Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1-995 11 DV Fréttir Bæjarstjóri Vesturbyggðar gagnrýnir áskorun Bílddælinga um riftun sameiningarinnar Astandið á ábyrgð fyrri sveitarstjórnarmanna - og atvinnurekenda á staðnum - greinargerðin ekki borin undir þá sem undirrituðu „Þetta á sér skýringu í því að starfsmaður Vesturbyggðar sem sagt var upp störfum fór fyrir þessari undirskriftasöfnun. Það eru nokkuð margir sem skrifuðu undir þetta, en ég vil benda á að greinargerðin sem fylgir þessu var ekki borin undir fólkið. Þarna er verið að svíkjast aft- an að fólki með því að hreyta ein- hverjum skít, bæði í mig og starfs- fólk Vesturbyggðar," segir Gísli Ól- afsson, bæjarstjóri og forseti bæjar- stjórnar Vesturbyggðar. í greinargerðinni er gagnrýnt að staða bæjarstjóra hafi ekki verið auglýst og hæfur maður ekki verið ráöinn. „Ég bendi á að ég er með býsna langa reynslu sem sveitarstjórnar- maður og ég er ekki alveg laus við að hafa einhverja menntun. Ég veit ekki hvers slags hroki það er sem kemur þarna fram í þessari greinar- gerð. Þeir dæma sig sjálfir sem láta svona lagað fara frá sér. Það er fjöldi dæma um að kjörnir sveitarstjórnar- menn hafi farið í það að verða sveit- arstjórar eða bæjarstjórar. Þetta er sá háttur sem er viðhafður hérlend- is. Þessu er einnig háttað svona í þinginu, þar sem þingmenn verða ráðherrar," segir Gísh. „Hið mesta bull og rugl“ Um þá gagnrýni Bílddælinga að ekki sé búið að leggja fram fjárhagsá- ætlun og að sveitarfélagið sé mjög illa sett fjárhagslega segir Gísli: „Þetta er hiö mesta bull og rugl að vera að leggjast í slíkan hernað að halda því fram að íjárhagsáætlun sé ekki til. Það er ekkert einsdæmi hér á íslandi hjá sveitarfélögum að fjár- hagsáætlanir hafi ekki verið sam- þykktar á þessum tíma. Við höfum verið í ákveðnum erfiðleikum af tæknilegum ástæðum þar sem verið er að skipta um tölvukerfi og það er verið að sameina sveitarfélög. Það er ástæðan fyrir því að fjárhagsáætl- un hefur ekki litið dagsins ljós,“ seg- ir Gísli. Hann segir að sú krafa að setja sveitarfélagið á gjörgæslu ef ekki verði sameiningarslit sé fráleit. „Þessi krafa þeirra er gjörsamlega út í hött. Þetta sveitarfélag á í ákveðnum flárhagsörðugleikum, en það er fjöldi sveitarfélaga sem skulda álíka mikið og meira að segja miklu. meira en Vesturbyggð. Ef félags- málaráöuneytið ætlar að taka sér- staklega á málum þessa sveitarfélags þá verður það að taka í sína vörslu nokkur sveitarfélög," segir Gísh. Hann segir erfiðleika Bílddælinga nú vera á ábyrgð fyrrverandi sveit- arstjórnar og þeirra sem stjórnuðu atvinnufyrirtækjum á staðnum. Hef skilning á að fólk vilji sameiningarslit - segir Magnús Björnsson, bæjarfulltrúi 1 Vesturbyggð „Það er búið að fara það hla með okkur hér aö ég hef skhning á því að fólk vhji slíta þessari samein- ingu,“ segir Magnús Björnsson, full- trúi í bæjarstjórn Vesturbyggðar. Magnús, sem á sæti í minnihluta bæjarstjórnarinnar, undiritaði ekki áskorunina um sameiningarslit og segist vilja gæta þess hlutleysis sem hægt sé vegna stöðu sinnar. í áskorun sem Bhddæhngarnir sendu th félagsmálaráðherra og þingmanna Vestfjarða og frá var sagt í DV í gær kemur fram sávilji þeirra að sameiningunni verði slitið. Þá seg- ir að ef það sé ekki hægt fari þeir fram á að félagsmálaráðuneytið sjái um rekstur bæjarfélagsins til næstu sveitarstj