Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R.^YJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Kanada vísar veginn
Af erlendum fjölmiðlum er ljóst, að Kanada hefur
unnið alþjóðlega áróðursstríðið gegn Spáni og Evrópu-
sambandinu í deilunni um fiskveiðar utan 200 mílna lög-
sögunnar við Nýfundnaland. Kanadamenn eru almennt
taldir góðu karlamir og Spánverjar vondu karlamir.
Efnisatriði málsins eru ekki svona einfóld. Báðir aðil-
ar hafa framið lögbrot. Kanadamenn hafa farið út fyrir
valdsvið sitt sem strandþjóð, en brot þeirra eru talin af-
sakanleg, af því að þeir em að reyna að koma í veg fyrir
rányrkju á fiskimiðum rétt utan lögsögunnar.
Sums staðar kemur fram, að Kanadamenn séu að feta
í fótspor íslendinga, sem hafi unnið þorskastríð sín við
Breta á svipaðan hátt, með því að vera í hlutverki smæl-
ingjans, sem er að reyna að vernda lifibrauð sitt fyrir
ásókn sjóræningja, og auglýsa það hlutverk af kappi.
Kanadíski sjávarútvegsráðherrann hefur haldið sönn-
unargögnum á lofti, þéttriðnum og klæddum netum,
smáfiskum og leynihólfum í sjóræningjaskipi. Ljósmynd-
ir af sönnunargögnunum hafa birzt um allan heim og
sýnt Spánverja í ljósi skeytingarlausra villimanna.
Og það er bara rétta ljósið. Spánverjar eru fyrir löngu
orðnir illræmdir fyrir algert tillitsleysi í umgengni við
verðmæti hafsins og við hagsmuni mannkyns af viðhaldi
fiskveiða. Framkomu Spánverja og spánskra stjórnvalda
verður bezt lýst sem villimannlegri græðgi og frekju.
í þessu vandsæmdarmáli er einna athyglisverðast eins
og í öllum slíkum málum, að Evrópusambandið tekur
upp hanzkann fyrir aðildarríkið gegn utangarðsríki.
Enginn málstaður er nógu fáránlegur til þess, að Evrópu-
sambandið hafni því að láta beita sér fyrir hann.
Framganga og málflutningur Evrópusambandsmanna
í frskveiðideilunni er langt handan við heilbrigða skyn-
semi. Það er eins og þeir lifi í einkaheimi, þar sem hvorki
skiptir máli innihald né ímynd. Eins og páfagaukar þylja
þeir bara rughð upp úr spánskum stjórnvöldum.
Þeir, sem fylgjast vel með, vita líka, að Evrópusam-
bandið hefur eindregið stuðlað að ofveiði á öllum miðum,
bæði við Evrópu og annars staðar, með því að veita
stjamfræðilegar upphæðir til styrktar smíðum og kaup-
um og rekstri fiskiskipa í aðildarríkjunum.
í Evrópusambandinu er htið á frskveiðar sem eina
grein landbúnaðar. Þess vegna er auðvelt fyrir byggða-
stefnumenn að afla styrkja til stuðnings atvinnurekstri
í sjávarplássum. Ofveiði af hálfu Evrópusambandsins er
bara hluti af geigvænlegum landbúnaðarvanda þess.
Utan deiluríkjanna sér fólk myndina í skýru ljósi. Það
veit, að fiskstofnar eru ofveiddir og vill, að þeir séu vemd-
aðir strax, en ekki seinna, þegar þeir em uppumir. Það
veit, að alþjóðareglur duga ahs ekki til að vernda fiskinn
fyrir Spánverjum og öðrum sjóræningjum.
AUt er þetta lærdómsríkt fyrir íslendinga. Sérstaklega
er mikilvægt að taka eftir því, að Kanada hefur gersigrað
í áróðursstríðinu. Það bendir til, að auðveldara verði
fyrir okkur að ná tangarhaldi á mikilvægum miðum rétt
utan við 200 mílna lögsöguna heldur en fjarri henni.
