Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1995
15
Útvarp og sjón-
varp til sjómanna
Alþingi samþykkti nýlega tillögu
sem ég flutti ásamt fimm öðrum
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins
um að fela menntamálaráðherra
að láta gera könnun á þeim kostum
sem í boði eru tfl að bæta útsending-
ar sjónvarps og útvarps til fiskimið-
anna kringum landið með hliðsjón
af þeirri tækniþróun sem orðið hef-
ur á sviði ljósvakamiðlunar.
Óviðunandi aðstæður
Aðstæður til að ná útsendingum
sjónvarps og útvarps á fiskimiðun-
um er óviðunandi og víða eru sjó-
menn sambandslausir við um-
heiminn dögum saman, ekki bara
á fjarlægum slóðum, heldur einnig
á sumum þeim miöum sem næst
liggja landinu. Þetta má glöggt sjá
á uppdrætti sem fylgdi tillögu okk-
ar. Uppdrátturinn er gerður sam-
kvæmt lýsingu Kristjáns Kristjáns-
sonar, stýrimanns á loðnuskipinu
Kjallaiinn
Guðjón Guðmundsson
alþingismaður,
skipar 2. sæti á lista Sjálfstæð-
isflokksins á Vesturlandi
„Sanngjarnt er að þessi fjölmenni hópur sjómanna geti fylgst með út-
sendingum sjónvarps og hljóðvarps sé þess nokkur kostur."
„Víða eru sjómenn sambandslausir við
umheiminn dögum saman, ekki bara á
Qarlægum slóðum heldur einnig á
sumum þeim miðum sem næst liggja
landinu.“
Víkingi, en hann hefur fylgst mjög
grannt með móttökuskilyrðum um
langt árabil.
Margt breyst
í skýrslu sem menntamálaráðu-
neytið gaf út 29. nóvember 1974 er
sýndur viðauki við þáverandi
dreifikerfi sjónvarps og til hvaða
svæða sjónvarpsmerkið næði. Síð-
an hefur dreifikerfið verið stækkað
en ekki beinst að fiskimiðunum,
nema sumum þeim sem næst liggja
ströndum landsins.
Á síðustu 20 árum hefur margt
breyst varðandi möguleika á út-
sendingum sjónvarps og hljóð-
varps. Tækniþróun á þessu sviði
hefur verið mjör ör, gervihnatta-
tækni og annarri útsendingar-
tækni hefur fleygt fram. Þess vegna
leggjum við, flutningsmenn þessar-
ar tillögu til að gerð verði könnun
á þeim kostum sem í boði eru til
að bæta útsendingar sjónvarps og
útvarps til fiskimiðanna með hhð-
sjón af þeirri tækniþróun sem orðið
hefur á sviði ljósvakamiðlunar.
Langbylgjusendingar
frá Gufuskálum
Um síðustu áramót lauk starf-
semi loranstöðvarinnar á Gufu-
skálum. Var Ríkisútvarpinu boðið
mastrið til afnota en tækjabúnaður
sem þarf til langbylgjusendinga
þaðan kostar u.þ.b. 360 milljónir.
Nýlega ákváðu ríkissfjórnin og
Ríkisútvarpið að skipta þessum
kostnaði á milli sín og kaupa þenn-
an búnað.
Mikill fengur verður að sending-
um úr þessu háa mastri sem kemur
í staö Vatnsendamastursins sem
féll fyrir nokkrum árum.
Sanngirnismál
Stór hópur sjómanna er lang-
dvölum úti á sjó; farmenn, togara-
sjómenn, þeir sem stunda loðnu-
og rækjuveiöar, skipveijar á línu-
skipum og fleiri. Fjölgun hefur ver-
ið mikil í hópnum á allra síðustu
árum með breyttu sóknarmynstri
flotans, mikifii fjölgun fullvinnslu-
skipa og veiða utan fiskveiðilögsög-
unnar.
Sanngjarnt er að þessi fjölmenni
hópur sjómanna geti fylgst með
útsendingum sjónvarps og hljóð-
varps sé þess nokkur kostur. Þessir
menn eru oft sambandslausir við
umheiminn dögum saman; heyra
ekki í útvarpi, sjá ekki sjónvarp,
farsiminn virkar ekki á stórum
hafsvæðum og eina sambandið við
land er í gegnum talstöð.