órnarkosninga. Um ástæður þessa segja Bhddæl- ingarnir að fyrir liggi að eitt sveitar- félaganna, sem áformað var að sam- einuðust, Tálknafjarðarhreppur, hafi kosið að standa utan við samein- inguna. Þá hafi síðar komið í ljós að fjárhagsstaða Patrekshrepps hafi verið mun verri en nokkurn í Bíldu- dalshreppi hafi órað fyrir. Fólksflótti frá Bíldudal Atvinnuástand á Bíldudal er mjög slæmt og hefur verið fólksflótti það- an. Fasteignir seljast ekki og dæmi eru um að ekki sé hægt að leigja þær heldur. Þetta ástand kemur í kjölfar þess að aðalfyrirtækið á staðnum hefur hvað eftir annað komist í þrot. Ofan á þetta ástand bætist að stjórn- sýslan á staðnum var að mestu færð til Patreksfjarðar. „Það er að veröa ár frá því kosið var og það er ekki sjáanlegt að neitt sé á döfinni hjá hinv} nýja sveitarfé- lagi. Það er ekki einu sinn .þúið að gera fjárhagsáætlun. Fólki óar við framhaldinu hér og þess vegna skrif- ar það undir þessa áskorun," segir Hrafnhildur Þór Jóhannesdóttir á Bíldudal sem er ein þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni. Hrafn- hildur segir að fjöldi þeirra sem nú viija slíta sameiningunni sé meiri en þeirra sem samþykktu sameining- una. Þá hafi kosið alls 145 manns og 35 manns verið á móti henni. -rt „Patreksfirðingar börðust ekki sér- staklega fyrir þessari sameiningu eða reyndu að lokka Bílddælinga inn í þetta sveitarféiag. Þeim er vel kunnugt um að ákveðið hefur veriö að yfirstjórn hafnanna verður stað- sett á Bíldudal. Þá verður þar þjón- ustufulltrúi og með þessu er miklu lengra gengið en gert var ráð fyrir í sameiningarsamningnum sem sveit- arstjórnin á Bhdudal undirritaði. Vandamál Bílddælinga eru fyrst og fremst fólgin í erfiðu atvinnuástandi á Bíldudal. Þetta er vandi frá tíð fyrr- verandi sveitarstjórnar og þeirra sem þá héldu um taumana í atvinnu- lífi staðarins," segir Gísli -rt GJAFAHANDBÓK FERMINGAR- GJAFAHANDBÓK Miðvikudaginn 22. mars mun hin sívinsæla FERMINGARGJAFAHANDBÓK fylgja DV. Hún er hugsuð sem handbók fyrir lesendur sem eru í leit að fermingargjöfum. Þetta finnst mörgum þægi- legt nú, á dögum tímaleysis, og af reynslunni þekkj- um við að handþækur DV hafa verið afar vinsælar. Skilafrestur auglýsinga er til 13. mars en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur eða Ragnar Sigurjónsson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta i síma 563 27 00 svo að unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. ATH.I Bréfasími okkar er 563 27 27. BílðSðlð Gsrðsrs - Nóatúm 2 - sími 6110 10 " ■“ “■ “"Bílar við allra hæfi - Skiptamöguleikar."“ ■“ ■ Bílasalan Braut - Borgartúni 26 - Sími 617511 MMC Lancer GLXi, 1993, ek. Toyota Corolla GL, 1992, ek. 57 þ„ sjálfsk., toppl. Ath. skipti. 49 þ„ 5 gíra. Fallegur bíll. MMC Sapporo, 1988, ek. 91 þ„ sjálfsk., m/öllu. Skipti. Porsche 911, 1977, einn sem Toyota hilux, 1988, ek. 100 þ„ vekur mikla athygli. 36" dekk. Sjón er sögu ríkari. Ford Explorer Eddi Bauer, ek. aðeins 44 þús. km, árg. '91. Galant Dynamit V6 4x4, árg. '93, ek. 26 þús. km. Toyota Carina, árg. '93, mjög fallegur bíll. Toyota double cab dísil '91 Toyota extra cab, mjög fallegur bíll á 33" dekkjum. Nissan Patrol, nýinnfluttur, rosalega flottur. MIKIÐ ÚRVAL AF NOTUÐUM OG NÝJUM BÍLUM. VERIÐ VELKOMIN! FYRSTIR MEÐ LEYFI SAMKV. NÝJUM LÖGUM UM BÍLASALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.