Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Side 44
52
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
Þau verda 100 ára sama daginn:
Spilar bridge fjór-
um sinnum í viku
F'jórum sinnum í viku skreppur
Halldór Guöjónsson, sem á aldaraf-
mæli 30. apríl næstkomandi, úr þjón-
ustuíbúöinni sinni í Hraunbæ yíir í
samkomusal í næsta húsi til að spila
bridge við félaga sína.
„Ég geri þetta til að halda mér við
andlega. Ég er hættur að geta lesið
og horft á sjónvarp en ég sé á spil.
Það er svo annarra að dæma hvernig
sagnirnar hjá mér eru,“ segir Halldór
sem var kennari og skólastjóri í Vest-
mannaeyjum í rúma þijá áratugi eða
þar til hann var kominn á eftirlaun
1959. Þá flutti hann til Reykjavíkur.
Halldór er ættaður úr Árnessýslu.
„Foreldrar mínir skildu þegar ég var
5 ára þó það hafi nú ekki verið eins
mikið í tísku þá eins og nú. Ég fylgdi
móður minni og bróðir minn föður
mínum. Aðalreglan sem móðir mín
kenndi mér var að allt sem ég gerði
ætti ég að gera af vandvirkni og trú-
mennsku. Hún kenndi mér að lpsa
og aðallega á biblíuna," greinir Hall-
dór frá.
Matvinnungur 10 ára
^ Hann segist hafa verið tekinn full-
gildur að vinna fyrir mat sínum 10
ára og vann bæði til sjós og lands á
unglingsárunum. „Um tvítugt fór ég
vestur í Bjamarhöfn. Ég hafði bara
viss verkefni og var aðallega í því að
hugsa um hestana. Þar vora margar
bækur og ég lærði mikið, ég las allar
Eddumar og íslendingasögumar og
lærði á orgel. Þarna var nýútskrifað-
ur prestur, séra Ásmundur Guð-
mundsson, og sagði ég honum hvað
mig langaði til að komast áfram í
skóla. Hann var bróðursonur séra
Magnúsar Helgasonar sem þá var
skólastjóri Kennaraskólans. Séra
Ásmundur ýtti undir það að ég skyldi
reyna að komast í skólann. Hann
sagði mér að föðurbróðir sinn heföi
hjálpað til að fólk fengi námslán. Ég
fór í kvöldskóla í Reykjavík, sótti svo
um í Kennaraskólann og komst með
glans inn í annan bekk.“
Skipaði aldrei
neinum neitt
Halldór útskrifaðist úr Kennara-
skólanum 1921 og fór þá beina leið
til Eyja til að kenna í bamaskólanum
þar. Eftir sautján ár varð Halldór
skólastjóri bamaskólans. „Þegar ég
varð níræður sagði gamall nemandi
minn að ég heföi eiginlega sfjórnað
með því að stjórna ekki en ég átti
aldrei í erfiðleikum með nokkum
nemanda og þurfti því ekkert að hafa
fyrir því að stjórna. Ég var undir
góðum áhrifum frá Ásgeiri Ásgeirs-
syni sem var æfmgakennari í Kenn-
araskólanum og nýbúinn aö taka
DV-myndir GVA
guðfræðipróf. Hann sagði mér að ég
ætti aldrei að skipa nemendum held-
ur biðja þá. Mér hkaði þetta ágætlega
og ég held að þetta hafi haft góð áhrif
á mig. Ég skipaði aldrei neinum neitt
í skólanum," segir Halldór. —
Langlífari af því
að nöldra ekki
Hann fylgdist grannt meö kennara-
verkfalhnu á dögunum og segist auð-
vitað hafa verið fylgjandi því að
kennarar fengju hærri laun en bætir
því jafnframt við að kennarar séu
eins og annað fólk, afskaplega mis-
jafnir. „Það voru kennarar í Vest-
mannaeyjum undir minni stjóm sem
vom alltaf hálfpartinn að þrefa við
nemendur. Ég reyndi að tala við þá
um það og venja þá á að tala viö
nemendur sína eins og jafninga og
góða vini og vera ekki að nöldra við
þá. Ég held að maður verði langlífari
af því að vera ekki að nöldra og deila
við fólk. Það er hka hollt að taka líf-
inu létt og hafa mátulega mikið að
eta.“
Halldór var einnig með söngkenn-
arapróf og kenndi söng í Vestmanna-
eyjum auk þess sem hann stýrði
kvöldskóla iðnaöarmanna.
„Ég var svo spurður að því hvort
ég vildi ekki fara út í stjórnmálin.
Það vora alþýðuflokksmenn sem
fengu mig til að gera það eitt kjör-
tímabil. Eg var í bæjarstjórn og það
var það leiðinlegasta sem ég gat
hugsað mér. Ef eitthvað var umdeilt
í bæjarstjórninni mátti maður aldrei
greiða atkvæöi nema með sínum
flokksmönnum. Þetta sagði ég ákveð-
ið að ég þyldi ekki, ég greiddi bara
atkvæði eftir því sem mér fyndist
réttast."
Halldór hefur samt haft óbein af-
skipti af stjórnmálum með því að
kjósa og það gerir hann einnig núna.
