Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 Útlönd Rúmenía: flugslysinu Vélarbilun var orsok mesta flugslyss í sögu rúmenska flugfé- lagsins Tarom, þegar Airbus far- þegavél félagsins fórst með 60 manns rétt eftir flugtak frá Búk- arest í lok mars. Sérstök rann- sóknarnefnd hefur komist aö þeirri niöurstöðu að hægrí hreyf- ill vélarinnar hafl ekki hægt á sér rétt eftir flugtakið heldur haldið áfram að snúast af fullu afli. Þar sem vinstri hreyfillinn hafði hægt á sér, eins og hann átti aö gera, hafi vélin tekið dýíú niður á við og brotlent á hvolfi. Rann- sóknarnefhdin útilokar alveg aö sprengja hafl orsakað slysið. HvítirBanda- ríkjamenn telja Simpsonsekan Fimm sinnum fleiri hvítir Bandaríkiamenn en þeldökkir telja að ruðningshetjan O.J, Simpson sé sekur um morð á fyrrum eiginkonu sinni og elsk- huga hennar. í nýrri könnun veslra kemur ffam að 49 prósent hvítra aöspuröra segjast mundu dæma Simpson sekan um morð- in. Einungis 11 prósentþeldökkra Bandaríkiamanna eru á þeirri skoðun en 56 prósent þeirra telja aö hann sé saklaus. Meirihluti þeldökkra Bandaríkjamanna telja að kynþáttur hafi veriö ráð- andi þegar ákveðið var aö ákæra Simpson um morðin. Spænskur her- maður myrtiu- Spænskur hermaður var myrt- ur í borginni San Sebastian á Norður-Spáni f gær. Hermaður- inn var á leið heim í mat þegar tveir menn þustu út úr kyrrstæð- um bíl og skutu hann af stuttu færi. Hermaðurinn lést sam- stundis. Bíll tilræðismannanna fannst stuttu síðar skammt frá moröstaðnum en grunur leikur á að Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, standi á bak viö moröið. Skæruliðar á vegum ETA hafa orðið um 800 manns að bana í meira en tvegga áratuga baráttu fyrír sjálfstæðu ríki Baska. Noregur: Megadansaum páskana Nú er ekki lengur bannaö aö dansa á opinberum stöðum í Nor- egi um páskana. Ný lög um helgi- daga, sem norska Stórþingiö samþykkti í janúar, slaka mjög á þeim reglum sem áður giltu en þær fólu í sér klárt bann viö dansi um helgidagana. Þuiftu veitinga- menn, eins og hér á landi, aö setja borð út á dansgólfin til að ekki yrði dansað. Mikill þrýstingur var frá hendí hótel- og veitingahúsaeigenda um að reglunum um dansbannið yröi afiétt. Þeir voru orðnir þreyttir á aðþurfa að banna gestum sinum aö dansa og reka þá þar að auki heim á miðnætti fyrir páskadag. Austurríki: Þrírlátastíjarð- Þrír iétust i eldsvoða sem kom upp við árekstur fimm bíla i ein- stefnujarögöngum í Austurríki f gær. Slysið varð í Pláender jarö- göngunum sem eru 6,7 kílómetra löng og eru nærri landamærum Þýskalands. Reykur og eldur gerði björgunarstarf erfitt. Útlit er fyrir aö göngin veröi lokuð næstudaga. Réuter/NTB Grálúðudeila Kanada og ESB enn óleyst: Kanadamenn hóta aðgerðum - grípa til „viðeigandi ráðstafana“ á morgun Brian Tobin, sjávarútvegsráð- herra Kanada, hefur hótað aðgerðum gegn spænskum togurum á grálúðu- miðunum á Miklabanka út af Ný- fundnalandi á miðvikudag ef samn- ingar hafa ekki náðst milli Kanada og Evrópusambandsins (ESB) í grá- lúðudeilunni fyrir þann tíma. 15 spænskir togarar eru nú á miðunum umdeildu. Tobin neitaði því í gærkvöld að hann væri að setja ESB úrslitakosti en sagðist verulega vonsvikinn yfir því að utanríkisráðherrar ESB hefðu ekki samþykkt drög að samningi sem lágu fyrir um helgina. Hann sagði að tveir fundir væru fyrirhugaðir hjá Evrópusambandinu í dag og einnig myndi Jean Chretien, forsætisráð- herra Kanada, boða ráðherra sína á fund. Ef ekkert hefði heyrst frá Evr- ópusambandinu á miðvikudag yrði gripið til viðeigandi ráðstafana á grálúðumiðunum út af Nýfundna- landi þar sem spænskir togarar eru nú staddir. „Á þeim tímapunkti munum við gera það sem nauðsynlegt þykir til að fylgja eftir þeirri stefnu stjórnar- innar aö tryggja vemdun tegundar- Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, hótar aðgerðum gegn spænskum togurum á Miklabanka á miðvikudag hafi Evrópusambandið þá ekki samþykkt þau drög að samningi sem fyrir liggja. Símamynd Reuter innar,“ sagði Tobin. Hann sagði að samningar lægju fyrir og aðeins væri deilt um úthlutun grálúðukvóta milli landanna. Önnur atriði væru klár og ekki væri hægt að semja upp á nýtt. Annaðhvort yrðu þau drög sem lægju fyrir samþykkt eða ekki. Kanadamenn hafa fallist á að ESB og Kanada fái jafn stóra grálúðu- kvóta á Nýfundnalandsmiðum, eða um 10 þúsund tonn hvor aðili. Upp- haflega hafði Norðvestur-Atlants- hafs fiskveiöistofnunin (NAFO) út- hlutaö Kanadamönnum fimm sinn- um meiri kvóta. Hann segir að það sé hlutverk Evrópusambandsins að