Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Side 26
26
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
Frá EFTA til Alþjóðasamtaka Rauðakrossfélaga í Genf:
Jón á rauðum
krossgötum
Jón Valfells starfaði um skeið sem fréttamaður hjá Sjónvarpinu en hefur undanfarin ár starfað hjá EFTA.
Bryndis Hólm, DV, Sviss:
- „Það er mjög gott að hafa
kynnst því hvernig stofnanir á borð
við EFTA star'fa, þ.e.a.s. milliríkja-
stofnanir sem eru settar á laggirnar
af ríkisstjórnum og vinna fyrir
þær. Það er sérstök reynsla að
starfa í alþjóðlegu umhverfi. Þó að
fólk sé alls staðar eins þá er vinnu-
menning þess oft ólík. Það er hollt
að komast að því að menning og
hefðir eru ekki endilega algildar
heldur breytast frá landi til lands.“
Þetta segir Jón Valfells, fyrrver-
andi sjónvarpsfréttamaður, sem nú
er aö ljúka störfum hjá EFTA, frí-
verslunarsamtökum Evrópu, þar
sem hann hefur veriö upplýsinga-
fulltrúi í tæp flmm ár. Jón, sem er
þrjátíu og þriggja ára, var á sínum
tíma ráðinn til aðalskrifstofu EFTA
í Genf þegar undirbúningur hófst
' að samningnum um Evrópska
efnahagssvæðiö. Eftir tveggja ára
dvöl í Genf lá leiðin til Brussel þeg-
ar séð varð að sá hluti af starfi
EFTA sem tengist Evrópska efna-
hagssvæðinu væri betur kominn í
nálægð við höfuðstöövar Evrópu-
sambandsins. Jón hefur nú dvalið
í tæp þrjú ár í Brussel ásamt argen-
tískri eiginkonu sinni, Michelle, og
fimm ára gömlum syni þeirra
hjóna, Karli Ágústi.
- Og nú eftir að Jón Valfells hefur
upplýst heiminn um það helsta sem
EES-samningurinn og EFTA hafa
að bjóða hugsar hann sér til hreyf-
ings í átt til annarra þekktra al-
þjóðasamtaka. Þá ákvörðun sína
hefur Jón ekki hvaö síst tekið
vegna þess samdráttar og þeirra
breytinga sem hafa átt sér stað inn-
an fríverslunarsamtakanna vegna
úrsagnar þriggja aðildarþjóða.
Einnig ílnnst Jóni vera tímabært
að reyna fyrir sér í öðrum vett-
vangi alþjóðasamstarfs. En hvers
vegna þannig starf?
„Áður en ég hóf störf hjá EFTA
hafði ég alltaf haft mikinn áhuga á
að starfa við eitthvaö í tengslum
við alþjóðasamstarf og samskipti.
Ég lærði stjórnmálafræði og hag-
sögu bæði í Bandaríkjunum og í
Bretlandi árin 1983 til 1987 og fmnst
það hafa nýst mér vel sem grunnur
fyrir starf í alþjóðastofnun. Þegar
mér bauöst að starfa fyrir EFTA
fyrir réttum fimm árum hugsaði
ég mig ekki tvisvar um og ákvað
að slá til því að svona tækifæri
koma ekki á hverjum degi. Áöur
en ég kom til EFTA hafði ég þó
fengið smjörþefinn af upplýsinga-
starfi því ég vann sem fréttamaður
á Sjónvarpinu í tæp 3 ár,“ segir Jón.
„Ég datt inn í fréttamennskuna
af hálfgerðri tilviljun, nýkominn
úr Mastersnámi frá London School
of Economics. Mér fannst frétta-
mennskan sérstaklega skemmti-
legt starf. Það var mjög skapandi
að vinna hjá Sjónvarpinu og hugsa
um handrit, myndefni og viðtöl og
samræma þetta allt saman. Kúnst-
in var aö reyna að koma eins mikl-
um upplýsingum til skila á svo af-
skaplega stuttum tíma. Ég verð nú
að viðurkenna að fréttamanna-
starfið togar alltaf pínulítið í mig.
Ef ég og fjölskyldan mín eigum ein-
hvern tímann eftir að flytja aftur
til íslands þá væri ég e.t.v. til í að
prófa það aftur, þ.e.a.s. ef frétta-
stofan hefur enn áhuga á mér.“
- Nú hefur samsetning á EFTA
breyst gífurlega, þrjár mikilvægar
þjóöir hafa nú yfirgefið samtökin
og óvissa bíður þeirra fjögurra sem
eftir sitja. Það hlýtur að hafa verið
aðeins meira líf og fjör hjá samtök-
unum þegar þú hófst þar störf.
