Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Side 13
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995
13
The Boys, Rúnar og Arnar Hall-
dórssynir. DV-mynd S
The Boys slá
ennígegn
í nýlegu blaði Verdens Gang í
Noregi er heilsíðugrein um bræð-
urna Rúnar og Arnar Halldórs-
syni, eða The Boys. Þar segir frá
því að þeir séu að gefa út nýja
plötu í Noregi með lögum frá sjö-
unda áratugnum. Einnig rignir
yfir þá aðdáendabréfum frá evr-
ópskum ungmennum eftir að þeir
komu fram í þekktri hæfileika-
keppni í ítalska sjónvarpinu.
Þáttinn sáu um 100 milljónir
manna og slógu The Boys þar í
gegn. Frá Ítalíu fóru þeir með 200
þúsund króna peningaverðlaun í
vasanum til Noregs.
Eins og aðrir unglingar verða
Arnar, 13 ára, og Rúnar, 14 ára,
í fríi frá skóla í sumar. í grein
Verdens Gang kemur fram að
þeir muni á næstu vikum taka
þátt í skemmtidagskrá í dýra-
garðinum í Kristiansand ásamt
þekktum norskum listamönnum.
Seyðisfjarðar
álOOára
afmælinu
í tilefni af 100 ára afmæli Seyð-
isíjarðarkaupstaðar hefur verið
gefin út Húsasaga Seyðisfjarðar-
kaupstaðar eftir Þóru Guð-
mundsdóttur, arkitekt og veit-'
ingamann á Seyðisfirði. Bókin er
gefin út á vegum Safnastofnunar
Austurlands og bæjarsjóðs Seyð-
istjarðar og er í ritröðinni Safn
til sögu Seyðisfjarðar.
Bókin, sem er 470 blaðsíður,
rekur sögu allra gamalla húsa á
Seyðisfirði og í henni er fjöldi
mynda og korta. Húsasagan er
m.a. ætluð skipuiagsyfirvöldum
að hafa til hliðsjónar þegar taka
þarf ákvarðanir um framtíð ein-
stakra húsa.
íslensk
bókaskrá
fyrir 1992
Landsbókasafnið og Háskóla-
bókasafnið hafa í fyrsta sinn sam-
einast um útgáfu á bókaskrá, í
þetta sinn fyrir árið 1992. Skráin
er unnið með aðstoð tölvukerfis
og fljótlega er von á öðrum skrám
fyrirárin 1993 og 1994. -bjb
Leikf élagið Theater
Ný íslensk
rokkópera
Leikfélagið Theater er með í
undirbúningi sýningu á nýrri ís-
lenskri rokkóperu sem nefnist
Lindindin. Höfundur er Ingimar
Oddsson, Guðjón Sigvaldason er
leikstjóri og honum til aðstoðar
er Dóra Takefusa. Ingimar samdi
jafnframt tónhst við verkið.
Danshöfundur er Bryndís Ein-
arsdóttir. Alls taka 70 manns þátt
í rokkóperunni sem veröur frum-
sýnd 1. september nk. í íslensku
óperunni.
Theater fær 2 milljóna króna
styrk frá Reykjavíkurborg gegn
því aö það ráöi 28 skólanema eða
fólk af atvinnuleysisskrá. -bjb
Merming
íslandssagan á ensku í Tjarnarbíói:
Light Nights
í 25. sinn
Ferðaleikhúsið Light Nights hefur
sýningar sínar þetta sumarið í Tjarn-
arbíói nk. mánudagskvöld. Þetta er
25. sumarið sem Light Nights gefur
erlendum ferðamönnum kost á að
kynnast sögu lands og þjóðar í leik-
rænni uppfærslu. Sýningar fara
fram á ensku á hverju kvöldi frá 3.
júlí til 2. september nk. Sýningargest-
ir geta fengið texta á frönsku, þýsku
og norsku.
Að sögn Kristínar G. Magnús, sem
hefur verið forsprakki Light Nigths
frá upphafi, hefur leikurum verið
fjölgað úr 5 í 11, auk þess sem leik-
svið hefur verið stækkað og leik-
mynd endurnýjuð.