sannfæra Spánverja. Kanadamenn geti ekki gefið meira eftir. Þeir hafi verið mjög sveigjanlegir í þessum samningum. Tobin segir að þau drög að samn- ingi sem nú hggi fyrir geti orðið til þess að vernda og byggja upp sex aðra stofna á Nýfundnalandsmiðum sem séu í verulegri útrýmingar- hættu. Þegar til lengri tíma sé litið muni Spánverjar græða á því. Haldi þeir hins vegar áfram stjórnlausum veiðum muni þeir stuðla að útrým- ingustofnaásvæðinu. Reuter Maður þessi heitir Nick Morrison og er Ástrali. Hann hefur eytt síðustu 11 árunum við að safna minjagripum um fyrstu hvítu landnemana í Ástralíu. Hann býr sjálfur afskekkt nokkurn spöl frá bænum Barcaldine í nítjándu aldar kofa ásamt kengúrunni sinni „King Wally“. Safn hans þykir merkilegt og margur ferðalangurinn stoppar til að skoða það á leið sinni á þessar slóðir til að fagna eitt hundruð ára afmæli óopinbers þjóðsöngs Ástrala, Waltz- ing Mathilda um þessar mundir. Simamynd Reuter Boulogne 1 Frakklandi: Franskir sjómenn eyði- lögðu norska f isksendingu Á milli 100 og 150 franskir sjómenn í uppreisnarhug réðust á fimm tengi- vagna, fulla af norskum laxi, í borg- inni Boulogne-sur-Mer í gærkvöldi, tæmdu þá og eyðilögðu fiskinn í mótmælaskyni. Vöruflutningabflar voru nýkomnir með laxinn þegar þetta gerðist. Norsku útflytjendumir bmgðu á það ráð að senda strax nýja farma og var von á þeim til Boulogne strax í morgun. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem franskir sjómenn ráðast gegn útflutningsafurðum frá Noregi en þeir eru frægir fyrir að vera mjög herskáir. Á síðasta ári máttu norskir útflytjendur hins vegar þola ýmislegt frá sjómönnunum og endaði það mál með því að franska ríkið varð að borga Norðmönnum bætur fyrir ali- an skemmda fiskinn. Franskir sjómenn vilja fá hækkað lágmarksverð á laxi frá löndum utan Evrópusambandsins og fengu þá kröfu sína reyndar fram að hluta í fyrra eftir átökin en eru enn við sama heygarðshomið. Átökin í fyrra komu þó ekki í veg fyrir að 1994 varð metár í útflutningi á norskum fiskafurðum, einnig til Frakklands. í Frakklandi er mikilvægasti markaður Norð- manna þegar fiskafurðir em annars vegar. Franskir sjómenn hafa oft hótað aðgerðum í ár en ekki hefur orðið úr þeim fyrr en nú. Franska lögregl- an hefur lofað að rannsókn árásar- innar í gær fái forgangsmeðferð og búist er við að franska ríkið neyðist enn til að borga Norðmönnum bæt- ur. NTB Stuttar fréttir dv Siðastavígió aðfalla Síðasta vigi Tsjetsjena er að falla í hendur Rússa, flórum mán- uðum eftir að aðgerðir Rússa gegn aðskilnaðarsinnum hófust. Ciæsífrí Willy Claes, framkvæmda- stjóri Nato, farinn í tveggja vikna frí, ein- mitt þegar þrýstíngur ;ÁéíhlÍ:;;!n:|úÚtUr; málsins heima í Belgíu eykst Taismenn segja fríið ekki tengjast mútumál- inu á neinn hátt. Irakar með sýklavopn Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafna þeirri skýringu íraka að þeir hafi fiutt inn mikið magn lif- rænna efna til læknisfræðírann- sókna. Segja þeir ailt benda til að efnin verði notuð í sýklahernaði. ÞrýstinguráTyrki TyrMr verða fyrir auknum þiýstingi að hætta aðgerðum sín- um gegn Kúrdum í noröurhluta íraks. Átök á Gaza-svæðinu Palestínskir lögreglumenn og múslímskir öfgamenn sMtpust á skotum á Gaza-svæðinu í uótt, rétt etir að Arafat hafði boðað aðgerðir gegn herskáum múslím- um. Ramos rekur diplómata Fidel Ramos, forseti Filipps- eyja, hefur rek- ið níu dipló- mata úr utan- ríMsþjónstunni vegna henging- ar barafóstr- unnar í Singa- pore í siðasta mánuði. Sagði hann aftökuna slælegri frammistööu þeirra að kenna. Litaðaíburtu Króatar hvetja Sameinuðu þjóðirnar til að senda friðar- gæsluliða af afrískum og asiskum uppruna heim 1 þeirri von að staða friðargæslusveitanna gagn- vart uppreisnarsveitum Serba styrkist. Chbaq með stjörnunum Jacques Chirac, forsta- frambjóðandi í FrakMandi stuðningi með- al fólks í skemmtana- og kvikmynda- iðn-aðinum með loforðum um aukin rikis- framlög sem auka eiga hróður Frakka á menningarsviðinu. Rómverskarfomleifar Fornleifafræðingar í Lúxem- borg hafa fundiö rómverskar rústir sem eru þær best varð- veittu sem fundist hafa í Norður- Evrópu í 30 ár. Ringulreiðin í kringum mál ruðningshetjunanr O.J. Simp- sons, sem ákærður er fyrir tvö morð, er talin geta eyðilagt rnála- rekstim ákæruvaldsins. Því verði að hraða málinu. Matwstöðvaður Líf einnar milljóna Rúanda- manna í ílóttamannabúðum í Za- ir er í hættu þar sem Ruanda- menn hafa stöðvað matvælasend- ingar á landamærunum,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.