Von mín er sú að menntamála-
ráðherra láti sem fyrst gera þá
könnun sem Alþingi fól honum
með samþykki tíllögu okkar. Þá
kemur í ljós hvaða möguleikar eru
til útsendinga sjónvarps og útvarps
tíl fiskimiðanna og hvaða kostnað
þeir hafa í for með sér. Þegar þær
upplýsingar hggja fyrir er það Al-
þingis að taka ákvarðanir um
framkvæmdir.
Guðjón Guðmundsson
Afturhvarf til f orneskju
I upphafi árs 1994 sendi Félag
íslenskra stórkaupmanna kæru í
þremur hðum til ESA, Eftírlits-
stofnunar EFTA, vegna álagningar
vörugjalda hér á landi. í fyrsta lagi
telur félagiö vörugjöldin í raun
dulbúna tolla, sem brjóti í bága við
EES-samninginn, og kom álagning
þeirra mörgum mjög á óvart. Einn-
ig gerir félagið athugasemdir við
þá mismunun sem fram kemur í
gjaldfrestí vörugjalda, þar sem
heildsölum er gert að greiða gjaldið
strax í tolli, en framleiðendur þurfa
ekki að gera skil fyrr en að ákveðn-
um fresti hðnum eftir að varan er
seld. Þriðja athugasemdin varðar
25% hehdsöluálagið sem myndar
stofninn tíl álagningar.
Fregnir hafa borist af viðbrögð-
um ESA við kæru þessari og mun
bréf vegna hennar þegar hafa bor-
ist íslenskum stjórnvöldum. Næsta
stig er hins vegar formleg kvörtun,
hhðstæð þeirri sem nú hefur borist
vegna áfengiseinkasölunnar, og má
vænta slíkrar kvörtunar einhvem
næstu daga. ESA mun hafa tekið
undir athugasemdir FÍ S við tvo síð-
ari hði kærunnar, þ.e. gjaldfrest-
inn, sem sé bein mismunun á milli
atvinnugreina og því brot á EES-
samningnum, og svo gjaldstofninn,
sem standist ekki þar sem heild-
söluálagning sé mismikil eftír
vöruflokkum, og stofninn því ekki
raunverulegur.
KjaUariiin
Stefán S. Guðjónsson
framkvæmdastjóri Félags
íslenskra stórkaupmanna
Hreinn óskapnaður
Ljóst er að fyrr eða síöar verða
vörugjöld aflögð með öhu. í kjölfar
athugasemda ESA, munu hins veg-
ar hafa vaknað ýmsar hugmyndir
um hvaða leiðir séu færar þar tíl
að því kemur. í fjármálaráðuneyt-
inu hafa embættismenn smíðað eitt
eða fleiri frumvörp um breytingar
á vörugjöldum. Þær lausnir sem
þar koma fram gefa fuht tilefni til
þess að hafa verulegar áhyggjur.
I stuttu máli ganga hugmyndim-
ar út á einhvers konar bráða-
brigðaálagningu í tolh, en að hin
raunverulega álagning fari fram á
heildsölustígi. Um yrði að ræða
svipað kerfi og í virðisaukaskattin-
um, þ.e. innskattur/útskattur, með
tilheyrandi skýrslu- og pappírs-
flóði. Þeir sem þekkja til í vöru-
gjaldáfrumskóginum, þar sem m.a.
eru 7 mismunandi gjaldflokkar, sjá
í hendi sér að þessar hugmyndir
eru hreinn óskapnaður. Útkoman
yrði gífurleg vinna með tilheyrandi
kostnaðarauka. Þar fyrir utan væri
veriö að búa til kerfl, sem býður
upp á misnotkun óprúttinna aðha
sem reglulega skjóta upp kollinum
í íslensku viðskiptalífi og veikja
stoðir heilbrigðrar samkeppni. Is-
lenskir vöruinnflytjendur geta
aldrei sætt sig við shkar hugmynd-
ir enda eru þær á allan máta óað-
gengilegar.
Vinsæl fjáröflunarleið
Skattar á borð við vömgjöld eru
vinsæl fjáröflunarleiö þar sem
sýnheiki þeirra er htih sem enginn
gagnvart almenningi, öfugt við t.d.
virðisaukaskatt. Þó er um að ræða
veltuskatta á vömr sem valda um-
talsverðri hækkun verðlags. Upp-
lýsingar starfsmanna ríkisskatt-
stjóra um að vörugjöldin séu sá
skattur, sem skih sér hvað verst,
hljóta hins vegar að koma nokkuð
á óvart þar sem stór hlutí þeirra er
í dag innheimtur í tolh.
