Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 24
44 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 Olafur var í fríi frá Reykholti í fimmtán ár. Löngu ákveðið að ég taki við» skólanum „Ég hef aldrei breytt út af kúrs... Það er löngu búið að ákveða það að ég taki við skólan- Ólafur Þ. Þóröarson i DV. Húsfyrir mína nemendur „Nú þarf ég að finna hús fyrir mig og mína nemendur.“ Oddur Albertsson skólastjóri í Tímanum. Ummæli Samkeppni ekki á þeirra lista „Það vita afiir að samkeppni er eitthvað sem Mjólkursamsalan, Osta- og smjörsalan leggja mikið á sig tíl að koma í veg fyrir.“ Svalt fyrir norðan I dag verður norðaustankaldi aust- an-og suðaustanlands með lítils hátt- ar skúrum eða éljum en hæg norð- Veðrið í dag austan- eða breytileg átt og léttskýjað annars staðar í fyrstu. Vestanlands verður vestan- og suðvestangola og skýjað þegar kemur fram á daginn /3° en léttir þá til suðaustanlands. Á Noröurlandi verður víðast bjartviðri í innsveitum en þokubakkar á an- nesjum. Áfram svalt við norðaustur- ströndina en annars hiti á bilinu 5 til 10 stig yfir hádaginn. Sólarlag í Reykjavík: 22.23 Sólarupprás á morgun: 4.24 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.51 Árdegisflóð á morgun: 04.08 Heimild: Almanak Háskólans 0 0V" Veðrið kl. 6 í morgun Veðrið kl. 6 i morgun: Akureyri léttskýjað -3 Akurnes léttskýjað 0 Bergsstaðir skýjað -1 Bolungarvik skýjað -1 KeflavíkurflugvöUur léttskýjaö 1 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 0 Raufarhöfn alskýjað -1 Reykjavík léttskýjað 1 Stórhöfði úrkoma 3 Bergen léttskýjað 4 Helsinki hálfskýjað 6 Kaupmannahöfn skýjað 8 Ósló skýjað 5 Stokkhólmur skýjað 2 Þórshöfh snjóél 2 Amsterdam úrkoma 8 Barcelona skúr 17 Berlín hálfskýjað 7 Feneyjar þokumóða 12 Frankfurt skýjað 7 Glasgow léttskýjað 0 Hamborg skýjað 7 London skýjað 7 LosfHigeles Lúxemborg hálfskýjað 14 léttskýjað 7 Madrid skýjað 14 Malaga hálfskýjað 18 MaUorca þokumóða 15 Montreal léttskýjað 11 New York rigning 9 Nuuk rigning 3 Orlando alskýjað 23 Paris skýjað 10 Róm þrumuveð- ur 17 Valencia alskýjað 17 Vin léttskýjað 11 Winnipeg léttskýjað 13 Páll Kr. Pálsson í Alþýðublaðinu. Síðasta grásleppan „Ég held að þaö sé verið að drepa síðustu grásleppurnar." Jóhann A. Jónsson í DV. Ekkert að ske „Það hefur ekkert verið að ske í borgarmálum á þessu ári R-list- ans.“ Árni Sigfússon í DV. Þurfa kælingu „Norðmenn þurfa aö jafna sig fyrir næsta leik, kæla sig niður og ná áttum.“ Sverrir Leósson i Tímanum. Mannsröddin getur borist langt í logni. Skrækir kvenna eru hærri en öskur karla Mannsröddin býr ekki yfir miklum styrk frá náttúrunnar hendi miðað við aðrar skepnur en þó eru til undantekningar. í logni utanhúss er yfirleitt talið að karlmannsrödd heyrist í um það bil 180 metra fjarlægð. En þaö eru til sérstök hljóö sem berast miklu lengra. Talið er að Silbo, Blessuð veröldin blísturstungumál spænskumæ- landi íbúa La Gomera (ein Kan- aríeyja) berist, við bestu aðstæð- ur, óbjagað um 8 km leið þvert yfir dali eyjarinnar. Vegna hagstæðari tíðni mælast skrækir kvenna hærri en öskur karla. Heimsmet í hrópi er 128 dBA og það setti Simon Robert- son í Suður-Ástralíu í Guinness keppninni 11. nóvember 1988. Haldnar hafa verið keppnir í hrópum víðsvegar um heim og í einni slíkri, í Halifax í Kanada, sem kallast Alþjóðamót kallara vann Donald H. Bums frá Bermuda. Hróp hans mældist 113 desíbel. Ámi Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra „Starf mitt er að vera ráðherra til aðstoðar í einu og öllu. Mín verk- efni koma fyrst og fremst frá hon- um og skipulagslega hef ég ekki annan yfirmann hér í ráðuneyt- inu,“ segir Árni Magnússon, sem fyrir stuttu var ráðinn aðstoðar- máöur Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ámi kemur úr fjölmiðlum: „Ég hef starfað mest við fjölmiðla en var síðast hjá Maðurdagsins Vöku-Helgafelli, þar sem ég var i tæpt eitt og hálft ár við markaðs- mál og kynningarmál, en hætti um síðustu áramót