Við munum aldrei fá neinn stuðning við veiðar í Smug--
urrni. Og þær munu spiha fyrir tilraunum okkar til að
vemda eigin smugur. Nálægar smugur ættu þó að vera
okkur mikilvægari en fjarlægar, af því að þær tengjast
meira framtíðarhagsmunum okkar sem fiskveiðiþjóðar.
Okkur gekk vel, þegar við vorum í hlutverki strandrík-
is gegn úthafsríkjum. Tilraunir okkar til að leika úthafs-
ríki hafa gefið skjótan arð, en munu hefna sín um síðir.
Jónas Kristjánsson
Hnattræn úr-
ræði ein duga
Um þessar mundir er heimsbyggö-
in minnt óþyrmUega á aö tækni-
þróun er komin á þaö stig aö mann-
legt félag stendur frammi fyrir
vandamálum sem meö engu móti
verður við ráöiö svo að gagni komi
nema gripið sé til sameiginlegra
úrræða. Lausnir verða að vera
hnattrænar, engin einstök ríki né
ríkjahópar megna að leysa vand-
ann út af fyrir sig.
Uppnámið síðustu vikur á gjald-
eyrismörkuðum heimsins, þar sem
Bandaríkjadollar, hefðbundinn
varasjóðsgjaldmiðill undanfarna
áratugi, sígur jafnt og þétt í verð-
gildi gagnvart öðrum myntum, þó
sér í lagi japönsku jeni, þýsku
marki og svissneskum franka, hef-
ur endanlega sýnt fram á að
straumhvörf eru orðin í fjármála-
þróun eftirstríðstímans. Raf-
eindavæddur peningamarkaður
ræður framvindunni, hvorki ríkis-
stjómir né seðlabankar fá hamið
hann.
Samtímis situr í Berlín Alþjóða-
ráðstefna til framhalds af Jarðar-
fundi æðstu manna í Rio de Janeiro
árið 1992. Þar er fengist við að finna
ráð til að hafa hemil á loftslags-
breytingum af mannavöldum. Þótt
öllum megi ljóst vera að við hggja
lífsskilyrði ókominna kynslóða og
mannabyggð á miklum og nú víða
þéttbýlum landflæmum, hefur ár-
angur fram til þessa strandað á
misjöfnum áherslum og hagsmun-
um ríkjahópa á líðandi stund.
Enginn ber brigður á að greiðir
flármagnsflutningar hafa átt meg-
inþátt í hagvexti undanfarna hálfa
öld, sem í sumum heimshlutum
hefur staðið undir stóraukinni
neyslu og annars staðar gert fært
að mæta örri fólksfjölgun án mun
meiri þrenginga en raun hefur á
orðið. Kjölfesta á þessu tímabili
hefur verið alþjóðastofnanir, Al-
þjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyr-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
issjóðurinn.
Atburðir síðasta misseris hafa
sýnt að nú hrökkva þær ekki leng-
ur ef í harðbakkann slær. Vatna-
skil urðu þegar greiðsluþrot blasti
við Mexíkó í desember. Undir for-
ustu Bandaríkjastjómar var efnt í
53 milljarða dollara varasjóð að
grípa til meðan Mexíkó væri að
komast á réttan kjöl.
Bandaríkjastjórn lagði í púkkið
20 milljarða af gengisvarasjóði sín-
um. Ástæðan til viðbragðanna var
að yfirvofandi hætta var talin á að
greiðsluþrot Mexíkó leiddi af sér
keðjuverkun, hrun gjaldmiðla og
greiðslugetu fleiri landa, einkum í
Rómönsku Ameríku.
En umfang bjargráðasjóðsins, 53
milljarðar, leiddi í ljós hve 70 millj-
arða dollara tiltækt fé Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins hrykki skammt
ef bjarga þyrfti fleiri ríkjum en einu
í senn úr örðugleikum. Vaxandi
hraði á falli dollars síðan þá ber
vott um vitneskju þeirra sem pen-
ingamarkaðinn stunda um veil-
urnar í ríkjandi kerfi.
