Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Síða 14
14
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Lakkríslandið
íslenzk lakkrísverksmiðja var reist í Kína fyrir tveim-
ur árum. Aðalþingmaður og aðalfréttamaður Vest-
mannaeyja var við opnunina. Skömmu síðar fór íslenzki
landbúnaðarráðherrann til Kína til að skoða framtakið,
enda voru foryígismennimir frá Norðurlandi eystra.
Ríkisstjóm íslands hefur litið björtum augum til mögu-
leika íslenzkra aðila til að græða peninga í Kína. Fyrir
nokkrum mánuðum var komið upp sendiherra þar í
landi. Hann hefur hafzt við í hótelherbergi í Beijing, en
á nú að fá langþráð húsakjól í sænska sendiráðinu.
Margir hafa tekið eftir, að margt fólk býr í Kína, miklu
fleira en í Bandaríkjunum og Japan. Svo virðist sem ríkis-
stjóm íslands telji meiri möguleika vera í Kína en í Jap-
an úr því að sendiráð í Beijing var tekið fram yfir sendi-
ráð í Tokyo, sem lengi hefur verið á döfmni.
Utanríkisráðherra fór með fríðu fömneyti á Sagaklass
til að ræða viðskiptamál við ráðamenn í Kína. Undir
árslok fór svo forsætisráðherra með fríðu föruneyti í
sama skyni, en í þetta sinn var föruneytið á almennings-
farrými. Þá hafa þingmenn farið austur í fylkingum.
Kínverskir ráðamenn em ánægðir með þessar heim-
sóknir, því að þeir eru að leita eftir atkvæðum til að
komast inn í stofnanir á borð við Alþjóðlegu viðskipta-
stofnunina, þótt þeir uppfylh ekki nein skilyrði og sýni
raunar ekki neina alvarlega tilburði í þá áttina.
Erlendir íjárfestar í Kína em á sama tíma að átta sig
á, að það er seintekinn gróði að gera hestakaup við Sum-
arhða póst. Valdamenn í Kína bera nefnilega nákvæm-
lega sömu virðingu fyrir útlendingum og peningum
þeirra og fyrir innlendum andófsmönnum, það er enga.
Lögleysa er ahsráðandi í Kína. Hún birtist í virðingar-
leysi fyrir mannréttindum og mannhelgi. Og hún kemur
fram í kaupsýslu Kínverja. Þeir stela vestrænum hug-
verkum og hugbúnaði og framleiða eftirlíkingar í þræla-
búðum á vegum hersins og einstakra valdhafa.
Lögleysan kom ekki bara fram í morðum á Torgi hins
himneska friðar. Hún kemur líka fram í, að erlendir íjár-
festar þurfa að rækta póhtísk sambönd, sem koma í stað
vestrænna leikreglna. Þeir þurfa að hðka fyrir hverju
skrefi með mútum í hefðbundnum þriðja heims sth.
Þegar Kínverjar með sambönd sáu sér gróða í að reisa
viðskiptahöh rétt við Torg hins himneska friðar, sögðu
þeir McDonald’s veitingakeðjunni að hypja sig, þótt fyrir-
tækið hefði 20 ára leigusamning um staðinn. Undirritað-
ir pappírar eru nákvæmlega einskis virði í Kína.
Lehman Brothers fyrirtækið gat ekkert aðhafzt, þegar
tvö kínversk fyrirtæki í eigu valdhafa hættu við að greiða
því hundrað mihjóna dohara skuld. Þetta eru tvö dæmi
af mörgum. Það er engin leið th að leita réttar síns í
Kína. Þar kemur geðþótti valdhafa í stað laga og réttar.
íslenzka lakkrísverksmiðjan fór auðvitað á hausinn
þegjandi og hljóðalaust, enda minni bógar þar á ferð en
hjá McDonald’s og Lehman Brothers. Þannig verður líka
um aðra íslenzka ljárfestingu í kínverskri framtíð. Hún
mun öh hverfa og ekki ein króna skha sér í arði.
Ástandið er aht annað handan sundsins, í Japan. Þar
ghda að mestu leyti lög og reglur að vestrænum sið, enda
hafa mörg íslenzk fyrirtæki gert það gott í viðskiptum
við Japan. Þar er miklu meira en nægur markaður fyrir
íslenzk fyrirtæki. Þar ætti sendiherra okkar að vera.
