Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
Sérstæð sakamál
Ósýnilega konan
Þegar móðir Ann Walmsley, frú
Enid Sharpe, lést í júlí 1980 erföi
Ann, sem var einkabam hennar,
allar eigur móður sinnar. Fyrir ut-
an margs kyns verðmæti og reiðufé
varð hús móðurinnar eign hennar
en sala þess og hennar eigin húss
gerði henni kleift að kaupa stærra
og betra hús við Allenby Road í
Caterham í Surrey á Englandi.
John og Ann Walmsley fluttust í
húsið í maí 1981 og með þeim dóttir
þeirra, Marcia. Öll glöddust þau
yfir hinu rúmgóða nýja húsi og
Marcia varð mjög hrifm af því að
fá nú loks eigið herbergi.
En gleði ijölskyldunnar varaði
ekki lengi. Stuttu eftir að hún flutti
inn fóru undarlegir atburðir að
gerast. Ljós kviknuðu og slokkn-
uðu hér og þar um húsið án þess
að nokkur kæmi við rofana. Þá
heyrðist dularfullt fótatak í stigan-
um upp á efri hæðina og af og til
hrundu glös og postulínsmunir úr
skápum og mölbrotnuðu á gólfmu.
Þá kom það fyrir að málverk duttu
af veggjunum nær jafnhratt og þau
voru hengd upp. Hvorki sá þó á
vírunum sem þau héngu í né vegg-
krókunum.
John Walmsley, tengdamóðir hans, Enid Sharpe, og Ann.
Leit á háalofti
Margt af því sem móðir Ann hafði
átt var í kössum sem komið hafði
verið fyrir á háalofti hússins en
tími hafði ekki unnist til þess að
flokka það og koma skipulega fyrir.
Meðal þess sem frú Sharp hafði átt
voru nokkrar gamlar ljósmyndir.
Ann fór nú að skoða þær með föður
Dominic og skyndilega fundu þau
mynd sem Ann sagði að væri af
konunni sem hún hafði séð í spegl-
inum. Það kom illa við Ann að sjá
að þetta var brúðkaupsmynd og að
brúðguminn var faðir hennar sem
var fyrir löngu látinn.
Þegar myndinni var snúið við
kom í ljós að konan hafði heitið
Mary Sharpe. Ann hafði ekki haft
hugmynd um að faðir hennar hafði
verið kvæntur áður.
Meðal íbúa við Allenby Road var
frú Lucia Chambers, sjötíu og
þriggja ára gömul kona, sem hafði
búið þar alla sína ævi. Faðir Dom-
inic heimsótti hana, ræddi helstu
þætti málsins við hana, og þá fékk
hann að heyra það sem gerði hon-
um loks kleift að ráða gátuna.
Krafa um
brottflutning
Þessir undarlegu og óskýrðu at-
burðir héldu áfram. Um nætur
heyrðist rödd fyrir utan svefnher-
bergisdyr hjónanna en þegar John
Walmsley gægðist fram var enginn
á ganginum. A morgnana kom það
svo fyrir að bíllyklar, frakkar og
aðrar yfirhafnir voru ekki á sínum
stað en fundust svo síðar á furðu-
legustu stöðum í húsinu.
Atburðirnir óskýrðu fóru nú að
gerast í næstu húsum. Þar var fólki
jafnmikið brugðið og á heimili
Walmsleys-fjölskyldunnar en ná-
grannarnir, sem höfðu aldrei orðið
fyrir óþægindum af þessu tagi,
tengdu þetta flutningi hennar í
hverfið sem var þekkt fyrir frið og
ró. Það leið því ekki á löngu þar til
sú krafa kom fram að Walmsleys-
fjölskyldan flyttist á brott. En hjón-
in voru ekki á því að gefast upp
þótt hinir óhugnanlegu atburðir
héldu áfram að gerast.
Eftir nokkurn tíma þótti ljóst aö
atburðimir tengdust fyrst og
fremst Ann Walmsley og Marciu.
Varð Ann það ljóst á undan öðrum.
Þann 5. apríl 1982, þegar klukkan
var að ganga tólf um kvöldið, stóð
hún í baöherberginu, sem var á
efri hæðinni, og var að þvo sér.
Þegar hún leit í spegilinn sá hún
ekki eigið andlit heldur ókunnugr-
ar konu.
Drápstilraun
Ann flúði æpandi út úr baðher-
berginu, og John, sem heyrði til
hennar, kom hlaupandi til hennar.
Þegar hann hafði heyrt skýringu
hennar gekk hann inn í baðher-
bergið en þegar hann leit í spegil-
inn sá hann aðeins eigið andlit.
Um hríð, eða fram til 16. júní, var
allt nokkurn veginn með kyrrum
kjörum í húsinu. Þá gekk Ann
kvöld eitt inn á baöherbergiö en
þegar hún var að koma þaðan
fannst henni hún heyra einhverja
tala lágri röddu fyrir aftan sig. Hún
vissi að maður hennar og Marcia
voru enn í stofunni á neðri hæöinni
en þegar hún leit við sá hún engan.
Og um leið var henni hrint harka-
lega svo að hún var næstum dottin
niður allan stigann. Sem betur fer
tókst henni að ná taki á stigahand-
riðinu en þegar John og Marcia
komu hlaupandi, eftir að hafa heyrt
óp hennar, sagðist hún bara hafa
fest hælinn í teppinu og hrasað. Það
Marcia.
var ekki fyrr en hún var komin upp
í rúm að hún sagði manni sínum
sannleikann.
