Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Qupperneq 29
28
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
Harmleikurinn í Súðavík:
- segir Hafsteinn Númason sem ásamt konu sinni, Berglind Kristjánsdóttur, missti þrjú börn í snjóflóðinu
Kristján Aii Arason, DV, ísafirði;
„Maöur gekk um eins og ljón í búri.
Ég gat ekkert gert og féll gjörsamlega
saman. Hafrótiö var svo ofboðslegt
aö þaö var ekki þorandi að leggjast
að bryggju. Vitneskjan um aö konan
mín og börnin heíöu lent í snjóflóö-
inu geröi biðina óþolandi. Þaö eina
sem komst að í huga mér var aö kom-
ast í land,“ segir Hafsteinn Númason,
sjómaöur frá Súðavík, sem ásamt
konu sinni, Berglind Kristjánsdótt-
ur, varð fyrir þeirri átakanlegu
reynslu að missa börn sín þrjú í snjó-
-flóðinu sem féll á þorpið síöastliöinn
mánudag, Hrefnu Björgu, 7 ára,
Kristján Núma, 4 ára, og Aöalstein
Rafn, 2 ára.
Óhug hafði sett aö mörgum íbúum
Súðavíkur aðfaranótt mánudagsins.
Úti geisaði stórhríð og margir áttu
erfitt meö svefn. íbúar nokkurra
húsa undir Traöargili, syðst í bæn-
um, voru fluttir á brott úr húsum
sínum vegna snjóflóðahættu en aðrir
íbúar þorpsins töldu sig örugga enda
geröi nýlegt hættumat á staðnum
ekki ráð fyrir að snjóflóð gæti fallið
á sjálfan bæinn. Um klukkan 6.30
dynja hins vegar ósköpin yfir. Snjó-
flóðið steyptist yfir miöju þorpsins
með miklum gný meö þeim afleiðing-
um að fjöldi húsa þurrkaðist út. „Það
var sem orrustuflugvélar væru að
lenda á húsunum með fullu vélar-
afli,“ er lýsing Berglindar á atburðin-
um. Hún vaknaði við lætin og heyröi
drunurnar magnast þangað til allt
splundraðist. Á nærfotunum einum
barst Berglind á grúfu með flóðinu
eina 100 metra án þess að missa með-
vitund. Allt var hvítt. Hún krafsaöi
sig upp úr snjónum með sjónvarps-
loftnetið af húsinu í höndunum og
stóð allt í einu berskjölduð úti í stór-
hríðinni. „Hvar eru börnin mín?“
hrópaði hún út í nóttina.
Komstekki í land
Þegar flóðið skall yfir þetta litla
sjávarþorp á Vestfjöröum var Haf-
steinn, maöur hennar, rétt fyrir utan
höfnina um borð í togaranum Bessa
sem var að koma úr veiðiferð. Togar-
inn beið fyrir utan eftir flóði. Vegna
veðurs var ekki hættandi á að sigla
inn á fjöru. Það dróst hins vegar að
skipið legðist að bryggju og því fór
Hafsteinn upp í brú að kanna málin.
Þar fékk hann tíðindin.
„Veðurhamurinn var ofboðslegur.
Ég hef verið til sjós í mörg ár en man
ekki eftir öðru eins. Við vorum að
gera landfestamar klárar þegar okk-
ur barst tilkynning um aö snjóflóð
hefði fallið. í fyrstu brá okkur ekkert
en fljótlega áttuðum við okkur á að
það var alvara á ferðum. í talstöðinni
heyrðum við að flóðið hafði farið yfir
leikskólann og stórt einbýhshús með
tvöföldum bílskúr. Stuttu síðar heyr-
um við í talstöðinni að það er kallað
á allt tiltækt hjálparliö frá ísafiröi."
Börnin týnd
Þegar Hafsteinn áttaöi sig á aö hús
hans kynni að hafa farið undir flóðið
hringdi hann í land til að fá upplýs-
„Þaö var sem orrustuflugvélar væru að lenda á húsunum með fullu vélarafli,“ er lýsing Berglindar, eiginkonu
Hafsteins, á því þegar snjóflóðið féll. í Súðavik er umhverfið ólýsanlegt eftir náttúruhamfarirnar.
