Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 Fréttir Rússnesku sjómennimir á Atlantic-togurunum í gíslingu hér á landi Við vitum ekkert hve- nær við losnum héðan - sagði einn skipverjinn áður en honum var bannað að tala við blaðamenn „Okkur líður ekki mjög illa. Við fáum að borða en við eigum enga peninga og getum ósköp lítið gert. Miklir erfiöleikar, miklir erfiðleikar. Enginn okkar hefur hugmynd um hvenær skipin losna héðan. Það vantar peninga.“ Þetta var þaö eina sem tókst að fá upp úr einum rússneska skipveijan- um af annaðhvort Atlantic Princess eða Atlantic Queen á bryggjunni í Hafnarfirði í gær áður en færeyskur yfirmaður birtist og harðbannaði rússnesku sjómönnunum að tala við fréttamenn DV. Það virðist Ijóst að sjómennirnir 140 séu hér í gíslingu og komist hvergi. Ástæðán er að yfirmaður út- gerðarinnar finnst hvergi og engir peningar til hvorki fyrir olíu né viö- Stuttar fréttir FjölguníHÍ Alls hafa 2.070 nýnemar skráð sig í Háskóla íslands, sem er um 150 fleiri en á sama tíma í fyrra. Endanlegur fjöldi nýnema liggur fyrst fyrir í ágúst. Beðið eftir hjartaaðgerð Lögreglubíl ekið á Ijósastaur „Jú, það er rétt að lögreglubílhnn irlögregluþjónn í Kópavogi, um at- slóst utan í ljósastaur. Lögreglumaö- burð þar sem lögreglubíl var ekið á urinn ók nokkuð greitt þar sem hann ljósastaur við Nýbýlaveg í Kópavogi var á hraðferð á slysadeild og fipað- . og án þess að stöðva beint áfram sem ist vegna gangandi vegfarenda. Þetta leið lá norður Kringlumýrabraut og var eins og hvert annaö óhapp," upp á Bústaðaveg. Enginn mun hafa sagði Eiríkur Tómasson, aðstoðaryf- slasast við áreksturinn. -sv Söguleg leiksýnlng 1 Hlaövarpanum: Löggur„vopnaðar“ upptökuvélum gerðum sem fram hafa farið hér á landi og skipin komast hvergi. Sjómaður sem talað var við talaði dáhtla ensku og var greinilegt að hann langaði að ræða meira við fréttamenn en þorði þaö ekki. Þetta sem hann sagði kom í slitrum milh þess sem hann sagði að skipstjórinn væri í landi, hann einn mætti tala, enginn mætti tala við fréttamenn. Nokkrir aðrir sjómenn sem reynt var að ræða við þorðu það ekki. Einn var að byrja viðræður þegar kallað var frá borði að hann mætti ekki tala við fréttamenn Margir sjómannanna komu að landganginum og virtust hafa áhuga á að ræða við fréttamenn en þorðu það ekki vegna tveggja manna sem greinilega voru yfirmenn og sussuðu í sífellu. Svo aht í einu birtist fær- eyskur yfirmaður sem hagaði sér eins og htiU einræðisherra. „Burt með ykkur,“ hrópaði hann til sjómannanna. „Þið vitið að þið megið ekki ræða við fréttamenn, burt!“ Hann var spurður hvort hann vildi eöa mætti ræða við fréttamenn. Sá færeyski gerði sig háreistan og svar- aði. „Enginn hér talar viö ykkur. Ég tala ekki við ykkur.“ Mál togaranna tvegga eru í hörðum hnút að því er virðist. Eins og áður var sagt finnst forstjóri útgerðarfyr- irtækisins í Færeyjum ekki og sá sem lofað hafði peningafyrirgreiðslu í Færeyjum hefur verið rekinn úr starfi sínu. Og á meðan bíða skipin hér og hafa gert það í rúman mánuð. Um þessar mundir bíða 83 manns eftir hjartaaögerð á Landspítalanum, Mbl. greindifrá þessu. Stækkunlikleg Formleg ákvöröun um stækkun álversins í Straumsvik verður tekin í ágúst. Samkvæmt RÚV bendir margt til þess að af stækk- un álversins verði og að fram- kvæmdir hefjist eftir áramót. Enginníframboði Enn hefur enginn boðið sig fram til varaformanns í Alþýðu- bandalaginu. Skv. Alþbl. hafa Margrét Frímannsdóttir og Stein- grímur J. Sigfússon reynt að finna kandídat en án árangurs. - meint vanvirðing fánans könnuö Tveir fílefldir og óeinkennisklædd- ir lögregluþjónar mættu „vopnaðir" myndbandstökuvél og ljósmyndavél á sýningu leikhópsins Sleggjurnar í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum í gærkvöld á leikritinu Ég kem frá- öðrum löndum með öll mín ævintýri aftan á mér. Tilefnið var beiðni frá forsætisráðuneytinu til lögreglunnar um að kanna hvort íslenski fáninn væri vanvirtur á sýningunni en í leikritinu setti Guðrún Gísladóttir leikkona upp svuntu, saumaða úr fánanum. Sýningin fór fram með eðlilegum hætti. Lögregluþjónarnir fóru ekki fram hjá neinum þótt óeinkennis- klæddir voru, eða eins og einn sýn- ingargesta orðaöi það: „Þetta voru þéttvaxnir karlmenn í stormblúss- um.