Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Page 38
46 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 Hundamir réðu úrslitum við leitina í Súðavík: Vil ekki hugsa það til enda ef ekki hefðu verið hundar - segir Hermann Þorsteinsson sem vann að björgunarstörfum ásamt hundum sínum „Viö byrjuðum að leita svæðið með öllum hundunum. Framan af höfðum - við það þannig að menn skiptust á að skreppa í kaffi. Þegar við heyrðum að varðskip væri á leiðinni með tvo hunda í viðbót tókum við þá ákvörð- un að keyra okkur og hundana út. Varðskipinu seinkar svo alltaf meir og meir þannig að menn og hundar voru orðnir uppgefnir. Þegar ljóst var að það drægist að skipið kæmi fórum við að vinna af meiri skynsemi og aðeins með einn hund í einu á svæð- 'inu,“ segir Hermann Þorsteinsson sem ásamt hundunum sínum þeim Mikka og Trópí tók þátt í leitinni að fórnarlömbum snjóflóðsins. Eins og hverjir “"aörirhundar Alls leituðu þeir tæpa tvo sólar- hringa. Yngri hundurinn, tíkin Trópí, er stutt á veg komin í þjálfun til leitar í snjóflóðum, en sá eldri er með hæstu gráðu í þeim efnum. „Þetta eru ekkert öðruvísi hundar en hverjir aðrir heimilishundar. Sem dæmi um það má nefna aö það stopp- ar stundum ekki dyrabjallan hérna hjá mér þegar bömin í nágrenninu eru að biðja um aö fá þá út að leika með sér. Þetta eru yfirhöfuð bara gæfir og góðir hundar. Mikki var þriggja ára þegar ég ákvað að þjálfa hann upp í að verða leitarhundur. Til þess að geta orðið það þarf hann að ganga í gegnum þrjú stig og stand- ast próf. Þetta eru C, B og A. Fyrsti áfangi hundsins að því að verða leit- arhundur er að læra að finna mann- eskju sem er undir snjó. Til aö stand- ast C-prófið þarf hundurinn að vera fær um að leita svæði sem er 50 sinn- um 50 metrar og finna þar mann- eskju sem er að minnsta kosti 1 metra undir snjó,“ segir Hermann og hann lýsir því hvemig upphaf þjálfunarinnar fer fram. Eigandinn ofan í holu „Það er grafin hola sem eigandinn sjálfur skríður ofan í. Aðstoðarmað- ur heldur í hundinn og við ákveðið stikkorð er hundinum sleppt. Hann hleypur þá ofan í holuna sjálfur. Þar er honum svo hrósað eða honum gefið eitthvað. Ástæða þess að eig- andinn þarf sjálfur að vera í holunni er að það þarf að búa til æsing, því hundurinn leitar til húsbóndans. Næsta skref er að það er mokað yfir eigandann og ef þetta gengur allt vel þá er notaður einhver annar og þá skynjar hundurinn að hann á að finna einhvem annan en eigandann. Prófið felst svo í því að hundurinn þarf að gefa til kynna hvar mann- eskjan er með því aö krafsa í snjóinn ^*yfir henni. Standist hann þetta próf sýnir það í rauninni ekkert annaö en að hann sé þess virði að halda áfram þjálfun hans,“ segir Hermann. „Næsta stig er B, þar er lagt mikið upp úr því að kenna eigandanum sjáífum. Það snýst'um að læra að þekkja hundinn og lesa hann rétt. Þaö er gerð sú krafa til hans að hann geti fundið tvær manneskjur á svæði sem er 100 sinnum 100 metrar. Þama þarf hann aö finna viðkomandi á allt að eins og hálfs metra dýpi. Gangi þetta eftir telst hann hafa lokið því stigi." Það er ekki sama hvemig leitað er með hundinum og nokkrar reglur sem menn verða að fylgia ef árangur á að nást. Með vindinn á móti „Maður leitar alltaf með vindinn annaðhvort á móti eða til hliðar. Það er aldrei leitað með vindinn í bakið því þá berst lyktin á eftir okkur. Það er áríðandi