Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 34
42
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
Verð kr. 39,90 mín.
McDonald's leikurinn er skemmtilegur leikur þar sem
þátttakendur eiga þess kost að vinna stjörnumáltíð fyrir
tvo á McDonald's. Það eina sem þú þarft að gera er að
hringja í síma 99-1750 og svara fimm laufléttum
spurningum um veitingahús, skemmtistaði og viðburði
helgarinnar. Svörin við spurningunum er að finna í
blaðaukanum
DV-helgin sem fylgir DV á fóstudögum.
DREGIÐ DAGLEGA ÚR POTTINUM!
Daglega frá föstudegi til fimmtudags verða fimm heppnir
þátttakendur dregnir úr pottinum og hreppa þeir hinir
sömu stjömumáltíð fyrir tvo á McDonald's. Allir sem
svara öllum fimm spumingunum rétt komast í pottinn.
Munið að svörin við spumingunum er að finna í
blaðaukanum DV-helgin. Nöfn vinningshafa
verða birt í DV-helgin í vikunni á eftir.
Suöurlandsbraut 56. Slmi 581-1414
Opið daglega frá 10-23.00
Skák
Jóhann Hjartarson stórmeistari hristi af sér Moskvudrungann og sigraöi glæsilega á opna alþjóðlega mótinu í
Linares sem lauk á sunnudag.
Jóhann sigraöi
glæsilega í linares
Bæjarnafnið Linares á Spáni
hljómar kunnuglega í eyrum skák-
manna, enda hafa stórmenni skákar-
innar verið þar tíðir gestir. Nú hefur
Rentero, forvígismaður mótsins,
bryddað upp á þeirri nýbreytni að
gefa fleiri kost á að sækja staðinn
heim. Hann stóð fyrir opnu móti í
Linares í fyrsta sinn í fyrra og svo
vel þótti honum til takast að sami
háttur var hafður á í ár. Alls voru
keppendur 115 að tölu og í hópnum
voru fjölmargir stórmeistarar, m.a.
þrír íslendingar: Jóhann Hjartarson,
Hannes Hlífar Stefánsson og Margeir
Pétursson.
Skemmst er frá því að segja að Jó-
hann Hjartarson hreinlega „átti mót-
ið“. Hann vann sex fyrstu skákir sín-
ar og haföi áður en yfir lauk aðeins
leyft tvö jafntefli. Hann fékk 8 vinn-
inga af 9 mögulegum og varð vinn-
ingi fyrir ofan næsta mann, stór-
meistarann Anatoly Vajser sem
hreppti einn 2. sætið. Þriöja sæti
deildu Hannes Hlífar, Sadler (Eng-
landi), Tukmakov (Úkrainu), Kam-
inski (Póllandi), Mecking (Brasilíu),
Kornejev (Rússlandi), Spangenberg
(Argentínu) og Suba (Rúmeníu). Al-
þjóðlegur blær mótsins sé.st vel á
þessari upptalningu. Margeir fékk
5,5 v.
Jóhanni tókst ekki að vinna skák
á ólympíumótinu í Moskvu í desemb-
er og allt gekk þar honum í óhag. Það
er ánægjulegt til þess að vita að hann
skyldi ekki draga ólán sitt yfir landa-
mærin. Árangur Jóhanns í Linares
er stórglæsilegur og með honum fær
hann til baka lungann úr Elo-stigun-
um sem hann skildi eftir í Moskvu.
E.t.v. hefur Jóhann búið vel aö
reynslu sinni en hann var einmitt
meðal keppenda á stórmótunum í
Linares 1988 og 1989.
Hannes Hlífar náði sér ekki á strik
í fyrri hluta mótsins og átti í basli
með mótherja sína þótt þeir væru
ekki sérlega hátt skrifaðir. Eftir sex
umferðir hafði hann 3,5 vinninga en
var þó ekki á þeim buxunum að gef-
ast upp. Með harðfylgi tókst honum
að vinna þrjár síðustu skákirnar og
má vel við lokaniðurstöðuna una.