þegar ég tók við starfi kosningastjóra Framsóknar- flokksins á Suöurlandi." Ámi sagðist ekki haft neitt starf- að að stjórnmálum fyrr en á þessu ári: „Ég leit alltaf á það sem prinsipp þegar ég var í fjölmiðlun Árni Magnússon. að skipta mér ekki af pólitík og hef þá skoðun að fjölmiðlamenn eigi ekki að vera að vesenast í pólitík á sama tíma og þeir eru í fjölmiðla- starfi. Ég hellti mér aftur á móti í póltíkina um áramótin og hafði mjög gaman af þessari fjögurra mánaða törn á Suðurlandi." Árni sagði aö þessa dagana væri hann að koma sér fyrir og huga að þeim verkefnum sem fyrir liggja: „Þetta eru tvö ráðuneytí. Það virð- ist vera margt mjög spennandi sem getur komiö til kasta ráöuneyt- anna. Starfið leggst vel í mig. Það eru um það bil tuttugu og fimm manns sem vinna hér 1 ráðuneyt- unum og andrúmsloftið er gott. Það sem kemur mér mest á óvart er að koma inn í ráðuneyti, sem maður hefur kannski séö fyrir sér þungt í vöfum, og sjáhvað hlutimir ganga greiðlega í gegn, alls ekki neitt þungt embættismannakerfi." Sambýliskona Árna er Edda Björg Hákonardóttír og eiga þau fjögur börn. Árni sagðist ekki hafa mikinn tíma fyrir áhugamál þessa dagana, en hans áhugamál tengjast útívist og feröalögum. „Ég hef gam- an af laxveiði, hestamennsku og slökun á náttúrulegum nótum.“ Myndgátan Klettanef Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki Keppt í þremur riðlum á HM íslenska landsliðiö á frí í dag og er ekkert keppt í riðlinum sem keppír í Laugardalshöllinni. En það er keppt í öllum öðrum riðl- um. í Hafnarfiröi leika Kúba- Slóvenía kl. 15, Tékkland - Kró- íþróttir atíakl. 17ogRússland- Marokkó kl. 20. I Kópavogi leika Japan-Alsír kl. 15, Þýskaland -Danmörk kl. 17 og Frakkland - Rúmení a kl. 20. Á Akureyri leika Hvíta Rúss- land - Brasilía kl. 15, Sviþjóð- Kuveit kl. 17 og Spánn -Egypta- land kl. 20. Sjónvarpað er frá leik Kúbu og Slóveníu og Þýskalands og Danmerkur. Landsleikur veröur í körfu- bolta í kvöld kl. 20 að Hliðarenda. íslendingar mæta Dönum. Skák Enn frá minningarmótinu um Mikhail Tal í Riga. Staðan er úr skák Jaan Ehlvest og Nigel Short sem hafði svart og átti leik. Báðir voru orðnir tímanaumir en það kom ekki í veg fyrir að Short kæmi auga á sigurleið: 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH I 1 ii a á A I m . ÍA & Á A ... S <á? 32. - Hxc5! 33. Bxc5 Hdl 34. Bxc2 Hxfl + 35. Kg2 Hcl! og eftir að hafa fullvissað sig um að biskupunum verði ekki forðað gafst Ehlvest upp. Ef 36. Bxb4 Hxc2+ og næst 37. - axb4. Jón L. Árnason Bridge Færeyingar voru meðal þátttökuþjóða á Bikarkeppni Norðurlandanna sem fram fór i Rottneros í Svíþjóð um síðustu helgi. Færeyingar enduðu í neðsta sæti en kom- ust næst sigri gegn Finnum í leik sem þeir töpuöu 14-16. Þeir voru þó nálægt sigri í leiknum en gáfu út 13, 14 og 15 impa í þremur síðustu spilum leiksins! Þeir græddu þó heila 20 impa í þessu spili fyrr í leiknum. Sagnir gengu þannig á öðru borðinu, vestur gjafari og AV á hættu: ♦ KD109743 ¥ - - ♦ Á8 + K972 ♦ G85 ¥ 9732 ♦ KD532 + D ♦ Á62 ¥ G85 ♦ G1074 + 1084 Vestur Norður Austur Suöur 1» 1* 2¥ 2* 4» 4* 5¥ Pass Pass 54 Pass Pass 6¥ p/h Pass Pass Dobl Færeyingarnir Mikkelsen og Mouritsen sátu í AV og þeir fóru alla leið í 6 hjörtu sem virðast dæmd til þess að fara niður vegna þess að suður á þrílit í trompi og er styttri í laufinu og ekki nægjanlega margar innkomur í blindan til að gera tígulinn góðan. En Finninn í norður spil- aði út spaðakóngi í upphafi sem sagnhafi trompaði og spilaði tígli. Norður rauk upp með ás og spilaði laufi frá kóngnum sem var nægjanleg hjálp fyrir sagnhafa til þess að fá 12 slagi. A hinu borðinu í leiknum opnaöi Finninn í vestur á einu hjarta, norður stökk í 4 spaða, austur doblaði og sá samningur var passaður út. Engin vandamál voru að fá 10 slagi í íjórum spöðum og 590 + 1660 gáfu 20 impa sveiflu til Færeyinga. ísak Örn Sigurðsson --- ¥ ÁKD1064 ♦ 96 Am. Áncizo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.