Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Qupperneq 53
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
61
Töffarinn Jean-Claude Van
Damme leikur aðalhlutverkið.
Timecop
Sambíóin og Laugarásbíó frum-
sýndu í gærkvöldi nýja spennu-
mynd með belgíska töffaranum
og slagsmálaieikaranum Jean-
Claude Van Damme í aðalhlut-
verkinu. Þetta er bandarísk has-
armynd sem ber nafnið Timecop
en þetta er jafnframt langvinsæl-
asta myndin sem Van Damme
hefur leikið í til þessa.
Myndin hefst í byrjun næstu
aldar þegar ferðalög um tímann
Kvikmyndahúsin
eru orðin aö raunveruleika og
allt í einu er orðiö mögulegt að
breyta gangi mannkynssögunn-
ar. Hægt er að stjórna fjármagns-
mörkuðum og jafnvel er mögu-
legt að leggja heilu löndin í rúst.
Peter Hymas leikstýrir
Timecop en hann hefur mikla
reynslu í gerö kvikmynda sem
eiga að gerast í framtíðinni. T.d.
leikstýrði hann og skrifaði hand-
ritiö að 2010, sem er framhald af
tímamótaverkinu A Space Odyss-
ey. Af öðrum framtíðarmyndum
sem hann hefur gert má einnig
nefna Outland og Capricom.
Samstarfið hjá Peter Hyams og
Jean-Claude Van Damme hefur
greinilega gengið vel því þeir eru
farnir að vinna saman aftur, nú
að gerð myndarinnar Sudden
Death.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Okkar eigið heimili
Laugarásbíó: Timecop
Saga-bíó: Ógnarfljótið
Bíóhöllin: Timecop
Stjörnubíó: Aðeins þú
Bíóborgin: Banvænn fallhraði
Regnboginn: Hetjan hann pabbi
Fjörleg íþrótta-
helgi
íþróttamenn hafa í nógu að
snúast um þessa helgi og
íþróttaáhugamenn ættu líka að
geta fundið eitthvaö við sitt hæfi
en fjölmargir kappleikir eru fyr-
íþróttir
irhugaöír í dag og á morgun í
iþróttahúsum víös vegar um
landið.
HK og Stjaman og ÍS og KA
mætast í dag í 1. deild karla í blaki
og í sömu deild hjá kvenfólkinu
efla kappi lið ÍS og KA.
Valur og ÍH leika í 1. deild karla
i handknattleik í dag og á morgun
eru fimm leikir i sömu deild,
Stjaman-PH, Víkingur-Affureld-
ing, KA-Selfoss og HK-ÍR mætast
þá en allir leikimir á sunnudags-
kvöld hefjast kl. 20 neraa í Kópa-
voginum, þar byrjar leikurinn
hálftíma síðar. Ekki má heldur
gleyma viðureign Hauka og
portúgalska liðsins Braga i Evr-
ópukeppninni annaö kvöld. Sá
leikur er i Hafnarfirði.
Um helgina eru fjórir leikir í 1.
deild karla í körfuknattleik og
sömuleiðis fjórir leikir i 1. deild
kvenna í sömu íþróttagrein. Ann-
að kvöld er svo komið að stjöm-
unum í úrvaldsdeildinni í körfu-
bolta. Þar er stórleikurinn viöur-
eign Suðurnesjaliöanna UMPG
og UMFN. Keflvíkingar fá Hauka
í heimsókn, Tindastóll og ÍA
mætast á Króknum, Þór fer í
Seljaskóla og leikur við ÍR, KR
fær Snæfeil í heimsókn og loks
taka Valsmenn á móti SkaUa-
grím.
OO
Bjartviðri víða
sunnanlands
I dag er spáð norðaustanátt, víða all-
hvassri vestan- og norðanlands en
Veðrið í dag
hægari annars staðar.
Sunnanlands verður víða bjart-
viðri en él annars staðar.
Sólarlag í Reykjavík: 16.38
Sólarupprás á morgun: 10.38
Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.30
Árdegisflóð á morgun: 09.48
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 12 í gær:
Akureyri skýjað 0
Akumes úrk.í grennd 3
Bergstaðir skýjað 0
Bolungarvík snjóél 0
Kefla víkurflugvöilur snjókoma 1
Kirkjubæjarklaustur skýjað 2
Raufarhöfn þokumóða 1
Reykjavik úrk.í grennd 3
Stórhöfði úrkomaí - grennd 4
Bergen úrkoma í grennd 7
Helsinki léttskýjað -4
Kaupmarmahöfn rigning 1
Stokkhólmur skýjað 1
Amsterdam skúrásíð. klst. 9
Berlín skýjað 0
Frankfurt rigning 4
Glasgow skýjað 3
Hamborg rigning 5
London skýjað 8
LosAngeles alskýjað 9
Lúxemborg rigning 6
Mallorca • hálfskýjað 16
Montreal alskýjað 2
New York súld 6
París hálfskýjað 9
Róm hálfskýjað 12
Vin skafrenn- ingur -A
Washington súldásíð. klst. 9
Norræna húsió:
Danski djasspianóleikarinn
Thomas Clausen er nú staddur hér
á landi við kennslu og námskeiðs-
haid í Tónlistarskóla FÍH. Hann
kemur til íslands á vegum norrænu
djasssamtakanna Nord-Jass og
djassdeildar FÍH.
