Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 Neytendur Verðhrun á íslensku grænmeti í stórmörkuðunum: Eitthvað ðtrúlegt aðgerast - segir Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna Mikið verðstrið geisar nú á íslenska grænmetismarkaðinum. 84% verðmunur er á gúrkum og munurinn er einn- ig umtalsverður á því sem hér er að ofan, tómötum og paprikum. „Ég veit ekki hvað er að gerast. Við höfum ekki verið aö lækka vörurnar frá okkur neitt sérstaklega og þetta er ekki vegna oíframleiðslu því hún hefur engin veriö í sumar. Þetta kem- ur mér mikið á óvart,” segir Kol- beinn Ágústsson hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna vegna hinna miklu verðlækkana sem hafa verið á ís- lensku grænmeti í stórmörkuðum á höfuðborgasvæðinu. Mikill verðmunur Neytendasíðan gerði í gær verð- könnun á íslenskum tómötum, gúrk- um og paprikum hjá sex stórmörkuð- um á höfuðborgarsvæðinu. Tals- verður munur var á milli hæsta og lægsta verðs á markaðnum. Dýrustu tómatarnir eru til dæmis 46% dýrari en þeir ódýrustu, sama tala í gúrkun- um er 85% og paprikurnar fást 42% ódýrari hjá þeirri verslun sem býöur lægsta verðið heldur en þeirri sem er með það hæsta. Greinilegt er að Bónus býður nú upp á hagstæöastu kjörin á þessum þremur vörutegundum og eru þeir með lægsta kílóverðið á þeim öllum. Fjarðarkaup eru einnig með mjög lágt verð á gúrkum og paprikum. Það er athyglisvert að Hagkaup, sem varð einna fyrst til þess að lækka verðið á tómötum, situr uppi með hæsta verðið í þeim flokki, sam- kvæmt þessari könnun. Þess ber aö geta að í könnuninni er ekki tekið tillit til gæða en þau geta að sjálfsögðu verið mismunandi. Gul paprika úr 969 kr. í 398 kr. kg Þó svo að verðmunur milli versl- ana sé mjög athyglisverður er ekki síður fróðlegt að líta á mismun á grænmetisverðinu á milli daga. Miö- vikudaginn 28. júní kostaði gul paprika í Hagkaupi 969 kr. kg en í gær var hún komin niður í 398 kr. kg, eins og rauð og græn paprika í þeirri verslun. Tómatar kostuðu 295 kr. kg í Fjarð- arkaupum á miðvikudaginn en voru daginn eftir komnir niöur í 155 kr. kg og svipaða sögu er að segja af agúrkunum. „Ástæðan fyrir þessum miklu lækkunum er líkast til aukið fram- boð á markaðinum. Samkeppnin á þessum grænmetismarkaði er mjög mikil og þegar það gerist svo að mik- ið af vöru streymir inn á markaðinn, keppast verslanirnar við að gera sem best kaup. Ætli það hafi ekki bara gerst núna,” segir Viktor Kiernan sem sér um innkaup í grænmetis- deild Hagkaups. „Það má segja að viö séum að leggja okkar af mörkum til þess að auka neyslu íslendinga á grænmeti. Við boröum minna af grænmeti en til dæmis Norðmenn og þetta lága verð er okkar framlag til þess að auka neyslu almennings á þessari hollu vöru,” sagði Viktor. Ekki lækkun hjá Sölufélaginu Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna vildi ekki kannast við að menn þar á bæ hefðu verið að lækka verðið á grænmetinu. Hann vildi ekkert gefa upp um það á hvaða verði þeir seldu grænmetið til stór- markaöanna en sagði þó að það væri misjafnt eftir verslunum. Oft hefur lækkun eins og þessi átt rætur sínar að rekja til of mikillar framleiðslu þannig að bændur hafa neyðst til þess aö lækka verðið eöa að öörum kosti að henda því sem ekki selst á hefðbundna verðinu. Kolbeinn segir að ekkert slíkt sé uppi á teningnum núna. Hærra meðalverð en í fyrra „Þetta hefur ekki verið sama ruglið og í fyrra. Þá var mikil offramleiðsla og við urðum að selja tómatana á mjög lágu verði. Núna hefur verið miklu betra jafnvægi í þessu og meö- alverð núna er hærra en í fyrra. Ég á ekki von á því að offramleiðsla muni gera vart við sig úr þessu, við erum komin yfir hápunktinn,” sagði Kolbeinn. Auglýstum eftir samstarfi við bændur Eftir því sem DV kemst næst eiga flestir