Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 5 I>V Biðraðir í bönkum: Tölvukerfið réð ekki viðálagið Biðraöir í bönkum voru óvenju langar í fyrradag, fyrsta virka dag mánaðarins. Fólk fékk þau svör hjá gjaldkerum að bilun heíði orðiö á tölvukerfi Reiknistofu bankanna og þess vegna gengi seint og illa að af- greiða. Forstöðumaður Reiknistof- unnar, Þórður B. Sigurðsson, sagði hins vegar að engin bilUn hefði átt sér stað heldur væri um að ræða mesta álagsdag ársins sem tölvukerf- ið gæti ekki annað að fullu. „Þetta er ekki annað en álag sem dregur úr vinnsluhraða kerfisins, vélin hefur ekki undan. Einu bilanir sem orðið hafa að undanfómu komu upp um helgina í gömlum diski sem ekkert höfðu með tafirnar núna að gera. Ég minni á að fyrir ári var tölvukerfi okkar tvöfaldað. Fyrir þann tíma forðuðust menn bankana fyrsta dag hvers mánaðar. Það myndi kosta almenning talsvert meira en að bíða í biðröð einn dag í mánuði ef það ætti að stækka tölvu- kerfiö enn meir,“ sagði Þórður. HrossiníLangey: Fóðruð fyrir 10 þúsund krónur á dag „Það verður haldið áfram að fóðra hrossin daglega alla vega til að byija meö. Ég gæti ímyndað mér að kostn- aðurinn væri um tíu þúsund krónur á dag. Mótmæh eigandans hafa enga merkingu," sagði Marteinn Valdi- marsson, sveitarstjóri í Búðardal, í samtah við DV. Samkvæmt ákvörðun sýslumanns var fariö með hey út í Fremri-Langey í mynni Hvammsfjarðar í fyrradag til að gefa hrossum sem voru „í slæmu ástandi" samkvæmt skoðun forðagæslumanna. Deilur hafa staðið við eigendur um hrossin í vetur. Marteinn sagði að frá eigendum hefðu einungis komið mótmæli við aðgerðunum og greiðslu kostnaðar. Það stoðaði ekki enda yrði þeim sendur reikningur -og sýslumaður hefði úrskurðarvald um heygjöfma. „Sinni hann ekki skyldum sínum sjálfur ber sveitarfélaginu að gera það,“ sagði Marteinn. Eigandi hross- anna lýsti því yfir í DV nýlega að hann mundi hætta með hrossin í eynniíhaust. -Ótt Blönduósbær: Tapaði máli í Hæstarétti Þórhallur Ásmundsson, DV, NorðurL vestra; Hæstiréttur hefur dæmt Blöndu- ósbæ til að greiða Sigurjóni Ólafssyni og Hlyni Tryggvasyni, bygginga- meisturum á Blönduósi, 258.000 krónur ásamt dráttarvöxtum vegna aukaverks er þeir unnu varðandi byggingu fjölbýlishúss á Blönduósi í sept. 1990. Að auki er Blönduósbæ gert að greiða þeim 250.000 í máls- kostnað fyrir héraði og í Hæstarétti. Mál þetta spannst vegna 2ja auka- verka sem Siguijón og Hlynur unnu við bygginguna. Annars vegar fyrir málningu á girðingu að fjárhæð 66.690 krónur, sem stefndi Blönduós- bær greiddi þó um síðir eftir að mál hafði verið höfðað, og hins vegar var krafist greiðslu fyrir að tyrfa lóð fjöl- býhshússins, að fjárhæð 315.000 krónur. Samtals var reikningur fyrir þessi 2 verk að fjárhæð 324.701 kr. Húsnæðisstofnun ríkisins neitaði að greiða þessi aukaverk, en stofnunin stóð straum af byggingu hússins. ________________________________Fréttir A yfir höföi sér árs fangelsi eftir að hafa logið að RLR og fjölmiðlum: Stakk sjálf an sig - kærði þrjá menn - læknar drógu 1 efa tilurð sára sem sauma þurfti saman með 27 sporum Karlmaður sem hélt því fram að ráðist hefði verið á sig í göngum undir Reykjanesbraut 9. nóvember síðasthðinn og hann sleginn og skorinn hefur viðurkennt við yfir- heyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins að hafa veitt sér áverkana sjálfur. Sauma þurfti í manninn 27 spor vegna hnífstunguáverkanna sem hann veitti sér sjálfur. Reynir Traustason, DV, Þorlákshöfa „Ég skulda sárálítið í búi mínu en reksturinn skilar samt ekki nægu til þess að mér takist að halda við tækj- um, húsakosti og jörð. Stóra máhð í þessu er að neysluvenjur þjóðarinn- ar hafa breyst og fólk hefur í æ rík- ara mæh horfið frá því að borða kjöt,“ segir Hörður Sigurgrímsson, kúabóndi að Holti í Ámessýslu, sem rekur ásamt bróður sínum kúabú með 65 til 70 kúm í fjósi. Hörður segist ekki vilja kenna Maðurinn, sem er 22 ára og heitir Ólafur Hálfdánarson, sagði í viðtali við fjölmiðla eftir hinn upplogna atburð og við skýrslutöku hjá RLR, en hann kærði árásina, að þrír menn