Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 Hetjulegtbjörgunarstarf við mjög erfiðar aðstæður í Súðavík: - DV ræðir við fjóra einstaklinga sem tóku þátt í björgunarstarfinu Enn einu sinni hafa náttúruöflin lát- iö til sín taka á íslandi með skelfileg- um hætti. Harmleikurinn í Súðavík kostaði 14 manns lífið en þetta er með allra mannskæðustu snjóflóö- um sem falliö hafa hér á landi. Að- stæður til björgunarstarfa í Súðavik í byrjun vikunnar gátu vart verið verri, veðurofsinn var hreint óskap- legur. Engu að síður lögðu íjölmargir einstaklingar sjálfa sig í hættu í þeirri von að geta bjargað öðrum. Óhætt er að fullyrða að þeir sem nálægt björguninni komu unnu mik- ið þrekvirki. DV ræddi við fjóra menn, sem voru við björgunarstörf í Súðavík, um aðstæður og andrúmsloftið á slys- staðnum og ekki síst eftirköstin sem þetta hefur á þá sjálfa, og fara frá- sagnir þeirra hér á eftir. Margir þurfa hjálp „Veðrið var alveg rosalegt þarna og ég hef aldrei áður kynnst aðstæð- um eins og voru í Súðavík. Það var varla stætt. Björgunarmenn voru fimm saman í hóp og það mátti varla líta hver af öðrum, þá týndust menn. Við vorum allir með píp-tæki en það mátti enginn fara út án þeirra," segir Stefán Dan Óskarsson, 44 ára ísfirð- ingur. Hann fékk það erfiða hlutskipti að sækja lík þriggja manna sem fórust. „Það var mjög átakanlegt og aðstæð- ur voru svo erfiðar. Þetta var mjög erfitt en læknirinn gat ekki komið með okkur því hann var upptekinn annars staðar." Einn þeirra látnu sem Stefán flutti í Frosta var barn. Hann segir það hafa verið sérstaklega erfitt og tekið á sig, en sjálfur er hann fjögurra barna faðir. Stefán aðstoðaði einnig lækninn við að búa um hina látnu og eins að ræða við slasaða, en á það var lögð áhersla að þeir mættu ekki sofna. Hann segir að tíminn hafi liðið hratt og ekkert hafi komist að nema að halda áfram að vinna og vona. Þegar fréttir bárust um að stúlkan og pilturinn hefðu fundist á lífi segir Stefán að mikil gleði hafi brotist út og að björgunarmenn hafi fyllst auknum krafti. „Ég hef sofið htið síðan þetta gerð- ist. Um leið og maður lokar augunum sér maður hina látnu fyrir sér. Það var mjög erfitt hjá mörgum við björg- unarstörfin vegna þeirra sem fórust. Það var alveg rosalega erfitt og þeir þurfa á hjálp að halda. Það er alveg öruggt." Sá varla skóflufarið Gylfi Már Karlsson er 23 ára Skaga- maður en hann hefur verið búsettur á ísafirði frá því í sumar. „Ég heyrði auglýst eftir mönnum í útvarpinu og dreif mig strax niður á slökkvistöð og lét skrá mig. Ég hafði aldrei áður tekið þátt í björgunar- starfi en mín hugsun var bara að reyna að gera það sem ég gæti. Að- stæður þama vora ólýsanlegar og ég hef aldrei upplifað svona veður og hef samt verið úti á sjó í kolvitlausu veðri. Það er ekkert í líkingu við þetta. Ég sá varla skóflufarið eftir mig þegar ég var að byrja. Þetta var ekkert eðlilegt. Ég fór fyrst út tæpum klukkutíma eftir að ég kom til Súða- víkur, en við biðum bara í biðröð. Það voru bara til 40 píp-tæki en hefðu þurft að vera miklu fleiri." Gylfi Már dvaldi tæpan sólarhring í Súðavík við björgunarstörf og hann segist hafa verið gjörsamlega búinn þegar hann kom aftur til ísafjarðar. „Ég hef reynt að hugsa sem minnst um þetta en þetta kemur alltaf upp í hugann. Maður hefur svona blendnar tilfinningar en ég fór upp á sjúkrahús í dag á vegum fyrirtækis- Björgunarmenn unnu mikið þrekvirki við gífurlega erfiðar aðstæður í Súðavik. Myndin er tekin þegar nokkrir björgunarmenn komu inn í hús Frosta hf. til hvildar og aðrir tóku við. DV-myndir Brynjar Gauti o.fl. Stefán Dan Óskarsson. Gylfi Már Karlsson. Guðjón Þorsteinsson. Kristján Bjarni Guðmundsson. ins. Þar klökknaði ég þegar ég sá fólk sem ég var búinn að sjá í sjón- varpinu. Maður fann svakalega mik- ið til með þeim.