Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Síða 59
LAUGÁRDAGUR 8. ÁPRIL 1995
67
Afmæli
Haraldur A. Einarsson
Haraldur Axel Einarsson húsa-
smíðameistari, Garðatorgi 17,
Garðabæ, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Haraldur er fæddur að Sæborg á
Hjalteyri við Eyjafjörð og ólst þar
upp. Hann lauk námi í húsasmíði.
Haraldur starfaði við iðn sína á
Hjalteyri og víðar á Norðurlandi.
Hann réðst til starfa á Keflavíkur-
flugvelli 1953. Fyrst starfaði Harald-
ur hjá Sameinuöum verktökum hf.
en nú vinnur hann hjá íslenskum
aðalverktökumsf.
Haraldur bjó á Hjalteyri til 1954
en flutti þá til Reykjavíkur og síðan
í Garðabæinn 1967. Hann var for-
maður Ungmennafélagsins Stjörn-
unnar um skeið og hefur gegnt ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Garðabæ, m.a. set-
ið í nefndum bæjarfélagsins á veg-
um hans. Haraldur á sæti í stjórn
íslenskra aðalverktaka sf.
Fjölskylda
Kona Haralds er Eufemía Krist-
insdóttir, f. 2.1.1930, húsmóðir. For-
eldrar hennar: Kristinn Jóakimsson
verkamaður og Sigurbjörg Sig-
mundsdóttir húsmóöir, þau eru
bæði látin en þau bjuggu á Siglu-
firði.
Böm Haralds og Eufemíu: Krist-
ján Haraldsson, f. 20.10.1947, orku-
bússtjóri, maki Halldóra S. Magnús-
dóttir, þau em búsett á ísafirði og
eiga þrjú böm; Eysteinn Haralds-
son, f. 10.7.1952, verkfræðingur,
maki Finnbjörg L. Jónsdóttir, þau
eru búsett í Garðabæ og eiga íjögur
börn; Sigurbjörn Kristinn Haralds-
son, f. 29.10.1953, húsasmíðameist-
ari, sambýhskona hans er Sigríður
Ingibjörg Sigurbergsdóttir, þau eru
búsett í Reykjavík, Sigurbjörn
Kristinn á tvö börn; Einar Haralds-
son, f. 26.12.1956, húsasmíðameist-
ari, maki Jóhanna K. Guðbjartsdótt
ir, þau eru búsett í Keflavík og eiga
þrjú böm; Haraldur Axel Haralds-
son, f. 23.6.1959, húsasmiður, maki
Sigrún Á. Gunnarsdóttir, þau eru
búsett í Garðabæ og eiga þrjú böm;
Hrafnhildur Haraldsdóttir, f. 2.8.
1960, húsmóðir, maki Snorri Olsen,
þau em búsett í Garðabæ og eiga tvö
böm; Margrét Ásdís Haraldsdóttir,
f. 27.9.1968, húsmóðir, maki Hlynur
Rúnarsson, þau eru búsett í Reykja-
víkog eigaeittbarn.
Systkini Haralds: Kristinn Einars-
son, f. 24.11.1920, skipstjóri í Larvík
í Noregi; Pétur Einarsson, f. 6.7.
1926, d. 10.3.1992; Þórhallur Margeir
Einarsson, f. 14.2.1931, skýrsluvéla-
fræðingur í Reykjavík; María
MargrétEinarsdóttir, f. 19.11.1934,
húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Haralds: Einar Jónas-
son, f. 2.12.1888, d. 23.2.1969, verka-
Haraldur Axel Einarsson.
maður og Kristín Kristjánsdóttir, f.
12.12.1884, d. 22.6.1977, húsmóðir,
þau bjuggu á Hjalteyri við Eyjafjörð.
Haraldur er að heiman á afmælis-
daginn.
Til hamingju með
afmælið 9. apríl
Guðrún B. Björnsson,
Fellsmúla 2, Reykjavík.