Kinnhestur
Næsta morgun fann Ann til í bak-
inu. Þegar maður hennar skoðaði
þaö sá hann rauðan blett á því. Nú
virtist ástandið í húsinu orðið lífs-
hættulegt. Og þótt friður ríkti um
hríð biðu þau hjón eftir næsta at-
viki. í ágúst gerðist það,
Marcia var á leið upp á loft því
hún var að fara að hátta. Þá var
henni skyndilega rekinn mikill
kinnhestur. Hún rak upp óp og for-
eldrar hennar komu. Var vinstri
kinn stúlkunnar rauð og brátt
hljóp þroti í hana.
Nú þótti John nóg komið. Hann
leitaði til sóknarprestsins, séra
Georges Parsons. Hann híustaði
vantrúaður á sögu gestsins en féllst
þó á að blessa öll herbergi hússins.
Það gerði hann í september 1982
og fram í janúar næsta ár var allt
með kyrrum kjörum. En þá fór á
sama veg og fyrr.
John var ákveðinn í því að gefast
ekki upp. Hann skyldi ekki láta
reka sig úr eigin húsi og því leitaði
hann nú til kaþólsks prests, föður
Dominics.
Ráðið í vísbendingar
Faðir Dominic var ekki eins van-
trúaður og séra Parsons. Honum
fannst saga Johns Walmsleys at-
hyglisverð og sagðist skyldu gera
sitt besta til þess að reyna að kom-
ast að því hvaö væri á ferðinni.
Honum fannst mjög áhugavert að
heyra söguna af andlitinu sem Ann
hafði séð. En hún hafði ekki getaö
lýst því, aðeins sagt að um konu-
andht heföi verið að ræöa.
Faðir Dominic. Frú Lucy Chalmers, elsti íbúinn við
Allenby Road.
Brúðkaupsmyndin af Edward og Mary Sharpe.
Faðir Dominic fór nú að kynna
sér aðstæður og brátt taldi hann
sig hafa fundið vísbendingu. Árið
1955 hafði fyrrum eigandi hússins,
kona, framiö sjálfsvíg í því. Hann
kynnti sér því hver hún hafði verið
því hann grunaði að hún gengi þar
aftur. En hann vildi jafnframt kom-
ast að því hvað það gæti verið sem
ylli því að hún lagöi Walmsleys-
flölskylduna í einelti. Niðurstaða
hans varð sú að langlíklegast yrði
að teljast að eitthvert samband
væri milli látnu konunar og fjöl-
skyldunnar.
Faðir Dominic spurði Ann hvaö
eftir annað hvort hún gæti ekki
gefið einhveija lýsingu á andlitinu
sem hún hafði séð í speglinum í
baðherberginu. En hún gat það
ekki frekar en fyrr. Föður Dominic
þótti líklegast að Ann hefði séð
þessa konu áður, líklega á ljós-
mynd. Það var þessi síðasta hug-
mynd prestsins sem reyndist lykill-
inn að lausn gátunnar.
Frásögn konunnar
Frú Chambers sagði að um miðja
öldina heföu búið í húsinu Edward
Sharpe og kona hans, Mary. Þau
hefðu skilið árið 1948 og rétt á eftir
hefði Edward kvænst annarri
konu, Enid Sharpe, og hefði það
gerst rétt áður en hún fæddi dótt-
ur, Ann Sharpe.
Faðir Dominic fór nú að þykja
sem hann hefði fengið þær upplýs-
ingar sem duga myndu. Og hann
hafði rétt fyrir sér. Ann Sharpe
reyndist vera Ann Walmsley. Hún
var dóttir Edwards, sem kvæntur
hafði veriö Mary, sem setið hafði
ein eftir í húsinu við Allenby Road
eftir að maður hennar yfirgaf hana
vegna Enid, sem gekk þá með barn
hans.
Frekari könnun leiddi í ljós aö
Mary hafði búið ein í húsinu um
nokkurra ára bil og gert sitt besta
til að geta haldið því þrátt fyrir
takmarkaða fjármuni. En um sjö
árum eftir skilnaðinn var fjárhag-
ur hennar orðinn svo slæmur að
hún svipti sig lífi.
Guðsþjónusta
Það var hrein tilviljun sem réð
því að Walmsleys-fjölskyldan
keypti, án þess að vita það, einmitt
sama hús og hin forsmáða Mary
Sharpe hafði átt og barist fyrir að
halda. Og Ann Walmsley var barn-
ið sem Edward, eiginmaður Mary,
átti með Enid, konunni sem varð
til þess að hann yflrgaf konu sína.
Það virtist því sem það væri kval-
inni sál Mary Sharp um of að Ann
byggi nú í húsinu sem hún hafði
verið að missa þegar hún kaus að
binda enda á ævi sína.
Þetta þótti föður Dominic skýr-
ingin á því að Mary hafði gengið
aftur og hrellt Walmsleys-íjöl-
skylduna, og þá sérstaklega Ánn
og dóttur hennar, afkomendur
mannsins sem haföi svikið hana
og átt þátt í óláni hennar.
Föstudaginn 10. júní 1983 hélt fað-
ir Dominic guðsþjónustu. Báðu
hann og Walmsleys-fjölskyldan þá
fyrir sál Mary Sharpe. Síðan hefur
ekki gætt neins draugagangs í hús-
inu við Allenby Road.
Ýmsir hafa hins vegar haft á orði
að fátítt sé að kaþólskur prestur
bregði sér í gervi spæjara til þess
að leita ósýnilegrar konu sem hafi
ætlað sér að hrinda konu niður
stiga. En það hafl tekist, ogþað sem
meira er, með fyrirbænum hafi tek-
ist að stilla sálarstrengi látnu kon-
unnar.