Þar með er ekki sagt að annað
haldbetra komist á í tæka tíð til aö
afstýra afdrifaríkari atburðum en
enn hafa orðið. Forustumenn
öflugu iönríkjanna sjö hafa fahð
mönnum sínum að undirbúa að-
gerðir til að efla undirstöður
heimsfiármála fyrir fund sinn í
Halifax í Kanada í júní. En flestir
eru leiðtogarnir í veikri stöðu
heima fyrir, og eiga því ekki hægt
um vik að taka þær djörfu ákvarð-
anir sem þörf er á eigi markaður-
inn aö taka mark á þeim.
Fjármáhn eru hka undirrótin að
sjáliheldunni sem enn ríkti á um-
hverfisráöstefnunni í Berlín þegar
þetta var ritað. Því fylgir kostnaður
að hemja losun koltvísýrings og
annarra gastegunda sem valda
gróðurhúsaáhrifum með hlýnandi
veðurfari, röskun hafstrauma og
úrkomubelta, hækkandi sjávar-
máh vegna leysingar á heims-
skautasvæðunum og margvíslegri
annarri röskun á tilvistarskilyrð-
um lífríkisins.
Ákafastir í aðgerðir eru í Berhn
fulltrúar tveggja tuga fámennra
eyríkja, sem sum hver verða
óbyggileg við htla hækkun sjávar-
borðs. Umhverfisverndarstofnun
Kína hefur lýst því áliti að um
miðja næstu öld kunni hækkun
sjávarborðs að skerða Kína um
92.000 ferkílómetra lands þar sem
nú búa 76 milljónir manna, þar á
meðal í stórborgunum Sjanghæ og
Guangshú.
En Kína er hið mesta kola-
brennsluríki, og úr kolum og olíu
kemur mestur partur gróðurhúsa-
gastegundanna. Olíuframleiðslu-
ríkin eru þverust gegn öhum
ákvörðunum í Berlín. Ríki Evrópu-
sabamdsins knýja á um skuldbind-
andi ákvarðanir um niðurskurð
mengunarinnar umfram markmið
sett í Rio. Bandaríkin, Kanada og
Ástralía þráast við.
* «
Dollar fer niður í 85,20 jen á gjaldeyrismarkáði í Tokyo á fimmtudag og hafði aldrei komist neðar frá stríðs-
lokum. Símamynd Reuter
Skoðanir annarra
Heigiilsháttur norskra
„Kanadamenn hafa sakað norsku ríkissfiórnina
um heigulshátt þar sem hún hefur ekki stutt þá í
fiskveiðideilunni við Spán og Evrópusambandið.
Meðan norska strandgæslan bíður aðgerðalaus hafa
Kanadamenn gripið th aðgerða gegn Spánveijum og
komið af stað fiskistríði. Norska ríkisstjórnin styður
í hjarta sínu málflutning Kanadamanna í grálúðu-
dehunni en lætur lítið fyrir sér fara af ótta við Evr-
ópusambandið og þvingunaraðgerðir af þess hálfu.
Okkur finnst að norska ríkissfiómin geti leyft sér
að hafa hærra.“
Úr forustugrein Verdens Gang 31. mars.
Standa verður við loforðin
„Þjóðhf á Haítí er gegnsýrt ömurlegri fátækt. Clin-
ton forseti hvatti Haítíbúa th að sýna þolinmæði og
lofaði þeim hjálp viö atvinnusköpun, uppbyggingu
efnahagslífsins og endurreisn hins hrjáða lands. Ef
stjórnmál á Haítí eiga ekki að fara aftur á sama
hörmulega plan og þegar bandarískar hersveitir
komu th bjargar er afar mikhvægt að staðið verði
við þetta toforð."
Úr forustugrein Washington Post 3. apríl.
Hin ósýnilega fíkn
„Ef foreldrar líta á fiárhættusph sem saklaust gam-
an gera þeir sér enga grein fyrir hættunni sem af
því stafar. Tölur sýna að tvöfalt meiri hætta er á að
börn og unglingar ánetjist fiárhættuspilum en fuh-
orðnir. Geri böm og unghngar sér ekki grein fyrir
hættunni em þau hklegri til að verða henni að bráð.
Sjúkleg spilafíkn er kölluð hin ósýnhega flkn. Tími
er til kominn að varpa ljósi á hinar sýnhegu hættur.“
Úr forustugrein USA Today 6. apríl.