Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Side 3
FÖSTUDAGUR 30. JÚNl 1995 3 Fréttir Héraðsdómur dæmir ríkið til að greiða fórnarlambi læknamistaka bætur: Bótaskylda vegna mistaka við brjóstaminnkunaraðgerð - dæmdar 2,2 milljónir í bætur næstum fjórum árum eftir óhappið i i ShellstööÍTi Héraðsdómur gerði í gær íslenska ríkinu að greiða tæplega fimmtugri konu 2,2 milijónir vegna mistaka sem gerð voru í kjölfar brjóstaminnkun- araðgerðar á henni. Konan gekkst undir brjóstaminnk- unaraðgerö á Landspítalanum í sept- ember 1991 til að létta á brjóstunum. Hafði hún haft verki í baki og herð- um en brjóst hennar voru þung og misstór. Tekin voru 590 grömm úr hægra brjósti og 720 grömm úr því vinstra. Eftir aðgerðina greru sár konunnar seint og illa og kvartaði hún undan verkjum. Þá komst drep í vinstri geirvörtuna og í fltuna und- ir brjóstinu. Fór svo að hún gekkst undir aðgerð á ný á St. Jósefsspít- alanum í Hafnarfirði tveimur mán- uðum seinna. Áfram kenndi konan verkja í brjóstum og brjóstkassa og farið var að bera á þunglyndisein- kennum, kvíða, tregðu og svefntrufl- unum. í október 1994 gekkst konan enn á ný undir aðgerð, nú í Svíþjóð. Eftir þá aðgerð er bókað aö sár konunnar grói vel og ekki séu merki um auka- kvilla. Við mat sérfræðings á örorku konunnar kemur fram að auk úthts- lýta hafi hún verki og eymsli í báðum brjóstum og skurðörum út frá þeim og aftur eftir brjóstveggnum beggja vegna. Þá sé hún með verkjaleiðni út í handleggi, stundum allt niður í framhandlegg, og verkjaleiðni aftur í bak. Frekari lýtaaðgerðir og með- ferð geti dregið úr einkennum og lýt- um. I ljósi þessa var konan sögð 15 prósent öryrki. í niðurstöðu dómsins segir að í ljósi þess að konunni blæddi mikið og blóðrauði hennar var lágur, en slíkt sé til þess fallið að auka hættu á fylgikvillum, hefði átt að gefa henni blóð án frekari tafa en ekki síðdegis daginn eftir aðgerðina eins og gert var. Eftir aðgerðina var kot, sem er teygjubindi og veldur einhverjum þrýstingi, sett utan um sár konunnar til að minnka hreyfingar brjóstanna. Kotið var fjarlægt af hjúkrunarfræð- ingi, að beiðni konunnar, en sett upp aftur að fyrirmælum læknisins sem sá um aðgerðina. Telur dómurinn að það hafi aukið hættu á umfangi vefja- dauða að hafa utanaðkomandi þrýst- ing á brjóstin þegar vitað var um Álverið í Straumsvík: 720 milljóna króna hagnaður Aðalfundur ísals, álversins í Straumsvík, var haldinn í Sviss í fyrradag. Þar voru reikningar síð- asta árs samþykktir. Niöurstaða árs- uppgjörs er hagnaður upp á 967 millj- ónir króna fyrir skatt. Framleiðslu- gjald var um 245 milljónir og nam því hagnaður eftir skatt um 722 millj- ónum króna. Á fundinum var tilkynnt að ríkis- stjórnin hefði skipað Magnús Ósk- arsson til áframhaldandi setu í stjórn ísals. Auk þess var Valdimar K. Jóns- son prófessor skipaður í stjórn í stað Ingvars Viktorssonar. Fulltrúar rík- isstjórnarinnar eru skipaðir til næsta aðalfundar. Engar aðrar breytingar urðu á stjórn álversins. Árið 1994 náðist metframleiðsla í kerskálum fjórða árið í röð og nam álframleiðslan alls tæplega 100 þús- und tonnum. Stefnt er að því að rjúfa 100 þúsund tonna múrinn í ár, að sögn Rannveigar Rist, upplýsinga- fulltrúaísals. -bjb blóðrennslistruflanir. Þessir þættir, segir í dómnum, leiddu til þess að drep í vef varð umfangsmeira en annars hefði orðið. í ljósi þessa voru konunni dæmdar bætur fyrir miska og fjártjón í einu lagi, samtals 2,2 milljónir auk vaxta. -PP við Skagabraut Akranesi Þú kemur til okkar hvenær sem er sólarhringsins, dælir sjálfur í MX sjálfsala - og færö 1,20 kr. í afslátt. ?/7\ ÉAlfSAll fyriv koti ocf soölfi nýja og glæsilega Shellstöð fyrir lað BETRA 3ENSI Skelegg samkeppni Shellstöð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.