Lengstum fylgdi Margeir Jóhanni
eftir eins og skugginn og var til alls
líklegur. Slæm bylta gegn Vajser í
næstsíðustu umferö setti strik í
reikninginn og ekki tók betra við
þegar Margeir féll á tíma í jafnteflis-
stööu í síðustu umferð gegn Spang-
enberg - og hafði átt skákina hart-
nær unna. Tapið var sérlega klaufa-
legt því aö Margeiri varð það á í tíma-
Umsjón
Jón L. Árnason
hrakinu að skrifa sama leikinn tvisv-
ar á blað sitt og taldi sig hafa náð
tímamörkunum þegar öxin féll.
Jóhann fékk marga vinninga sína
eftir löng og ströng endatöfl. Þannig
setti hann Rússana Kornejev og So-
losjenkin á kné, svo og Spangenberg
og rúmenska stórmeistarann Suba,
sem er frægur í íslenskri skáksögu
fyrir að hafa svindlað á Ingvari Ás-
mundssyni á ólympíumótinu í Buen-
os Aires 1978, sem seint fyrnist. Þijár
sigurskáka Jóhanns voru þó í léttari
kantinum: gegn Kurajica, stórmeist-
aranum frá Bosníu, og í fyrstu tveim-
ur umferðunum er hann mætti
minna þekktum Spánverjum. Skákin
sem hér fer á eftir er býsna skemmti-
leg.
Hvítt: Castineira (Spáni)
Svart: Jóhann Hjartarson
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. c3
Þetta rólyndislega afbrigði hvíts
geturverið hættulegt vopn í höndum
sterkra skákmanna en ekki síður
óþægilegt þegar „minni spámenn"
beita því sem eru sáttir við jafntefli.
Hefðbundin afbrigði Sikileyjarvarn-
ar bjóða upp á meiri flækjur.
2. - d5 3. exd5 Dxd5
Byrjendum er ráðlagt að fara ekki
of snemma út á borðið með drottn-
inguna en hér má réttlæta þetta með
því að besti reitur drottningarridd-
ara hvíts er frátekinn.
4. d4 Rf6 5. Rf3 e6 6. Be2 Rc6 7. Ra3 Dd8!
Þessi flótti drottningarinpar í
heimahús gefur meiri möguleika en
7. - cxd4 8. Rb5 Dd7 9. Rbxd4 o.s.frv.
8. Rc2 Be7 9. 0-0 6-0 10. Re5 Dc7 11.
Rxc6 Dxc6 12. Bf3 Dc7 13. Hel Bd7 14.
dxc5 Bxc5 15. Be3
Svartur hefur jafnað taflið þægi-
lega og fær smám saman yfirhöndina
eftir fremur ráðleysislega tafl-
mennsku hvíts frá og með þessum
leik.
15. Bd6 16. h3
Betra er 16. g3.
16. - Had8 17. De2 a6 18. c4 Hfe8 19.
Hedl e5 20. Bg5?! e4
21. Bxf6?
Fellur í lævísa gildru svarts. Rétt
er að lesandinn skoði stöðumyndina
að ofan og reyni að sjá hvernig svart-
ur refsar nú mótherja sínum.
Eftir 21. Bh5 Be5 er þó ljóst að
svartur hefur náð undirtökunum.
21. - exf3 22. Bxd8
Nú ógnar biskupinn svörtu drottn-
ingunni og hvítur hefur eflaust
reiknað áfram 22. - fxe2 23. Bxc7
exdl = D+ 24. Hxdl Bxc7 25. Hxd7 og
hvítur hefur unnið peð - takið eftir
að el-reiturinn er valdaður af ridd-
ara og svartur getur því ekki laumað
hróki upp í borð og sagt mát.
En Jóhann hefur annað í huga...
22. - Bh2+ 23. Khl fxg2+! 24. Kxg2
Dc6+ 25. Df3
Ef 25. Kxh2 Hxe2 og drottningin er
fallin óbætt.
ál
7 1 £ lii
6 a m 5 .
4 A 3 W A
2 A A A B C D E A Jt F G H
25. -Bxh3 + !
Kjarni fléttunnar. Hvítur missir
drottninguna.
26. Kxh3 Dxf3+ 27. Kxh2 Dxf2+ 28.
Khl
Og hvítur gafst upp um leið því að
eftir 28. - He2 er hann óverjandi mát
í næsta leik.