Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Side 35
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 43 Sterka kynið saekir fram „Sérhver karlmaður verður að byggja upp á mörgum árum þá kyní- mynd sem karlmannlegt stolt og sjálfstraust standa á.“ I yfirstandandi kosningum hefur mikið verið rætt um kvenfrelsi, launajöfnuð kyrijanna, jafnrétti og kvennabaráttu. Stjórnmálaflokk- arnir hafa stundað yfirboð í þess- um málaflokkum enda eru konur naumur meirihluti kjósenda. Flest bendir til þess að konum í hópi þingmanna muni fjölga eitthvað á næsta þingi og sennilega verða þær komnar í meirihluta innan tveggja áratuga. Það sama hefur gerst í öðrum starfsstéttum. Konur eru að taka yfir Háskólann hægt og bít- andi. Meirihluti nýútskrifaðra lækna og sálfræðinga er konur. Konum fjölgar ört í lögfræðinga- og prestastétt. Æ fleiri konur láta að sér kveða í verkfræði, arkitekt- úr og viðskiptafræði. Bestu rithöf- undar þjóðarinnar eru konur. Margir karlaklúbbar hafa á liðnum árum opnað konum leið inn í helg- ustu vé sín. Karlveldið er víða á hröðu skipulagslausu undanhaldi. Brotin sjálfsmynd Nökkvi læknir hefur um langt skeið velt því fyrir sér hvaða áhrif þessi þróun muni hafa á stolta kynímynd íslenskra karla. Testost- erón, karlhormónið, hefur töfra- áhrif á vöxt og þróun heila og vöð- vafrumna frá upphafi vega í lífi sérhvers karls. Litlir strákar verða gjörólíkir jafnöldrum sínum af gagnstæðu kyni fyrir áhrif þessa undraefnis. En testósterón, typpi og pungur eru engin trygging fyrir karlmannleika í sálfræðilegri merkingu þess orðs. Sérhver karl- maður verður að byggja upp á mörgum árum þá kynímynd sem karlmannlegt stolt og sjálfstraust standa á. Margt getur fariö úr- skeiðis í þeirri uppbyggingu. Oft koma stórir brestir í grunninn sem sjálfsmyndin hvílir á. Afleiðingar verða þær að karlmaður getur ver- ið sem klipptur af síðum blaðs lík- amsræktarmanna en hefur aðeins örþunna skel karlmennsku í kring- um sig. Bak við skurnina er lítill drengur rammvilltur í völundar- húsi kynferðis og kynímyndar. All- ur efi eða athugasemdir varðandi kynhlutverk þessa litla pilts gera hann ákaflega óöruggan og full- komlega varnarlausan. Brothætt sálartetur Margt bendir til þess karlar séu verr undir lífið búnir til sálarinnar en konur. Drengjum er mun hætt- ara við alls konar andlegum og fé- lagslegum erfiðleikum en stúlkum, s.s. stami, martröðum, næturmigu, ofvirkni, hegðunarvanda og náms- erfiðleikum. Á fullorðinsárum þjást karlar oftar en konur af margs konar persónuleikaröskun, ofsóknaræði, geðklofa og kynferð- islegum öfuguggahætti. í enda- lausri leit karla að sjálfum sér er þeim mun hættar við alkóhólisma, eiturlyfjaneyslu, spilafíkn og sjálfs- morðum en konum. Karlmenn leggjast fremur í andfélagslega hegðun, glæpastarfsemi og ofbeldi en konur. Ýmsir streitusjúkdómar, eins og hjartaslag, leggja fleiri karla en konur að velli. Margir karlar þurfa stöðugt á konu að halda líkt og öryggisneti í hring- leikahúsi mannlegrar tilveru. Þrisvar sinnum meiri líkur eru á því að nýskildir karlar deyi skyndi- lega en konur skömmu eftir skiln- að. Um 40% meiri líkur eru á því að ekklar fái hjartaslag en aðrir karlar á sama aldri. Sjálfsmorðst- A laáknavaktmni íðni piparsveina er mun hærri en ógiftra kvenna. Karlmanni sem nýlega hefur misst móður sína er mun hættara við sjálfmorði en öðr- um. Þetta sýnir að karlar eru ákaf- lega háðir félagsskap við konur og geta ekki án þeirra verið. Einstæð- um konum vegnar í raun mun bet- ur enda virðast þær sjálfum sér nægar. Minnkandi völd og áhrif Sumir karlar verða í sífellu aö standa vörð um eigin kynímynd og leika töffara eða kalda kalla til að sýnast einhvers virði. Yfirburðir karla í valdakerfi þjóðfélagsins hafa verið mörgum trygging og staðfesting eigin karlmennsku. Það er Nökkva lækni mikið umhugsun- arefni hvaða afleiðingar það hafi á karlmannsímynd komandi kyn- slóða þegar meirihluti þingmanna og ráðherra verður konur. Þá er hætt við að geðrænum einkennum karla fjölgi enn frekar og æ stærri brestir komi í karlmennskuske- lina. í raun bendir flest til þess að konur séu hið sterka kyn. Það er svo aftur snjallt herbragð að segj- ast vera eitthvað allt annað og sækja fram meðan karlmenn ugga ekki að sér í skjóli ímyndaðra yfir- burða sinna. Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp að Dalvegi 7 (áhaldahúsi Kópavogs- kaupstaðar) laugardaginn 8. apríl 1995 kl. 13.30. FX-485, GI-090, GZ-048, HH-533, HK-984, HN-366, HO-445, IP-952, IV-530, JÖ-633, LG-047, KS-964, HY-475. Einnig verður seld Nikon myndavél og skuldabréf útg. 23.1.1990, upphaf- lega að fjárhæð kr. 110.000. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir aðeins teknar gildar með samþykki gjald- kera. Sýslumaðurinn i Kópavogi 7. apríl 1995 Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjórar Stöður leikskólastjóra við leikskólana Fálkaborg við Fálkabakka og Efrihlíð við Stigahlíð eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 18. apríl nk. Leikskólakennaramenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefur Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri í síma 552-7277. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552-7277 OTVIRÆÐIR YFIRBURÐIR í TÆKNI ST1LL OG GLÆSILEIKI Meistaramót Reykjavíkur Dorgveiði Á Reynisvatni í Reykjavík er hafið meistaramót Reykjavíkur í dorgveiði. Mótið er opið öllum lands- mönnum og eru glæsileg verðlaun í boði. 1. verðlaun: Veiði og viðlegubúnaðurfrá Seglagerð- inni Ægi ásamt áletrun með nafni vinn- ingshafa á glæsilegan farandbikar. 2. verðlaun: Flugustöng með hjóli, ásamtflugukast- kennslu. 3. verðlaun: Kvöldverðurfyrirtvoáveitingastaðnum Við Tjörnina. Verðlaunin eru veitt fyrir stærstu fiska sem veiddir verða í vetur í dorgveiði. Opið er alla virka daga þegar veður leyfir frá kl. 13.00-19.00 og um helgar frá kl. 10.00-19.00. Veiðileyfið kostar kr. 2.000 og eru fimm fiskar inni- faldir I veiðileyfinu. Veiðimenn fá inneignarnótu nái þeir ekki að klára veiðikvótann þann dag sem veiði hefst og gildir hún þar til kvótinn, 5 fiskar, er tæmdur. Mótinu lýkur um leið og ís tekur af vatninu. Reynisvatn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.