Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER OPW: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGARDAGS- OG MANUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995. Reynsluakstur Tveir bílar stórskemmdust er þeir skullu hvor á öðrum á Stórhöfða I gærdag. Ökumenn beggja bilanna voru fluttir á slysadeild og farþegi i öðrum bilnum. Meiðsl þeirra reynd- ust minni háttar. Ökumaður annars bílsins var með hann í reynsluakstri frá bílaumboði í nágrenninu. DV-mynd Sveinn Norsk-íslenska síldin: Börkur með risakast Nótaskipið Börkur fékk risakast eða um 1500 tonn á síldarmiðunum í færeysku lögsögunni. Þar sem skip- ið var þegar komið með nokkurn afla gaf það Guðrúnu Þorkelsdóttur SU hluta af síldinni. Að sögn Emils Thorarensen, útgerðarstjóra hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, nægði kastið til að fylla bæði skipin. Alls eru þau þrjú nótaskip sem fyr- irtæki Emils gerir út búin að fiska tæp sjö þúsund tonn og var allur sá afli tekinn innan færeysku lögsög- unnar. -rt Korpulfsstaöir: Viðræður um kvikmyndaver Viðræður hefjast fljótlega milli embættismanna borgarinnar og for- svarsmanna kvikmyndageröar- manna um að koma upp kvikmynda- veri á Korpúlfsstöðum. Böðvar Bjarki Pétursson, formaður Félags kvikmyndageröarmanna; segir að kvikmyndagerðarmenn hafi skoðað Korpúlfsstaði og telji hægt að útbúa þar kvikmyndaver og verk- stæðifyrirlítinnkostnað. -GHS Bergsteinn og Bjöm unnu Ólympíuskákmót barna og ungl- inga yngri en 16 ára er haldið þessa dagana í Las Palmas á Kanaríeyjum. í þriðju umferð tefldu íslendingar viö Argentínu og gerðu jafntefli, 2-2. Bergsteinn og Björn unnu sínar skákir en Jón Viktor og Bragi töpuðu eftir miklar sviptingar. LOKI Ekki amaleg búðarferð þetta! Formannsframboð Margrétar 1 Alþýðubandalaginu: Kemur mér alls ekki á óvart - og baráttan leggst vel í mig, segir Steingrímur J. „Eg hef alveg eins búist við þvi að fleiri yrðu í framboði, þannig að framþoð Margrétar kemur ekk- ert á óvart í sjálfu sér. Baráttan leggst ágætíega í mig. Ég hef verið undir þetta búinn en ég heföi líka viljað að það gæti orðið samkomu- lag um framboðið. Ég vildi stuðia að sliku. Ég vona að kosningabar- áttan verði drengileg og málefnaleg og á uppbyggilegum nótum fyrir flokkinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðu- bandalagsins. Margrét Frímanns- dóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram tii formennsku í Alþýðu- bandalaginu i tengslum við lands- fund flokksins sem haldinn verður í haust. Það hefur Steingrímur J. Sigfússon einnig gert. Ekki er ákveöið hvenær lands- fundurinn fer fram í haust en Steingrímur segist \11ja stuðla að því að hann verði haldinn fyrr en seinna. Steingrimur vildi ekkert tjá sig um það hvort framboð Margrétar tengdist fylkingu Ólafs Ragnars Grimssonar í flokknum. Hann sagðist vonast til að kosið yrði um þau sem einstaklinga en ekki eftir fylkingum. Ólafur Ragnar Grímsson, núver- andi formaður Alþýðubahdalags- ins, er staddur í New York um þess- ar mundir og ekki náðist í hann í morgun. Svavar Gestsson, formað- ur þingflokks Alþýöubandalagsins og óháðra og fyrrverandi formaður flokksins, segist í Tímanum í morg- un ætla að halda sig til hlés í kom- andi baráttu