Skemmtanir
Á sunnudagskvöld kl. 20 leikur
hann í Norræna húsinu ásamt ís-
lenskum djasstónlistarmönnum.
Meðleikarar Clausens veröa Sig-
urður Flosason saxófónleikari,
Tómas R. Einarsson kontrabassa-
leikari og Einar Scheving trommu-
leikari. Þeir munu leika saman sem
kvartett, tríó og dúó, en einnig mun
Clausen leika einn.
Thomas Clausen hefur verið í
hópi fremstu jasspíanóleikara Evr-
ópu undanfarinn aldarfjórðung.
Hann hefur leikið með fjölda
bandarískra djasstónlistarmanna
sem sótt hafa Danmörku heim.
Daninn Thomas Clausen leikur djass.
Þeirra á meðai eru Dexter Gordon,
Johnny Griffin, Lee Konitz, Jackie
McLean, Miies Davis og Gary Bur-
ton.
Þórhallur Sigurðsson leikstjóri:
Samskipti kynj-
anna og áleitnar
spumingar
Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær-
kvöldi á Litla sviðinu leikritið
Oleanna eftir David Mamet en
hann þykir með allra fremstu
nútímaleikskáldum Bandaríkj-
anna auk þess sem hann er
þekktur fyrir gerð kvikmynda-
handrita og leikstjórn. Leikstjóri
verksins í Þjóöleikhúsinu er Þór-
hallur Sigurðsson og hann hefur
m.a. þetta að segja um Oleönnu:
„Ung stúlka kemur til kennara
Leikhús
síns í háskóla en hann hefur kall-
að á hana af því að hún hefur
ekki staðið sig nógu vel við að
leysa þau verkefni sem hún á að
leysa.“
Samskipti kennarans og nem-
andans taka smátt og smátt á sig
ófyrirséöa mynd og áhorfendur
standa að lokum frammi fyrir
áleitnum spurningum um sam-
skipti kynjanna, misbeitingu
valds og teygjanleika þess sem
kallast getur rétt eða rangt.
Jóhann Siguröarson leikur
kennarann en það er Elva Ósk
Ólafsdóttir sem er í hlutverki
nemandans. Þórhallur Sigurðs-
son er leikstjóri eins og fyrr segir.
Kröfur til stjóm-
málamanna
Siðfræöistoffum islands gengst
fyrir málþingi um siðferði stjóm-
mála. Fjallað verður um mikii-
vægustu dyggðir stjórnmála-
mannsins? Hvaða siðfræðilegu
kröfúr eru gerðar og á að gera til
stjómmálamanna? Er ástæða til
að stjórnmálamenn skrái siða-
reglur sinar? Málþingið er haldið
í Odda, stofu 101, og hefst kl. 13 í
dag. Það er öllum opiö.
Fundir
Fyrirlestur
Sótstöðuhópsins
Sólstöðuhópurinn gengst fyrir
fyrirlestri í Norræna húsinu í dag
kL 13. Fyrirlesturinn ber yfir-
skriftina Hringdans fjölskyld-
unnar, viö hvern dönsum við?
Fyrirlesari er Sigurður Ragnars-
son sálfræðingur. Eftir fyrirlest-
urhm verða pallborðsumræður.
^—«.
Gengið
Almenn gengisskráning LÍ nr. 18.
20. janúar 1995 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 67.200 67,400 69,250
Pund' 106,590 106,910 107,010
Kan. dollar 47.160 47,340 49,380
Dönsk kr. 11,2480 11,2930 11,1920
Norsk kr. 10,1420 10,1820 10,0560
Sænsk kr. 9,0410 9,0770 9,2220
Fi. mark 14,3500 14,4070 14,4600
Fra. franki 12,8200 12,8710 12,7150
Beíg.franki 2,1531 2,1617 2,1364»
Sviss. franki 52.8000 53,0100 51,9400
Holl. gyllini 39,5800 39,7400 39,2300
Þýskt mark 44,4100 44,5500 43.9100
it. líra 0,04200 0,04222 0,04210
Aust. sch. 6,3060 6,3370 6,2440
Port. escudo 0,4296 0,4318 0,4276
Spá. peseti 0,5094 0,5120 0,5191
Jap. yen 0,67810 0.68010 0,68970
irskt pund 105,460 105.990 105,710
SDR 98,94000 99,43000 100,32000
ECU 83,9000 84,2300
Simsvari vegna gengisskráningar 623270.