Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON ■Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Gamlir og þreyttir Enga leiðsögn er að hafa af hálfu stjómmálaflokk- anna, sem bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins og munu skipa öll eða nærri öll þingsæti næsta kjörtíma- bils. Allir em flokkamir orðnir gamlir og þreyttir, einn- ig sá, sem stofnaður var gamall og þreyttur í vetur. Alhr em þetta íhaldsflokkar með sniði Framsóknar- flokksins. Þeir munu ekki stuðla að góðu lífi íslendinga eftir aldamót. Þeir eru meira eða minna uppteknir af fortíðinni og varðveizlu hennar. Þeir geta ekki svarað því, á hverju við eigum að lifa fram eftir næstu öld. Ef eitthvað er nefnt, sem máli skiptir, segir samhljóða stjómmálakórinn, að það sé ekki til umræðu. Bannhelgi er á skoðunum um samband íslands við Evrópu. Hvergi má nefna, að afnema beri gæludýrakeríi gömlu atvinnu- veganna til að rýma til fyrir lifibrauði 21. aldar. Sumir telja Alþýðuílokkinn vera undantekningu frá reglunni. En það er um leið hefð þess flokks að selja öll framfaramál sín fyrir stóla og aðgang að spillingu. Þess vegna er ráðlegt að taka lítið mark á stefnu flokksins í neinu máh, sem greinir hann í orði frá öðrum flokkum. íhaldskór sex framsóknarflokka er afleiðing lítils áhts ráðamanna flokkanna á kjósendum í landinu. Almennt er tahð og stutt skoðanakönnunum, að þjóðin hafi htinn áhuga á breytingum, sem raskað geti ró hennar og knú- ið hana til að mæta nýjum og ótryggum aðstæðum. Þetta er rétt mat ráðamanna flokkanna. Þjóðin vih ekki láta raska sér. Hún er gömul og þreytt eins og stjóm- málaflokkamir. Hún vih búa að sínu og hafa landið allt að byggðasafni. Meirihluti hennar skelfist þá thhugsun, að eitthvað verði á morgun öðruvísi en það var 1 gær. Samkvæmt þessu mætti ætla, að íslendingar væru í stórum dráttum í góðum málum. Svo er hins vegar alls ekki. Við höfum th dæmis ekki lengur efni á að reka menntakerfi, sem horfir th framtíðar, af því að við emm að lokast inni í dýrkeyptum atvinnuháttum fyrri áratuga. Varðveizlu- og velferðarstefna ríður húsum hér á landi. Ýmist hafa menn í huga velferð fólks á hðandi stundu eða velferð atvinnulífsins á líðandi stundu. Hér á landi er velferð atvinnulífsins dýrari hluti þessa kerfis og gerir þjóðinni ókleift að greiða sér bærheg laun. Þjóðmálin snúast um skiptingu á köku, sem er aht of hth, einmitt vegna þess að þjóðarsátt er um að skera ekki upp atvinnulífið. Þess vegna erum við ekki virkir þátttakendur í Evrópu og þess vegna borgum við um 20 mihjarða króna á ári í herkostnað af landbúnaði. Ýmsar sagnfræðhegar ástæður valda því, að þjóðin raðar sér í sex stjómmálaflokka, sem alhr em eins í ríkis- stjóm, þótt áherzlumunur sé í stefnuskrám. Sumir telja sig th vinstri eða hægri, th félagshyggju eða frjálshyggju, en útkoman er eins, íhaldsflokkur að hætti Framsóknar. Þetta hefur ekki breytzt við fjölgun flokka. Nýjasti flokkurinn fehur alveg inn í gamla mynztrið. Hann hefur fengið fólk og fortíð úr hinum flokkunum og mun halda sér á sömu slóðum og þeir. Enda hefur óákveðnum kjós- endum ekki fækkað við komu þessa nýgamla