Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 Fréttir „H M-framkvæmdir“ í Grófargili Víkingahofið við Fjörukrána í Hafnarfirði vekur harðar deilur: Nýbyggingin kærð til umhverfisráðuneytis einnig talin brjóta lög um húsafriðun „Byggingarfulltrúa ber aö fylgjast með því aö eigendur húsa sinni til- kynningaskyldu sinni tii húsafriðun- amefndar. Það hefur hann ekki gert en hefði þurft að gera, sýnist mér. Húsin eru öll sambyggð þannig að þetta er eiginlega viðbygging við frið- að hús og þess vegna er þetta að öll- um líkindum brot á þjóðminjalögum. Ég sé ekki annað,“ segir Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri húsa- friðunarnefndar ríkisins. Ríflega 20 íbúar viö Suðurgötu, Sel- vogsgötu og Heflisbraut í Hafnarfirði hafa mótmælt byggingu stafabygg- ingar ofan á aðra hæö Fjörugarðsins í Hafnarfirði og telja að byggingar- nefnd hafi brotið deiliskipulag með því að leyfa bygginguna án grennd- arkynningar. Arni Sv. Mathiesen, íbúi við Suðurgötu í Hafnarfirði, hef- ur sent kæru til umhverfisráðuneyt- isins og krafist þess að byggingar- leyfið verði ógilt. „Þessi bygging samrýmist ekki gildandi deiliskipulagi og byggingar- nefnd hefur því farið út fyrir sinn ramma með því að veita leyfi fyrir henni. Nefndin gaf íbúum í aðliggj- andi húsum ekki tækifæri til að láta í ljós álit sitt eins og grenndarkynn- ingargrein byggingarlaganna gerir ráð fyrir. Við nágrannamir sáum bara framkvæmdir hefjast og bygg- inguna rjúka upp. Mér finnst frek- lega gengið á okkar rétt, deiliskipu- lagið er hundsað og byggingin reist,“ Arni Sv. Mathiesen, íbúi við Suöurgötu í Hafnarfirði, hefur kært byggingarnefnd Hafnarfjarðar til umhverfisráðu- neytisins fyrir að hafa leyft byggingu víkingahofs ofan á Fjörukrána án þess að kynna bygginguna fyrir íbúum í nágrenninu. DV-mynd Sveinn segir Ami Sv. Mathiesen, íbúi við Suðurgötu í Hafnarfirði. Eitt húsanna í húsaþyrpingu Fjörukrárinnar-Fjörugarðsins í Hafnarfirði er næstelsta húsið í bæn- umogvarreistáriöl841. -GHS Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii; Norður á Akureyri undrast menn það að á sama tíma og hluti heims- meistarakeppninnar í handknattleik fer þar fram skuli ráðist í fram- kvæmdir í Grófargili eða „Giflnu" eins og Akureyringar kalla það. Grófargilið er ein helsta samgöngu- leið bæjarins og tengir miöbæinn við „Brekkuna". Um gilið liggur þess dagana t.d. leið langferðabifreiða með þátttökuliðin á HM auk allra annarra sem sækja þann viðburð. Mönnum finnst því skjóta skökku við að einmitt á þeim tíma þurfi að ráðast í þá framkvæmd að „grafa Giliö upp“ eins og Akureyringar orða það. Sauðárkrókur: Slæmt at- vinnuástand Þóiiiallui Áanuindason, DV, Sauðádctóki: „Mér hst vægast sagt ifla á at- vinnuástandið og horfumar framundán enda hefur atvinnu- leysi á þessu svæði farið vaxandi aö undanförnu,“ segir Jón Karls- son, formaður Verkalýðsfélags- ins Fram á Sauöárkróki. í vetur hafa verið á atvinnu- leysisskrá í héraðinu að jafnaði 140 manns, þar af hátt í 100 manns á Sauðárkróki. Jón bendir einnig á þá stað- reynd aö mörg undanfarin ár hafi bæjarsjóður Sauðárkróks veitt verulega fjármuni til upp- byggingar atvinnulifsins. Á sama tíma hafi sókn sveitafólks í vinnu á Sauðárkróki verið að aukast. „Þarna er ég kominn að punkti sem ég hef lengi haldið fram og hann er sá að brýn nauðsyn sé til þess að héraðið aflt verði sam- einað i eitt sveitarfélag enda er þetta oröiðeitt atvinnusvæöi. Það er ekki hægt og alls ekki sann- gjarnt að Sauöárkróksbær einn sveitarfélaga standi undir því að skapa atvinnu fyrir íbúa héraðs- ins. Hreppamir eru líka svo smá- ir að þeir hver fyrir sig ráða ekki við það verkefni," segir Jón Karlsson. Grindavík: 41 milljón i fyrstu ferðinni Ægir Már Káiason, DV, Suðumesguiru Gnúpurinn GK gerði þaö gott í sinni fyrstu veiðiferð en aflaverö- mæti túrsins, sem tók fjórar vik- ur, var 41 mifljón. Aflinn var grál- úða og karfi en hann var heil- frystur um borö. Þetta er mesta aflaverðmæti sem hefur verið landað í einu i Grindavík. Gnúpurinn hét áður Guðbjörg