Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
Dagur í lífi Eddu Heiðrúnar Backman leikkonu:
Sýningu aflýst
„Ég vakna oftast klukkan átta til
hálfníu á morgnana og svo var einn-
ig þennan mánudagsmorgun. Ég og
sonur minn, Arnmundur Ernst, 5
ára, borðuðum saman morgunverð.
Hann fékk sér Cheerios, banana og
vítamín og ég fékk mér flatbrauð,
ávöxt og kaffi. Venjulega fer Arn-
mundur á leikskóla þegar ég fer á
æfingu. Þennan morgun átti ég hins
vegar frí og ákvað að hafa Arnmund
heima, njóta morgunsins með hon-
um og gera eitthvað skemmtilegt.
Það var búið að vera mikið að gera
undanfarið fyrir frumsýninguna á
Kabarett og nokkurs konar spennu-
fall hjá mér. Við Arnmundur kveikt-
um á kerti, lásum í bók og röðuðum
púsluspili.
Langtviðtal
Stuttu fyrir hádegi kom Ingvar Sig-
urðsson, mótleikari minn í Kabarett,
til mín. Hann hafði komið við í bak-
aríinu og keypt með kaffmu. Ástæða
þess að hann var að koma var sú að
við áttum von á blaðamanni sem
ætlaöi að taka viðtal við okkur fyrir
tímaritið Heimsmynd. Venjulega fer
ég í göngutúr fyrir hádegi en sleppti
því þennan dag. Viðtaliö tók nefni-
lega þrjá tíma. Við Ingvar ræddum
um okkur, lífið og listina en þetta er
fyrsta viðtal sem ég veiti í nokkur
ár. Meðan þessu fór fram var Arri-
mundur að leika sér hér eins og eng-
ill. Eftir að viðtalinu lauk tóku við
myndatökur og þær tóku einn og
hálfan tíma. Við vorum ekki búin í
þessu fyrr en á fimmta tímanum.
Þá ætlaði ég að fara að undirbúa
mig fyrir sýningu á Kirsuberjagarð-
inum í leikhúsi Frú Emilíu en fékk
þá upphringingu um að henni hefði
verið aflýst vegna náttúruhamfar-
anna í Súðavík. Sá harmleikur hafði
reyndar mikil áhrif á mann allan
daginn og ég fylgdist með öllum
fréttatímum.
Hlustað á fréttir
Meðan ég hlustaði á fréttaflutning-
inn í útvarpinu eldaði ég fisk, hrogn
og lifur en eftir matinn komu móðir
mín og systir í heimsókn. Við rædd-
um um þriðjudagskvöldið en við
systkinin borðum alltaf saman fisk á
þeim kvöldum og syngjum á eftir.
Þetta hefur verið til siðs hjá okkur
um nokkum tíma en við erum öll
jafn söngelsk, ég, Inga, Arnmundur
og Ernst.. Við höfum fengið Reyni
Jónasson til aö leika undir hjá okk-
ur. Þetta er mjög ánægjulegt og gert
okkur til skemmtunar.
Mér fannst skrítið hvernig nýaf-
staðin frumsýning gleymdist í öllum
þessum hörmulegu fréttum og varð
hálfhégómleg í samanburði. Eg hef
aldrei áður upplifaö svona einkenni-
lega frumsýningu því venjulega er
maður upptekinn af viðbrögðum og
gangi mála eftir hana en þarna tók
einhvern veginn allt annað og merki-
legra við. Það var mjög lærdómsríkt,
maður er alltaf að upplifa eitthvað
nýtt í þessu starfi.
Óvenjulegur dagur
Þetta var mjög óvenjulegur dagur.
Ég var miður mín yfir þessum frétt-
um og ég ræddi þetta talsvert við
barnið mitt.
Seint um kvöldið reyndi ég aö lesa
en ég er með tvær bækur eftir Þór-
unni Valdimarsdóttur og eina eftir
Hallgrím Helgason sem ég hef verið
að kíkja í en einnig ljóðbókina henn-
ar Nínu Tryggvadóttur. Það eru eig-
inlega bókastaflar í kringum rúmið
mitt sem bíða betri tíma en það hefur
verið svo mikið að gera hjá mér und-
anfariö. Ég fór seint að sofa þetta
kvöld eins og oft.
Edda Heiðrún Backman leikkona ásamt syni sínum, Arnmundi Ernst.
DV-mynd GVA
Finnur þú fimm breytingar? 293
Já, en ef ég lofa þvi að við munum giftast um leið og ég fæ vinnu!!!
Nafn: ,
Vinningshafar fyrir tvö hundruð nítugustu og fyrstu
getraun reyndust vera:
1. Gígja Símonardóttir,
Akursbraut 17,
300 Akranes.
2. Anna Sigurrós
Sigurjónsdóttir,
Fögruhlíð 13,
735 Eskifjörður.
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð
kemur í ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
aranna.
1. verðlaun:
Zodiac Sigma 300 sími aö verðmæti kr.
4.950,- frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103,
Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru i verð-
laun heita: Líki ofaukið og Bláhjálmur úr
bókaflokknum Bróöir Cadfael að verð-
mæti kr. 1.790,-. Bækumar eru gefnar út
af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 293
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík