Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Side 51
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 59 Afmæli Sigurður Jónsson Sigurður Jónsson málari, Bláhöm- rum 2, Grafarvogi, verður sjötíu og fimm ára á mánudaginn, 23.1. nk. Starfsferill Sigurður fæddist á Einarsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugum á unglingsárunum en fluttí tíl Reykjavíkur um tvítugt og keyrði þar leigubíl á Litlu bíla- stöðinni til 1948. Hann flutti síðan tíl Vancouver í Kanada þar sem hann stundaði nám í málaraiðn en meistari hans var íslenskur, Óskar Sigurðsson. Eftir að Sigurður lauk náminu stundaði hann húsamálun í Kanada hjá B.B. Janusson og son til 1961 er hann kom aftur tíl íslands. Eftír að Sigurður kom heim settí hann og þáverandi kona hans, Sig- ríður Gunnarsdóttir tískufræðing- ur, á stofn tískuskóla sem þau starf- ræktu 011964. Siguröur flutti þá til Akureyrar þar sem hann var barþjónn á Hótel KEA í eitt ár og síðan verslunar- maður hjá JMJ tíl 1969. Þá flutti Sigurður aftur til Reykjavíkur þar sem hann starfaði við gestamóttöku Hótel Sögu í þrjú ár, var verslunar- maður við Herratí zkuna í þrj ú ár og starfaði við Sundlaugina í Breið- holti í þrjú ár. Þá var hann húsvörð- ur hjá Frjálsri fjölmiölun um skeið en hefur starfað hjá Bandalagi ís- lenskra skáta frá 1984. Sigurður hefur málað myndir í frístundum sínum. Fjölskylda Sigurður kvæntist 1947 Sigríði Gunnarsdóttur, f. 26.9.1927, dóttur Gunnars Sigurðssonar, kaupmanns í Von, og Margrétar Gunnarsdóttur húsmóður. Sigurður og Sigríður slitu samvistum. Börn Sigurðar og Sigríðar eru Lilja, f. 28.3.1949, húsmóðir og fyrrv. frjálsíþróttakona á Akureyri, gift Óla G. Jóhannssyni listmálara og eiga þau flögur börn; Jón Gunnar, f. 11.4.1955, tannsmiður í Reykjavík, kvæntur Elsu Óskarsdóttur og eiga þau þrjúbörn. Sigurður átti tíu alsystkini og einn hálíbróður en hann á nú tvo albræð- ur á lífi og þrjár alsystur. Foreldrar Sigurðar voru Jón Har- aldsson, f. 6.9.1888, d. 1958, b. á Ein- arsstöðum í Reykjadal, og k.h., Þóra Sigfúsdóttir, f. 15.10.1893, d. 1979, húsfreyja. Ætt Meðal fóðursystkina Sigurðar voru Aðalbjörg, ekkja Magnúsar Böðvarssonar, hreppstjóra á Laug- arvatni. Jón var sonur Haralds, odd- vita á Einarsstöðum, Sigurjónsson- ar, b. á Einarsstööum, Jónssonar, b. á Einarsstöðum, Jónssonar, lamba, b. á Breiðumýri og umboös- manns konungsjarða. Móðir Har- alds ar Margrét, systir Kristján, afa Stefáns Karlssonar handritafræð- ings. Margrét var dóttir Ingjalds, b. á Mýri i Bárðardal, Jónssonar, b. á Mýri, bróður Sigurðar, föður Jóns, alþingisforseta á Gautlöndum, afa Haralds Guðmundssonar ráðherra og langafa Jóns Sigurðssonar, bankastjóra NIB. Móðir Jóns Har- aldssonar var Ásrún, systir Kristín- ar, móður Arnórs Sigurjónssonar