DV-mynd Halldór Sveinbjörnsson
Mannskaðinn í Súðavík:
Sorgin heltekur
allt mannlífið
Krátján Ari Arason, DV, feafirði
Engin orð fá lýst þeirri sorg sem
nú ríkir á Vestfjörðum og um allt
land vegna þeirra hörmulegu at-
buröa sem áttu sér stað í byrjun
vikunnar í Súðavík. Alls létust 14
manns í snjóflóðinu en 12 björguð-
ust eftir leit i flóðinu. Hver einasti
íbúi þorpsins missti ástvini eöa
kunningja í flóðinu. Um er aöræöa
mannskæðasta snjóflóð sem fallið
hefur á islandi hin síðari ár.
Angistogvonleysi
Aökoman í Súðavík á þriðjudag-
inn, þegar fréttamenn komu á vett-
vang, var ömurleg. í andlitum allra
blasti víð angist, örvænting og von-
leysi. Á þaöjafnt við um björgunar-
sveitarmenn og þá Sbúa sem enn
voru á staðnum. Á annan sólar-
hring höfðu björgunarsveitarmenn
leitað án hvíldar að þeim sem vitað
var um í flóöinu. Af og til voru
bomar inn börur meö fómarlömb-
um flóðsins. Vonin um að finna
einhvern á lífi fjaraði úr eftir þvi
sem tíminn leið.
Smávonarglæta vaknaði þó í hug-
um margra þegar ung stúlka fannst
á lífi eftir 14 klukkustunda dvöl í
snjónum. Og þegar lítill 10 árá
drengur fannst lifandi eftir 24 tima
leit efldust leitarmenn sem barist
höfðu við gífurlega erflöar aðstæð-
ur í snarvitlausu veörí og voru
orðnir örþreyttir eftir gröft i gler-
hörðum snjónum.
Sú sjón sem blasti við í Súðavík
eftir að snjóflóðið féli var átakan-
leg. Húsin höfðu einfaldlega
splundrast og sópast burt. Sums
staöar sáust ekki einu sinni nein
vegsumerki um að þar heföi staðið
hús. Eyðileggingin var alger og á
víð á dreif sáust fót, leikföng og
brotin húsgögn sem hrópuðu á at-
hygli. Vitundin um að undir snjó-
farginu væri fólk var þrúgandi.
Þegar síðustu fómarlömbin voru
borin inn í frystihúsið Frosta varð
mikið spennufall á staðnum. Þau
reyndust bæöi látin.
Sorgin allsráðandi
Sorgin var allsráðandi og menn
grétu. Þetta var átakanleg stund
sem snartalla sem á staðnum voru.
Ljóst er að þau sár sem þarna
mynduðust munu seint gróa og
minningín um þennan hörmulega
atburð mun grafa sig dúpt í huga
allra hlutaðeigandi.
í samtöliun við DV hafa margir
íbúar Súðavíkur lýst því yfir að
þeir muni aldrei oftar fara til Súða-
vikur. Minningin sé of sársauka-
full. Aðrir segjast staðráðnir í að
snúa til baka enda eigi þeir hvergi
annars staðar heima.
Súðvikingum hafa borist samúð-
arkveöjur víðs vegar frá, jafnt inn-
anlands sem utan. Þótt það bæti
ekki ástvinamissmn hefur það
reynst mörgum mikil stoð til að
yfirvinna mesta sársaukann. Fjöl-
margir Súövíkingar hafa fariö fram
á það við DV að koma á framfæri
þakklæti til allra þeirra sem að-
stoöað hafá þá í þessari raun.
