Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Page 55
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
63
Leigjendasamtökin:
Uppsögnin í
Hafnarfirði
er óiögleg
„Þegar geröur er endurnýjaöur
leigusamningur á sá samningur-
að vera í meginatriðum eins og
sá samningur sem var fyrir. Það
er ekki heimilt að segja mönnum
upp bara til að hækka leiguna.
Ég ætla að ræða við bæjaryfir-
völd og reyna að fá þau til að fara
að lögum. Ef það gengur ekki vísa
ég málinu til kærunefndar húsa-
leigumála hjá Húsnæðisstofnun
ríkisins," segir Jón Rjartansson
frá Pálmholti, formaður Loigj-
endasamtakanna.
Eins og fram kom í DV í vik-
unni hafa bæjaryfirvöld i Hafnar-
firði sagt upp húsaleigusamningi
aldraðra í ihúðum bæjai'ins núm-
er A til E við Álfaskeiö 64. Hjónin
Sigríður Árnadöttir og Þorsteinn
Magnússon hafa neitað að taka
viö uppsögnimú og telja ólöglegt
að segja samningnum upp til að
hækka húsaleiguna um næstum
helming. Jón Kjartansson hefur
heimsótt þau hjónin og ætlar að
ganga í málið á næstumú, -GHS
Mývatnsskólanefndin:
Þaðerekki
útlit fyrir mik-
inn árangur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það er nú ekki útíit fyrir mik-
inn árangur af störfum þessarar
nefndar en maður skal aldrei af-
skrifa það að einhverju skili þessi
vinna.“ Þetta segir einn nefndar-
manna í nefndimú sem á að gera
tillögur til yfirvalda í skóladeild-
umú í Mývatnssveit.
Trausti Þorsteinsson, fræðslu-
stjóri á Norðurlandi eystra, sem
á sæti í nefndinni, varðist hins
vegar allra frétta af störfum
nefndarinnar. „Nefndin hefm-
haldið nokkra fundi og málin eru
rædd. Það er hennar starf og það
kemur svo í ljós hverju þessi
vinna skilar," segir Trausti.
Fréttir
Erfiðleikar mæta atvmnulausum sem fá vinnu:
Launaumslög oft tóm
séu skuldirnar miklar
- skapi næst að hætta að vinna, segir Gunnar Friðjónsson
„Manni er skapi næst að hætta að
vinna og fara aftur á atvinnuleysis-
bætur. Það er ekkert eftir af launun-
um þegar búið er að draga skatta,
meðlög og önnur gjöld frá. En til að
fá bætur strax þyrfti ég að biðja at-
vinnurekandann um að reka mig.
Þetta er ómanneskjulegt og maður
er ráðþrota," segir Gunnar Friðjóns-
son, húsvörður hjá Reykjavíkurborg.
Gunnar er einn fjölmargra íslend-
inga sem lent hafa í þeirri ógæfu að
vera atvinnulaus lengi og verða
gjaldþrota. Eftir að hafa verið at-
vinnulaus í hálft annað ár fékk
Gunnar vinnu hjá borginni um mitt
sumar 1993. Raunum Gunnars var
hins vegar ekki lokið því þegar hann
var atvinnulaus hlóðust upp skuldir,
til dæmis meðlög, og nú sýpur hann
seyðið af því.
Vandi Gunnars er enn meiri því
þegar hann fékk vinnu kom uppsafn-
aður persónufrádráttur honum tii
góða þar sem frádrátturinn hafði
ekki verið færður inn á skattkort
hans. Við álagningu síðastliðið sum-
ar var honum því gert að greiða 186
þúsund krónur í eftirágreiddan
skatt. Um síðustu mánaðamót hóf
Gjaldheimtan innheimtu á þessum
skatti með því að draga til sín veru-
legan hluta af launum Gunnars.
Nú er svo komið að þótt Gunnar
hafi ríflega 94 þúsund krónur í laun
á mánuði eru einungis rúmlega 17
þúsund krónur eftir þegar Inn-
heimtustofnun sveitarfélaga, Gjald-
heimtan, stéttarfélagið og fleiri hafa
fengið sitt. í raun virðast Gunnari
allar bjargir bannaðar. Sem gjald-
þrota maður getur hann ekki slegið
bankalán fyrir skuldunum og sem
láglaunamaður getur hann ekki lifað
á þeim launum sem honum eru út-
borguð.
Sólveig Guðmundsdóttir, starfs-
maður Dagsbrúnar, segir sögu
Gunnars ekkert einsdæmi því
hundruð manna eigi við sama vanda
að stríða þegar þeir fái vinnu eftir
að hafa verið atvinnulausir. í mörg-
um tilfellum aukist vandræði manna
þegar þeir fái loks vinnu, einkum
meðlagsgreiðenda. í einhverjum til-
fellum geti félagsmálayfirvöld þó
hjálpað til.