rithöfundar og Halldóru, fyrrv. skólastýru, móður Kristínar, fyrrv. alþm. Ásrún var dóttir Jóns, b. á Rifkelsstöðum, ÓlafssonarogHall- dóru, systur Einars, alþm. í Nesi. Þóra var dóttir Sigfúsar, b. á Hall- dórsstööum í Reykjadal, Jónssonar, b. og smiðs á Sveinsstöðum, Jóns- sonar, b. á Skútustöðum, Helgason- ar, ættfoður Skútustaðaættarinnar, Ásmunassonar. Móðir Sigfúsar var Marja, hálfsystir, sammæðra, Þor- gils gjallandi. Móðir Þóru var Sigríður, systir Siguröur Jónsson. Sigurðar, skálds á Arnarvatni, og Jóns, alþm. í Múla, fóður Árna, alþm. frá Múla, fóður Jónasar. rit- höfundar og fyrrv. alþm., og Jóns Múla tónskálds. Sigríður var dóttir Jóns, skálds á Helluvaði, Hinriks- sonar af Harðabóndaætt. Móðir Sig- ríöar var Friðrika Helgadóttír, ætt- föður Skútustaðaættarinnar, Ás- mundssonar. Reimar Charlesson Reimar Charlesson framkvæmda- stjóri, Glaðheimum 24, Reykjavík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Reimar fæddist á Eskifirði og ólst þar upp. Hann útskrifaðist frá Al- þýðuskólanum að Eiðum 1950 og frá framhaldsdeild Samvinnuskólans 1954. Reimar var bæjargjaldkeri í Vest- mannaeyjum frá 1954, hóf störf hjá sjávarafurðadeild SÍS1957 en var fljótlega sendur til starfa hjá Iceland Products Inc. þar sem hann m.a. aðstoðaði við flutning fyrirtækisins frá New York til Harrisburg. Reimar kom heim 1961 og ári síðar tók hann viö starfi deildarstjóra í Búsáhalda- og verkfæradeild inn- flutningsdeildar SÍS þar sem hann starfaði tíl 1980. Á þeim árum tók hann þátt í norrænu samstarfl sam- vinnufélaganna og átti sæti í inn- kaupahópum norrænna og mið- evrópskra innkaupanefnda sam- vinnufélaganna fyrir búsáhöld, verkfæri, sportvörur og leikfóng. Reimar var framkvæmdastjóri hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1980 og framkvæmdastjóri hjá Trésmiðj- unni Víöi hf. 1981 til ársloka 1983 er hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Íslensk-skandinavíska hf. Fyrirtæk- ið flytur inn tilsniðið efni í hús og sumarbústaði. Auk þess starfrækir hann systurfyrirtækið RC og Co hf. sem annast útflutning á sjávaraf- urðum. Fjölskylda Reimar kvæntist 23.4.1975 Björgu Hjálmarsdóttur, f. 1.6.1933, húsmóð- ur. Hún er dóttir Hjálmars Vil- hjálmssonar ráðuneytisstjóra og Sigrúnar Helgadóttur húsmóður sem bæði erulátin. Börn Reimars frá fyrra hjóna- bandi eru Heiða Björk, f. 29.3.1955, húsfreyja á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal, gift Magnúsi Karlssyni, b. þar og eiga þau einn son; Kristín Helga, f. 14.12.1956, húsmóðirí Kópavogi, gift Sigurvini Einarssyni flugmanni og eignuðust þau þrjú börn en tvö þeirra eru á lffi; Jóhann Ingi, f. 26.7.1958, verkamaður í Reykjavík, kvæntur Sigurvinu Hall- dórsdóttur og eiga þau tvö börn; Linda Sólveig, f. 23.1.1970, nemi í Reykjavík. Börn Bjargar og fósturbörn Reim- ars eru Sigrún Bergsdóttir, f. 14.10. 