og bera klæði á vopn- in. Hann telur margt benda til þess að komandi kosningabarátta verði ein sú lengsta í heimi og muni standa ytír frá maí til mánaðamóta október-nóvember. - sjá einnig bls. 2 Svíar á Sauðárkróki: Kynna sér áfanga- kerfið Þórhailur Asmundsson, DV, Sauöárkróki: Tuttugu manns frá Svíþjóð heim- sóttu Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki á dögunum til að kynna sér íslenska áfangakerfið, en það hefur vakið mikla athygli á Norður- löndum. Ársæll Guðmundsson aðstoðar- skólameistari segir það vissulega vera mikla viðurkenningu fyrir skól- ann að aðrar þjóðir leiti þangað fróð- leiks og þekkingar. í hópnum var 10 manna vinnuhóp- ur sem eingöngu var aö kynna sér hvernig áfangakerfiö er útfært. í þeim hópi var fræðslustjóri og yfir- maður allra framhaldsskóla í Váxjö ásamt fjórum skólameisturum en áætíað er að bjóða upp á framhalds- nám í Váxjö með áfangasniöi haustið 1996. , ■■asSEiJ j^c i ö ln i|n niinfa i‘Jk r.i íiaíTmn^ Þau voru ekki í vandræðum með að versla fyrir 300 þúsund krónur á þrem- ur klukkustundum í gær, hjónin Bergljót Snorradóttir og Hermann S. Jóns- son, en þau hlutu stóra vinninginn í happdrætti Kringlunnar. DV-mynd GVA RútubílstjóraverkfaHi frestað 1 nott: Sleipnismenn óhressir „Við megum ekki segja frá inni- haíldi tillögunnar en ég get sagt að við erum afar óhressir. Við beygðum okkur undir þá venju að fresta verk- falli þegar miðlunartiliaga hefur ver- ið lögð fram en það voru í raun eng- ar forsendur fyrir henni. Það er mjög einkennileg tilviljun að atkvæða- greiðslu ljúki ekki fyrr en 19. maí og veröi hún felld verði annað verkfall boðað sama dag pg heimsmeistara- keppninni lýkur. Ég tek svo stórt upp í mig að segja að verði tillagan sam- þykkt þá verð ég ekki lengur 1 trún- aðarstörfum fyrir félagið," sagði Guðmundur Jóelsson, varaformaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, við DV í morgun en boðuðu verkfalh Sleipnis var frestað í nótt þegar ríkis- sáttasemjari lagði fram miðlunartil- lögu í kjaradeilunni. Atkvæðagreiðsla um tilöguna fer fram hjá ríkissáttasemjara 15. til 19. maí. Verði tillagan felld hefur annað verkfall verið boðað 21. maí eða sama dag og HM’95 lýkur. Mokveiði hjá krókabátum á Þórshöfn: Fiskað fyrir helming bátsverðs á 2 vikum „Það er búin að vera standandi veiði hér síðan í lok apríl. Heima- menn segja þetta nýtt í sögunni að það fáist svona mikill þorskur hér,“ segir Hannes Sveinbergsson, skip- stjóri á krókabátnum Bjarma EA, sem er einn þeirra krókabáta sem mokfiskað hafa skammt frá bryggj- unni á Þórshöfn á Langanesi. Bátarnir hafa undanfarnar vikur fengið allt að þremur tonnum á dag. Hannes segist vera búinn að fá 27 tonn af þorski á hálfum mánuði. Það þýðir miðað við markaðsverð að hann er búinn að fiska fyrir helming þess verðs sem bátur hans kostar. Mokveiði er einnig hjá krókabátum á Selvogsbanka og eru bátamir að fáalltaðþremurtonnumádag. -rt Veðriöámorgun: Víða létt- skýjað Á morgun verður norðangola eða kaldi og smáél norðaustanlands en annars hæg breytileg átt og víða léttskýjað og þurrt. Kalt verður um vestanvert landið en allt aö 9 stiga hiti sunnanlands. Veðrið 1 dag er á bls. 44

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.