Vömgjöld era tímaskekkja, arfur
fomeskjunnar, sem ekkert erindi á
í dag þegar öh stefnumótun miðar
að því að einfalda gjaldtöku, auðvelda
samskipti og draga úr viðskipta-
hindrunum. Tímabært er að íslenska
ríkið aölagi sína gjaldtöku breyttum
kröfum og theinki sér vinnubrögð
sem auka hagræði og samkeppnis-
hæfhi í íslensku viðskiptaumhverfi.
Stefán S. Guðjónsson
„Vörugjöld eru tímaskekkja, arfur fom-
eskjtmnar, sem ekkert erindi á í dag
þegar öll stefnumótun miðar að því að
einfalda galdtöku, auðvelda samskipti
og draga úr viðskiptahindrunum. “
Meðog
Takmaricanír á auglýsing-
umstjómmálafiokkai
kosningabaráttunni
Hægt ef viljinn
„Eg er
þeirrar skoð-
unar að það
sé ástæða tíl
þess að
stjómmála-
flokkarnir
leggi á sig
bönd i þess-
um efnum. ;_____________
Stjórnmála- fmmk»æmdastt<Sri
flokkarnir ; AiÞyaubandaiaas.
era styrktír af almannafé og
þurfa að ráðstafa þeim peningum
skynsamlega. Kostnaður við aug-
lýsingar fer vaxandi kosningar
eför kosningar og það er náttúr-
lega með auglýsingar eins og aöra
sjálfvirka útgjaldaaukningu að
menn verða að hemja sig í þeim
efnum.
íslensk stjórnmálabarátta er
mikið í fjölmiðlum og sjónvarp,
útvarp og dagblöð kynna afstöðu
stjómmálaflokkanna talsvert vel.
Þetta er miMð efni sem lagt er á
almenning og því tilefni tíl að
taka þetta rólega og ofgera fólki
ekki gjörsamlega.
Það getur verið erfitt að búa th
reglur um að takmarka auglýs-
ingar sem mismuna ekki miðlum.
Aö mínu matí kemur th greina
samkomulag um að byrja ekki að
auglýsa of snemma, vera ekki
með auglýsingar íram á kjördag
og sleppa leiknum auglýsingum.
Það er einnig hægt að takmarka
auglýsingar við magn, til dæmis
síðufjölda í blöðum. Aht er hægt
ef vhji er fyrir hendi.“
Seint að semja
„Ég er ekki
á móti sam-
komulagi um
takmarkanir
á auglýsing-
um. Ég tel að
það megi
skoöa það að
halda viöræð-
lýsingatak- araion, frarr*y»mda-
markanir
áfram þó að það sé svolítið seint
því að kosningabaráttan er hafin.
Mér sýnist hinir flokkarnir þegar
vera komnir meö 10 síöur í aug-
lýsingar og það áöur en aðalkosn-
ingabaráttan er hafin þannig að
ég veit ekki hvernig þeir ætla aö
reyna aö takmarka sig. Ég er al-
veg th í að semja um auglýsingar
ef hinir flokkamir koma th móts
við okkur.
Menn hafa ólíkar skoðanir á því
hvemig þeir vhja reka kosninga-
baráttuna og hvaða miðla þeir
vhja nota. Við viljum ekki útíloka
leiknar auglýsingar í sjónvarpi
og eram þeirrar skoðunar að ekki
eigi að taka einn fiölmiðh út og
einangra hann eða banna. Fram-
kvæmdastjórar flokkanna voru
að tala um aö takmarka auglýs-
ingar við 15-20 siöur í dagblöðum.
Við teljum óskynsamlegt að gefa
þannig upp við hina flokkana
hvað við ætlum að auglýsa marg-
ar síður. Aðalatriðið er aö við
treystum okkur th að takmarka
okkur sjálfir og teljum skynsam-
legt að ákveöa sjálfir og óháð öðr-
um hvaö viö auglýsum og hvaða
aöferöir viö notvun. Við auglýsum
ekki meira en aörir. Við notum
hefðbundnar kosningaaöferöir
en luraum náttúrlega á leyni-
vopnum eins og aðrir.“