flokks. Kosningabaráttan hefur farið hægt af stað. Þótt aðeins hálf hórða vika sé th kosninga, er hthl stjómmálasvipur á samfélaginu. Frambjóðendur hafa um fátt að tala, af því að þeir hafa fátt th málanna að leggja annað en marg- tuggnar khsjur úr fyrri kosningum og frá fyrri áratugum. Að þessu sinni hefur aukizt val hinna mörgu kjós- enda, sem vhja varðveita fortíðina, en hinir í minnihlut- anum, sem vhja röskun, hafa enn ekki um neitt að velja. Jónas Kristjánsson Þá hefur þessi skelfilega ríkisstjórn séð til þess að það er hreint ekki útlátalaust að leita læknis. Tilvísanakerf i eða ekki? Sú tíð er liðin þegar hver einasta fjölskylda hafði gamla góða heimil- islækninn sem fylgdist grannt með heilsufari hennar, kom jafnvel óbeðinn í heimsókn ef lasleiki var á heimilinu. Væri eitthvað það að sem hann taldi rétt að leita til sér- fræðings með gaf hann sjúklingn- um tilvísun. Allt var þetta prýðilegt og kostaði sjaldnast nokkuð. Auð- vitað var skortur á sérfræðingum en sem betur fer gat alþýða manna farið að mennta börnin sín svo að sérfræðingum og sérmenntuðum heimilislæknum fjölgaði og um skeið nutum við eins besta heil- brigðiskerfis í heimi. Fjölgun landsmanna og ýmsar kerfisbreytingar hafa valdið því að heimilislæknirinn er nú fjær sjúkl- ingum sínum en áður. Ekki er allt- af sama lækninn að finna í heilsu- gæslustöðvunum og lítil von er til að hann komi í útkall hvenær sem eitthvað bjátar á. Og margir hafa alls engan heimilislækni. Þá hefur þessi skelfilega ríkis- stjórn séð til þess að það er hreint ekki útlátalaust að leita læknis. Svo er nú komið að fólk veigrar sér við því vegna þess að það kostar pen- inga. Og það kostar ennþá meiri peninga að fara til tveggja. lækna. Ég er þess vegna þeirrar skoðunar að tilvísanakerfið sé úrelt við þær aðstæöur sem nú hafa skapast. Þá hlýtur komum til heilsugæslu- stööva að fjölga mjög ef það fólk sem farið hefur beint til sérfræð- inga leitar nú þangaö og ég fæ ekki séð hvernig stöðvarnar ráða við það nema með auknum útgjöldum. Himinhrópandi mistök Það er ekki annað að heyra á heilbrigðisráðherrum Alþýðu- flokksins en að læknar séu hinir verstu skúrkar sem hafi það markmiö eitt að hafa fé út úr Tryggingastofnun ríkisins, nema ef vera kynni að tannlæknar væru ennþá verri. Ég vann í þeirri stofn- un í áratug og varð ekki vör viö þetta athæfi nema í undantekning- KjáUarinn Guðrún Helgadóttir alþingismaður skipar 4. sæti á lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík artilvikum og þau mál enduðu fyr- ir dómstólum. Allt byggist þetta auðvitað á vanþekkingu manna sem fyrirvaralaust taka að sér ráöuneyti málaflokka sem þeir hafa enga þekkingu á og telja sig engan þurfa að spyrja. Arangurinn er himinhrópandi mistök sem kostað hafa þjóðina mikið fjármagn. Til dæmis má benda á reynslu síðasta árs. Eftir allt bröltið með sjúkrahúsin í Reykjavík fór heilbrigðiskerfið rúman milljarð fram úr fjárlögum ársins 1994 og heilbrigðisþjónusta hefur stórversnað eins og lokun deilda og hreppaflutningur gamals fólks er talandi dæmi um. Er eitt- hvert vit í að loka Hafnarbúðum og flytja vistmenn á ýmsar stofnan- ir? Það er talað