að vindurinn komi alltaf á hundinn fyrst. Þegar hundurinn telst hafa lokið A-stiginu þarf hann að geta leitaö 150 sinnum 150 metra svæði niður á tveggja metra dýpi. Þá þarf eigandinn að geta haft fulla stjórn á hundinum. Takist þetta telst hundurinn vera fullnuma," segir Hermann. Það eru alls átta hundar innan Björgunarhundasveitar íslands sem lokið hafa A-stiginu og eru á útkalls- lista. Þeir teljast vera fullhæfir til leitar á fólki sem lent hefur í snjóflóð- um. Þrír þeirra eru á Vestíjörðum, þar af tveir á ísafirði og einn í Bol- ungarvík. í Reykjavík eru þrír hund- ar og tveir á Austfjöröum. Hermann segir að hundarnir þurfi að vera stanslaust við æfingar. Það vaknar sú spurning hver standi undir kostn- aði við þessi lífsnauðsynlegu dýr. Kostnaður úreigin vasa „Viö þurfum að leggja út fyrir þessu sjálfir. Það hefur allt komiö úr okkar eigin vasa. Þetta er byggt á hugsjón og vissulega fylgir þessu vinnutap og fleira. Við erum bara eins og hverjir aðrir hundaeigendur að þvi undanskildu að við hér á ísafirði losnum við að greiða hunda- skattinn. Við erum búnir að standa í þessu í fimm ár og hundaskatturinn var aflagður fyrir tveimur árum. Ég vil þó taka fram að Hjálparsveit skáta hefur veitt okkur ómetanlegan stuðning," segir Hermann. Þegar hinar ægilegu hamfarir dundu á Súðvíkingum beið öll þjóðin í ofvæni eftir því að fá fréttir af þeim sem þar voru. Fréttir bárust af hin- um ægilegu raunum sem fólk lenti í og þeim miklu erfiðleikum sem björgunarmenn áttu við að glíma í roki og fannfergi. Eitt er það sem flestir virðast sammála um, að leitar- hundarnir gerðu björgunarmönnum kleift að finna fólk í rústunum mun fyrr en annars. Hundarnir hafi orðið til þess að bjarga mannslífum og séu þær hetjur sem hæst risu í þessum ægilega harmleik. Hundarnir slógu allt annað út „Það er engin spurning að þessir hundar sem voru á þessum staö og við þessar aðstæður höfðu úrslita- þýðingu. Þetta var eitthvað sem sló allt annað út. Sama hvort menn eru að tala um hátæknibúnað sem nema á hljóð eða eitthvað annað. Það eru engar þær græjur til sem geta leyst þessa hunda af hólmi,“ segir Her- mann. Þau tvö sem síðast fundust á lífi í flóðinu fundust í þriggja metra djúp- um snjó. Það er erfitt að gera sér í hugarlund þá skynjun dýranna sem verður til þess að fólk finnst undir slíku fargi. „Á fyrstu klukkutímunum fundu hundarnir flesta beint. Síðan gáfu þeir vísbendingar um það hvar ætti að moka. Við svona aðstæður sem þama ríktu, slæmu skyggni og braki úr húsum úti um allt, notuðum við alla hundana til að sannreyna hvort einhver væri undir. Lyktin sem slík eða uppgufun frá mönnum leitar að auðveldustu leiðinni út úr snjónum . Hermann Þorsteinsson asamt hundinum Mikka sem var einn fjögurra leitar- hunda á vettvangi hins hrikalega snjóflóðs sem féll á Súðavík. Hundarnir þóttu slá út öll björgunartæki við leitina á fórnarlömbum slyssins. DV-myndir BG Vettvangur leitarinnar i Súðavík. og upp. Oftast nær fer þetta svo niður á við og svo með vindi, Þannig að þar sem hundarnir létu vita aö einhver væri í einu tilvikinu, þar var um að ræöa 10 til 15 metra frá þeim staö sem maðurinn fannst svo. Það skiptir mjög miklu máli að þekkja aðstæður og vita hvað er í raun að gerast. Sem dæmi get ég nefnt að menn byrjuðu í einu tilviki að moka þar sem hund- arnir létu vita og mokuðu og mok- uðu. Alltaf komum við með