Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 5 Fréttir Nýtt fyrirtæki á Norðurlandi: Verða stærstir í landflutningum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Flutningafyrirtækin Stefnir hf. á Akureyri og Óskar Jónsson og Co hf. á Dalvík hafa gengið til liðs við Flutningamiðstöð Norðurlands sem er í eigu KEA og Samskipa. Nýja fyr- irtækið er hið langstærsta sinnar tegundar á Norðurlandi og reyndar langstærsta landflutningafyrirtæki landsins. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa og stjórnarformaður Flutning- amiðstöðvar Norðurlands, segir að sameining fyrirtækjanna sé ekki lið- ur í neinum „tangódansi" sem rekja megi til fyrirhugaðra aukinna um- svifa Eimskips á Akureyri, mark- miðið sé að veita betri þjónustu en áður með flutningum á vörum norð- ur og suður á sjó og landi og að fyrir- tækið verði stærsti flutningaaðilinn á þessu sviði. Markaðshlutdeild fyrirtækjanna sem nú hafa sameinast mun vera á bilinu 55-60% og er horft til aukning- ar í nánustu framtíð með samruna fyrirtækjanna þriggja. Sem dæmi um umfang vöruflutninga frá Eyjaíjarð- arsvæðinu til höfuðborgarsvæðisins má nefna að flutt eru um 80 tonn þangað af neysluvörum á dag og eru uppistaðan fiskur, kjöt og mjólkur- vörur ýmiss konar auk þess sem um 20 tonn fara daglega af svaladrykkn- um Frissa fríska sem framleiddur er hjá Mjólkursamlagi KEA. Fyrirtækið mun ekki eingöngu annast landflutninga því önnur þjón- usta þess felst m.a. í flutningum á sjó, löndunarþjónustu viö fiskiskip, þjónustu við skemmtiferðaskip, gámaflutningum, tollskjalagerð, vörugeymslu og fleiru. Innan fyrir- tækisins munu starfa um 40 manns. Formaður ÍTR: Spörum 30 milljónir í rekstri „Ég get ekki sagt hvar sparnaður- inn næst því að það er ekki búið að ganga endanlega frá því. Þessi sparn- aður felur ekki í sér neina uppsögn á starfsfólki eða hækkun á gjald- skrám. Þetta er fyrst og fremst al- mennur rekstrarsparnaður í hinu og þessu, í félagsmiðstöðvum og við- haldi hér og þar. Fjárveitingar til íþróttafélaga eru samningsbundnar og ekki hægt að lækka þær en við höfum hugsað okkur að spara 1-2 milljónir í styrkjum til félagasam- taka,“ segir Steinunn V. Óskarsdótt- ir, formaður íþrótta- og tómstunda- ráðs, ÍTR. Tillögur um 260 milljóna króna sparnað í rekstri borgarinnar hafa verið lagðar fram í borgarráði. Sam- kvæmt þessum tillögum er gert ráð fyrir 50 milljóna króna sparnaði við vaxtabreytingar og lækkun fjar- magnsgjalda á þessu ári, 60,5 milljón- um í tengslum við framkvæmdir Gatnamálastjóra í fráveitumálum, 31 milljón í öldrunarmálum og 30 millj- ónum hjá ÍTR. Nefnd um spamað i rekstri borgar- innar efndi til hugmyndasamkeppni meðal borgarstarfsmanna um það hvemig mætti spara í rekstrinum. Fáar tillögur bámst en ákveöið var að verðlauna fjóra starfsmenn á skrifstofum Félagsmálastofnunar með 150 þúsundum króna fyrir tiUög- ur um endurbætur á innheimtukerfi húsaleigu stofnunarinnar. -GHS Bam brenndist iila: Fékk pott með brenn- heitu vatni yf ir sig Hálfs annars árs gamall drengur hggur nú á lýtalækningadeild Landspítalans með annarrar gráðú bruna á andliti, öxlum og búki eftir að hann teygði sig í skaft á potti sem stóð á eldavél á heimili hans. Pottur- inn féll yfir hann og brennheitt vatn sem í pottinum var skvettist yflr drenginn með þeim afleiðingum að hann hlaut annarrar gráðu bruna á 30 prósentum líkamans á fyrrnefnd- um stöðum. Að sögn Knúts Björnssonar, sér- fræðings í lýtalækningum á lýta- lækningadeild Landspítalans, er líð- an drengsins eftir atvikum góð og hann ekki í lífshættu. Hvetur hann foreldra og forsjármenn barna til að gæta vel að börnum sínum við elda- vélar þegar eldamennska fer fram, í raun megi aldrei Hta af þeim við slík tækifæri. AUt of mikið sé um atvik sem þessi. -PP NYTTOG OTRULEGT #\VERD \0^COMPAq Presario CDS 520 Margmiðlunartölva • 66 Mhz örgjörvi • 4 MB vinnsluminni • Hljóðnemi • 420 MB harður diskur • Geisladrif • Hljóðkort • Fax/Módem m/innbyggðum símsvara • Ritvinnsla • Töflureiknir • Gagnabanki • Heimilisbókhald • Samskiptahugbúnaður • MS Inca - ævintýraspil • MS Encarta 95 - Alfræðibók • Fjöldi leikja • Pentium Overdrive sökkull Þriggja ára ábyrgð og þjónusta á staðnum. Verð uppsett og tilbúin til notkunar ___________m SKIPHOLT117 ■ 105 REYKJAVIK ^^■■■i^ SÍMI: 562 7333 • FAX; 562 8622 aco Traust og örugg þjónusta 24 klukkutímar Lánareglur okkar eru einfaldar og óþarfa bið vegna umsókna þekkist ekki. Ef öll gögn liggja fyrir af þinni hálfu, er umsóknin (dví afgreidd innan sólarhrings. FáÖu ítarlegan upplýsingabækling í næsta útibúi Landsbanka Islands, Búnaðarbanka Islands eða hringdu beint í okkur. Kynntu þér þá margvíslegu möguleika sem fjármögnunarleiga hefur umfram aðra kosti á lánamarkaöinum. Lýsing hf. SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI 568 9050, FAX 581 2929 Glsli B.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.