Það er ekki nóg að dást að mannfjölda. Það þarf líka
lög og rétt. Okkur dugar minna en fjölmennasta ríki
heims, hvort sem við vhjum selja lakkrís eða fisk.
Jónas Kristjánsson
Stríðsflokkur
Jeltsíns ónýtti
friðarumleitun
Fyrir viku samþykkti Dúman,
neðri deild Rússlandsþings, álykt-
un um stríðið í Tsjetsjeníu með 236
atkvæöum gegn einu. Þar var skor-
að á Borís Jeltsín forseta og Rúss-
landsstjórn að „gera allar ráðstaf-
anir til að stöðva vopnaviðskipti í
tsjetsjenska lýðveldinu og skapa
skilyrði tii pólitísks samkomu-
lags.“
Á mánudagskvöld barst orð til
fréttamanna í Moskvu um að Vikt-
or Tsérnomirdín forsætisráðherra
væri í þann veginn að flytja sjón-
varpsávarp og boða samkomulag
við Tsjetsjena um vopnahlé að
tveim sólarhringum hðnum. Af
þessu varð ekki, en daginn eftir
hélt aðalsamningamaöur Tsje-
tsjena, Usman ímaéf dómsmála-
ráðherra, fréttamannafund í
Moskvu, og kvað sendinefnd sína
hafa náð samkomulagi við
Tsérnomirdín um vopnahlé sem
hefjast skyldi á miðvikudag.
Þann dag lýsti Jeltsín hins vegar
yfir að engar viðræður um vopna-
hlé né annað kæmu til greina við
stjórn Dshokars Dúdaéfs Tsjetsje-
niuforseta, heldur aðeins forustu-
menn einstakra hersveita Tsje-
tsjena, ættbálka eða héraða. Og
þegar síðast fréttist rigndi enn
sprengjum úr rússneskum fall-
byssum og árásarflugvélum yfir
Grosní, sem var 400.000 manna
borg þegar atlaga Rússa hófst.
Orrustan um höfuðborg Tsjetsje-
níu hefur nú staðið í þrjár vikur,
en komið hefur í Ijós að hernaðar-
áætlun Rússa gerði ráð fyrir að
innrásarliðið legði undir sig landið
allt á tveim til þrem dögum. At-
burðarásin í friðarumleitunum
sem að framan var rakin ber með
sér, svo ekki verður um villst, að
hernaðurinn er rekinn í óþökk
bæði Rússlandsþings og forsætis-
ráðherra Rússlands.
Fyrir hernaðaraðgerðunum
stendur Jeltsín forseti að undirlagi
Þjóðaröryggisráðs Rússlands,
stofnunar sem hann skipar að eigin
vild, og hóps manna sem hann hef-
ur safnað um sig í Kreml. Þar eru
í innsta hring samstarfsmenn
Jeltsíns og trúnaðarmenn allt frá
því hann var flokksritari Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna í borg-
inni Sverdlovsk (nú Ekaterinburg)
í Úral á áttunda tug aldarinnar og
framan af þeim níunda.
Yfir starfi Öryggisráðs Rússlands
er Oleg Lobof, sem var nágranni
og staðgengill Jeltsíns í SVerdlovsk.
Lobof hefur ekki dregið dul á að
hann er andvígur markaðsvæð-
ingu rússnesks efnahagslífs og
einkavæðingu fyrirtækja. Starfs-
menn Öryggisráðsins sem hann
hefur ráðið hafa viðraö hugmyndir
um að lýsa yfir neyðarástandi til
aö koma í veg fyrir að forsetakosn-
Erlend tídindi
Magnús Torfi Ólafsson
ingar og þingkosningar fari fram á
næstu misserum.
Fyrsti aðstoðarmaður Rússlands-
forseta er titillinn sem Viktor Iljús-
hín ber í Kreml. Hann er gamall
félagi Jeltsíns frá Sverdlovsk og
ræður nú hverjir ná tali af forset-
anum og hvaða plögg koma fyrir
augu hans.
Yfirmaður lífvarðar Jeltsíns, Alex-
ander Korshakof, hefur fylgt honum
frá 1985. Hann stýrir nú 4.000 manna
liði, þrefalt fjölmennara en gætti sov-
étleiðtoganna forðum. Korshakof er
haldinn þvi einkenni margra lítt ver-
aldarvanra Rússa að hafa illan bifur
á útlendingum.