hundana á þann staö sem þeir voru að moka. Alltaf visuöu hundarnir upp á við, menn fylgdu þessu og það endaði með því að það fannst þama maður á lífi,“ segir Hermann. Hann segir aö á æfingum fái hund- arnir hrósið þegar þeir séu komnir ofan í holuna til mannsins. Þarna hafi lítill tími gefist til að hrósa hund- unum. Enginn tími fyrir hrós „Þeim var jaskað út eins og hægt var og oftast gleymdist hrós og slíkt var ekkert inni í myndinni. Samt héldu þeir áfram að vinna. Ég var mjög ánægður með frammistöðu allra hundanna, þetta gekk alveg eins og það gat gengið miöað við þess- ar aðstæður," segir hann. Leitarhundarnir frá ísafirði voru við leit án mikillar hvíldar í 30 klukkustundir. Liðsauki frá Reykja- vík, sem var með varðskipinu Tý, barst ekki fyrr en um miðjan dag á þriðjudag. Menn og hundar voru því orðnir mjög þreyttir þegar þeir höföu verið við leit í 30 tíma. „Viö gáfum hundunum þrúgusyk- ur, því þó að við gætum hent í okkur brauði og fengiö okkur kaffisopa voru hundarnir ekki alltaf tilbúnir til að fá sér að éta. Þeir voru upp- spenntir og þeir voru orðnir mjög þreyttir en áhuginn var svo mikill að þegar leitinni var lokið og við á leiðinni út í bát vildu þeir ólmir halda áfram að leita. Það var í rauninni ótrúlegt hvað þeir gerðu mikið gagn, miðað viö það hvað þeir eru lítt reyndir í alvöruleit," segir Hermann. Það lýsir kannski best hvaða hugur var til þeirra sem að björgun stóðu að stúlkubarn sem bjargaöist úr flóð- inu hafði eina ósk fram að færa eftir að hún hafði fundist og var komin í skjól. Hún vildi fá að hitta hundinn sem bjargaði henni. Sami hugur er til alls björgunarliðsins. Allir sem eitthvað fylgdust með því sem þarna fór fram virtust skynja þá ógnarbar- áttu sem þarna átti sér stað undir einhverjum þeim erfiöustu kringum- stæðum sem hugsast geta. Það kemur ósjálfrátt upp í hugann hvort mörgum þeirra sveitarfélaga sem búa undir viðvarandi ógn sé ekki nauðsynlegt að eiga leitarhund. Það er einfalt að ímynda sér hvað þaö hefði kostað ofan á þær hörm- ungar, sem þegar voru orðnar, ef ekki hefðu verið til staðar leitar- hundar á ísafirði eins og raun bar vitni. „Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef ekki hefðu verið hundar til staðar. Þaö hefði verið einfaldlega skelfilegt. í svona flóði þar sem er eitthvað annað en bara snjór, ein- hverjir hlutir eða rústir, þar sér maður í hendi sér að ekki er hægt að leita með stöngum. Þá er ekkert hægt að gera nema að moka. Það koma engin tæki í stað hunda. Öðru- vísi er ekki hægt að ná neinum fóst- um punktum." Það verður að teljast þó nokkur hugsjónamennska að hafa vilja og elju til að halda slíkan hund á eigin reikning og leggja af mörkum þá vinnu sem þarf til að viðhalda þess- um hæfileika hundsins. Þjálfun allar helgar „Þaö má segja að það þurfi að þjálfa hundinn hveija einustu helgi allan veturinn til að halda honum við. Það er sífellt verið að þjálfa þessa hunda í því sem snýr að leit. Síðan er þess á milli verið að þjálfa þá í mismun- andi umhverfi, láta þá príla og þvæl- ast um. Allt svona skiptir mjög miklu máli þannig að þeir verði meðvitaðir um hlutverk sitt þegar eitthvað kem- ur upp á,“ segir Hermann Þorsteins- son sem eyðir frítímanum í að kenna hundum sínum leit að fólki sem lent hefur í snjóflóðum - mesta vágesti vestfirskra byggða. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.