Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Qupperneq 36
44
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
fþróttir
DV
Andy Cole steinhissa á sölunni til Man. Utd:
fram að því var hins vegar afar
glæsileg og markaskor hans í raun
ótrúlegt á stundum.
Það kom Cole gífurlega á óvart
þegar hann var seldur til Man-
chester United: „Hafi það komið
stuðningsmönnum Newcaastle á
óvart þegar ég var seldur þá var
ég enn meira hissa. Núna er ég leik-
maður Manchester United. Ég veit
að ég á eftir að skora mörk fyrir
Man. Utd og það mörg mörk. Ég
hef alls ekki misst sjálfstraustið.
Leikmenn Man. Utd eru hver öðr-
um betri og nægir þar aö nefna
Eric Cantona sem er einn besti leik-
maður heims í dag,“ segir Cole.
Um þær undarlegu getgátur að
Cole muni ekkert geta í framtíðinni
án Peters Beardsley segir Andy
Cole: „Ég á erfitt með að trúa því
að þetta hafi verið sagt. Beardsley
er góður leikmaður en áöur en
hann kom til Newcastle hafði ég
skorað 12 mörk í 12 leikjum fyrir
félagið án aðstoðar frá Beardsley.
Alex Ferguson sagði við mig að
hann hefði keypt mig vegna hæfi-
leika minna, hæfileika sem ekki
væru til staðar í hans liði þessa
stundina. Ferguson hefur unnið
nánast alla titla sem hægt er með
United svo hann hlýtur að vita
hvað hann er að segja. Ég mun
hjálpa United til að vinna meistara-
titilinn."
„Margir geta verið
ánægðir með 15 mörk“
„Ég hef skorað 15 mörk á þessu
tímabili þrátt fyrir að hafa misst
úr marga leiki en vegna þess að ég
skoraði 41 mark á síðasta tímabili
þykja mönnum þessi 15 mörk núna
kannski lítið til að státa sig af.
Margir sóknarleikmenn geta þó
verið ánægðir með að hafa skorað
15 inörk það sem af er þessu tíma-
bili,“ segir Cole.
Þrátt fyrir að engan Peter
Beardsley sé að íinna í liði Man.
Utd á Cole örugglega eftir að skora
mörk fyrir nýja félagið. Menn eins
og Cantona, Ince, Giggs, Kanc-
helskis og Sharpe eru vel færir um
að mata þennan snjalla sóknar-
mann.
Frá því að Andy Cole var seldur frá
Newcastle til Manchester United
hefur hann mátt þola alls kyns sví-
virðingar og lygar úr ýmsum átt-
um.
Cole hefur fengið að heyra það
að hann sé einfaldlega búinn að
vera og muni ekkert geta í framtíð-
inni enda hafi hann ekki Peter
Beardsley lengur sér við hhð. í ejnu
bresku blaðanna skrifuðu öfundar-
menn á dögunum að Cole heföi
þegar brugðist þremur félögum og
myndi án efa einnig bregðast því
fjórða.
ErCole800milljóna
króna virði?
Þeir sem vita að knattspyrna geng-
ur út á það að skora mörk vita
auðvitað að Cole hefur slegið í gegn
í enskri knattspyrnu undanfarin
ár en hvort hann er 7-800 milljóna
króna virði skal ósagt látið.
„Á eftir að skora mörg
mörk fyrir United“
Andy Cole skoraði ekki mark í síð-
ustu níu leikjum sínum með New-
castle enda lék hann meiddur í
þeim flestum. Frammistaða hans
Andy Cole á eftir að sanna sig hjá einu mesta stórveldi
enskrar knattspyrnu. Cole er i hópi marksæknustu framherja á Bret-
landseyjum fyrr og síðar. Hann skoraði á síðasta timabili með New-
castle United 41 mark.
Legið undir lygum
og svívirðingxun
Paul Merson kominn á kreik eftir sex vikna meðferð:
Grét eins og bam
á bladamannafundi
Paul Merson, leikmaður Arsenal í
ensku knattspyrnunni, er á ný kom-
inn í faðm fjölskyldu sinnar eftir sex
vikna meðferð við áfengissýki og
neyslu eiturlyfja. Merson mun leika
• Gary Lineker til vinstri með fjöl-
skyldu sinni við komuna til Englands
frá Japan. Lineker tekur nú til starfa
á breskri sjónvarpsstöð.
á ný með Arsenal á þessu tímabili
en einhver bið kann að verða á því.
Merson hélt blaðamannafund á
dögunum þar sem hann viöurkenndi
að hafa neytt kókaíns, neytt áfengis
í óhófi pg stundaö veðmál sem vitlaus
væri. Á fundinum grét Merson eins
og barn og virðist sem hann eigi langt
í land með að ná sér eftir atburði síð-
ustu vikna.
George Graham, framkvæmda-
syóri Arsenal, hefur lýst því yfir að
allt verði gert til að hjálpa Merson í
erfiðleikum hans og hann verði ekki
látinn fara frá félaginu. Eiginkona
Mersons, Lorraine, sem er 26 ára
gömul eins og Merson og hefur verið
hans hægri hönd frá því þau voru
15 ára gömul, stendur við hlið Mer-
sons sem klettur. „Ég virði Merson
fyrir það sem hann hefur gert í sín-
um málum undanfarið, fyrir það
hugrekki sem hann hefur sýnt með
því að horfast í augu við vandamál
sín og takast á við þau,“ segir Lorra-
ine og bætir við: „Þetta hefur verið
mjög erfitt fyrir hann og einnig fyrir
mig. Á meðan hann var i meðferð-
inni hafði ég nóg að gera við að halda
heimilinu gangandi. Það hefur verið
erfitt og ekki síst vegna þess að ég
geng með þriðja barn okkar hjóna."