Kristrún Ágústsdóttir,
Háteigsvegi 42, Reykjavík.
60 ára
HaukurBjörgvinsson,
Engihjalla 9, Kópavogi.
Jóna Sigurðardóttir,
Kveldúlfsgötu 16a, Borgarbyggö.
Guðrún Þorsteinsdóttir,
Birkiteigi 33, Keflavík.
Inga Dóra Guðmundsdóttir,
Melbæ3l,Reykjavík.
Bjamar S. Ingimarsson,
Smyrlahrauni 44, Hafnarfirði.
Lára J. Haraldsdóttir,
Fjarðarstræti 15, ísafirði.
Rafn Sveinsson,
Hávegi 21, Siglufirði.
Helga Jónatansdóttir,
_ Engjaseli75,Reykjavík.
Friðrik Bjarnason,
Silfurbraut 2, Hornafjarðarbæ.
Frímann Sveinsson,
Sólbrekku 7, Húsavik.
Gísli Grettisson
siarfmaður
Reiknistofu
bankanna,
Suðurvangi
19a, Hafnar-
firði,
Konahanser
EstherEygló
Ingibergsdóttir
húsmóöír.
Þau taka á móti gestum á heimili
sínu laugardaginn 8. apríl.
Jóhanna Ölöf Garðarsdóttir,
Grenigrund 45, Akranesi.
Jón Ólafsson,
- Bárustöðum, Andakílshreppi.
Sara Taherali Rúnarsdóttir,
_ Otrateigi 10, Rcykjavík.
Helga Ragna Ármannsdóttir,
Skólagerði 54, Kópavogi.
Tilkynmng um afmælis-
skrif DV yfir há tíðamar
Afmælistilkynningar og upplýs- ættfræöideild DV eigi síðar en
ingar um afmælisbörn fýrir dagana mánudaginn lö.aprtí.
I2.aprtt til 18.april þurfa að berast
Einar V. Hafliðason
Einar Valgeir Hafliðason bóndi,
Fremri-Gufudal í Reykhólahreppi,
verður fertugur á morgun.
Starfsferill
Einar er fæddur að Hafrafelli í
Reykhólahreppi og ólst upp á þeim
slóðum. Hann var í barnaskólanum
á Reykhólum og í Gagnfræðaskóla
Garðahrepps og lauk landsprófi
1971.
Einar vann hjá Vegagerð ríkisins
í Reykhólahreppi sem vinnuvéla-
stjóri en einnig í Borgarnesi, á
ísafirði og víðar árin 1972-81. Hann
hefur verið bóndi frá 1980 og 1987-93
var Einar einnig við skólaakstur.
Einar sat í sýslunefnd Austur-
Barðastrandarsýslu 1981-87,
hreppsnefnd Gufudalshrepps
1982-85 og í hreppsnefnd Reykhóla-
hrepps frá sameiningu 1987-94.
Hann var fulltrúi á aöalfundi Stétt-
arsambands bænda 1990-94. Einar
hefur verið í stjórn Kaupfélags
Króksfjarðar frá 1990 og sem for-
maður hennar frá 1994.
Fjölskylda
Einar kvæntist 24.11.1979 Svan-
dísi Berglind Reynisdóttur, f. 13.1.
1959, bónda. Foreldrar hennar:
Reynir Bergsveinsson, starfar við
þangskurð, refaveiðar, smíðar o.fl.,
og Guðlaug Guðbergsdóttir, fulltrúi
hjá Félagsmálastofnun Reykjavík-
ur, þau eru búsett í Reykjavík.
Börn Einars og Svandísar: Reynir
Elías, f. 17.10.1980; Jóhanna Ösp, f.
3.2.1985; Hafrós Huld, f. 20.1.1990;
Sindri Víðir, f. 27.9.1992.