um Grensásdeild Borgarsjúkrahússins. Hlýtur það ekki að bitna á endurhæfingar- starfinu þar? Halda menn að þessi vitleysa spari eitthvað? Þetta er einfaldlega skemmdarstarfsemi sem sparar ekkert, allra síst líf og heilsu fólks. Misvitrir ráðherrar Á sama hátt held ég að tilvísana- kerfi sé nú misráðin aðgerö. Ekki af því aö það sé vont kerfi í sjálfu sér, en eins og nú er komið eykur það einungis kostnað sjúklinganna og ríkissjóðs. Og á tölvuöld er auð- velt að miðla upplýsingum milli heimilislæknis og sérfræðinga svo að þaö ætti ekki að valda vandræð- um. Ég hef heyrt vitnað í Bretland sem land tilvísanakerfisins. Þar er vanþekking enn á ferðinni. Stór hluti þeirrar stéttskiptu þjóðar not- ar sértryggingar svo að þar er kerf- ið gjörólíkt. Aöur en verra hlýst af verður þessi ríkisstjórn að fara frá. Sparn- aður í heilbrigðiskerfinu getur ver- ið til góðs og bætt heilbrigðisþjón- ustuna ef hann er unninn í sam- ráði við heilbrigðisstéttirnar sjálf- ar. Tilskipanir misviturra ráð- herra geta lagt hana í rúst ef ekki verður spornað við fæti. Það geta menn gert í komandi kosningum með því að veita G-listanum braut- argengi. Við áttum talsverðan hlut í því ágæta heilbrigðiskerfi sem nú er verið að eyðileggja. Guðrún Helgadóttir ,,Það er ekki annað að heyra á heilbrigð- isráðherrum Alþýðuflokksins en að læknar séu hinir verstu skúrkar sem hafi það markmið eitt að hafa fé út úr Tryggingastofnun ríkisins, nema ef vera kynni að tannlæknar væru ennþá verri. Skoðanir annarra Systrasamstaða „í Framtíðarsýn Kvennalistans fyrir komandi kosningar er bæði lögð áhersla á sameiginlega reynslu kvenna og á margbreytileika kvenna. Einnig að virða verði rétt kvenna til að velja sér þann lífsfar- veg sem þær kjósa. Kvennalistinn hvetur konur til að vinna sameiginlega að bættri stöðu allra kvenna með áherslu á systrasamstöðu og ábyrgð en um leið er lögð áhersla á að aðstæður kvenna eru breytileg- ar, t.d. eftir búsetu, menntun, kynhneigð, aldri eða hjúskaparstööu." Guðný Guðbjörnsd., dósent við HÍ, í Mbl. 11. mars. Plagg númer eitt „Undanfarið hefur mikið verið rætt um að gera stórfelldar og tímabærar úrbætur í gatnamálum Reykjavíkur. Sáu flestir að löngu var orðiö nauðsyn- legt að skila Reykvíkingum til baka einhverju af þeim fjármunum sem teknir hafa verið af þeiin í gegnum bensíngjaldið. Það er vissulega gaman fyrir samgönguráðherra að opna jarögöng eða gefa ferjur en tíð dauðaslys höfðu að endingu opnað augu manna fyrir ástandinu í höfuðborginni. Eða svo héldu Reykvíkingar. Þar til kom að afgreiðslu lands- byggðarplaggs númer eitt - vegaáætlunar. Þá eins og vanalega kom í ljós að Reykvíkingar eiga engan þingmann.“ Leiðari Mánudagspóstsins 13. mars. Tímakaup kvenna „Greitt tímakaup kvenna sem hlutfall af tímakaupi karla frá 1980-1993 hefur lækkað úr 88,1% í 83,1%. Samanburðurinn verður konum enn óhagstæðari, þegar niðurstaðan hjá ríki og borg er skoðuð. í mars 1994 voru laun kvenna hjá ríki og borg 63% af heild- arlaunum karla en 75% af dagvinnulaunum þeirra. Þetta er ekki bara óviðunandi fyrir konur.“ Leiðari Mbl. 12. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.