Ljóst sé að björgunarmenn víðs
vegar af landinu hafi lagt sig i mik-
inn lifsháska. Þá veröi seint þökk-
uð sú umhyggja og aöstoð sem veitt
var á Fjóröungssjúkrahúsinu á
ísafirði, meðal annars af hópi sér-
fræðinga i áfallahjálp.
ingar. I fyrstu var honum sagt að
húsið hans hefði fariö undir flóðið
en kona hans bjargast. í kjölfarið
kom reiðarslagið því tilkynnt var að
börnin væru týnd. „Það var ekki for-
svaranlegt að reyna innsiglingu. Ef
eitthvað hefði komið upp á, strand
eða eitthvað þess háttar, hefði höfnin
lokast. Þá hefðu björgunarsveitar-
menn ekki komist til Súðavíkur. Það
eina sem við gátum var aö lýsa upp
þorpið með ljóskösturum. Hvort það
kom aö gagni veit ég hins vegar ekki.
Hríðin var svo blind.“
í landi ríkti skelfing og glundroði.
Berglind gekk um í húsarústum og
leitaði að börnunum. í námunda við
hana var nágranni hennar allsnak-
inn í leit að ástvinum sínum. Ör-
væntingin er algjör. Þau sjá ljóstíru
í nálægum söluskála sem sloppið
hafði við flóðið. Til að komast inn
þurfa þau að brjóta rúðu en ekki vill
betur til en svo að maðurinn sker sig
inn að beini á öðrum handleggnum.
Berglind tókst að koma í vég fyrir
að manninum blæddi út með því að
stöðva blóðrásina meö sárabindi.
Aðframkomin af kulda leita þau sér
að hlífðarfatnaði. Tvær hlýjar lopa-
peysur finnast fljótlega og ýmis ann-
ar skjólfatnaöur. „í raun haga forlög-
in því þannig að þau bjarga lífl hvort
annars. Hann með því að draga hana
inn í söluskálann og hún með því að
gera að sárum hans,“ segir Haf-
steinn. Smátt og smátt fylltist sölu-
skálinn af fólki sem komist hafði lífs
af úr hildarleiknum. Þar beið fólkið
eftir þvi að hjálp bærist frá ísafirði.
Angist skein úr hverju andliti enda
mikil óvissa um afdrif barna og ann-
arra ástvina.
Bióin langa
Biðin eftir hjálp var ekki löng því
um tveimur klukkustundum eftir að
flóðið féll lagðist Fagranesið aö
bryggju í Súðavík með 44 björgunar-
menn innanborðs, þar á meðal
lækna. Reynt var að hlúa að og gera
að sárum fólksins í frystihúsinu
Frosta og þá þegar hófst leit aö hin-
um týndu. Um svipað leyti komst
Hafsteinn í land. Með því að svamla
á litlum gúmbát í hafrótinu komst
hann ásamt öðrum stýrimanni að
skipinu Haffara og þaðan um borð í
Fagranesið. Við honum blasti óhugn-
anleg sjón. „Það var eitthvað skrýtið
við fyrsta húsið sem ég sá. Þegar nær
kom sá ég að það vantaði gaflana en
að öðru leyti stóð það. Ég flýtti mér
inn í frystihúsið og hitti þar Berg-
lind. Áður hafði mér verið sagt að
yngri sonur okkar hefði fundist með
lífsmarki. Ég fór til hans þar sem
læknar voru með hann á borði að
reyna að halda í honum lífi. Til að
trufla ekki læknana fór ég aftur út.
Stuttu síöar lít ég yfir salinn og sé
þá aö það er búið að girða hann af.
Þeir voru hættir með drenginn okk-
ar. Hann lá bara þarna dáinn og það
helltist yfir mig ólýsanlegur doöi.“
Bar harm sinn í hljóði
Hafsteinn bauðst nú til að fara út
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
37
„Ég veit að þau eru dáin en ég hef ekki þrek til að standa undir þvi. Við Berglind höldumst i hendur og reynum að yfirstíga áfallið en þetta verður erfitt,
ekki síst nú þegar við þurfum að undirbúa jarðarförina," segir Hafsteinn Númason sem hér lýsir á átakanlegan hátt baráttunni við náttúruöflin.
