Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Qupperneq 2
2
. LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
Fréttir
Frjáls flölmiðlun hf. semur við Skýrr:
DV fæst í áskrift á
Interneti frá 1. maí
- hluti af Upplýsingaheimum Skýrr
Samningar voru undirritaðir í gær
annars vegar milli Skýrsluvéla ríkis-
ins og Reykjavíkurborgar, Skýrr, og
Frjálsrar fjölmiðlunar hf. hins vegar
um uppsetningu DV á alþjóða tölvu-
upplýsingakerfinu Interneti. Frá og
með næstu mánaðamótum verður
hægt að fá DV í áskrift á Interneti í
gegnum Upplýsingaheima Skýrr sem
er ný þjónusta innan fyrirtækisins.
Upplýsingaheimar munu vista valið
efni úr DV og dreifa því um Intemet-
ið.
Að sögn Jónasar Kristjánssonar,
ritstjóra DV, sem undirritaði samn-
inginn fyrir hönd Fijálsrar fjölmiðl-
unar, gefst notendum Intemets kost-
ur á að lesa valið efni blaðsins sam-
dægurs auk þess sem DV fæst í
áskrift á Internetinu. Einnig veitist
aðgangur að fjölbreyttu gagnasafni
DV. í gagnasafninu verður m.a. hægt
að fá upp á tölvuskjáinn áður birtar
fréttir og ættfræðigreinar úr DV.
„Þarna verður bæði hægt að glugga
í fortíðina í gegnum Internetið sem
og blað dagsins," sagði Jónas.
„Þetta er stór áfangi fyrir Skýrr og
DV og mikilvægt skref í áttina að
upplýsingasamfélaginu. Með samn-
ingnum geta menn nálgast upplýs-
ingar með þeim nýju miðlum sem em
í því samfélagi. Viö emm líka mjög
ánægðir með að hafa náð samningi
við Frjálsa fjölmiðlun sem er stórt
og öflugt fyrirtæki á þessu sviði,“
sagði Jón Þór Þórhallsson, forstjóri
Skýrr, í samtali við DV.
Eins og áður sagði verður DV hluti
af Upplýsingaheimum Skýrr. Að
auki er stefnt að því að hægt veröi
að fá áskrift að ýmsum öðmm upp-
lýsingum, s.s. þjóðskrá, fyrirtækja-
skrá, ökutækjaskrá, skipaskrá, laga-
safni, þinglýsingum og Evrópusam-
bandsþýðingum. Yrði þá um að ræða
stærsta upplýsingabanka sem völ er
á hérlendis. Að sögn Jóns hefur und-
irbúningur Upplýsingaheima Skýrr
farið fram í samstarfi við nokkra
aðila.
Um 70 vagnsljórar
mótmæla uppsögn
„Ég get ekki htið öðmvísi á þetta
en sem uppsögn. Sem leigubílstjóri
uppfylli ég þær skyldur sem leigu-
bíllinn setur mér eða 30 stundir á
viku. Það telst ekki nema 70 prósenta
starf á almennum markaði. Akstur
leigubíla er talið aðalstarf en þaö er
ekki bannað að vinna með honum.
Þess vegna ætla ég að láta reikna út
hugsanlegar skaðabætur og kröfur
sem forstjóranum verður sent ef hún
harðneitar að ráða mig aftur,“ segir
Gunnlaugur Óskarsson, leigubíl-
stjóri og fyrrverandi varðstjóri hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur, SVR.
Um 70 af 130 vagnstjórum hjá SVR
hafa skrifað undir undirskriftalista
til að mótmæla uppsögn Gunnlaugs
úr starfi vagnsfjóra og vaktstjóra hjá
SVR. Gunnlaugur átti að taka til
starfa hjá SVR 1. apríl eftir launa-
laust leyfi í fjóra mánuði. Á þessu
tímabili hafði hann fengið leyfi til
leigubílaaksturs og var gert að velja
milli hans og aksturs fyrir SVR.