Systkini Einars: Jóhann Magnús,
f. 18.7.1946, lögreglumaður í Kópa-
vogi; Guðrún, f. 22.8.1948, starfs-
maður Ríkisspítalanna; Guðmund-
ur, f. 31.3.1950, bensínafgreiöslu-
maður í Hafnarfiröi; Sigríður Frið-
gerður, f. 13.3.1952, bóndi í Hvíta-
Einar Valgeir Hafliðason.
nesi; Hjálmfríöur, f. 13.1.1954,
starfsmaöur Kringlunnar í Reykja-
vík.
Foreldrar Einars: Hafliði Breið-
flörð Guömundsson, f. 4.1.1922, d.
29.11.1955, bóndi á Hafrafelli, og
Hulda Pálsdóttir, f. 17.9.1922. Hulda
er nú gift Halldóri Jónssyni, f. 20.11.
1916, frá Garpsdal, fyrrv. starfs-
manni Kaupfélags Króksfjaröar,
þau eru búsett í Króksfjarðarnesi.
Elísabet Hinriksdóttir
Elísabet Hinriksdóttir, Hraungörð-
um, Garðabæ, er sjötug í dag.
Fjölskylda
Elísabet er fædd í Stavanger í
Noregi en hún fluttist meö foreld-
rum sínum til íslands 1930.
Elísabet giftist 4.7.1953 Sveini
Torfa Sveinssyni, f. 2.1.1925, verk-
fræðingi. Foreldrar hans: Gústaf
Adolf Sveinsson, f. 7.1.1898, d. 5.1.
1971, hri. í Reykjavík, og kona hans,
Olga Dagmar Sveinsson (f. Jónsdótt-
ir), f. 15.8.1898, d. 27.8.1981, húsmóð-
ir.
Dætur Elísabetar og Sveins Torfa:
Vilborg Elín Torfadóttir, f. 23.10.
1954, hjúkrunarfræðingur, Ijósmóð-
ir og húsmóðir, gift Einari J. Bene-
diktssyni, vélgæslumanni, þau eru
búsett í Garðabæ og eiga þijú börn,
Lindu, Önnu Elísabetu og Einar
Torfa; Ingibjörg Ásdís Torfadóttir,
f. 22.5.1959, húsmóðir, gift Jóni I.
Ragnarssyni, húsgagnasmið, þau
eru búsett í Kaupmannahöfn og eiga
einnson, IngaÞór.
Systkini Elísabetar: Herdís A.
Hinriksdóttir, f. 10.6.1922, var gift
Einar A. Jónssyni, d. 10.12.1982,
aðalgjaldkera hjá Sparisjóði Reykja-
víkur og nágrennis; Ámi Hinriks-
son, f. 7.3.1930, d. í september 1975,
var kvæntur Helgu Henrysdóttur;
Ellen Ingibjörg Hinriksdóttir Down-
ey, f. 24.12.1919, d. 10.11.1944 er
Goðafoss fórst, var gift William Ger-
ald Downey, látinn, bandarískum
Elísabet Hinriksdóttir.
lögíræðingi.
Foreldrar Elísabetar: Hinrik
Schumann Wagle, f. í Noregi, vél-
stjóri, og kona hans, Anna Ama-
dóttirWagle.
Akstur á kjörstab
Framsóknarflokkurinn býður kjósendum upp á akstur til og frá kjörstað
eins og venjulega. Bílapantanir eru í síma 551-7444.
Framsóknarflokkurinn býður kjósendum jafnframt í kosningakaffi
í kosningamiðstöðinni, Fíverfisgötu 33.
Kosningavaka Framsóknarflokksins verður
Grand Hotel Reykjavík (Holiday Inn) og hefst kl. 20.30.
Boðið er upp á glæsilega máltíð á aðeins 2000 kr.
Borðapantanir eru í síma 68 9000.
Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta, athugið breyttan samkomustað.
IMI
Fiamsóknarflokkurinn
í Reykjavík