Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Qupperneq 24
32 Sviðsljós Chazz Palmintieri: Loksins a lcið á toppinn Chazz Palmintíeri vakti fyrst verulega athygli í Hollywood þeg- ar hann skrifaði aldeilis frábært handrit að frumraun Roberts De Niros við leikstjórn, Sögu úr Bronx, handrit sem hann skrifaði reyndar eftir eigin einleik. Ekki var tulkun hans á örlagavaldi aðalpersónunnar, bófanum Sonny, síöri. Palmintieri hefur enn á ný sýnt hvað í honum býr með frarami- stöðu sinni í Kúlum yfir Bro- adway, nýjustu mynd Woodys Allens, þar sem hann ieikur orð- elskan Ieigumorðingja. Fyrir þann leik hefur hann verið til- neíhdur til óskarsverölauna sem besti karlleikari í aukahlutverki. Chazz Palmintieri, sem er orð- inn 43 ára gamall, ólst upp í fjöl- skrúðugu hverfi í Bronx, al- ræmdum bæjarhluta New York. En þótt Chazz sé nú eftirsóttur leikari og handritshöfundur var það ekki ailtaf svo. „Ég varö svo örvæntingarfullur eínn daginn að ég settist niður á rúmiö mitt og grét. Ég sagði við sjálfan mig að ég væri hæfileikaríkur. Þeir vissu þaö bara ekki enn. Ég fór út í búö, keypti fimm skrifblokkír og sagði við sjálfan mig að ég skyldi skrifa eitthvað sem virki- lega yrði tekiö eftir. Eftir það varð umbylting á lífi mínu,“ segir Chazz Palmintieri. BOISirmr, ílfllt ^ÚRVM-teVN 99-1750 VerO 39.90 mín. ferðavinningar í hverri viku - þú gætir átt ævintýri ívændum! Muniö aö svörin viö spurningunum er aö finna í ferðabæklingi Úrval Útsýn „Sumarsól". Bæklinginn getur þú fengiö hjá feröaskrifstofunni Úrval Útsýn. Elizabeth Huriey þiggur aðstoð Leonards Lauders, yfirforstjóra fegurðarfyr- irtækisins Estee Lauder, við að komast upp á sviðið í New York þegar verið var að kynna hana sem nýtt aridiit hins fræga fyrirtækis. Símamynd Reuter Paulina Porizkova, flóttamaður og fyrirsæta. Hafnaði James Bond Tékknesk-sænska sýningarstúlk- an Paulina Porizkova, sem hefur get- ið sér gott orð bæði á tískupöllunum og fyrir framan kvikmyndavélarnar í Hollywood, afþakkaði nýlega boö um að leika í mynd um stórnjósnar- ann James Bond. Þess í stað féllst hún á að verða veggspjaldastúlka sænsku verslanakeðjunnar Hennes og Mauritz. Launin eru leyndarmál en til að gefa einhverja hugmynd um þau má geta þess að henni fannst rúmar tíu milljónir íslenskra króna fyrir Bond-myndina vera móðgun við sig. Humm! Paulina fetar í fótspor margra fag- urra stúlkna sem H&M stúlkan, þeirra á meðal Elle McPherson, Cindy Crawford og Naomi Campbell. Svíar telja sig eiga heilmikið í Paul- inu. Foreldrar hennar flúðu ólguna heima í Tékkóslóvakíu árið 1968 og fóru til Svíþjóðar. Þeir þorðu hins vegar ekki að taka stelpuna með og varð hún eftir hjá afa og ömmu. Gyðjan Hurley gerir samning: Nýtt andlit Estee Lauder Breska leikkonan EUzabeth Hur- ley, sem bresku blöðin kalla ekki annað en gyðjuna Hurley, hefur ver- ið vahn nýtt andlit Estee Lauder fegrunarsmyrsla- og ilmefnafyrir- tækisins út á við og mun sem slík koma fram í auglýsingum þess um heim allan. Elizabeth er 29 ára gömul og býr með hjartaknúsaranum, sjarmörin- um og leikaranum Hugh Grant úr Fjórum brúðkaupum og jarðarfór. Þau eiga heimili á Englandi. Forráðamenn fyrirtækisins voru búnir að leita logandi ljósi að nýju andliti í tvö ár og höfðu spáð og spek- úlerað í fimmtán öðrum konum áður en Elizabeth varð fyrir valinu. Fyrst í stað mun leikkonan fagra auglýsa nýtt ilmvatn sem á að setja á markað vestanhafs í september í haust og annars staðar í heiminum í febrúar 1996. Elizabeth hefur leikið í ýmsum sjón- varpsmyndum og þáttaröðum, þar á meðal þáttunum um lögmanninn Rumpole í Baiiey og um Morse lögre- gluforingja sem íslenskir sjónvarpsá- horfendur kannast mætavel við. Askrifendur fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum DV Hringdu núna - síminn er 563-2700 Opið: Virka daga kl. 9 - 22, laugardaga kl. 9 - 14, sunnudaga kl. 16 - 22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað OV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum Debbie harðánægð Debbie Reynolds er hæstánægð með soninn Todd Fisher sem byggði heilt kvikmyndasafn fyrir mömmu gömlu. „Hann er eins og pabbi sem gat gert hvað sem var,“ segir Debbie en þakkar þó guði fyrir að strákurinn skuli ekki geta sungið. Safn Debbie er mikið tækniundur og verður það formlega opnað gestum þann 1. apríl næstkomandi. FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995 Trudeau í Hollywood Pierre Elliott Trudeau, fyrrum forsætisráðherra Kanada, var í eina tíð þekktur áhangandi hins ljúfa hfs. Hann brá sér tíi Hoily- wood í vikunni í fyrsta skipti í tíu ár og sagðist harma mjög að Bar- bra Streisand skyldi ekki vera í bænum. Þau voru kærustupar fyrir ekki margt iöngu. doktorsgráðu Talandi um Streisand... Hún mun á næstunni taka við heið- ursdoktorsnafnbót við hinn virta Brandeis-háskóla. Heiðurinn hlýtur hún fyrir afskipti sín af mannréttindamálum og framiag sitt tii listalífsins í Bandaríkjun- um. Eins og allir vita er hún ákaf- ur stuöningsmaður Clintons for- seta. Ron leiðinlegi Ronald Reagan, fyrrum forseti Bandaríkjanna, var heimskur leiðindapúki og Nancy konan hans var vitlaus geha með digra ökkla. Það var ekki neinn and- stæðingur hjónanna sem sagði þetta heldur sjálfur Frank Sin- atra. Shirley MacLaine segir frá þessu i nýrri minningabók sinni sem kemur út í apríl. Slaufar pelsum Þýska ofurfyrirsætan og sýn- ingarstúlkan Claudia Schiífer, kærasta töframannsins Davids Copperfieids sem fer í gegnum Kínamúrinn, hefm* undirritað yfirlýsingu um að hún muni aldr- ei framar ganga í loðfeldum. Dýravinir voru að vonum ánægð- ir og skáluðu í kampavíni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.