Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1995, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 Fólk í fréttum Ami Vilhjálmsson Árni Vilhjálmsson, prófessor og stjórnarformaöur Granda, Hlyn- gerði 10, Reykjavík, hefur verið í fréttum vegna athyglisverðrar hug- myndar um veiðileyfagjald. Starfsferill Ámi fæddist í Reykjavík 11. maí 1932. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1951, viðskiptafræðipróíi frá HÍ 1954, AM og Ph.D.-prófum frá Har- vard 1957, var Teaching fellow við Harvard 1956-57 oggjesteassosiat við Ósióarháskóla 1958-59. Ámi stundaði hagrannsóknir hjá Framkvæmdabankaíslands 1957-58 og viðskiptaráðuneytinu 1960, hag- fræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington DC 1960^61 og hefur verið prófessor við HÍ frá 1961. Árni hefur um árabil kennt á nám- skeiðum á vegum prófnefndar lög- giltra endurskoðenda, Iðnaðar- málastofnunar íslands, Stjómunar- fræðslu iðnaðarráðuneytisins og Stjórnunarfélags ísiands. Hann var stjórnarformaður Háskólabiós 1963-78, Hampiðjunnar hf. 1968-76, Iðnþróunarstofnunar íslands 1971-77, Hvals hf. frá 1979, Kassa- gerðar Reykjavíkur hf. frá 1982, Þró- unarsamvinnustofnunar íslands 1987-89, Granda hf. frá 1988 og Ár- mannsfells frá 1989, í bankaráði Landsbankans frá 1974-88 og for- maður 1977-80, í stjórn Flugleiða hf. frá 1986 og Verðbréfaþings Islands frá 1989. Ámi hefur setið í fjöida stjórn- skipaðra nefnda og situr í nefnd sjávarútvegsráðherra um stefnu- mörkun í sjávarútvegsmálum. Fjölskylda Árni kvæntist 18.7.1964 Ingibjörgu LilyBjörnsdóttur,f. 12.12.1942, skólastjóra Listdansskóla Þjóðleik- hússins. Hún er dóttir Bjöms Jó- hannssonar, forstjóra í Reykjavík, og Helgu Jóhannsson, f. Craig, hús- móður. Dætur Árna og Ingibjargar em Ásdís Helga, f. 16.5.1965, nemi í landslagsarkitektúr í New York, gift Guðmundi Franklín Jónssyni, við- skiptafræðingi hjá verðbréfafyrir- tæki í New Y ork, og er sonur þeirra Árni Franklín Guðmundsson, f. 5.5. 1993; Birna Björk, f. 17.3.1970, nemi í landafræði við HÍ; Auður Kristín, f. 13.7.1974, nemi í spænsku. Systur Áma eru Sigríður, f. 3.1. 1929, húsmóðir, og Kristín, f. 1.5. 1930, kennari. Foreldrar Árna: Vilhjálmur Árna- son, f. 27.5.1986, skipstjóri, og Guð- ríður Sigurðardóttir, f. 17.12.1898, húsmóðir. Ætt Vilhjálmur var sonur Áma, sjó- manns á Stokkseyri, Vilhjálmsson- ar, b. á Stóra-Hofi í Rangárvöllum, Jónssonar. Móðir Árna var Styr- gerður, systir Sesselju, langömmu Gunnlaugs M. Sigmundssonar, for- stjóra Þróunarfélagsins. Bróðir Styrgerðar var Ámundi, langafi Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar. Styrgerður var dóttir Filippusar, b. í Bjólu, Þorsteinssonar, bróður Önnu, langömmu Svövu, móður Matthíasar Mathiesen, fyrrv. ráð- herra, foður Áma alþm. Móðir Vilhjálms var Sigríöur yngri, systir Ingibjargar, ömmu Salome Þorkelsdóttur, fyrrv. alþing- isforseta. Sigriður var dóttir Þor- kels, hreppstjóra á Hólum, Jónsson- ar yngri, formanns á Óseyrarnesi, Jónssonar. Móðir Þorkels var Ólöf, systir Símonar, iangafa Jóhanns í Mundakoti, afa Ragnars í Smára. Móðir Ólafar var Valgerður Ara- dóttir, b. í Neistakoti, Jónssonar, á Roðarhóh Bergssonar, ættföður Bergsættarinnar Sturlaugssonar. Móðir Sigríðar var Sigríður Jóns- dóttir, b. á Vestri-Loftsstöðum, Jónssonar og Sigríðar elstu Jóns- dóttur ríka, hreppstjóra í Vestri- Móhúsum, Þórðarsonar. Móðir Jóns var Guðlaug, systir Ara í Neis- takoti. Guðríður var systir Bjama, föður Hinriks dagskrárstjóra hjá Ríkisút- varpinu. Guðríður var dóttir Sig- urðar, formanns í Ranakoti, bróður Valgerðar, ömmu Bjama Guðna- sonar prófessors. Sigurður var son- ur Hinriks, b. í Hallskoti, bróður Þorkels, hreppstjóra á Hólum. Móð- Arni Vilhjálmsson. ir Sigurðar var Guðríður, systir Jóns, langafa Brynju Benediktsdótt- urieikstjóra. Móðir Guðríðar var