frá ísafirði en nýir eigendur breyttu honum í frystitogara. Aflinn verður aflur seldur á Japansmarkað. Sölumiðstöð hraðftystihúsanna, SH, selur allt fyrir Þorbjörn Ef Ólaf ur ratar í Reykholt Er þetta í Reykholtsskóla? Já, þetta er skólastjórinn í Reyk- holtsskóla sem talar, hver hringir? Ég heiti Ólafur Þ. Þórðarson, fyrrum alþingismaöur og skóla- stjóri í Reykholti. Ég vildi rétt svona kanna hvort Reykholtsskóli er ekki ennþá starfræktur. Ég er nefnilega skólastjóri í þeim skóla. Hvemig má það vera, Ólafur, að þú sért skólastjóri í skólanum sem ég er skólastjóri í? spyr Oddur skólastjóri í Reykholti. Ja, ég var þama fyrir fimmtán ámm eða svo. Ég er hættur á þingi og hef geymt skólastjórastöðuna þangað til núna að ég er atvinnu- laus og ætla að taka við skólastjóra- starfinu að nýju. Ég vildi fyrst ganga úr skugga um að skólinn væri ennþá starfræktur, segir Ólaf- ur. En þetta er allt annar skóli en sá skóli sem hér var rekinn fyrir fimmtán ámm, svarar Oddur. Nú, segirðu það. Eru ekki ennþá nemendur í skólanum? Jú, hér em nemendur, mínir nemendur. Og er ekki skólinn ennþá í Reyk- holti? Jú, skólinn er enn í Reykholti, þar sem ég rek skólann. Og er ekki Reykholt ennþá í Borg- arfirðinum? spyr Ólafur. Jú, Reykholt er ennþá í Borgar- firði, segir Oddur skólastjóri. Og er ekki ennþá styttan af Snor- ra á sama staö? Ég spyr nú bara af því að það er svo langt síðan ég kom í Reykholt, ég held bara að ég hafi ekki komið þangað í fimmtán ár. Nú, ertu ekki búinn að vera þing- maður í fimmtán ár? spyr Oddur. Jú, en ekki í Borgarfirði. Ég var þingmaöur fyrir Vestfirðinga og hef ekki mátt vera að því að koma í Borgarfjörðinn. Ég var vestur á fjöröum og svo var ég í Reykjavík. Er ekki skólastarf ennþá með svip- uðu sniði og fyrir fimmtán árum? spyr Ólafur. Hvernig má það vera að þú sért ennþá skólastjóri í Reykholti ef þú hefur ekki komið þangað í fimmtán ár? spyr Oddur. Jú, sjáðu til. Þingmenn geta geymt sér störfin meðan þeir sitja á þingi. Mín óheppni var sú aö ég er hættur á þingi, varð lasinn og treysti mér ekki lengur til að fara í framboð. Það gerir aldurinn og heilsan svo nú verð ég aftur að verða skólastjóri af því ég hef ekki heilsu í annað. Ég var nú eiginlega búinn að gléyma því að ég væri skólastjóri en þeir minntu mig á það í ráðuneytinu og þá mundi ég líka eftir Reykholti. Það voru komnir akvegir í Borgaríjörðinn þegar ég var þar skólastjóri og auð- velt að rata og þangað kom einn og einn nemandi og þetta var góður tími og afslappað í vinnunni og nú er ég að koma aftur. En hér eru vel á annað hundrað nemendur og ekkert hvíldarstarf til afslöppunar, segir Oddur skóla- stjóri. Nú, hver ansinn, eru svona marg- ir nemendur og hvað eruð þið aö kenna? spyr Ólafur. Eitt og annað, segir Oddur. Nú, hver fjárinn, þarf ég þá að fara að kynna mér hvað þið kenn- ið? Þar fór í verra. Ég hef ekkert kennt í fimmtán ár. Þetta verður í lagi hjá þér, Ólaf- ur. Krakkamir ætla allir að hætta ef ég hætti, segir Oddur. Það er gott að heyra, segir Ólaf- ur. Mikið væri það nú til hagræðis fyrir mig sem skólastjóra ef ég losn- aði við nemenduma því fimmtán ár em fimmtán ár og maöur fylgist ekki vel með skólastarfi þegar mað- ur sinnir löggjafarstöifum á al- þingi en þaö er nú bara af því að ég á þessa stöðu sem ég ætla aö ganga inn í hana aftur. Eg var svo heppinn að ég fékk skólastjóra- staríið nokkmm mánuðum áður en ég varð þingmaður og get þess vegna fengið stöðuna aftur af því að við gengum svo frá lögunum í þinginu að menn ættu rétt á því að fá sín gömlu störf aftur þegar þeir væm ekki léngur til brúks í þinginu. Þetta er til að verja þing- menn sem verða þingmenn í þágu þjóðarinnar og verða að geta geng- iö að einhverjum störfum þegar þeir hætta sem þingmenn. Þetta skilur þú vonandi, Oddur minn, af einhveiju verða menn að lifa sem falla út af þingi og em ekki brúk- legir annars staðar. Ertu þá á leiðinni í Reykholt? Já, um leið og ég rata upp eftir og er búinn með þingmannsbið- launin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.