Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 11. MAI 1995 Spummgin Hvað finnst þér skemmti- legast í sjónvarpinu? Agnes Björg Bergþórsdóttir nemi: Simpson er langskemmtilegasti þátt- urinn í sjónvarpinu. Hrefna Ástþórsdóttir nemi: Tónlist- arþátturinn É1 og Simpson. Auður Atladóttir nemi: Visasport. Berglind Rós Gunnarsdóttir nemi: Strandverðir. Eva Hrund Heimisdóttir nemi: Strandverðir og Beverly Hills. Sigurbjörg Birgisdóttir nemi: Strand- verðir og Beverly Hills. Lesendur Sameining sveit- arfélaganna Konráð Friðfinnsson skrifar: Það er nokkuð langt síðan hug- myndinni var hreyft um að sameina bæði lítil og meðalstór sveitarfélög undir einum hatti. Hugsunin, sem lá þarna að baki, var að með þessari aðferð myndu sveitarfélögin standa sig hetur og hafa meira bolmagn til að inna þá þjónustu af hendi sem ætlast er til af þeim. Sem kunnugt er hafa þorpin, kauptúnin og sveitirnar í landinu hvert sitt yfirvald sem sjá um ákveð- in mál á þeirra vegum samkvæmt stjómarskrá landsins. En fjármagns- leysið reisir þeim oft skorður og með þeim afleiðingum að minna verður úr verki en ætlast var til í upphafi. Það sem breytist hins vegar með samruna sveitarfélaga er að í stað þriggja, fjögurra bæjarstjóra og hreppstjóra á kannski fáeinna kíló- metra svæði kemur ein stjórn. Ein bygging er hýsir alla starfsemina sem þar er í stað þriggja eða fjögurra áður. Auðvitað sparar þetta peninga og þá ekki litla. Fyrir fáeinum miss- erum var gengið til kosninga um þessi mál. Þá fór líka eitthvað að gerast. Einhverjir bæir sameinuðust og sú samvinna hefur gengið snurðu- laust að mestu. Aðrir höfnuðu þessu. Og svo kemur Helgafellssveitin. Hún er sér á báti í málinu. Vegna þess að þar á bæ hafa menn í fjór- gang gengið til kosninga og greitt atkvæði um sama mál. -1 fyrsta skip- ið klúðraðist kosningin vegna þess að kjörseðlar voru of þunnir (sást víst í gegnum sneplana!). í annað sinn klúðruðust mál með öðrum hætti. En í þriðja skiptið var pappír- inn „of þykkur“! í fjórða og síðasta skiptiö voru íbúarnir orðnir svo svekktir og hvekktir á ástandinu að þeir hreinlega höfnuðu þessari sam- steypu og kölluðu á óbreytt ástand. Á Reykjanesi var líka skellt hurð- um. Einkum vegna deilna um nýtt nafn sem setja átti á hið nýja sveitar- félag. Frægur poppari, sem búsettur hefur verið í Keílavík í áratugi, hót- aði að ílytja búferlum yrði Keflavík- urnafnið strikað út af landakortinu. En ég spyr nú, án alls gamans: Hvers vegna er svo brýnt að breyta bæjamöfnum á Reykjanesi ef um það stendur styrr á meðal bæjarbúa? Ef þeir eru að öðra leyti sammála þess- um samruna því þá ekki að leyfa þeim að halda í gömlu bæjarnöfnin sem eru þeim svo kær? Sameining sveitarfélaga stendur hvorki né fell- ur með nýju nafni heldur því hvort fólki takist að starfa saman og sé fært um að lækka kostnaðinn í kring- um sveitarstjórnarmálin. Það er líka kjarni málsins. „Hægri öfgamenn" í Ríkisútvarpinu K.T. skrifar: í fréttaflutningi af hryðjuverkun- um í Oklahomaborg hefur Ríkisút- varpið sýnt að það er enn við sama heygarðshorniö. Þjóðemissinnaði ofstækismaðurinn sem hörmungun- um olli hefur hvað eftir annað veriö nefndur „hægri öfgamaður". í hinni daglegu stjórnmálaumræðu eru þeir til hægri sem vilja aukinn rétt einstaklingsins, óháð kyni, bú- setu og litarhætti, en þeir sem eru til vinstri vilja aukinn rétt ríkisins til að stjórna lífi þegnanna. Þeir sem eru svo langlengst til hægri vilja óheft frelsi einstaklingsins, svo fremi að þeir gangi ekki á rétt annarra. - Nefnilega sem minnst ríkisvald. Slík- ir hægrimenn stunda eðhlega ekki hryðjuverk og manndráp og telja að sjálfsögðu alla kynþætti manna jafna. Hryðjuverkamaðurinn bandaríski á því meira sameiginlegt með nasist- um, fasistum og öðrum þjóðernissós- íalistum og fyrrverandi valdhöfum í Rúmeníu og Sovétríkjunum, sem voru vinstri mönnum, innan sem utan Ríkisútvarpsins, einkar hug- leiknir hér á árum áður, heldur en nokkurn tíma hægri mönnum eins og stöðugt er þó hamrað á. Um daginn kastaði svo tólfunum, þegar Ríkisútvarpið sagði frá því að tveir meintir stuðningsmenn franska stjórnmálamannsins LePen, sem að sjálfsögðu voru ranglega nefndir „hægri öfgamenn", hefðu myrt sak- lausan nýbúa. Hér hefði vitaskuld átt að nefna hlutina sínum réttu nöfnum en LePen er eins og kunnugt