Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
23
Leikmyndin í West Side Story verður til:
Erum alltaf að
skapa eitthvað nýtt
- segir Birgir Sveinbergsson, einn eigandi Sviðsmynda sem skapa umgjörð fyrir leikhúsin
„Eg fór til New York fyrir rúmum
tíu árum ásamt meðeigendum mín-
um og þar sáum við fyrirtæki eins
og þetta. Ætli hugmyndin hafl ekki
orðið til þá en við vorum starfandi
leikmyndasmiðir hjá Þjóðleikhús-
inu,“ segir Birgir Sveinbergsson,
einn eigenda fyrirtækisins Sviðs-
myndir, en það mun halda upp á tíu
ára afmæh sitt á næstunni. Sviðs-
myndir sjá um að smíða leikmyndir
fyrir leikhúsin í Reykjavík og voru
nú að ljúka gerð leikmyr.dar fyrir
söngleikinn West Side Story. Eigend-
ur Sviðsmynda, fyrir utan Birgi, eru
Snorri Björnsson og Sigurður Kr.
Finnsson. Hjá fyrirtækinu starfa frá
sjö og upp í tólf manns.
Sviðsmyndir eru sérstakt fyrirtæki
sem fæst við hina ólíklegustu hluti,
allt frá því að búa til litla gjafakassa
upp í stór leiktjöld eða jafnvel sýn-
ingar. Þegar DV fór þangað í heim-
sókn var unnið af miklum krafti við
að búa til leikmynd fyrir söngleikinn
West Side Story. Leikmyndin er
smíðuð hjá Sviðsmyndum en er síð-
an flutt í Þjóðleikhúsið. Sviðsmyndir
eru í mjög stóru húsnæði en svið
Þjóðleikhússins er þar markað í gólf-
ið í fullri stærð. Þess má geta að söng-
leikurinn West Side Story, Saga úr
vesturbænum, verður frumsýndur í
lok febrúar en það er í fyrsta skipti
sem þetta verk er tekið til sýningar
hér á landi. Á fjórða tug leikara,
söngvara og dansara taka þátt í upp-
færslunni.
Eitt stærsta verkefni Sviðsmynda
var þó að setja upp sýningar vegna
200 ára afmælis Reykjavíkurborgar.
Sjá um mestalla
leikmyndagerð
Áður en Sviðsmyndir voru stofnað-
ar var öll leikmyndagerð innan
veggja leikhúsanna en það breyttist
með tilkomu þeirra. íslenska óperan
var fyrsta leikhúsið til að notfæra sér
þessa þjónustu enda hafði hún enga
aðstöðu til leikmyndagerðar. Einnig
hafa Sviðsmyndir unnið fyrir Leikfé-
lag Reykjavíkur, fyrst á eigin verk-
stæði en síðan í Borgarleikhúsinu
þegar það tók til starfa. Fyrir rúmu
ári lokaði Þjóðleikhúsið verkstæði
sínu og hafa Sviðsmyndir séð um
smíði á leikmyndum þess síðan.
Verðurtil ítölvu
Birgir segist ekki muna hve fyrir-
tækið hafi smíðað margar leikmynd-
ir enda skipta þær hundruðum. Leik-
myndin í West Side Story er mjög
mikið og stórt verkefni. Hönnuður
ieikmyndarinnar, Finnur Arnar
Arnarson, bjó til módel sem síðan
var teiknað upp á tölvu en Sviðs-
myndir hafa komið sér upp tölvu-
búnaði sem auðveldar mjög leik-
myndagerð. „Með tölvunni fáum við
mjög fullkomin gögn til að vinna eft-
ir og getum séð nákvæmlega hvernig
leikmyndin kemur til með að líta út.
Þessi nýja vinnsla er mikil breyting
frá því sem áður var því oft fengum
við aðeins módel að vinna eftir. Tölv-
an sparar bæði tíma og peninga,"
segir Birgir.
Óskarog Emma
Meðal þeirra verka sem Sviðs-
myndir hafa fengist við, fyrir utan
leikmyndagerðina, eru t.d. sólir sem
skreyta Borgarkringluna og eru tákn
hennar, ýmsar frægar fígúrur hafa
fengið hf hjá Sviðsmyndum og má
þar nefna Óskar og Emmu, Ostakall-
inn og Simpsonfjölskylduna. Þá hef-
ur fyrirtækið innréttað margar
verslanir, veitingastaöi og búið til
alls kyns skilti og veggjaskreytingar.
Sviðsmyndir hafa hjálpað fyrirtækj-
um að kynna sig á vörusýningum og
hafa búið til gervi fyrir kvikmyndir,
jarðgangalíki fyrir Landsvirkjun og
eftirlíkingu af Surtsey þannig að víða
koma þær við.