Eiginkonan oftast síðust
til að fá fréttirnar
Lorraine segist ekki hafa verið faer
um að hjálpa eiginmanni sínum: „Ég
gat það ekki vegna þess að ég vissi
hreinlega ekkert um vandamál hans.
Hlutur af vandamálinu er að eigin-
konan er oft síðust til að fá fréttirn-
ar.“
Paul Merson segist vera nýr maður
eftir meðferðina og eftir hana muni
áherslur í lífi hans breytast. „Ég
elska fjölskyldu mína og hér eftir
mun hún hafa forgang í lífi mínu,“
segir Merson.
Það var ekki bara Paul Merson sem
kom til síns heima á dögunum eftir
langa fjarveru. Gary Lineker kom á
ný til Englands eftir veru í Japan.
Lineker hefur sem kunnugt er lagt
knattspyrnuskóna á hilluna en mun
innan skamms taka til starfa hjá
breskri sjónvarpsstöð.
LHWOOft
collece"
Margeir er hér í miðið milli tveggja forráðamanna Elmwood skólans í Skot-
landi.
Útskrifaður frá
breskum skóla í
rekstri golfvalla
Margeir Vilhjálmsson frá Suður-
nesjum lauk í nóvember námi í golf-
vallaumhirðu frá virtasta skóla Bret-
landseyja í því fagi. Margeir lauk
samtímis grunnnámi (36 vikna reglu-
legu námi, bóklegu og verklegu) og
framhaldsnámi í rekstri golfvalla
sem venjulega stendur á annað
skólaár. Þetta er sérlega góður ár-
angur hjá Margeiri og telst nánast
einsdæmi að menn ljúki þessu námi
sama árið.
Þá lauR Margeir náminu með þeim
ágætum að hann var útnefndur sem
fulltrúi skólans í keppni um sæti full-
trúa Skotlands í „Toro/PGA Young
Greenkepper of the Year“ sem er
keppni fulltrúa hvers lands á Bret-
landseyjum um titilinn „besti nýi
gollvallarstarfsmaður ársins". Hann
lenti í 2. sæti í þeirri keppni og fékk
sem verðlaun ferð til Spánar á ráð-
stefnuna „European PGE Tour Con-
ference“ sem er ráðstefna um móta-
röð atvinnumanna í Evrópu, vinnu
í eitt ár á Glenegles-völlunum í Skot-
landi en þeir eru taldir toppurinn í
Skotlandi, vinnu við framkvæmd
tveggja atvinnumannamóta í móta-
röð í PGA í Evrópu í ár. Skólinn
veitti Margeiri verðlaun sem kallast
„St. Andrews Links Trust Awards".
Margeir er sem stendur viö vinnu
fá Glenegles-völlunum í Skotlandi.
Hann hefur áhuga á að halda út í
frekara nám eða jafnvel aö taka aö
sér umsjón einhvers vallar í Bret-
landi en hann hefur fengið mörg at-
vinnutilboð í því sambandi. Þá er
hann einnig tilbúinn að koma heim,
bjóðist starf við hæfi.
Lyfjamál bresku hlaupakonunnar Diane Modahl:
Styöur eiginkonuna
með öllum ráöum
Vicente Modahl, eiginmaður
bresku hlaupakonunnar Diane
Modahl, er enn starfandi sem um-
boðsmaöur i frjálsum íþróttum
þrátt fyrir að eiginkona hans hafi
orðiö uppvís að ólöglegu lyfjaáti og
verið dæmd í langt keppnisbann.
Lítið hefur verið að gera hjá Vic-
ente undanfarið en hann gefur síg
einnig út fyrir að vera mótshaldari
og skipuleggjandi stórmóta í frjáls-
um íþróttum. í næsta mánuði ætlar
Vicente að halda stórmót fyrir há-
stökkvara og á meöal þeirra sem
hafa boðað komu sína á mótið eru
Javier Sotomayor frá Kúbu, besti
hástökkvari heims í dag, og Steve
Smith sem vann bronsverðlaun á
síðasta heimsmeistaramóti. Smith
sagði: „Það er Vicente Modahl að
þakka að ég á ibúð og bil í dag.
Einnig get ég þakkað honum frama
minn á íþróttasviðinu. Ég mun
mæta á þetta mót, þó ekki væri til
annars en að sýna Vicente stuðning
og þakklæti fyrir það sem hann
hefur gert fyrir frjálsar íþróttir."
Vicente er sannfærður um sak-
leysi eiginkonu sinnar hvað lyfja-
átinu viðkemur en Modahl hefur
áfrýjað dómi i máli sínu. „Viö hefð-
um hæglega getað sleppt þessari
áfrýjun. Hún mun kosta okkur
gríðarlega mikla peninga. Við
áfrýjum ekki síst til að undirstrika
nauðsyn eins hlutar i lifinu og það
er réttlæti. Og réttlætið í þessu
máli verður að nást fram,“ segir
Vicenté og bætir við: „Ég mun nota
hvern eyri, sem mér hlotnast í
minni vinnu, í þetta mál, svo lengi
sem ég lifi. Við erum viðbúin því
að selja íbúðina okkar og búa í litlu
herbergi hjá foreldrum hennar ef
meö þarf. Ef einhverjum dettur í
hug að við séum hætt í þessari bar-
áttu er það alrangt. Þessu máli er
aldeilis ekki lokið. Það er dapurlegt
og ranglátt að Modahl skuli hafa
þurft að ganga i gegnum þessa
hluti. Líf okkar hefur verið erfitt
en við érum staðráðin í því að rétt-
lætið sigri að lokum."
• Paul Merson ásamt sonurn sínum tveimur og eiginkonunni Lorraine.