DV-mynd Brynjar Gauti
og hjálpa leitarmönnum. Það þótti
hins vegar ekki ráðlegt og þess í stað
var hann beðinn um að hugga konu
sína og hlúa að henni. Það reyndi
hann eftir bestu getu en sársaukinn
var yfirþyrmandi. Og það sem verra
var, hann treysti sér ekki til að skýra
henni frá því að yngri sonurinn væri
dáinn. Það gerði Hafsteinn fyrst eftir
að þau komu til ísafjarðar nokkrum
tímum seinna. Fram að þeim tíma
varð hann að bera harm sinn í hljóði.
Á ellefta tímanum fór Fagranesið
með hóp Súðvíkinga til ísafjarðar,
þar á meðal Hafstein og Berglind.
Að sögn Hafsteins voru það þung
spor að ganga til skipsins, vitandi af
tveimur börnum sínum einhvers
staðar niðurgröfnum í snjóflóðinu. Á
hinn bóginn var það huggun harmi
gegn að fjölmennur hópur leitar-
manna var kominn á staðinn. „Það
voru allir í losti. Þetta var hræöilegt.
Flestir voru sjóveikir og úr útvarps-
tækinu glumdu fréttir um flóðið.
Þetta var óbæriíegt og að lokum
slökktum við á útvarpinu. Vitundin
um að ættingjar væru í óvissu um
okkur gerði illt verra. Við gátum
ekki haft samband við neinn. Fjar-
skiptasambandið var takmarkaö og
leitarmennirnir urðu að hafa for-
gang.“
Reynt að lina sorgir
Við komuna til ísafjarðar var farið
með Súðvíkingana beint á Fjórð-
ungssjúkrahúsið. Þar var gert að sár-
um þeirra og reynt að lina sorgina.
Óvissan um ástandið og afdrif ást-
vina og annarra íbúa þorpsins lagðist
þungt á alla. Af og til reyndu þau að
hringja til Súðavíkur og Rauöa
krossins til að fá féttir. í hvert sinn
þyrptust allir að símanum með
brennandi spurningar á vörum. „Það
voru alltaf sömu svörin sem við feng-
um. Ástvinirnir voru alltaf ófundnir.
Þetta var skelfilegt. En það er svo
skrýtið að þegar svona lagað kemur
upp myndast einhvers konar sam-
hugur á milli fólksins. Við urðum
eins og ein stór íjölskylda," segir
Hafsteinn.
Eftir því sem á leið fjölgaði leitar-
mönnum í Súðavík. Varðskipið Týr
kom síðdegis á þriðjudaginn með um
70 björgunarsveitarmenn, lækna og
hjúkrunarfræðinga til aöstoðar.
Skipið hafði lagt af stað frá Reykja-
vík laust eftir hádegi daginn áður,
eða rúmum 6 tímum eftir að snjóflóö-
ið féíl. Skipstjórinn, Höskuldur
Skarphéðinsson, sigldi skipi sínu í
gegnum ólgusjó á eins miklum hraða
og unnt var. Skipiö nötraði stafn-
anna á milli þegar ágjöfin var sem
mest og hnútar skóku skipið. Annað
eins óveður mundu menn ekki.
Fjöldi annarra skipa fór áleiðis til
Súðavíkur með björgunarlið en varð
lítið ágengt sökum óveðurs. Fyrir
norðan land barðist áhöfn Múlafoss
ýiö að halda skipinu á floti og sama
er að segja um áhöfn frystitogarans
Júlíusar Geirmundssonar. Togarinn
Margrét EA sem safnaði björgunar-
mönnum á sunnanverðum Vestfjörð-
um fékk á sig brot og barst stjórn-
laust í ólgandi hafrótinu. Ljóst er að
fjöldi manns var í bráðum lífsháska
en um það hugsaði enginn. Allir
vildu hjálpa til við björgun í Súðavík.