er þjóðernissósíalisti sem hefur illan bifur á útlendingum og elur á hatri í garð litaðs fólks. LePen er því mál- svari alls þess sem raunverulegir hægri menn standa á móti. Það er því miður fátt sem bendir til þess að Ríkisútvarpið muni bæta sig. Fjölmiðill, sem heldur úti heilum útvarpsþætti, Þjóðarsálinni, sem gengur eingöngu út á það að gefa ýmsu önugu og óánægðu fólki kost á að níða og baknaga samborgara sína, getur ekki haft mikinn metnað. Gjaldskyldan í miðborginni Kristján skrifar: Það fer að verða vandlifað í miö- borg Reykjavíkur og næsta ná- grenni. Stöðumælar komnir við ahar umferðargötur og ekki nóg með það heldur er gjaldskylda fyrir bifreiðar fyrir utan íbúðarhús og víðar þar sem maður hefur venjulega lagt bíl sínum um áraraðir án þess að þurfa að greiða fyrir það sérstaklega. Maður hélt að ekki væri á þetta bætandi. - Þó er nýbúið að lengja gjaldskylduna og er hún nú til kl. 18 að kvöldinu og svo hefur laugardeg- inum einnig verið bætt við, eða til 12 á hádegi. - Hvers vegna allur laug- ardagurinn er ekki tekinn hka er mér óskiljanlegt! Þetta gerir nú það að verkum að flestir reyna að komast hjá því að fara í miðbæinn með bíla sína og ég sé líka að umferðin hefur stórminnk- að á laugardagsmorgnum. Það eina góða við þetta er að vísu það að ég fæ þá fremur stæði fyrir minn bíl í grennd við húsið. En ég þarf engu að síður að greiöa fyrir stæðið. Þetta myndu nú ekki allir íbúar borgarinnar sætta sig við. Reykhoitsskóli í uppnámi Oddur skrifar: Nokkur umræða hefur spunn- ist um þær ófyrirleitnu reglur hins opinbera sem heimila opin- berum starfsmönnum að „geyma“ stöður sínar svo og svo mörg ár á meðan þeir færa sig til starfa vítt og breitt um þjóðfélag- iö. - Nú er það fyrrverandi þing- maður sem vill komast að 1 stjórnunarstöðu við Reykholts- skóla og engar refjar en þar gegndi haim stöðu fyrir 15 árum! Annar skólastjóri er í stöðu þing- mannsins og Reykholtsskóli er nánast í uppnámi vegna kröfu þingmannsins. Timabært er að afnema svona fáránlegar reglur. Ábyrgð endur- skoðenda H.L.S. skrifar: Það var mál til komið að huga að ábyrgð endurskoðenda vegna skattskýrslugerða sinna. - Marg- ir láta endurskoðendur gera fyrir sig skýrslurnar og fá þá gjarnan lengri frest en venjulegir borgar- ar sem skila skýrslum sínum á tilsettum tíma. Ég veit ekki hvort réttlátt er að gera endurskoöend- ur ábyrga fyrir skattskilum við- skiptavina sinna. Hitt er meira en tímabært að betra eftirlit sé haft með skattskýrsluskilum, þótt ekkí væri annað en að fylgj- ast með hvort alit kemur til skatts sem þeir framkvæma í þessu efni. HerðumaðNorð- mönnum ÓH hringdi: Nú er norsk-íslenska síldin komín inn í íslenska lögssögu. Ég tel alveg sjálfsagt að við ís- lendingai' herðum að Norðmönn- um meö auknu eftirliti á miðun- um og gerum þeim ljóst ef þeir ætia að krækja í afla hjá okkur að þeir séu ekki velkomnir á meðan þeir láta ófríðlega á al- þjóðlegu hafsvæði í norðurhöf- um. Lögreglustjóri minnirábann! Ása hringdi: Ég las frétt í dagblaði sl. þriðju- dag vegna áfengísauglýsingar á HM-mótinu, í fyrirsögn sagði: Lögreglustjóri minnir á bann. - Maöur hefði nú haldið að annað- hvort væru áfengisauglýsingar bannaðar eða leyfðar. Séu þær bannaðar (sem ég veit ekkert um) þarf ekkert að minna á bannið, þá er það eitthvað sem þarf að bregðast við með aðgerð. Ekki fæ ég áminningu ef ég brýt af mér, mér er hreinlega refsað eða ég fæ sekt samstundis. Þannig er þetta í alvöru þjóðfélögum, Hins vegar er bannað að auglýsa áfengi í prentmiðlum hér á landi, en að- eins fslenskum - ekki erlendum! En svona er ísland í dag. Undarlegbarna- dýrkun Jóhann Guðmundsson skrifar: Óvíöa er eins mikið um bama- dýrkun, eins og ég vil kalla það, og hér á landi. Alltaf er verið að gera eitthvað fyrir börnin. Minna er gert fyrir þá sem standa undir öllum kostnaðinum. Verst þykir mér þó að sjá hvernig farið er með blessuð börnin. Ég tek dæmi af sýningum og keppnura þar sem krakkar, jafnvel 7 ára og yngri, eru látin sýna og það meira að segja erlendis. Mér er raun af að horfa upp á þessi krakkagrey sem eru td. send út til Bretlands til aö keppa i dansi. Þetta minnir mig alltaf á eins konar barnakl- ám, sem víða er fordæmt - þótt sannarlega sé ekki saman aö jafna að fullu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.