„Þegar ég mætti til leiks til Genf-
ar voru samtökin á mikilvægum
tímamótum því að til stóð að efla
þau og víkka með hlutdeild í samn-
ingnum um Evrópska efnahags-
svæðið. Áður hafði starf EFTA ein-
ungis miðast við það að fylgja eftir
rekstri fríverslunarsamninga. Með
EES sáu menn hins vegar að fjölga
þurfti starfsfólki EFTA og ég var
einn af þeim heppnu sem fengu
starf. Þannig aöstoðaði starfsfólk
samtakanna aöildarríkin í viða-
miklum samningaviðræðum og
það krafðist gífurlega mikillar
vinnu sem auðvitaö breytti and-
rúmslofti samtakanna á nánast
einni nóttu. Það iðaöi allt af lífi og
menn voru fullir bjartsýni á fram-
tíð EFTA. Mér fannst mjög
skemmtilegt að uppUfa þetta tíma-
bU. Ég var svo fluttur tíl Brussel
þar sem hlutverk EFTA var að að-
stoða aðildarríkin við framkvæmd
EES-samningsins.“
- En hvarflaði það aldrei að mönn-
um á meðan EES-samningarnir
voru í bígerð að í nánustu framtíð
stæðu samtökin hugsanlega
frammi fyrir því aö næstum helm-
ingur aðildarríkja færi í ESB?
„Jú, það hvarflaði mikið að
mönnum og það voru einmitt ein-
hverjir starfsmenn sem ákváðu að
hætta strax þvi þeir sáu fram á
hvert hugsanlega stefndi með sam-
tökin. í raun held ég að fáir, sem
hófu störf hjá EFTA á þessum tíma,
hafi búist við framtíöarstarfi, menn
vissu að þarna væri um að ræða
nokkurra ára starf sem gæti orðið
skemmtUegt og fróðlegt. Samt sem
áður varð að tryggja EES-samning-
inn frá sjónarhóli aðUdarríkjanna
því enginn vissi náttúrlega þá
hvort Svíþjóð, Finnland og Austur-
ríki, sem nú hafa gengið tU Uðs við
ESB, tækist aö ganga frá aðUdar-
samningnum viö sambandið."
- Jón ValfeUs stendur nú sjálfur á
tímamótum. Hann hefur sagt upp
störfum hjá EFTA og ráðið sig í
starf hjá Álþjóðasamtökum Rauða
krossfélaga í Genf frá og með 1.
febrúar. Fjölskylda Jóns er reynd-
ar ekki óvön flutningum því fimm
sinnum á síðustu sjö árum hefur
hún þurft að flytjast búferlum milli
landa vegna náms og starfa. En
hvað er framundan hjá Jóni í Genf?
„Það eru flestar þjóðir aðilar að
Alþjóðasamtökum Rauðakrossfé-
laganna, meðal annars ísland, og
ég kem tU með að sjá um sam-
skipti við blaðamenn innan upplýs-
ingadefidar samtakanna. Ég verð
einn þriggja upplýsingafulltrúa.
Það verður einn spænskumælandi,
einn frönskumælandi og einn ís-
lenskumælandi!!! Nei, ég verð fyrst
og fremst ábyrgur fyrir upplýsing-
um enskumælandi," segir Jón,
hlæjandi.
„Starf mitt mun einkum felast í
tvennu, annars vegar að koma upp-
lýsingum áleiðis til blaðamanna og
vekja áhuga þeirra á ýmsum
vandamálum sem Rauðakrossfélög
út um allan heim standa frammi
fyrir. Þá erum við að tala um neyð-
araðstoð eða neyðarhjálp sem þörf
er á. Hins vegar felst starfið í að
samræma upplýsingastefnu Al-
þjóðasamtakanna að því leyti að
fólk sem er að vinna og fram-
kvæma störf félaganna um allan
heim hafi einhverja hugmynd um
hvernig sé best aö bregðast við
upplýsingaþörf blaðamanna og
annarra sem vilja fræðast á einn
eða annan hátt um starfsemi Rauða
krossins. Einnig hvernig nota megi
þessar upplýsingar í þágu Rauða
krossins til þess að ná ákveðnum
markmiöum," segir Jón Valfells.
„Ég held aö þetta verði skemmti-
legt starf og á margan hátt nærtæk-
ara heldur en þau afstæðu efna-
hagsmál sem ég hef fengist við hjá
EFTA. Það er búið aö vara mig við
því að ég muni ferðast mikið í
tengslum við starfið, það verður
því að sjálfsögðu erfitUog kre-
flandi,“ segir Jón um leið og hann
pakkar búslóðinni niður í fimmta
sinn.