Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Side 33
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
41
Nýstárleg þjónusta fyrir verðandi mæður á Landspítalanum:
Fæða í hjónarúmi
eða grjónastól
- í heimilislegu umhverfi
„Viö tókum þessa þjónustu upp til
að gefa konum nýjan valkost varð-
andi meðgöngu og fæðingu. Ýmsir
hafa gengið með þessa hugmynd í
maganum lengi en það voru síðan
yfirljósmóðir og hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri sem fengu sex ljós-
mæður til aö sinna þessari þjón-
ustu,“ segir Rósa Bragadóttir ljós-
móðir sem er ein þeirra sex ljós-
mæðra sem starfa á nýrri deild innan
kvennadeildar Landspítalans sem
nefnist MFS - meðganga, fæðing og
sængurlega. Á þessari nýju deild,
sem reyndar er einungis ein skoðun-
arstofa og fæðingarherbergi, er boðið
upp á heimilislega og persónulega
þjónustu fyrir þær konur sem þaö
kjósa.
við þær en lækni hitta þær ekki nema
tvisvar til þrisvar á meðgöngu og þá
ef þær biðja sérstaklega um það. Við
viljum að traust skapist á milli okkar
og kvennanna og í rauninni er það
mjög sérstakt andrúmsloft sem skap-
ast við þessar aðstæður," segja þær
Rósa og Sigurborg.
„Þær konur sem koma tii okkar
viröast ná mjög góðri slökun og geng-
ur því vel að fæða án mikilla verkja-
lyfja. Fæðingarstofan okkar, sem er
eins og venjulegt hjónaherbergi í út-
liti, er nokkuð sér þannig að konurn-
ar verða ekki fyrir truflun. Við finn-
um aö það hefur mjög góð áhrif á
þær,“ segir Sigurborg. Þessi nýstár-
lega fæðingarhjálp hefur verið starf-
rækt síðan í júní.
Heim eftir fæðingu
„Sömu ljósmæðurnar hugsa um
konurnar alla meðgönguna og taka
siðan á móti börnum þeirra í lítilli
heimilislegri stofu. Konan fer síðan
heim 12-A8 tímum eftir fæðingu og
þá sinnir ljósmóðir henni áfram
heima," útskýrir Rósa.
Litla skoðunarstofan lítur fremur
út sem herbergi í heimahúsi en stofa
á sjúkrahúsi. Þar er lítið sófasett,
lampar og myndir á veggjum sem
hafa veriö málaðir í ljósgulum lit og
skreyttir veggfóðursborðum. Ljósið í
skoðunarherberginu er dempað og
meðan á skoðun stendur hggur kon-
an á rúmlega fimmtíu ára gömlum
bekk sem Pétur Jakobsson prófessor
kom með hingað til lands i kringum
1940.
Fyrir allar
heilbrigóar konur
Allar konur sem eru heilbrigðar á
meðgöngunni eiga þess kost að njóta
þessarar heimilislegu aðstoöar án
sérstaks aukakostnaðar. Hér er um
tilraun að ræða sem hefur tekist
mjög vel því 80 konur hafa komiö í
skoðun hjá MFS og 16 þeirra hafa
þegar fætt. Aðstaðan er þó smá í snið-
um og ljósmæðurnar hefðu viljað
mun meira pláss. Rósa segir að þær
geti sinnt 200 konum á ári. Auk þess
að fylgjast með konunum eru þær
einnig með foreldrafræðslunám-
skeið, slökun og myndbönd sem þær
lána. „Við reynum að hafa þetta allt
sem náttúrulegast og láta konunum
líöa sem best,“ segir Sigurborg Krist-
insdóttir ljósmóðir. „Við gefum kon-
unum góðan tíma í skoðun, ræðum
Eins og heima
í fæðingarherberginu er hjónarúm
og getur eiginmaðurinn veriö hjá
konunni eftir fæðinguna þar til hún
fer heim. Einnig eru aðrir fjölskyldu-
meðlimir velkomnir.
Sigurborg segir aö það sé mjög gott
að vinna á náttúrulegan hátt með
barnshafandi konum en jafnframt
skapi það mikiö öryggi að hafa í hús-
inu alla þá læknisþjónustu sem völ
er á. „Að öllu jöfnu er enginn læknir
viðstaddur fæðingar hjá okkar kon-
um nema eitthvað sérstakt komi upp
á,“ segir Rósa. „Konurnar geta valið
hvernig þær vilja fæða en vinsælt er
að fæða í svokölluðum grjónastól-
um.“
Mikil breyting
Segja má að mikil breyting hafi
orðið á viðhorfi lækna til barnshaf-
andi kvenna með þessari nýju þjón-
ustu. Hingað til hefur verið litið á
þessar konur sem sjúklinga en það
er að breytast. Hulda Jensdóttir ljós-
móðir og fyrrum yfirmaður Fæðing-
arheimilis Reykjavíkur var mjög á
undan sinni samtíö hér á landi hvað
þetta varðar og bauð upp á náttúru-
legar fæðingar snemma á áttunda
áratugnum. Þá voru náttúrulegar
fæðingar kallaðar franska fæðingar-
aðferðin.
Þær Rósa og Sigurborg segja að
sem betur fer sé fæðingarhjálp að
breytast í þá áttina að vera sem nátt-
úrulegust og margar konur kjósa að
fara heim að lokinni fæðingu. Áður
þurftu þær að Uggja í marga daga á
sjúkrahúsi. Ekki mega þær þó fara
of geyst þegar heim er komið enda
leggja ljósmæðurnar mikla áherslu á
Hið heimilislega fæðingarherbergi á Landspítalanum þar sem konur geta
fætt börn sin í hjónarúmi, en þá er sófinn dreginn fram. Rósa Bragadóttir
Ijósmóðir sýnir hér hversu vistlegt umhverfið er. DV-myndir GVA
Asdís Arnadóttir nýtur hér aðstoðar Sigurborgar Kristinsdóttur Ijósmóður en dóttir Asdísar, Kristín Rut, 9 ára, fékk
að fylgjast með.
að þær séu sængurkonur engu að
síður. Eiginmennirnir reyna þá að fá
frí frá vinnu og vera heima.
Ánægð með
þjónustuna
Ásdís Árnadóttir á von á sínu
þriðja barni eftir þrjár vikur. Hún
hefur notað þjónustu MFS og er mjög
ánægð með hana. „Mér finnst mjög
gott að koma hingað og hef haldið
mig við Sigurborgu sem ég er mjög
ánægð með. Auk þess vil ég fara heim
eftir fæöinguna þar sem ég hef mjög
góðar aðstæður til þess,“ sagði Ásdís.
Hún á tvær dætur, 9 og 10 ára, og
segir að skoðun á meðgöngu hafi
breyst mikið frá því fyrir níu árum.
„Þetta er allt miklu persónulegra og
þægilegra," segir hún. Ljósmæðurn-
ar sex sem starfa á MFS-deildinni eru
líka reiöubúnar til að veita alla þá
aðstoð sem konurnar óska eftir og
leiðbeina þeim. „Fæðingin á að vera
sem náttúrulegust," segja þær.
ANDLEG OG LÍKAMLEG
UPPBYGGING
OG ÞiÁLFUN
í NÝJA ÍR-HÚSINU VIÐ SKÓGARSEL
Verí fyrir 3 mk §#§GO/' kr. og kr. I. bðrn
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Í
SÍMA: 58 8 9 845 og 588 3638