Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Síða 15
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 15 Framsókn veikir trú fólksins á þingræðinu Það voru alþingiskosningar 8. apríl. Man nokkur eftir því? Ekki þjóðin því það hefur ekkert breyst. Eini munurinn er sá að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa tekið við af krötunum á skerminum og vissulega er verulegur munur á þeim í mynd af Páli Péturssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er hins vegar aðeins smekksatriði hvort sá munur er til bóta. Ekkert hefur breyst til batnaðar í raun. Ekkert gert 1. Húsnæðisneyðin er hin sama. Engar breytingar hafa átt sér stað á skuldastööu heimilanna. Ekkert hefur verið gert til þess að fram- kvæma mestu skuldbreytingu ald- arinnar. Ekkert hefur verið gert til þess að lengja húsbréfalánin. Ekk- ert hefur verið gert til að lækka KjaUarinn Svavar Gestsson alþingismaður „Atvinnulausir um hábjargræðistíma Islendinga telja á annan tug þúsunda. Þeir hafa aldrei verið fleiri.“ vextina eða til þess að skila aftur skerðingu vaxtabótanna. Og þetta er sagt að gefnu tilefni þar sem Framsókn lofaði stærstu skuld- breytingu sögunnar í kosningabar- áttunni fyrir aðeins þremur mán- uðum. Við fluttum samt á vorþing- inu frumvarp um að taka á greiðsluvanda heimilanna. Fram- sókn hafnaði því. 2. Ástandið í atvinnumálum er ekki það sama. Það hefur versnað. Atvinnulausir um hábjargræðis- tíma íslendinga telja á annan tug þúsunda. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Dagsbrúnarmenn á atvinnu- leysisskrá í Reykjavík eru í dag 349 auk sextíu manna sem eru á bið- tíma. í byijun júní í fyrra voru þeir um 220 Dagsbrúnarmennirnir á atvinnuleysisskrá. Fjöldi þeirra hefur nærri tvöfaldast frá í fyrra. Hvarf batinn þegar Framsóknar- ráðherrarnir settust í ríkisstjórn? Enginn ætlar að verða atvinnulaus - er Framsóknarforystan búin að gleyma kosningaauglýsingunum? 3. Ástandið í lánamálum náms- manna er óbreytt. Framsóknar- flokkurinn lofaði því að tryggja samtímagreiðslur námslána tafar- laust. Það gerðist ekki. Samt var flutt frumvarp um það efni á Al- þingi. En Framsóknarforystan hafnaði því frumvarpi. Þannig mætti telja lengi, lengi. Það hefur ekkert gerst af því sem lofað var. Svikin loforð En það hefur eitt og annað gerst sem ekki var sagt frá fyrir kosning- ar. Það er búið að einkavæða brennivínið, sem Framsókn var á „Það er búið að búa til nefndir fyrir þingmenn Framsóknarfiokksins og framsóknarmenn utan þings eru komnir í bitlingana sem kratarnir höfðu áður.“ móti fyrir kosningar. Það er búið að búa til nefndir fyrir þingmenn Framsóknarflokksins og fram- sóknarmenn utan þings eru komn- ir í bitlingana sem kratarnir höfðu áður. Og jörðin heldur áfram að snúast... En eftir sitja þúsundir kjósenda um allt land með sárt ennið. Og margur spyr, til hvers er þingræö- ið? Er til nokkurs að kjósa? Er þetta ekki allt saman eins? Vissulega er nokkurt bráðlæti fólgið í því að ætlast til þess að allt sé leyst á þremur mánuðum, en þá er þess að geta að Framsókn lofaði að leysa allt þetta. Og stjórnmálaleiðtogar eiga ekki að gefa loforð sem þeir geta ekki staðið við. Þannig verða svikin kosningaloforð eins stjórn- málaflokks til þess að grafa undan tiltrú almennings á þingræðið og lýðræöið. Það er von. En það er alvarlegt vandamál. Svavar Gestsson Góðiþrótt Það er mörg búmannsraunin. Borgarstjórinn veiddi víst engan lax í Elliðaánum um daginn af þvi að það voru engir laxar komnir í ána. Kvennahlaupið fór frám um allt land ekki alls fyrir löngu og var hlaupið með frjálsri aðferð. Mér er sagt að fólk hafi jafnvel mátt taka strætó. íslenska handboltalands- liðið komst ekki í úrslit heims- meistarakeppninnar af því að það fékk ekki að keppa fimm sinnum við Ameríkana. Frjálsíþróttamenn okkar eru annaðhvort farnir úr axlarliðnum eða tognaðir í nára þegar þeir ætla að setja heimsmet. Og allt er þetta því að kenna hvaö íslenska sumarið er stutt. Það er ekki hægt að stunda knatt- spyrnu