Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Page 35
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
43
Reagan og
alzheimerinn
Á liönum áratugum haifa engir
menn haft önnur eins völd og for-
setar Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna. Þeir höfðu puttana á kjam-
orkusprengjum, ótakmarkaða olíu
og stjórnuöu peningakerfi heims-
ins. Þeir mynduöu bandalög við
aðrar þjóðir, fóru með heri inn í
lönd og sýndu styrkleika sinn. Kaf-
bátar og flugvélar fullhlaðin kjarn-
orkusprengjum sveimuðu um
heiminn til í allt. Þrátt fyrir hrun
Sovétríkjanna gömlu geta Rússar
og bandalagsþjóðir þeirra ennþá
sprengt mannkynið til heljar og
heim aftur nokkrum sinnum með
kjarnorkuvopnum sínum.
Annar alki;
hinn með
hrörnunarsjúkdóm
Það er skelfilegt til þess að hugsa
að æðstu völd í Rússlandi skuli
vera í höndum alkóhólistans Bor-
ísar Jeltsíns. Sauðdrukkinn og
dómgreindarlaus er hann að stríða
í fjarlægu landi og berja á allri al-
þýðu með sprengjuregni. Hitt er
jafn hryggilegt að Bandaríkjunum
var um langt skeið stjórnað af for-
seta sem leið af alvarlegum hrörn-
unarsjúkdómi. Ronald Reagan til-
kynnti löndum sínum fyrir nokkru
að hann væri með alzheimerssjúk-
dóm. Flestir læknar eru á einu
máli um það að sjúkdómurinn hafi
sett svip sinn á síðustu stjórnunar-
ár forsetans þegar hann virtist ekki
hafa full tök á embættisfærslum
sínum. Minni og athyghsgáfu var
stórlega ábótavant, en forsetinn
fyrrverandi reyndi að breiða yfir
þessi vandamál með aulafyndni og
gömlum Hollívúdd-sjarma.
Alzheimers-
sjúkdómurinn
Alzheimerssjúkdómur er kennd-
ur við Þjóðveijann Alois Alzheimer
sem fyrstur lýsti sjúkdómsferlinu
í byrjunþessarar aldar. Sjúkdómur
þessi einkennist af hrörnun og
dauða taugafrumna svo að heilinn
rýrnar verulega. Boðefni breytast
og allri æðri starfsemi heilans fer
Á læknavaktiimi
aftur. Sjúkdómurinn fer hægt af
stað en sjúklingurinn og umhverfi
hans taka eftir versnandi minni og
vaxandi dómgreindarleysi. Hugsun
verður óskýr og órökrétt og öll
hegðun breytist. Skapgott fólk
verður skyndilega geðstirt og erfitt
í allri umgengni. Alls kyns rang-
hugmyndir skjóta stundum upp
kolhnum. Eiginmenn ásaka sóma-
kærar konur sínar um framhjáhald
og ósiðlegt athæfi. Smám saman
verður minnisleysið svo alvarlegt
að sjúkhngurinn fer að villast á
kunnuglegum slóðum og missir aht
frumkvæði. Hreinlæti og daglegri
umönnun verður áfátt og sjúkhng-
ur þarfnast mikillar hjálpar. Að-
standendur lenda oft í miklum
vandræðum enda verða sjúkhng-
arnir oft algjörlega hjálparvana.
Þeim hrakar smám saman og sjúk-
dómurinn dregur sj úkhnginn til
dauða enda er engin lækning fyrir
hendi. Meðahífslengd eftir grein-
ingu er 8 ár. Menn hafa reynt
margs konar lyf en ekkert eitt hef-
ur fundist sem gefur óbrigðulan
árangur.
„Þetta er skelfilegt!"
Þegar Nökkvi læknir leit yfir
þessi einkenni alzheimerssj úk-
dómsins varð honum hugsað til
Ronalds Reagans forseta. Hann
fyhtist skelfingu, leit til hins kjarn-
orkuveldisins og féllust þá algjör-
lega hendur. Það er skelfilegt að
virkum alkóhólistum og alzheim-
erssjúkhngum skuli vera trúað fyr-
ir fjöreggi mannkyns. Fæstir for-
eldrar gætu hugsað sér að trúa
þessum kumpánum fyrir börnum
sínum eina kvöldstund. Einkenni
beggja sjúkdómanna eru vaxandi
dómgreindarleysi, ofsóknaræði og
ranghugmyndir. Ekki þarf mikið
að gerast í alþjóðaviðskiptum th að
heilar þessara manna fari á eitt-
hvert gönuhlaup sem auðveldlega
gæti endað í sameiginlegri helfor
alls mannkyns. Nökkvi læknir hef-
ur í raun enga lausn á vanda sem
þessum. Hann htur stundum yfir
þann hóp manna sem stjórna heim-
inum og biður síðan alla góða vætti
að gæta mannkyns.
-rfre $ s í 36 ár
Vegna forfalla geta nokkrar konur
komist að í hress-
Allll!
E»gg
99*17*00
Verö aðeins 39,90 mín.
l| Læknavaktin
2 j Apótek
31 Gengi
Þetta er
auglýsing
um ofmörg
aukakíló...
...og góða
leiðtilað
losna við þau
FITUBRENNSLUNÁMSKEIÐ
STÓRÁTAK - YFIRVIGT
3 lokaðir tímar í viku
2 x í viku frjáls mæting í aðra tíma
fitumæling, vigtun, cm. mæling
kripalujóga
matardagbók
uppskriftir að léttum réttum
kvensjúkdómalæknir
hár og förðun
mjög gott aðhald
barnagæsla
Námskeíöin hefjast
25. jan / 30. jan / 6. feb
Takmarkaöur fjöldi
;v - f
BAÐHUSIÐ
Ármúla 30 • Sími 88 16 16