“ Þeir tóku sýninguna vandlega upp á myndband og tóku ljósmyndir þegar svuntan var tekin upp. Lög- reglan hyggst skoða myndefnið og skera úr um hvort lögbann verði sett á næstu sýningu, sem fyrirhuguð er nk. þriöjudag. Verði niðurstaðan sú að um lögbrot sé að ræða ætla aöstandendur sýn- ingarinnar að taka upp hvíta svuntu. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmda- stjóri Kaffileikhússins, sagði við DV að ekki hefði hvarflað að neinum að notkun svuntunnar gæti verið lög- brot og óneitanlega hefði sýningin í gærkvöld verið afar sérstök. Leik- sfjóri er Dlugi Jökulsson en auk Guð- rúnar kemur fram Helga Þórarins- dóttir víóluleikari ásamt leikröddum Erlings Gíslasonar og Gerards Lemarquis. Frumsýningin var vel sótt og gæddu gestir sér á kjötsúpu. Þeir óeinkennisklæddu slepptu þó súpunni og létu sig hverfa af vett- vangi strax að sýningu lokinni. -bjb Guðrún Gísladóttir leikkona tekur á móti lögreglumönnunum óeinkennis- klæddu sem mynduðu sýninguna i Hlaðvarpanum bak og fyrir. DV-mynd ÞÖK „Við segjum ekkert. Skipstjórinn er í landi og við tölum ekki við frétta- menn,“ sagði sjómaðurinn sem er nær á myndinni. Hann vildi ekki segja okkur hvað hann heitir. Hinn sem lyftir handleggnum er færeyski yfirmaður- inn sem öskraði tilskipanir til manna sinna um að ræða ekki við fréttamenn. DV-mynd GVA íslenska útvarpsfélagiö: Kæru minnihlutans vísað frá hjá RLR Guðmundur f ær aðstoð Guðmundur Bjarnason hefur ráðíð Jón Erling Jónasson sem aðstoðarmann sinn í landbúnað- arráöuneytinu og Guðjón Ólaf Jónsson sem aðstoöarmann sinn i umhverfisráðuneytinu. Grasfræjumsáð Hópur fólks úr samtökum sem kalla sig Mosa fór í gærkvöldi inn í malargryíjur rétt hjá Varmá í Mosfellsbæ og sáði grasfræjum án leyfis landeiganda. Sjónvarpið greindifrá. -kaa Kæru, sem Einar S. Hálfdánarson endurskoðandi lagði fram fyrir hönd minnihlutans í stjórn íslenska út- varpsfélagsins á hendur meirihlut- anum fyrir bókhaldsbrot og hugsan- leg auðgunarbrot, hefur verið vísað frá hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Kæruna lagði Einar fram hjá RLR í febrúar á þessu ári. Óskað var eftir rannsókn á viðskiptum fyrirtækja Jóns Ólafssonar við íslenska út- varpsfélagið en minnihlutinn taldi að fyrirtæki Jóns hefðu ekki greitt fyrir auglýsingar að upphæð 6 millj- ónir króna á Stöð 2 og Bylgjunni. Frávísunina byggir RLR á könnun sem fram fór á kæru- og álitaefnum með aðstoö Áma Tómassonar, lög- gilts endurskoðanda. Þegar haft var samband viö Einar hafði hann ekki fengið bréf RLR í hend- ur og furðaði sig á að hafa heyrt fyrst um frávísunina í útvarpi. Hann myndi ákveða viðbrögð sín þegar hann fengi bréfið og rökstuðning fyrir frávísun. Jafet Ólafsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, sagðist við DV fagna nið- urstöðu RLR þó hann hefði aldrei efast um að hún yrði á þessa leiö. „Þarna var verið að gera úlfaida úr mjög litilli mýflugu. Það er engu að síöur slæmt aö hafa svona mál á sveirni yfir fyrirtækinu, hvort sem þau eru byggð á einhverjum rökum eða úti í hafsauga eins og þetta mál. Ekkert var óeðlilegt við þessi við- skipti, þau fóru fram eins og við öU önnur fyrirtæki," sagði Jafet. -bjb Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já jJ Nei 2\ ,r o d d FOLKSINS 904-1600 Má yfirmaður löðrunga undirmann sinn? Alllf I stafrœna kerflnu mat t6nval»»lma geta nýtt sér þe»$a þjénmtu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.