Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Síða 61
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
69
Vortónleikar
Svans
í dag mun
Lúörasveitin
Svanur lialda
vortónleika í
Fella- og Hóla-
kirkju. Tón-
leikarnir hefj-
ast kl. 16,00 og
er lagavaliö
íjölbreytt.
Þórir Baídursson
á Jazzbarnum
Þórir Baldursson mun leika á
Hammond orgeiið á Jazzbarnum
í kvöld. Með honum leika Einar
Valur Scheving og Óskar Jóns-
son.
íslensk jurtalitun
Kynningarfundur veröur í Nor-
ræna húsinu á íslenskri jurtalit-
un á fyrri hluta 20. aldar. Fundur-
inn hefst kl. 14.00.
Opið hús
Bahá’íar eru meö opiö hús aö
Álfabakka 12 í Mjódd kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Burtfarartónleikar
Málfríður Konráðsdóttir semb-
alleikari heldur_ burtfarartón-
leikaí Listasafni fslands á morg-
un kl. 17.00.
Húnvetningafélagið
Félagsvist veröur í dag kl. 14.00 í
HÚnabúð, Skeifunni 17. Páravist.
Leynimelur 13 hefur verið á sviði
Borgarleikhússins í allan vetur.
Hús klæð-
skera tekið
eignamámi
Nú fer hver að verða síðastur
að sjá Leynimel 13, en síðasta
sýning á þessum vinsæla gaman-
leik er á Stóra sviði Borgarleik-
hússins í kvöld. Leymmelur 13
var frumsýndur í september síð-
astliðnum og hefur verið sýndur
cdlar götur síðan.
Leikritið fjallar um K.K. Mad-
sen klæðskera sem nýfluttur er í
Leikhús
villu sína á Leynimel 13 ásamt
konu sinni þegar Alþingi setur
neyðarlög vegna húsnæðis-
skortsins. Húsið hans er tekið
eignarnámi og afhent húsnæðis-
lausu fólki. Hvað gerir klæðsker-
inn þegar margir kynlegir kvistir
koma og setjast að hjá þeim hjón-
um?
Leikstjóri er Asdís Skúladóttir,
en meðal leikara eru Þröstur Leó
Gunnarsson, Guömundur Ólafs-
son, Jón Hjartarson, Þórey Sig-
þórsdóttir og Hanna María Karls-
dóttir. Þess má geta að 50% af-
sláttur er af miðaveröi í kvöld.
Rigning eða súld
Vindur hefur snúist til suðaustlægr-
ar áttar um allt land. í fyrstu verður
suðaustankaldi eða stinningskaldi og
Veðrið í dag
rigning eða súld sunnan- og vestan
lands en þurrt norðaustan til. Veður
fer hlýnandi og verður hlýjast á Suð-
ur- og Suðvesturlandi 2 til 3 stig en
hitinn fyrir norðan gæti farið niður
undir frostmark.
Sólarlag í Reykjavík: 20.39
Sólarupprás á morgun: 6.19
Síðdegisflóð í Reykjavík: 0.44
Veðrið kl. 12 í gær:
Akureyri léttskýjað 2
Akumes alskýjað 3
Bergsstaðir léttskýjað 1
Bolungarvik léttskýjað 2
Keíla víkurflugvöllur skýjað 4
Kirkjubæjarkiaustm; alskýjað 3
Raufarhöfh alskýjað 1
Reykjavík skýjað 3
Stórhöfði alskýjað 3
Helsinkf skýjað 2
Kaupmannahöfn rigning 8
Stokkhólmur snjókoma 1
Þórshöfn skýjað 3
Amsterdam þokumóða 12
Berlín rign.ásíð. klst. 9
Feneyjar þokumóða 14
Frankfurt skýjað 15
Glasgow léttskýjað 13
Hamborg súldásíð. klst. 10
London skýjað 16
LosAngeles skýjað 14
Mailorca rykmistur 21
Montreal heiðskírt -7
París skýjað 16
Róm heiðskírt 18
Vín skýjað 16
Washington heiðskírt 10
Winnipeg skýjað -5
Ardegisflóð á morgun: 0.44
Hejmild: Almanak Háskólans
• !
