DV, Suöumesjuin; í Grindavík era nú 65 manns á atvinnuleysisskrá, þar af 55 kon- ur. Þetta er nærhelmingsfækkun á skrá frá því á sama tíma í fyrra. Starfsfólk hjá atvinnumiðlun bæjarins gerir ráð fyrir að 20 konur fari af skránni um næstu mánaðamót, fái þá fasta vinnu hjá lagmetisiðjunni. Lýsisskipið Massira frá Marokkó: Neitaði að fara úr höf n á Djúpavogi Flutningaskipið Massira frá Marr- okkó hefur lent í miklum ævintýram og jafnvel hrakningum hér við land undanfama daga og má segja að sag- an hafi endurtekið sig frá því í des- ember þegar skipið strandaði í Homaíjarðarhöfn og átti einnig í erf- iðleikum í Bolungarvík. Vignir Júl- íusson, lóös í Homafirði, segir að Massira sé gamalt skip. Það hafi „óskaplega léleg“ og jafnvel úrelt stjómtæki og skipstjómarmennimir séu óvanir íslenskum aöstæðum. Skipið láti varla að stjórn og skip- stjórinn virðist ekki vanur að sigla nálægt landi. „Skipið kom hingaö til að taka lýsi og fékk lóðs til að fara inn að bryggju. Þegar skipið átti að fara út fór skip- stjórinn í kerfi og neitaði að fara þó að íslenskur skipstjóri, þrælvanur maður, færi með. Skipstjórinn fékk að tala út til Marokkó og senda fax og sagöi við íslenska skipstjórann að hann mætti ekki taka neina áhættu því að það væri búiö að selja skipið. Það endaði með því aö hann fór eftir að hafa fengiö tilmæli frá umboðs- manninum í Reykjavík um að fara. Við urðum að færa togara við bryggj- una þrem metrum framar og tveir litlir bátar hjálpuðu honum við að snúa í renniblíðu," segir Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpa- vogi. Eins og fram kom í DV nýlega voru íjórir björgunarsveitarmenn úr Gerpi hætt komnir á Norðljaröarflóa aðfaranótt sunnudags eftir aö hafa aðstoöað lóðs úr Reykjavík um borð í flutningaskipið þegar það þurfti að koma við í Neskaupstað til að taka lýsi. Veður var vont og „skvetta fór yfir bátinn", eins og sveitarstjórinn á Djúpavogi orðaði það. Björgunar- bátinn fyllti og vélar hans stöövuð- ust. Massira sinnti ekki neyðarblysi frá bátnum og hélt til hafs en togar- inn Skúmur kom björgunarsveitar- mönnunum til hjálpar. Von var á Massira til Vestmanna- eyja síðdegis í gær. Stuttar fréttir Vegna minningarathafnar á ísafirði í dag um látna Súðvíkinga beinir Davið Oddsson forsætis- ráðherra þeim tilmælum til opin- berra stofnana að fánar verði dregnir í hálfa stöng. Lánskjaravísitala upp Seölabankinn hefur reiknað út nýja lánskjaravísitölu sem gildir fyrir febrúar. Hún er 3396 stig og hefur hækkað um 0,32% frá síð- asta mánuði. Skátarmeðsamskot Ráðstefna evrópskra skáta fer fram í Reykjavík um þessar mundir. Ráöstefnugestir hafa ákveðið að efna til samskota í söfnunina „Samhugur í verki". Fundað í Múrmansk Fulltrúar íslenskra og rúss- neskra stjórnvalda funduðu um sjávarútvegsmál í Múrmansk í gær. Niðurstaðan varð að efna til annars fundar og bjóða Norð- mönnum á fundinn. Flugtil Kanada Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur fengið bréf frá kanad- ískum kollega sinum um nýja loftferðaáætlun stjórnvalda í Kanada. Samkvæmt henni er engin hindran í vegi Flugleiða fyrir áætlunarflugi milli íslands og Kanada. Samningarógiltir Tveggja ára gamlir samningar milli sænska Skandia og Gísla Amar Lárussonar um sölu á þriöjungs hlut hans vora ógiltir í gerðardómi í gær. Samkvæmt RUV er Gísli aftur eigandi að sín- um gamla hlut og forstjóri fyrir- tækisins. Gengnirúrflokknum Tveir úr forystusveit Alþýðu- bandalagsmanna í Neskaupstað eru gengnir úr flokknum vegna óánægju meö Hjörleif Guttorms- son. Fjölskyldan hornreka Fjölskyldan hefur veriö horn- reka í þjóöfélaginu að mati Braga Guðbrandssonar, aðstoöarmanns félagsmálaráðherra. Þingsálykt- unartillaga um fjölskyldustefnu verður lögö fram í þingbyijun. Sæmdur riddarakrossi Eyjólfur Martinsson, konsúll i Vestmannaeyjum, hefur af Dana- drottningu veriö sæmdur ridd- arakrossi af i. gráðu Dannebrogsorðunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.