1956, flugfreyja í Reykjavík og á hún tvö börn; Óskar Bergsson, f. 20.9. 1961, húsasmiður í Reykjavík en sambýliskona hans er Jóhanna Björnsdóttir kennari og á hann þrjú börn frá fyrra hjónabandi; Lára Gyða Bergsdóttir, f. 5.7.1968, starfs- maður viö Ofnasmiðjuna, gift Níelsi Hafsteinssyniþjóni. Systur Reimars eru Erla Charles- dóttir, húsmóðir á Eskifirði, gift Reimar Charlesson. Magnúsi Bjarnasyni, framkvæmda- stjóra Hraðfrystihúss Eskiflarðar, og eiga þau þrjú börn; Anna Magnea Charlesdóttir, húsmóðir í Mos- fellsbæ, gift Gunnar Hjálmtýssyni, framkvæmdastjóra Vélsmiðjunnar Orra í Mosfellsbæ, og eiga þau tvö börn. 1 Foreldrar Reimars voru Charles Magnússon, vegaverkstjóri á Eski- firði, ogHelga Hjartardóttir, hús- móðiráEskifiröi. Reimar og Björg taka á mótí gest- um í félagsheimili lögreglumanna að Brautarholti 30, milli kl. 16.00 og 18.00 á afmælisdaginn. Björgvin Pálsson Björgvin Pálsson, myndasmiður og klippari við fréttastofu ríkissjón- varpsins, til heimihs að Álfatúni 25, Kópavogi, verður fertugur á morg- un. Starfsferill Björgvin fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hann sat tvo vetur í MT en hóf þá störf við frétta- ljósmyndun á Vísi. Hann starfaði við Dagblaðið er það var stofnað og síðan hjá Frjálsu framtaki og SAM- útgáfunni. Björgvin lærði síðan offsetljós- myndun og plötugerð hjá Svans- prenti og Prentmyndastofunni. Hann gerðist ljósmyndari ríkissjón- varpsins og starfaði þar við ljós- myndun og kvikmyndaframköllun til 1988 en er nú klippari þar. Björgvin hefur haldið flölda ljós- myndasýninga á hinum ýmsu svið- um ljósmyndunar allt frá 1975. Þekktustu myndir hans eru unnar með Gum-Bicromat tækrn en þá tækni hefur hann sýnt í París, Mílanó, á nokkrum stöðum í Finn- landi, í Reykjavík og víöar. Fjölskylda Björgvin kvæntist 2.7.1978 Sig- rúnu Stellu Karlsdóttur, f. 1.2.1954, skrifstofumanni hjá Heilsuhringn- um og Samvinnuferðum-Landsýn. Hún er dóttir Karls Júlíussonar, sem er látinn, og Guðrúnar Jacob- sen, rithöfundar í Reykjavík. Börn Björgvins og Sigrúnar Stellu eru Júlía Björgvinsdóttir, f. 10.3. 1978; Ásthildur Björgvinsdóttir, f. 4.7.1980, nemi; ElísabetBjörgvins- dóttir, f. 5.8.1983, nemi; Stefania Björgvinsdóttir, f. 27.1.1987, nemi. Dóttir Sigrúnar Stellu frá fyrri sam- búð erSvavaHelga. ■ Systir Björgvins er Margrét Páls- dóttir, f. 1.6.1959, húsmóðir á Sel- tjarnarnesi, gift Sverri Agli Berg- mann stórkaupmanni og eru börn þeirra Páll og Sara Margrét. Foreldrar Björgvins: Páll Þorláks- Björgvin Pálsson. son, f. 6.9.1934, d. 28.5.1986, formað- ur LÍR, og Ásthildur Pétursdóttir, f. 11.6.1934, fararstjóri og fyrrv. bæjarfulltrúi í Kópavogi. Björgvin tekur á mótí gestum í sal Hamraborgarráösins, Hamraborg 38, við norðurhlið Félagsheimilis Kópavogs, í dag, laugardaginn 21.1., millikl. 