„Það er varla til það fyrirbæri sem
við höfum ekki komið nálægt," út-
skýrir Birgir. „Við gerðum til dæmis
stóra rúmið sem stendur fyrir utan
Ikea. Þrátt fyrir það höfum við nán-
ast ekkert markaðssett okkur. Þetta
er mjög skemmtilegt vegna þess að
viö erum aldrei að vinna við sama
hlutinn. Við höfum líka verið mjög
duglegir að safna að okkur alls kyns
erlendum bókum og tímaritum um
fagið og þannig reynt að fylgjast með
nýjungum," segir Birgir ennfremur
og bætir við að þeir móti líka margs
konar gripi úr gifsi.
Listrænir smiðir
Sviðsmyndir eru nú til húsa að
Skútuvogi 4 en þær voru áður með
aðstöðu í Skeifunni 7 og þar áður á
Smiðjuvegi 44. Fyrirtækið flutti á
núverandi stað fyrir ári og hafa eig-
endur þess í hyggju að koma upp
sýningaraðstöðu í anddyri hússins
þar sem listamenn geta sýnt verk
sín. Þá hefur Þjóðleikhúsið aðstöðu
í húsinu fyrir leikmuni og búninga.
Einnig hafa listamennirnir Sigurjón
Jóhannsson og Lýður Sigurðsson
vinnustofur í húsinu.
Það geta ekki allir smiðir orðið
leikmyndasmiðir. Birgir segir að þeir
sem starfi við þetta þurfi að vera list-
rænir. „Góður leikmyndasmiður
verður að vera klár á hvenær má
fúska og hvenær má ekki fúska og
Smiðirnir hjá Sviðsmyndum stoltir að loknu verki, leikmyndinni í söngleikn-
um West Side Story sem frumsýndur verður i Þjóðleikhúsinu i lok febrúar.
DV-mynd ÞÖK
Hér sést hvernig leikmyndin leit út í upphafi. „Múrstein-
arnir“ sem notaðir eru og eru rauðir á litmyndinni eru
hér ennþá gráir. Þeir eru gerðir úr plasti og mótaðir
í sérstakri vél sem Sviðsmyndir hafa yfir að ráða og
getur mótað hina ýmsu hluti.
Birgir Sveinbergsson leikmyndasmiður og einn eigandi
Sviðsmynda segir starfið mjög skemmtilegt.
DV-myndir Brynjar Gauti
hvenær hluturinn á að vera sterkur
og ekki sterkur - ætli það séu ekki
aðalatriðin. Ég hef veriö mjög hepp-
inn að fá góða menn og raunar er
það umsetið að komast í þetta starf.
Marga langar að prófa,“ segir Birgir.
Það eru ekki einvörðungu auglýs-
ingastofur og önnur fyrirtæki sem
leita til Sviðsmynda því einstakhng-
ar koma þangað líka með óskir sín-
ar. „Trésmíðaverkstæðum hefur
fækkaö gífurlega og hingað kemur
fólk og biður okkur að lagfæra hús-
gögn fyrir sig. Einnig höfum við
smíðað margar eldhúsinnréttingar.
Við erum með sérstakt pláss til að
mála og höfum málað leiktjöld sem
eru allt að 9x14 metrar að stærð.“
Leikmynd West Side Story hefur
verið í smíðum í einn og hálfan mán-
uð og er nú lokið. „Meðan við vorum
að vinna þessa leikmynd höfum við
jafnframt veriö aö vinna leikmyndir
fyrir Taktu lagið Lóa, sem sýnt er á
Smíðaverkstæðinu, og Oleanna, sem
er á Litla sviöinu. Einnig hafa menn
frá okkur verið að vinna í Borgar-
leikhúsinu. Verkefnin koma nokkuð
í bylgjum, stundum er mikið að gera
en svo koma dauðar stundir á milli,“
segir Birgir Sveinbergsson leik-
myndasmiður.
Sértilboð á helgarferðum
a ijebruartil i
Amsterdam
3 nætur
-26.900 kr
á mann í tvíbýli í 3 nætur.
Vei
Vei
24.300 kr.
á mann í tvíbýfi í tvær nætur.
29.500 kr.
á mann í tvíbýli í fjórar nætur.
★ ★ ★ ★ ★
L U X U
//Æ£4S
AMSTERDAM *****
Innifalið: Flug gisting og flugvallarskattar.
Hafðu samband við söluskrifstofur Flugleiða,
umboðsmenn um land allt, ferðaskrifstofurnar
eða í síma 690300
(svarað mánudaga til föstudaga kl. 8-19
og laugardaga kl. 8-16).
Fimm stjörnu lúxushótel á besta stað í miðbænum.
Frægustu söfnin og bestu verslunargöturnar
í göngufæri.
★ ★ ★ ★ ★
FLUGLEIÐIR
Traustur tslenskur ferðafélagi