„Það er ekki stefna fyrirtækisins
að menn séu samtímis í fullu starfi
hjá SVR og öðru aðalstarfi. Það væri
ekki skemmtileg afstaða Reykjavík-
urborgar þegar fjöldi manna fær
enga vinnu aö þá geti aörir setiö að
tveimur störfum. Þetta er tilhögun
sem hefur gilt hér árum saman og
stendur ekki til að breyta henni
núna. Þetta var honum vel kunnugt
um þegar hann fékk launalaust leyfi
í fjóra mánuði til að gera upp hug
sinn,“ segir Lilja Ólafsdóttir, forstjóri
SVR. -GHS
Frá undirritun samnings Skýrr og Frjálsrar fjölmiðlunar. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrr, og Jónas Kristjáns-
son, ritstjóri DV, munda pennana. Jenný Daviðsdóttir, tölvustjóri DV, fylgist með. DV-mynd GVA
Stuttarfréttir
Tlllit tekið tíl íslands
Tillaga íslands um að sérstakt
tillit skuli tekið til rikja sem eru
mjög háð sjávarútvegi hefur ver-
iö tekin í d'rög aö lokatexta út-
hafsveiöiráöstefnu SÞ f New
York. RÚV greindi frá þessu.
Skilriki nauðsynleg
Kjósendum ber að sýna per-
sónuskilríki á kjörstað ef eftir því
er óskað.
ÍS-húsiðtilÁrmannsfells
Ármannsfell átti lægste tilboð í
byggingu höfuðstöðva íslenskra
sjávarafurða í Sigtúni í útboði sl.
miðvikudag. Verklok eru áætluð
í september nk.
Verktakahjá Nató
Utanrfkisráðuneytið hefur ósk-
að eftir vfijayfirlýsingum frá
verktökum sem hafa áhuga á að
bjóða í nýtt verk á vegum Mann-
virkjasjóðs NATO hér á landi.
Sumaráætíun SAS
Sumaráætlun SAS á milli
Kaupmannahafnar og Keflavíkur
tekur gildi 11. aprfi nk. Fiogiö
verður þrisvar í viku fram í sept-
ember.
SamþykkíhJáBaidri
Verkalýðsfélagið Baldur á
ísafiröi samþykkti i gær nýgerð-
an kjarasamning með 117 at-
kvæðum gegn 5.
Sjómenn boða veridfall
Sjóraannafélag Reykjavíkur
hefur boðaö 6 daga verkfall hjá
hásetum á farskipum aö kvöldi
páskadags. RÚV greindi frá.
Margk eiga hlutabréf
Ails 31.525 íslendingar eiga
hlutabréf en einungis 2.600 borga
skatt af þeim. Vísbending greindi
frá. -kaa
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aO
hringja í síma 99-16-00.
39,90 kr. mínútan.
Já jJ
Nei _2j
r S d d
FÓLKSINS
99-16-00
Er ástæða til að kenna í grunnskólum
á laugardögum?
Allir í stafrmna kerfinu meft tónvalisima geta nýtt sér þessa þjánustu.
Fundað með Rússum og
Norðmönnum í New York
„Við munum hitta fulltrúa Norð-
manna og Rússa í dag og þar verður
rætt um veiðar í Barentshafi. Við
erum daglega í sambandi við þessa
menn og það er ágætt samband á
milli okkar,“ segir Helgi Ágústson,
sendiherra og formaöur íslensku
sendinefndarinnar á úthafsveiðiráð-
stefnunni 1 New York, við DV í gær.
íslendingar hafa mörg vandamál
við að glfma varðandi veiðar í úthöf-
unum. Stórsókn erlendra sem inn-
lendra skipa blasir við á Reykjanes-
hrygg. Þá er viðbúið að hart verði
sótt að norsk-íslenska síldarstofnin-
um. Loks er óleyst deilan um Sval-
barðasvæðiö og Smuguna.