.
i \ p, ^ V
1°
í’"‘V VK;:-é .
s ■' vv
>> .
-
Veðurkl. 12ídag
|
sveitin Blues Express haldið uppi
blússtemningu í Kringlukránni á
fimmtudagskvöldum og verið vel
tekið af kráargestumn. Nú ætla
Skemmtanir
þeir félagar í hjjómsveitinni að
bregöa sér austur yfir fjail í dag og
leika fyrir Sunnlendinga kosn-
ingablús í Gjánni í kvöld. Blues
Express spilar blússtandarda sem
þekktir blúsmenn hafa öutt, þar á
meöai Sonny Boy Williamsson,
Gary More og Eric Clapton.
Blues Express er skipuð Gunnari
Eiríkssyni, sem syngur; og leikur á
munnhörpu, Svani Karissyni,
trommur, Einari V. Einarssyni,
bassa, og Gunnari Þ. Jónssyni, gít-
ar
Myndgátan
Lausngátunr. 1191:
Vængjatak
EyÞoR-
Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi
Melanie Lynskey og Juliet Hulme
Kate Winslet hafa fengiö mikið
hrós fyrir leik sinn.
Him-
neskar
verur
Regnboginn sýnir um þessar
mundir nýsjálensku úrvals-
myndina Himneskar verur (Hea-
venly Creatures), kvikmynd sem
vakið hefur mikla athygli og
fengið góða aðsókn og frábæra
dóma, meðal annars hér á landi.
I myndinni er rakin sönn saga
um tvær ungar vinkonur í
Christchurch á Nýja-Sjálandi
sem bindast óvenjusterkum vin-
áttuböndum og búa sér til eigin
Kvikmyndir
veröld sem leiðir þær á hættuleg-
ar slóðir og leiöir til verknaöar
sem átti eftir að koma af stað
miklu fjölmiölaíári. Atburðirnir
gerðust 1952 en stutt er síðan þaö
uppgötvaðist að önnur stúlkan
haföi getiö sér gott orö sem rithöf-
undur undir ööru nafni.
Leikstjóri myndarinnar er Pet-
er Jackson og skrifaði hann
handritið ásamt Frances Welsh.
Þaö var Frances sem kom með
hugmyndina um að gera kvik-
mynd úr Parker-Hulme málinu
og fljótlega voru þau sammála
um aö einbeita sér að hinum nána
vinskap stúlknanna. Þess má
geta aö þau voru tilnefnd til ósk-
arsverðlauna fyrir handritið.
Nýjar myndir
Háskólabió: Nakin i New York
Laugarásbfó: Heimskur heimskari
Saga-bíó: Slœmlr félagar
Bióhöllin: Litlu grallararnir
Bióborgin: Cobb
Regnboginn: Týndur I óbyggðum
Stjörnubió: Bardagamaðurinn
Gengið
Almenn gengisskráning LÍ nr. 88.
07. apríl 1995 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 62.780 62,960 64,050
Pund 100,880 101,180 102,560
Kan. dollar 45,190 45,370 45,740
Dönskkr. 11,5830 11,6300 11,5070
Norsk kr. 10,1820 10,2220 10,2730
Sænsk kr. 8,5540 8,5880 8,7860
Fi. mark 14,8070 14,8670 14.5830
Fra. franki 13,1060 13,1580 12,9790
Belg. franki 2,2187 2,2275 2,2226
Sviss. franki 55,6500 55,8700 55,5100
Holl. gyllini 40,7300 40,8900 40,8500
Þýskt mark 45,6100 45,7500 45,7600
it. líra 0,03661 0,03679 0.0376Í
Aust. sch. 6,4770 6,5090 6,5050
Port. escudo 0,4310 0,4332 0,4349
Spá. peseti 0,5029 0,5055 0,4984
Jap. yen 0,74620 0,74850 0,7189<
irsktpund 101,630 102,140 103,080
SDR 98,88000 99,38000 98,99001
ECU 83,9700 84,3100 83,6900
Simsvari vegna gengisskráningar 623270.