Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Síða 25
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
25
Aldarafmæli Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi:
Forvitnileg
sýning urn
ástsælt skáld
- Leikfélag Akureyrar frumsýnir Á svörtum fjöðrum
Þrír leikarar i hlutverki Davíðs Stefánssonar, f.v. Dofri Hermannsson, Sigur
þór Albert Heimisson og Aðalsteinn Bergdal.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Leikfélag Akureyrar frumsýnir í
kvöld, á 100. afmælisdegi Davíös Stef-
ánssonar skálds frá Fagraskógi leik-
sýningu sem unnin er úr ljóðum
skáldsins. Sýningin ber heitið Á
svörtum fjöðrum og er Erlingur Sig-
urðarson íslenskufræðingur höfund-
ur leikverksins. Erlingur skrifaði
verkið að beiðni Leikfélags Akur-
eyrar og minnist Leikfélagið aldaraf-
mælis skáldsins með frumsýningu
verksins í kvöld.
„Mér hafði dottiö í hug fyrir ein-
hvetjum árum að það gæti verið
gaman að búa ljóð Davíðs til sviðs-
ílutnings með þessum hætti og eftir
að við Þráinn Karlsson höfðum rætt
málið var haft samband við mig frá
Leikfélaginu. Það má segja að Þráinn
eigi mjög stóran þátt í sýningunni
og það var sjálfgefið að hann myndi
leikstýra henni,“ segir Erlingur.
Hann segir að erfitt sé að lýsa í
smáatriöum hvernig verkið hafi ver-
iö unniö. „Ég bý að ákveðinni grunn-
þekkingu á ljóðum Davíðs sem ég hef
aflað mér með því að lesa þau, heyra
og fara með. En ég þurfti að sökkva
mér ofan í þennan heim og tína þetta
saman, eitt hér, annað þar, vinsa úr
og pússa og fægja. Þetta var mikil
vinna og oft fannst mér erfitt að vera
með texta annars manns og reyna
að vera honum svo trúr sem mögu-
legt væri og halda um leið því
markmiði að láta ljóðin tala sem
mest sjálf þótt ekki sé um ljóðaflutn-
ing að ræða.
Það má segja að hér sé um að ræða
ljóðheim en ekki ævisögu Davíðs
Stefánssonar eða tilraun til að endur-
skapa persónu hans. Ég hef fylgst
með æfingum á verkinu og það hefur
verið gaman. Það er ljóst að þetta er
ekki mitt verk eins. Það er leitað í
smiðju til Davíðs og það er hin mikla
vinna í leikhúsinu sem ræður mestu
um útkomuna að lokum. Fyrir mitt
leyti sýnist mér þetta ganga eins vel
upp og ég gat vænst en hvaða sam-
bandi verkið nær við áhorfendur
sker úr um það hvort það hafi verið
rétt að reyna þetta. Ég vona að þetta
verk auðveldi fólki aö nálgast ljóð
Davíðs," segir Erlingur.
í þessu nýja leikverki tjáir skáldið
Davíð hug sinn á ýmsum tímum og
leitar á vit minninganna þar sem
persónur stíga fram úr hugskoti hans
og íjölbreytilegar myndir lifna. Á
sviöinu gæðast þessar táknmyndir
og talsmenn ólíkra viðhorfa lífi þar
sem ástin er í aðalhlutverki. Þetta
er forvitmleg sýning um ástsælt
skáld.
Með hlutverk í sýningunni fara
Aðalsteinn Bergdal, Bergljót Arn-
alds, Dofri Hermannsson, Rósa
Guðný Þórsdóttir, Sigurþór Albert
Heimisson, Sunna Borg og Þórey
Aðalsteinsdóttir. Fjöldi laga er í sýn-
ingunni og eru söngvarar Atli Guð-
laugsson, Jóhannes Gíslason; Jónas-
ína Arnbjörnsdóttir og Þuríður Bald-
ursdóttir. Þráinn Karlsson er sem
fyrr sagði leikstjóri og hann er einn-
ig leikmyndahöfundur. Búninga ger-
ir Ólöf Kristín Sigurðardóttir, tón-
listarstjóri er Atli Guðlaugsson og
um lýsingu sér Ingvar Björnsson.
Kvöldverðartilboð 20.-26. janúar
*
I tilefni bóndadagsins
*
Rjómalöguð villisveppasúpa
með sérrírjóma
*
Heilsteikt nautafilet með kjörsveppum
og camembertsósu
*
Kaffi, konfekt og ekta Sörur
Kr. 1.950
Opið í hádeginu mánud.-föstud.
Opið á kvöldin miðvikud.-sunnud.
Auglýsingarnúmer 3502
Langar þig í ööruvísi
skóla eitt kvöld í viku?
■ Langar þig að vita hvað best og mest er vitað í
gegnum sálarrannsóknarhreyfmguna, sem og
vísindalegar rannsóknir á líkunum á lífi eftir
dauðann og hvar framliðnir líklega eru og í
hvernig samfélagi þeir líklegast lifa?
■ Langar þig að vita af hverju langflestir „vísinda-
menn“ heimsins hafa eins mikla fordóma fyrir
dulrænni reynslu fólks og raun ber vitni?
■ Langar þig að vita hvað eru afturgöngur og
draugar og hvers vegna þessi fyrirbæri sjást?
■ Langar þig að vita hvar látnir vinir þínir og
vandamenn hugsanlega og líklega eru í dag og
hversu öruggt meint samband við þá og þessa
undarlegu heima er með aðstoð miðla?
■ Langar þig að lyfta þér upp eitt kvöld í viku í
bráðskemmtilegum og vönduðum skóla innan
um lífsglatt og skemmtilegt fólk, þar sem skóla-
gjöldunum er stillt í hóf?
Efsvo er þá áttu ef til vill samleiö meö okkur. Tveir
byrjunarbekkir hefja brátt nám í Sálarrannsóknum
1 nú á vorönn ’95. Hringdu og fáöu allar nánari
upplýsingar í símum 5-619015 og 5-886050.
Yfir skráningardagana er að jafnaöi svarað í síma Sálarrann-
sóknarskólans alla daga vikunnar kl. 15.00 til 20.00. Skrif-
stofa skólans verður hins vegar opin alla virka dagá kl. 17.15
til 19.00 og á laugardögum kl. 14.00 til 16.00.
Flísar
Útsalan er hafin
Opið alla daga vikunnar frá 9-21.
Einnig opið laugardaga og sunnudaga.
Skeifan 8, sími 813500