„Við vonumst til þess að það komi
meiri hreyfing á málin en veriö hef-
ur,“segirHelgi. -rt
Skoðanakönnun DV:
fylgisins í
Miklar sveiflur hafa verið á
fylgi fiokkanna undanfarna daga
eins og fram kom í skoöanakönn-
un sern DV birti í gær. Þetta á
ekki síst við í Reykjavík og á
Reykjanesi sem eru stærstu kiör-
dæmi landsins.
í nýjustu skoðanakönnun DV
var staöan í þessum kjördæmum
sérstaklega tekin út. Úrtakíð, sem
var 1.200 manns á öllu landinu,
nægir þó ekki til að gera niður-
stöðurnar fyllilega marktækar.
Af þeim sem tóku afstöðu í
Reykjavík reyndust 12,0 prósent
styðja Alþýðuflokkinn, 12,7 pró-
sent Framsóknarflokkinn, 43,1
prósent Sjálfstæðisflokkinn, 17,3
prósent Alþýöubandalagið, 4,9
prósent Kveimalistann, 8,5 pró-
sent Þjóðvaka og 1,4 prósent Nátt-
úrulagaflokkinn.
Á Reykjanesi mældist fylgi Al-
þýðuflokksins 15,9 prósent,
Framsóknarflokksins 21,0 pró-
sent, Sjálfstæðisflokksins 38,6
prósent, Alþýöubandalagsins 11,4
prósent, Kvennalistans 3,4 pró-
sent og Þjóðvaka 8,5 prósent. Aðr-
ir framboðslistar mældust með
samtalsl,2prósentafylgi. -kaa
varekkibirtur
Maður, sem ákærður var fyrir
að hafa ekið bíi á Kringlumýrar-
braut þann 31. janúar og sviptur
ökuréttindum, var sýknaður í
Héraðsdómi Reykjaness í gær á
þeitn forsendum aö héraðsdóm-
ara, sem svipti hann ökuréttind-
um þann 29. desember, láðist að
lesa þá niðurstöðu upp viö dóms-
uppsögu.
Dómarinn i fyrra málinu
dæmdi manninn fyrir ýmis brot
í desember en aðeins hluti máls-
ins sneri að umíerðarlagabrot-
um. Mánuði síðar tók lögreglan
maiminn fyrir að aka réttinda-
laus. Hann neitaöi því enda hefði
dómarinn aldrei birt honum
þann þátt sem sneri að svipting-
unni. Engu að síður var maður-
inn ákærður fyrir að aka rétt-
indalaus.
Til að fá niðurstöðu i málið
þurfti dómarinn i síðara málinu
að boða dómarann úr fytTa mál-
inu fyrir dóm, ákærandann í því
máli, veijanda og sakborning.
Ekkert þessara vitna gat staðfest
að dómarinn hefði lesið upp nið-
urstöðuna um ökuleyfissvipting-
una við dómsuppsögu í desemb-
er. Einnig kom fram að sakbom-
ingurimt fékk heldur ekki endur-
rit af dóminum í hendur. Að þess-
um forsendum gefnum var mað-
urinn sýknaður - lögmæt birting
um ökuleyfissviptinguna á því
efiiraðfarafram.
Rannsókn hafln
Samkepnisstofiiun hefur hafið
rannsókn á verðlagningu, fá-
keppni og viðskíptahindrunum I
framleiðslu eggja og kjúkiinga
héf á landi. Verð á þessum vörum
er margfalt hærra hér á landi en
í nágrannaríkjunum.
Samkvæmt heimildum DV nær
rannsóknin einnig til framleíðslu
og verðmyndunar á fóðurvöru en
hún er einkum í höndum tveggja
aðila. Hjá Samkeppnisstofnun
vildu menn ekki tjá sig um rann-
sóknina í morgun enda værí
henniekkilokiö. -kaa