Sólveig segir mikilvægt fyrir fólk,
sem þiggur atvinnuleysisbætur, að
gera sér ljóst að bæturnar séu skatt-
skyldar. Þá segir hún það sæta furðu
að Innheimtustofnun sveitarfélaga
skuli geta innheimt meðlög af því
sem eftir sé af launum þegar hið op-
inbera er búið að fullnýta sínar
heimildir til innheimtu. Fyrir vikið
komi sú staða oftsinnis upp hjá
skuldugum meðlagsgreiðendum að
nánast ekkert sé eftir í launaumslag-
inu á útborgunardegi. -kaa
Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn og Hilmar Harðarson rannsóknarlögreglumaður kanna hér tæki og tól brugg-
aranna. DV-mynd Sveinn
Brugg-
verksmiðju
lokaðí
Kópavogi
Lögreglan í Kópavogi lokaði brugg-
verksmiðju í húsi þar í bæ í gær.
Hald var lagt á tugi htra af landa, á
annað hundrað lítra af gambra og
fullkomin bruggtæki. Þá var einnig
lagt hald á mikið af plastbrúsum og
efni til áfengisgerðar.
Tveir menn á tvítugsaldri, sem áð-
ur hafa komiö við sögu lögreglu, hafa
viðurkennt við yfirheyrslur lögregl-
unnar í Kópavogi að eiga tækin og
hafa framleitt landann.
-PP
Menning
Góður leikur
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt fimmtu áskriftartón-
leika sína í gulu röðinni í Háskólabíói sl. fimmtudags-
kvöld. Einleikari var Steinunn Birna Ragnarsdóttir
og hljómsveitarstjóri Stefan Sanderling.
Tónleikarnir hófust á forleik Mikhails Glinka að
óperunni Ruslan og Ludmila. Þessi glæsilegi forleikur,
sem er eins konar „glansverk" fyrir hljómsveit, var
ipjög vel leikinn af hljómsveitinni og jafnframt með
öllum þeim krafti og gáska sem nauðsynlegur er. Hinn
mikið leikni og ægifagri píanókonsert Griegs op. 16 í
a-moll var næstur á efnisskrá og var einleikari að
Tónlist
Askeli Másson
þessu sinni Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Steinunn
hefur áður getið sér gott orð fyrir leik sinn í kammer-
tónhst en nú gafst okkur tækifæri til að heyra hana
leika með sinfóníuhljómsveitinni okkar. Þessi frum-
raun Steinunnar meö hljómsveitinni var glæsileg, hún
skilaði á allan hátt vönduðum leik og lék hún einkum
hæga þáttinn mjög fallega. Dansstefin í þriðja þættin-
um hefðu kannski mátt vera ögn líflegri eða léttari en.
á heildina htið var flutningur hermar ágætur og túlk-
unin áhugaverð. Tónleikunum lauk með 10. sinfóníu
Dmitri Sjostakovits op. 93. Þetta mikla og dramatíska
verk reynir mikið á hljómsveitina og hljómsveitar-
stjórann. Það er örugglega meðal ágætustu verka höf-
undarins og auk þéttra og kraftmikilla kafla er mikið
Stefan Sanderling hljómsveitarstjóri.
um einleik, einkum í tréblásurum. Hér sýndi hinn
ungi Stefan Sanderling hvað í honum býr og tókst
honum að hefja leik hljómsveitarinnar í æðra veldi,
svo frábærlega lék hljómsveitin verkið. Háskólabíó var
troðfullt þetta kvöld og voru þau Steinunn, Stefan og
hljómsveitin ákaflega og innilega hyllt eftir flutning
verkanna.
Uppreisn smábátamanna á Vestbörðum:
Fagna því að
menn hafi
kjark til þessa
- segir Arthur Bogason, formaður smábátaeigenda
„Ég fagna því að menn hafi kjark
til að rísa upp og ganga verklega gegn
þessu kvótakerfi. Ég hef sagt það í
langan tíma að til þessara hluta
myndi koma, þannig að þetta kemur
mér síður en svo á óvart,“ segir Art-
hur Bogason, formaður Landssam-
bands smábátaeigenda, vegna upp-
reisnar trillukarla á Vestfjörðum
sem fóru á sjó í gær þrátt fyrir að
það væri banndagur.
Alls fóru Í7 bátar á sjó þrátt fyrir
bannið. Frá Suðureyri fóru 9 bátar,
fjórir bátar frá Flateyri og þrír frá
Bolungarvík. Bátarnir lögðu um tvo
bala hver sem er aðeins um innan
við 20 prósent af fullri Hnulengd.
Arnar Barðason, trillukarl og
stjórnarmaður í Eldingu, félagi smá-
bátamanna á Vestfjörðum, segir að-
geröir þessar vera gerðar til að skapa
grundvöll fyrir yfirvöld til málsókn-
ar. „Þaö ræðst af viðbrögðum yfir-
valda hvort við höldum áfram. Ef
viðbrögðin verða væg munum við
halda áfram að róa og fiska þá af
fullum krafti,“ segir Arnar.
Arthur Bogason segir þessar að-
gerðir sjómannanna löngu tímabær-
ar. Persónulega styð ég þessar að-
geroír trillukarla mjög eindregið.
Þetta var löngu tímabært. Þetta
kvótakerfi er mannfjandsamlegt og
hefur verið litlu byggðunum við sjáv-
arsíðuna andsnúið. Það var tími til
kominn að menn berðust gegn þessu
með oddi og egg,“ segir Arthur.
-rt .