Light Nights-hópurinn flytur eink-
um efni byggt á íslendingasögunum,
þjóðsögunum, sögulegum viðburð-
Makalaus
finnskur
karlakór
Til landsins er kominn 40 manna
karlakór frá smábæ í Finnlandi. Kór-
inn kemur án maka. Hann heldur
fyrst tónleika í Ýdölum annað kvöld
með þingeyska karlakórnum Hreimi
en Hreimsmenn heimsóttu Finnana
í fyrra. Auk tónleikanna mun Hreim-
ur bjóða gestum sínum upp á þjóðleg-
an mat, s.s. hákarl, brennivín, hangi-
kjötoglaufabrauð. -bjb
um úr íslandssögunni, auk þess sem
flutt er þjóðleg tónlist. Sýningin er í
tveimur þáttum og tekur um 2
klukkustundir í flutningi. Á meðan
hún stendur er um 300 litskyggnum
varpaðátjald. -bjb
Frá æfingu Light Nights-leikhópsins i Tjarnarbíói. Fyrsta sýning sumarsins,
sem er það 25. sem leikhúsið starfar, verður 3. júli nk. DV-mynd BG
//////J
Dmumalið
Allt sem þú
þarft að vita um
Draumalið DV
í .helgarblaði
DV1. júlí
júnímánaðar verðlaunaður
Glæsileo verðlaun eru í boði
fyrir oesiu „þjálfarana“
Stígahæsti þjálfari hvers
mánaðar fær 15.000 kr.
vöruúttektfrá
sportvöruversluninni Spörtu,
Laugavegi 49.
Stígahæsti þjálfari sumarsins
fær að launum utanlandsferð
fyrirtvomeð
Samvinnuferðum-Landsýn á
leik erlendis að verðmæti kr.
90.000 og vöruúttekt að
verðmæti kr. 15.000 frá Útilífi,
Glæsibæ.
Dœumatií
IÆÆÆÆÆÆ
ú feto í fótspor
bróður
Cadfaeís?
TAKTU ÞÁTT í
spennandi leik
BÓKANNA
og
SJÓNVARPSINS
Þú getur unnið þér inn helgarferð með heimsókn í
Shrewsburyklaustur, heimaslóðir spæjaramunksins
vinsæla sem er frægur af bókunum og líka úr sjónvarpi.
Það eina sem þú þarft að gera er að leysa eina eða fleiri af fjórum gátum um Bróður Cadfael svörin
við gátunum finnur þú í bókunum um Cadfael. Ef þú ieysir allar fjórar gáturnar fjórfaldar þú
vinningsmöguleika þína. Gáturnar birtast ein í einu í HELGARBLAÐI DV.
I.júlí-gáta 8. júlí-gáta 15. júlí-gáta 22. júlí-gáta
Líki ofaukið Bláhjálmur Líkþrái maðurinn Athvarf öreigans
------ ---------------------- - -
*
mr
Glæsileg utanlandsferð í boði
Dregið verður úr réttum lausnum og hlýtur einn
heppinn sigurvegari glæsilega helgarferð fyrir tvo
til Shrewsbury með heimsókn í klaustrið.
Flogið verður 25. ágúst með Air Emerald
til Luton á Englandi - möguleiki er að fram-
lengja dvölina í Englandi eða á Irlandi.
AUKAVERÐLAUN! Tíu heppnir þátttakendur verða dregnir úr pottinum
og hljóta þeir tíu Urvalsbækur að eigin vali, að heildarverðmæti 8.950 kr.
hver pakki. - Skilafrestur er til 9. ágúst. Þú sendir lausnirnar til Urvalsbóka |
- merkt Bróðir Cadfael - Þverholti 11 - 105 Reykjavík.
Bækurnar um bróður Cadfael fást á næsta sölustað og kosta aðeins
S9S kf. °9 enn þá minna á sérstöku tilboði í bókaverslunum.
FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
n
Thc
SJÓNVARPtÐ
juÍRgrr
EMERALD AIR
longra tyrir laogra vorO