Sorgarfréttir
Hafsteinn og Berglind urðu að bíða
í vel á annan sólarhring áður en þau
fengu loks fréttir af börnum sínum
tveimur, Hrefnu Björgu og Kristjáni
Núma. Áður höfðu allir aðrir fengið
fréttir af afdrifum ættingja sinna því
að börnin voru síðustu fórnarlömb
flóðsins sem komu í leitirnar. H)á
flestum voru skilaboðin tilefni enn
meiri sorgar því alls létust 14 af þeim
26 sem týndust í snjóflóðinu, þar af
8 börn. „Biðin var að buga okkur
þrátt fyrir góöa aðhlynningu og mik-
inn stuöning á sjúkrahúsinu. Nátt-
úruöflin lögðust á eitt um að gera
leitarstarfið eins erfitt og hægt er að
hugsa sér. Menn sáu ekki handa
sinna skil vegna bylsins og yfir björg-
unarmönnum vofði ætið sú hætta að
snjóflóð féllu. Þama á sjúkrahúsinu
voru okkur allar bjargir bannaðar.
Þegar tíðindin komu fannst mér ég
verða algerlega tómur. Ég forðast að
hugsa um þetta. Eg veit að þau eru
dáin en ég hef ekki þrek til að standa
undir því. Við Berglind höldumst í
hendur og reynum að yfirstíga áfallið
en þetta verður erfitt, ekki síst nú
þegar við þurfum að undirbúa jarð-
arförina. Staðreyndirnar blasa við
manni og minningamar §ækja á. Ég
hef ekki verið trúaður maður en
undanfama daga hef ég lagst á bæn.
Maður gerir hvað sem er til að fá
frið,“ segir Hafsteinn.
Tíkin Tinna
bjargaðist
Að sögn Hafsteins mun það taka
langan tíma fyrir hann og konu hans
að jafna sig. Hann segir þau hjónin
ákveðin í að flytja til Reykjavikur og
setjast þar að. Minningin um harm-
leikinn í Súðavík sé svo íþyngjandi
að þau treysti sér ekki aftur til Súða-
víkur. „Við byijum á núlli. Þetta er
engin uppgjöf heldur ætlum við okk-
ur aö byija nýtt líf,“ segir hann.
Þess má geta að tík Hafsteins,
Tinna, liföi af sujóflóðið en hún kom
með Fagranesinu á fimmtudags-
kvöld og er það eina sem þau hjónin
áttu eftir 1 Súðavík. Hafsteinn fór
niður á bryggju þegar Haffari lagðist
að og sótti hana. Að vonum urðu þar
mikil fagnaðarfundir. Tíkin mun
væntanlega fylgja þeim hjónum suð-
ur.
Þakklæti til allra
Hafsteinn segist mjög þakklátur
öllum þeim sem aðstoðað hafa þau
hjónin og aöra Súðvikinga í þessum
hörmungum. í því sambandi nefnir
hann sérstaklega Þorstein Jóhannes-
son, yfirlækni á Fjórðungssjúkra-
húsinu á ísafirði, og starfsfólk hans,
björgunar- og leitarmennina sem
lögðu sig í lífshættu við björgunar-
störf í Súðavík, prestana sem komu
til hjálpar og þann hóp sérfræðinga
sem veittu þeim áfallahjálp. í raun
hafi allir gert meira en í þeirra valdi
stóð. Hafsteinn tekur fram að hann
sé ekki bitur út í neinn og ásakar
ekki fjölmiðla um að hafa veriö of
aðgangsharðir. Aðspurður kveðst
hann þó hafa fyllst reiði þegar fyrstu
fregnir bárust um atburðinn í fjöl-
miðlum. Nú þegar hann fari hlutlægt
yfir málið sé niðurstaðan sú aö íjöl-
miðlar hafi almennt séð ekki farið
yfir strikið. „Allur fréttaflutningur
er nauðsynlegur og fjölmiðlar geta
gert gífurlegt gagn í upplýsingamiðl-
un og þannig hjálpað til við leitar-
og björgunarstörf. En fréttamenn
verða að gæta mikillar varúðar. Til
dæmis kom það illa við marga þegar
greint var frá því í smáatriðum á
hvaða hús snjóflóðið féll. Og að sama
skapi var það mjög sárt að fá fyrstu
upplýsingar um þaö í fjölmiðlum að
eitt barnið mitt væri dáið. Nærgætni
skiptir höfuðmáli í þessu sambandi
en ég ásaka ekki neinn,“ segir Haf-
steinn.