17.00 og 19.00. Til hamingju meö daginn 22. janúar ziYr1 Gnoðarvogi 84, Reykjavík. Guðlaugur Stefánsson, 50 3T3 Hrafnistu viö Kleppsveg, Reykjavúk. "11 ri Silfurgötu 43, Stykkishólmsbær. ÖO ara Hinrik L. Hinriksson, Soffja Jónsdóttir, Álfheiður Skarphéöinsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavik. Hæðargötu 3, Keflav.-Njaröv.-Höfnum. Of| qu— Háaleitisbraut 107, Reykjavík. ÖU ara Kristín Garðarsdóttir, Grunclargarði 1, Húsavík. Jón Valgeir Otafsson, Auðhjörg Jónsdóttir, Búðarstig lOb, Eyrarbakka. Hólabraut 4a, Hafnarfirði. yc Dvergabakka 32, Reykjavík. ■ O Öl Heiðar bórðarson, Lækjarhvammi 4, Dalabyggð. OhjfOiafsdóttir, Ragnar Eiriksson, Hamarstræti 47, Akureyn. Skagfirðingabraut 13, Sauðárkrókí. Auður Sigurjónsdóttir, Grænumörk 5, Selfossi. . _ , 40 ara 'V' Oía Ragna Ósk Ragnarsdóttir, u . Kikariundi 3, Akureyn. Hjordis Helgadotfar, Jóhannes Pálmi Hinriksson, Smyrlahraum 24, Hafnarfiröi. víðibergi 7, Hafnarfirði. Maria Kristí.n Hermundsdóttir, A.^ur0j'r* . Ekrugötu 2, Öxaríjarðarhreppi. Ástrxður Sigurjónsdóttir, Jóhanna Soffia Óskarsdóttir, Drapuhbð 42, Reykjavik. Hlíöarföalla 14, Kópavogi. Þórður Ragnarsson, OO ái*a Þórustíg 9, Ketlav.-Njarðv.-Höfnum. OU ara Claude Lebigre, o u-•• ,, o ... Ægisíðu 109, Reykjavík. Snæbjorn Þ. Snæbjornsson, Rauöahjalla 13, Kópavogi. Nanna Guðmundsdóttir, Huldubraut 29, Kópavogi. Valdimar Hallur Sigþórsson Valdimar Hallur Sigþórsson sjó- maður, Álfhólsvegi 125, Kópavogi, verður fertugur á morgun. Starfsferill Valdimar fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann byrjaði til sjós 1970 og var á togurum hjá ÚA á Akureyri á árunum 1970-75 en flutti þá til Reykjavíkur og hefur síðan lengst af verið á togurum frá Reykjavík. Fjölskylda Eiginkona Valdimars er Guðrún Ósk Sæmundsdóttír, f. 5.5.1955, hús- móðir. Hún er dóttír Sæmundar Magnúsar Óskarssonar, f. 6.12.1915, d. 11.8.1989, og Elínar Guðrúnar Ingibjargar Ingimundardóttur, f. 16.9.1914, d. 25.10.1984. Böm Valdimars og Guðrúnar Ósk- ar eru Sigþór Már Valdimarsson, f. 11.8.1983; Auöur Ösp Valdimars- dóttir, f. 11.8.1983; Elín Rós Valdi- marsdóttir, f. 1.9.1993. Fóstursonur Valdimars er Haraldur Birgir Þor- kelsson, f. 21.12.1974. Systkini Valdimars eru Anton Grétar Sigþórsson, f. 25.2.1952, vél- Valdimar Hallur Sigþórsson. virki á Akureyri; Þorbjörg Auður Sigþórsdóttir, f. 5.2.1959, húsmóðir á Flateyri; Sigþór Sigþórsson, f. 15.7. 1960, stúdent frá Tækniskólanum á Akureyri. Foreldrar Valdimars: Sigþór Valdimarsson, f. 27.11.1931, d. 3.3. 1977, vélstjóri, og Auður Antons- dóttir, f. 5.4.1932, verkakona. Valdimar er að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.