Lífvarðaforinginn ritaði
Tsérnomirdin forsætisráöherra í
haust og mótmælti gerð samkomu-
lags við Alþjóðabankann um frjáls-
legri olíusölu, af því það opnaði
erlendum hagsmunum leið að
rússneskum orkulindum. Korsha-
kof réð því einnig að yfir einkavæð-
ingarstofnunina var settur Vladim-
ir Polevanof, jarðfræðingur sem
vakið hafði á sér athygli fyrir að
krefjast endurþjóðnýtingar fyrir-
tækja. Fyrsta verk hans var að
meina útlendum ráðunautum og
starfsmönnum erlendra fyrirtækja
aðgang að einkavæðingarstofnun-
inni „til að vernda ríkisleyndar-
mál“.
í Rússlandi ríkir því sem stendur
stjórn hirðgæðinga, líkt og gerðist
á keisaratímunum. Hún hefur efnt
til innanlandsstyrjaldar, sem ekki
sér fyrir endann á en hefur berlega
leitt í ljós að hemum, innanríkis-
ráðuneytinu og öryggisþjón-
ustunni stjóma skussar, en þeir
eiga allir sæti í Öryggisráöi.
Gengi rúblunnar hefur fallið um
tíunda hluta síðan bardagar hófust
og verðbólga magnast á ný. Fjárlög
sem áttu að koma efnahag Rúss-
lands á réttan kjöl eru farin úr
böndum. Erlend lán og erlend fjár-
festing eru í biðstöðu. Viö Rúss-
landi blasir því í senn pólitísk,
efnahagsleg og hernaöarleg
kreppa. Og forsetinn stendur uppi
rúinn trausti með gæðinga sína
eina við að styðjast.
Boris Jeltsín Rússlandsforseti segir fréttamönnum i Kreml á miðvikudag
að friðarviðræður við stjórn Tsjetsjeníu komi ekki til greina af sinni hálfu.
Simamynd Reuter
Skoðanir annarra
Von á átökum
„Það er ljóst að raunveruleg hætta er á nýju meiri
háttar stríöi á Balkanskaganum bráðlega. Öðram
megin stendur serbneski minnihlutahópurinn í Kraj-
ina í Króatíu og hugsanlega Stór-Serbía með þeim
og hinum megin Króatía. Serbar og Króatar börðust
í upphafi stríðsins þegar Júgóslavía leystist upp.
Krajína-Serbar, sem sætta sig ekki við að verða
minnihlutahópur í nýrri Króatíu, náðu um þriðjungi
landsins í átökunum og ráku burt fjölda Króata.
Krótatar hafa nú vísað friðargæsluliðum SÞ úr landi
31. mars. Þá er von á hörðum átökum.“
Úr forystugrein Washington Post 19. jan.
Repúblikanar ekki á einu máli
„Stjóm Clintons hefur stundum verið ásökuð, rétti-
lega, fyrir vöntun á stefnufestu og ákveðni í utanrík-
ismálum. Ekki er hins vegar hægt að segja að nýr
meirihluti repúbhkana á þingi hafi staðið sig betur
í því að koma með valmöguleika um utanríkisstefnu.
Þegar kemur að málum eins og Bosníu, aukinni að-
stoð til Rússlands og stækkun NATO eru repúblikan-
ar langt frá því að vera á einu máh.“
Úr forystugrein Los Angeles Times 19. jan.
Svíþjóð og kjamorkan
„Nú eru liðin fimmtán ár síðan Svíar greiddu at-
kvæöi um kjarnorkuna. Niðurstaðan varð „skyn-
samleg" nýting. Sænska þingið ákvað síðar að áriö
2010 skyldi notkun kjamorku verða hætt. 1991 náðu
Sósíaldemókratar, Miðflokkurinn og Þjóðarflokkur-
inn saman um að loka öllum kjarnorkuvemm þegar
og ef efnahagurinn leyfði það. Eins og málin standa
nú htur ekki út fyrir að það geti orðið árið 2010 eins
og þingið hafði lofað. Sænskur efnahagur er eins og
kunnugt er ekki traustur um þessar mundir.
Úr forystugrein Politiken 18. jan.