“ Gylfi Már segist kunna mjög vel við sig á ísafirði og þrátt fyrir snjó- flóðahættuna, sem er þar fyrir hendi, eins og annars staðar á Vestfjörðum, vill hann gjarnan búa þarna áfram. Hélt ég myndi springa „Ég hef aldrei áður á ævinni tekið þátt í björgunarstarfi. Ég hef hins vegar sjálfur lent í hremmingum, þó ekki í snjóflóði. Það brann hjá mér 1986 og ég vissi ekki í langan tíma hvort stelpurnar mínar væru á lífi því ég var ekki samferða þeim þegar þær fóru til Reykjavíkur. Ég vissi hvaða tilfinningar vora að berjast um í fólkinu," segir Guðjón Þor- steinsson, en rétt er að taka fram að í áðurnefndum eldsvoða lét enginn lífið. Guðjón, sem er 33 ára, segist upphaflega hafa ætlað að taka mynd- ir fyrir Morgunblaðið, en það hafi breyst þegar hann kom til Súðavíkur og hann farið strax út og hjálpað til. „Ég held að enginn hafi gert sér grein fyrir þvi þegar við komum hversu skuggalegt þetta var. Menn sáu ekki handa sinna skil og snjó- sleðarnir voru að bila vegna veðurs- ins. Þetta er ólýsanlegt í einu orði sagt. Ég lenti í því þegar ég kom að draga rafal á snjósleðaþotu. Þetta voru ekki nema 150 metrar en ég hélt að ég myndi springa viö það. Það var rosalega erfitt að fóta sig þarna, bæði var geysilega hvasst og svo var maður að detta um hina og þessa hluti. Ég var úti í íjóra og hálfan tíma í einni lotu og það var auðvitað vit- leysa. Ég vildi bara ekkert hætta. Það er oft þannig að skynsemin er mikil en tilfmningarnar meiri, en ég á vini og kunningja þarna. Ég hugsaði bara um að reyna að finna fólk á lífi og reyna að hjálpa eins mikið og maður gat.“ Hann segir að þeir sem stóðu að skipulagningu björgunarstarfa hafi staðið sig frábærlega. Þegar Guðjón fór frá Súðavík með HafTara var verið aö flytja Elmu Dögg Frostadóttur, 14 ára, á sjúkra- hús en hún bjargaðist úr snjóflóðinu eftir að hafa legið 15-16 tíma í fönn- inni. „Ég lá við hliðina á henni allan tímann og talaði við hana. Hún er frábær stelpa og frábær persónu- leiki. Viö töluðum um allt og ekki neitt. Ég fékk svo að hitta hana eftir að hún var komin á sjúkrahúsið og ég var innilega þakklátur fyrir að sjá hana á ný.“ Hann segir að margir þeirra sem tóku þátt í björguninni séu illa haidn- ir og hafi leitaö til áfallahjálparinn- ar. Guðjón lofar mjög þá aðstoð sem þar er veitt og segir hana nauðsyn- lega. Aödáunarverð ró heimamanna Kristján Bjarni Guðmundsson er eini viðmælandi okkar sem hafði áður komið nálægt björgunarstörf- um, en af þeim hefur hann mikla reynslu. Kristján Bjarni, sem er 43 ára, er félagi í Hjálparsveit skáta á ísafirði. „Ég tók þátt i björgunarstörfum í Tunguskógi og hélt þá að maður ættt ekki eftir að sjá mikiö verra. En þetta var engu líkt,“ segir Kristján Bjarni og bætir því við að erfitt eða ógerlegt sé að undibúa menn andlega undir slíka hluti. Fíölmargir þeirra sem voru við björgunarstörf í Súðavík höfðu litla sem enga reynslu af slíku, en Kristján Bjarni segir að allir sem einn hafi staðið sig með mikilli prýði. Um andrúmsloftið í Frosta segir hann þetta: „Ég átti leiö um sali þar sem allir íbúar Súðavíkur voru sam- ankomnir, svona fljótlega í upphafi, og það var kannski það erfiðasta sem ég sá.“ Að sögn Kristjáns Bjarna sýndu þeir heimamenn sem eftir urðu aðdáunarverða ró og þeir styrktu björgunarmenn og gáfu þeim kraft. Hann segist hafa hvatt félaga sína til að leita til áfallahjálparinnar en sjálfur gerði hann það eftir atburð- inn í Tunguskógi. „Það hafa svo mörg áföll dunið yfir okkur hérna á Vestfjörðum að þessi áfallahjálp hefði mátt koma fyrr. Þeir sem hafa komið þessu á laggirnar eiga heiður skilinn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.