stórmarkaðirnir viðskipti við Sölufélag garðyrkjumanna eða Ágæti. Þessir aðilar eru stærstu dreifingaraðilarnir fyrir grænmeti en fyrir utan þá standa einstakir bændur sem selja verslununum sitt grænmeti beint. „Viö auglýstum í fyrra eftir sam- starfi við bændur til þess að geta þá boöið neytendum lægra verö en það kom á daginn að flestir vildu frekar njóta öryggisins hjá þessum stóru dreifingaraðilum,” sagði Jón Ásgeir Jónsson hjá Bónusi. Jón Ásgeir bætti við að ef þetta heföi gengið upp hefði kannski tekist að lækka veröið enn frekar, „því eitthvað kostar það að reka þetta sölubatterí,” sagði Jón Ásgeir. Áframhaldandi sveiflur Að sögn þeirra sem DV talaði við í gær má búast við áframhaldandi sveiflum á grænmetisverði. Mikið er keypt af þessum vörum og því kapps- mál fyrir verslanirnar aö ná til sín þeim sem hyggja á grænmetiskaup. Neytendasíðan mun að sjálfsögðu fylgjast áfram með þeim sviptingum. Kynningarblað frá Hagkaupi Út er komiö íjórða kynningar- blaöið frá Hagkaupi sem hefur að geyma tilboð á vörum sem verslunin hefur upp á að bjóða. Blaðiö er 16 síður í lit. Að sögn Amar Kjartanssonar, rekstar- stjóra Hagkaups, er tilgangurinn með blaðinu að þjappa saman á einn stað tilboðum á matvöru og sérvöru og um leið að hafa vand- aö blaö fyrir þá sem vilja versla í gegnum póstverslunina. „Landsbyggðin hefur stundum verið afskipt í tilboöum stór- markaðanna og við viljum með þessu reyna að gefa öllum kost á að nýta sér þau,“ sagði Öm. Blað- inu er dreift ókeypis inn á öll heimili í landinu og tilboðin í því gilda til 16. júlí eða á meðan birgð- ir endast. Afgrænmetis- neyslu íslend- inga Þegar mataræði íslendinga var kannað fyrir nokkru komu fram ýmsar athyglisveröar niðurstöður. í ljósi allrar umíjöllunarinnar um verðstríðið á grænmetis- markaðinum er það til dæmis eft- irtektarvert að íslendingar borða ákaflega litið grænmeti eða um 71 gramm á dag. Til samanburðar má nefna að Danir borða 123 g og Norðmenn 140 g af grænmeti á degi hverjum. Hvarfást kúrekahattar? Haft hefur verið samband við neytendasíðuna vegna þess að kúrekahattar í amerískum stíl virðast ekki finnast á íslenskum markaði. Um helgina verður haldin mikil kántríhátíð í Þrastalundi og hafa því margir reynt að fá slíka hatta leigða eða keypta en ekki haft er- indi sem erfiði. Lesendur sem vita um slíka staði geta haft samband við neytendasiöuna vegna málsins. Þessir kappar eiga góða hatta fyrir helgina en það sama verður ekki sagt um þá sem höfðu sam- band við neytendasíðuna. VMslrii i ðfiMKfisaBariaiÍ iiiai i Hæst 'Næstlægst Lægst Tómatar 369 Qá ito Paprikur 198 = 3 5g no,2 ro ro x a 155 ■£ CO ir 135* 'O m 235 3 CO cö -2 co ir 199 3 C 'O CQ 497 toJO o «o 5? 379 349* co •2 co ir 'O 03 * Pakkaöir, annars 137 kr. Græn. Gul og rauö 10 kr. dýrari ljlSlIF Frábær Kreóla' marinering - frá Óla Gísla á Astró Síðastliðinn föstudag birtum við nokkrar ábendingar frá Óla Gísla Sveinbjömssyni, kokki á hinum vinsæla stað Ástró, um það hvernig fólk ætti að bera sig að við grillun. Að sjálfsögðu komum við ekki öll- um fróðleiknum fyrir á einni blað- síðu og við munum því í sumar birta ýmsar ábendingar frá Óla Gísla, svo og nokkrar grillupskrift- ir frá honum. Hér kemur uppskrift að stórgóðri marineringu sem hentar einstak- lega vel á kjúklingabringur. 1 msk. púðursykur • dós tómatpuré 2 msk. dijon sinnep 2 msk. hunang 3 marin hvítlauksrif 1 tsk. cumin (ekki kúmen) 1 tsk. koriander negull á hnífsoddi örlítið tabaskö eða chilisósa matarolía (hægt að ráða magni, Oli Gísli á Astró. getur verið allt að hálfur lítri) pipar Þetta er hrært saman og kjúkl- ingabringurnar látnar liggja í þessu í sólarhring áður en þær eru grillaðar. „Pottþéttur grillréttur," segir Óli Gísli á Astró.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.