hefðu staöið við annan enda ganganna. Þeir hefðu ýtt við hon- um og heimtað af honum peninga. Þeir hefðu ítrekað slegið hann í andlitið og síðan stungið hann með stjómvöldum beinlínis um það hvernig komiö er. Afkoma kúa- bænda veröi að lúta sömu lögmálum og annarra þeirra sem eru að fram- leiða markaðsvöru. „Við erum í samkeppni viö hrís- gijón og pasta og verðum að haga okkur samkvæmt því. Við verðum einfaldlega að beijast fyrir okkar vom. Kjötneysla í landinu hefur á nokkrum árum fallið úr því að vera 65 kíló á mann á ári niður í 58 kíló og í þessu hggur okkar vandi,“ segir Hörður. hnífi í fótlegg og síðu. Við það hefði hann öskrað og „huldumennirnir" hlaupið við svo búið í burtu. Þann- ig hljóðaði frásögn Ólafs í fjölmiðl- um en hún er á sama veg og fram- burður hans hjá RLR á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum DV var máhnu haldið opnu hjá RLR þar sem frásögn Ólafs þótti ekki trú- verðug. Einnig töldu læknar mögu- Hugmyndir em uppi um að flytja inn norskar kýr til að kynbæta ís- lenska kynið og standa yfir saman- burðarrannsóknir í Færeyjum á ís- lenskum og norskum kúm. Hörður segir að ekki sé að sínu viti ástæða til að flytja inn kýr til að kynbæta íslenska kynið. „Nýting á okkar kúm er góð og þær nýta vel fóður. Við emm með gott kúakyn sem er í framfor. Ég sé því ekki ástæðu til að flytja inn kýr til kynbóta," segir hann. -rt legt að Ólafur hefði sjálfur veitt sér áverkana. Viö yfirheyrslur hjá RLR viðurkenndi Ólafur svo ný- lega að sú var raunin. Máhð hefur verið sent ríkissak- sóknara til meðferðar. Samkvæmt hegningarlögum á Ólafur yfir höfði sér allt að árs fangelsi fyrir að hafa boriðframrangakærutilRLR. -pp Ákærður fyrir ráníBússuog Pétursbúð Karlmaður um þritugt hefur verið ákærður fyrir rán og til- raun til ráns í tveimur verslun- um í vesturbæ Reykjavíkur að kvöldi 4. desember síðasthðins. í öðm máhnu er manninum gefið að sök að hafa ráöist inn í sölutuminn Bússa á homi Vest- urgötu og Garðastrætis, gripiö þar í afgreiðslustúlku og haft í hótunum við hana áður en hann fór i peningakassa og tók þaöan 15 þúsund krónur. Maðurinn hvarf síöan á braut en andlit hans var huhð trefli. Afgreiðslustúlk- an gat þó gefið lýsingu á honum sem síðar leiddi til handtöku. Sama kvöld bárast fregnir um að maður hefði einnig ruðst inn í Pétursbúð við Ægisgötu, i að- eins nokkur hundruð metra fjar- lægð frá Bússu, og haft þar i hót- unura og rffið í afgreiðslustúlku. Henni tókst síðan aö koma mann- inum út úr versluninni áöur en hann náði að ræna nokkru. Framangreindum manni er gef- ið að sök aö hafa átt hlut að máli i bæði skiptin. Hann hefur hins vegar neitað öhum sakargiftum. Réttað verður í máli mannsins á næsturaii i Héraðsdómi Reykja- vikur. Vöruskiptiímars: Hagstæðum 2,7 milljarða -lakaraenífyrra i marsmánuði sl. vom fluttar út vömr fyrir 11,7 milljarða króna og inn fyrir röska 9 mihj- arða. Vöruskiptin I mars vom því hagstæð um 2,7 milljarða en í mars 1994 vora þau hagstæð um 5,3 milfjarða miðað við fast gengi. Afgangur af vöruskiptunum er þvi helmingi minni en á sama tíma í fyrra. Mestu munar aö inn- flutningur er 34% meiri í mars sl. en í sama mánuði í fyrra en útflutningur eilítið minni i krón- um talið. Stóraukinn innflutningur er aðahega tilkominn vegna ohunn- ar og innflutnings til stóriöju. Sömuleiöis jókst talsvert inn- flutningur á fölksbílum í mánuð- inum ef mið er tekið af mars 1994. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa verið fluttar út vörur að verðmæti 29 milljarðar króna en inn fyrir 23 míiljarða. Aígangur var því á vöruviðskiptum við út: lönd sem nam 6 milljöröum. Á sama tíma í fyrra var afgangur- inn 8,7 mihjarðar, samkvæmt til- kynningu frá Hagstofunni. Búið skilar ekki nógu miklu til að hægt sé að halda við húsakosti, vélum og ræktarlandi, segir Hörður Sigurgrímsson í Holti. Hér er hann í fjósi sínu að sinna kúm sinum. DV-mynd ÞÖK Hörður Sigurgrímsson, kúabóndi í Holti: Erum í samkeppni við hrísgrjón og pasta - verðum að berjast fyrir okkar vöru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.