„Ég geri það bara að gamni mínu og
ég gæti best trúað að ég kysi Jó-
hönnu. Ég er kannski undir áhrifum
eiginkonunnar. Hún heldur upp á
Jóhönnu á vissan hátt.“
Eiginkona Halldórs er Ehn Jakobs-
dóttir og er hún þriðja konan hans.
Halldór á þrjú börn og er orðinn
langalangafi.
Sat við saumavélina í 60 ár
„Þegar ég lít til baka yfir ævina þá finnst mér þessi hundrað ár hafa veriö
stuttur timi,“ segir Þorbjörg Jónsdóttir sem verður 100 ára 30. apríl næstkom-
andi. DV-mynd ÞÖK
„Ég hef nú ekki neina uppskrift að
því hvernig maður nær svona háum
aldri," segir Þorbjörg Jónsdóttir
saumakona sem verður 100 ára 30.
apríl.
„Það er nú fyrst og fremst almætt-
inu að þakka" heldur Þorbjörg
áfram. „Eg var mjög veik þegar ég
var ungbarn en þá vora ekki læknar
á hveiju strái. Það var einn læknir
'w fyrir alla Austfirði og hann sat á
Eskifirði. Það dóu mörg böm úr sára-
veiki á þessum tíma. Mamma fór með
mig til skottulæknis, eins og kallað
var, og hann ráðlagði henni að baða
mig úr sjó annan hvern dag. Eftir tvö
ár var ég laus við veikina og hef ver-
ið stálhraust síðan. Ég hef verið svo
hraust að ég var áttræð þegar ég í
fyrsta sinn steig inn fyrir þröskuld á
sjúkrahúsi. Það var ekki neinn
óskapar skurður. Það var bara verið
að lagfæra annað augað sem var far-
ið að skemmast," segir Þorbjörg. Þá
hafði hún setið við saumavél í sextíu
-v ár eða frá því að hún var nálægt tví-
tugu og var send til Reykjavíkur.
Þorbjörg er fædd í Papey en for-
eldrar hennar vora Skaftfelhngar.
„Ég var komabam þegar foreldrar
mínir fóra í land vegna veikinda föð-
ur míns. Hann dó úr þessum veikind-
um þegar ég var tveggja ára. Ég ólst
upp meö móður minni sem haföi mig
með sér allt sem hún fór. Hún vann
fyrir sér sem vinnukona hjá bræð-
rum sínum til skiptis."
Þorbjörg kveðst muna vel eftir
fermingardeginum sínum sem var í
maí 1909. „Ég fermdist norður á
Vopnafirði þar sem mamma var hjá
frænda sínum. Við fórum inn í þorp-
ið til kirkju. Þetta var indæh dagur,
sól og blessuð bhða. Þá tíðkuðust
ekki fermingargjaflr en mamma átti
tvílembda á og hún gaf mér annað
lambið undan ánni. Það var mín
fermingargjöf og ég var sæl með
það.“
Send á saumastofu
til Reykjavíkur
Átján ára var Þorbjörg send suður
til Reykjavíkur á saumastofu þar
sem saumuð voru herraföt. „Það
vora saumastofur í Reykjavík sem
danskir klæðskerar settu upp en ég
var hjá íslenskum mönnum sem
höföu lært í Þýskalandi. Eftir tvö ár
fór ég austur og ætlaði bara að fara
snöggvast en það var nú aldeihs ekki.
Þar lagði ég lykkju á leið mína og fór
að hugsa um búskap."
Maður Þorbjargar var Emil Þórð-
arson og hófu þau búskap í Breið-
dal. „Við bjuggum í gömlum torfbæ
sem var ein baðstofa og eldhúskrók-
ur. Þarna bjuggum við í 23 ár og ólum
upp þrjú börn. Það þætti þröngt
núna.“
Að sögn Þorbjargar var mikið um
það áöur fyrr að konur fengju
saumakonur heim til sín til að sauma
á bömin. „Eftir að ég var búin að
gifta mig og var bundin við heimihð
fór ég heim til kvennanna og sneið
og mátaði en saumaði heima hjá
mér. Ég saumaði alvegfyrir sveitina
mína og meira en það.“
Þorbjörg missti manninn sinn 1952
og fjórum árum síðar flutti hún til
Reykjavíkur ásamt dóttur sinni,
Nönnu, sem hún býr með á Lauga-
teig. Þorbjörg, sem er orðin lang-
amma, telur að lítil böm hefðu meiri
andlegan ávinning af því að vera
meira meö ömmum sínum og öfum
heldur en þau eru nú. Sjálf lærði hún
ýmislegt af ömmu sinni og var ekki
nema þriggja ára þegar hún lærði
fyrst að þekkja stafi í Nýja testa-
menti ömmu sinnar en það var meö
gotnesku letri.
Núna er Þorbjörg hætt að geta lesiö
og getur htið horft á sjónvarp. „Svo
er líkaminn orðinn eins og tuska.
Maður þolir ekkert að reyna á sig en
ég hressist mikið við það að geta
komist út. Það hefur bara ekki verið
hægt í vetur því tíðin hefur verið svo
leiðinleg og mikil hálka hér í kring.“
Þorbjörg ætlar ekki að kjósa í dag.
„Þeir geta siglt sinn sjó án mín. Ég
er oröin steinleið á öhum talsmátan-
um vegna þessara blessaðra kosn-
inga.“