Kristín, systir Þuríðar, móður Páls ísólfssonar. Kristín var dóttir Bjarna, formanns í Símonarhúsum, Jónssonar, þar Bjarnasonar. Móðir Jóns var Val- gerður Bjamadóttir. Móðir Valgerð- ar var Guðrún Guðmundsdóttir, ættfóöur Kópsvatnsættarinnar Þor- steinssonar. Afmæli Pétur Már Sigurðsson Pétur Már Sigurðsson fram- kvæmdastjóri, Fagrabergi 16, Hafn- arfirði, er fertugur í dag. Starfsferill Pétur fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Víghólaskóla í Kópavogi og fjórða stigi vélstjóranáms frá Sjó- mannaskólanum í Reykjavík 1984. Pétur var háseti og vélstjóri til sjós um árabil. Hann stofnaði sápugerð- ina Fagraberg í árslok 1988 en seldi fyrirtækið á síðasta ári. Þá starfaði hann hjá fyrirtækinu ísbergi hf. sem stofnað var 1954. Hann keypti fyrir- tækið 1992 og starfrækir það að Hverfisgötu 39 í Reykjavík. Pétur fann upp vél til átöppunar sápu á brúsa 1989, einfalda og hand- hæga. Hann hefur tekið virkan þátt í starfi fjölda félaga, hefur verið skáti frá bernskuárunum, var fé- lagsforingi skátafélagsins Vífils í Garðabæ 1975-76 ogfélagsforingi Hraunbúa í Hafnarfirði í fimm ár. Fjölskylda Pétur kvæntist í júlí 1984 Stefaníu Úlfarsdóttur, f. 7.9.1949, húsmóður. Hún er dóttir Úlfars Jónssonar, læknis í Flórída sem er látinn, og Guðnýjar Ámundadóttur, kaup- konu í Reykjavík. Dætur Péturs og Stefaníu era Erna Unnur, f. 10.12.1984, og Guðný Hildur, f. 3.10.1986. Systkini Péturs eru Guðrún Unn- ur, f. 9.12.1949, menntaskólakennari í Kalifomíu, gift Donaid William Martyny, höfuðsmanni í bandaríska flotanum og eiga þau þrjú börn; Ól- afur, f. 30.8.1953, matvælafræðingur og gæðaeftirfitsstjóri hjá Hagkaupi, kvæntur Önnu Bergsteinsdóttur og eiga þau tvær dætur; María, f. 19.5. 1957, húsmóöir á Hvammstanga, gift Erni Gíslasyni og eiga þau fjögur böm. Foreldrar Péturs: Sigurður H. Þor- steinsson, f. 6.6.1930, rithöfundur, uppeldisfræðingur og fyrrv. skóla- stjóri, búsettur í Hafnarfirði, og Toríhildur Steingrímsdóttir, f. 30.12. 1928, myndlistamaður og húsmóðir. Pétur Már Sigurðsson. Pétur tekur á móti gestum í Fjörukránni í dag, milli kl. 19. 21.00. 00 og Auglýsing Sambú, rekstrarfélag Lífeyrissjóðs bænda og Sam- vinnulífeyrissjóðsins, mun flytja starfsemi sína úr Sambandshúsinu á Kirkjusandi á 3. hæð í Húsi versl- unarinnar, Kringlunni 7. Vegna flutninganna verða skrifstofur Sambús lokaðar föstudaginn 5. maí 1995, en opna í hinu nýja húsnæði að morgni mánudags- ins 8. maí 1995. Síma- og faxnúmer verða óbreytt. Sambú Áskrifendtir DV fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum ^wwwv AUGLYSINGAR Þverholti 11 -105 Reykjavik Sími 563 2700 - Bréfasími 563 2727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Athugi&! Smáauglýsingar i helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. afmælið 4. maí 80 ára 60 ára Þuríður Benedlktsdóttir, Breiðabólsstaö I, Dalabyggð, 75 ára Stefán G. Svavars, Kópavogsbraut lb, Kópavogi. Mekkín Guðnadóttir, Einiiundi 2c, Akureyri. ÓlöfÓlafsdóttir, Bjarmastíg 13, Akureyri. Ríkharður Gestsson, Bakkageröi, Svarfaðardalshreppi. Guðbjörg Halivarðsdóttir, Arnarhrauni 20, Hafnarfirði. Margrét Guðvinsdóttir, Hóiavegi 22, Sauðárkróki. Elisa Viihjálmsdóttir, Heiðarhomi 1, Keflavík. Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir, Safamýri 79, Reykjavík. Elín G. Haraldsdóttir, Yrsufelfi 11, Reykjavík. Þrúður Gunniaugsdóttir, Feilsmúla 6, Reykjavík. Sigriður Halldórsdóttir, Hvoli, Gerðahreppi. 40 ára Guðriður Aadnegard, Barmahfið2, Sauðárkróki. Benedikt Jóhannesson, Hjálmhoiti 7, Reykjavík. Ólöf Kristín Ingólfsdóttir, Gljúfraseli 8, Reykjavík, 50ára 70 ára Skúii Júlíusson, Skólabraut 3, Seitjarnamesi. Sigriður Guðiaugsdóttir, Jörfabakka 2, Reykjavík. Þorhjörg Snorradóttir, Klapparstíg 7, Akurey ri. ^ Tekur við svörum fyrir þig! Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.