á veturna nema í hesthús- um og þótt mikið sé tölt þar og skeiðað kemur það ekki að gagni þegar á að fara að hemja tuðruna í slagviðrinu á knattspýrnuvöllum landsins sem eru eins á litinn og akramir á Hlíðarenda þegar Gunn- ar sneri aftur. Öll met láta sem sagt á sér standa. Ef íslenska sumarið væri hins veg- ar lengra myndu borgarstjórar veiða fleiri laxa og þar að auki væri nú áhtlegur hópur fólks aö kikna í hnjáliöunum undan ofur- þunga verðlaunapeninga og sumir byðu þess kannski aldrei bætur. KjaUaiinn Benedikt Axelsson kennari Þeir yrðu svo rosalega hrygg- skakkir að þeir gætu ekki fengið vinnu við annað en að kíkja út um glugga. Alvarlegt mál Það er í rauninni orðið mjög al- varlegt mál hvað við verðum sjald- an heimsmeistarar. En það stafar ekki af því að við séum lengur en aðrir að leggja af stað í til að mynda átta hundruð metra hlaupi en ein- hverra hluta vegna tekst okkur ekki að flýta okkur jafnhratt og aðrar þjóðir í mark. Eins er þetta meö knattspyrnuna. Það er alltaf jafntefli í upphafi léiks en þegar líða tekur á leikinn fer oftast að halla undan fæti hjá okkar mönn- um. Þetta er dálítið skrítið því að hér hefur hin göfuga íþrótt, knatt- spyrnan, verið stunduö í heila öld og aldrei hafa fleiri fengið heila- hristing og beinhimnubólgu en nú hin síðari árin. En samt verðum við ekki heimsmeistarar og getum ekki einu sinni sparkað upp á þak- ið á Þjóðminjasafninu lengur. í mínu ungdæmi var keppt á gamla Melavellinum og þóttu þeir ætíð bestir sem gátu sparkað oftast upp á þakið á Þjóðminjasafninu. Og svo er farið að reka þjálfara í stórum stíl fyrir það að þeir ná ekki árangri. Þetta finnst mér ein- kennileg pólitík. Hér á landi er það nefnilega eðlilegt ástand að ná ekki árangri í íþróttum. Við höfum búið við þetta öldum saman með fáein- um undantekningum og stafar það ekki af því að við eigum ekki hæfa þjálfara eða góðan efnivið heldur af því að sumarið er svo stutt. Ef menn hins vegar færu að ná ár- angri á einhverju sviði hlyti eitt- hvað að vera að og þá væri ástæða til að fara að ræða málin og reyna að komast að orsökum vandans. Til dæmis mætti athuga stærð gats- ins á ósonlaginu. Árangursleysi okkar á íþrótta- sviöinu þarf hins vegar ekki að valda nokkrum manni geðshrær- ingu. Benedikt Axelsson „Ef menn hins vegar færu að ná ár- angri á einhverju sviði hlyti eitthvað að vera að og þá væri ástæða til að fara að ræða málin og reyna að komast að orsökum vandans.“ Landverndákostnað náttúrufriðunar Nýta á vextina „íslending- ar láta venju- lega ekki gcra við heilar tennur. Þeir láta hreinsa þær, fýlgjast með þeim, brosa breitt og sýna þær stoltir. í sum- SigrunHelgadóttirlif- um menning- ,ríBðin9ur arsamfélögmu þykir fínt að fylla heilar tennur gulli. Margir rugla saman hugtökunum náttúru- vernd og nátlúrufriðun eða telja þau þýða eitt og hið sama. Nátt- úruvemd er að líta á náttúruna sem ákveðinn höfuðstól og nýta aðeins vextina en láta höfuðstól- inn óhreyföan. Að friða land- svæði er að viöurkenna að það gefi mest af sér fái það aö vera án afskipta mannsins og náttúran ein látin um breyíingar og mótun svæðisins. Spyija má hvort við höfum siðferðilegan rétt til að leggja allt land midir okkur og breyta því að okkar smekk. Þegar gengið hefur verið á auðæfi jarðar og þeim spillt, s.s. þegar jarðvegseyðing verður í kjölfar ofnýtingar, getur þurft að gripa til aðgerða til að styrkja höfuöstóhnn á ný. Stundum er nægjanlegt að draga úr nýtingu landsins eða að friða það til að það grói, stundum þarf að planta í sárin. Friðlýst svæði þurfa, eðli sínu samkvæmt, ekki aðgerðir misviturra manna til að styrkja höfðustólinn, ekki frekar en heil- ar tennur þurfa fyllingar jafnvel þótt um eðalmálma sé að ræða.“ Samstarf og samskilningur „Náttúra- friðun kann að vera mikið vandamál og mikil nauð- qfflprii fjjjllli syn að gera sérfullagrein það er hveiju sinni sem iill&.o. /SsT Bi' iiin Vemda ber, JónJbnuonjarAlræA- hvers vegna inaur og að hvað miklu leyti slík vemd er framkvæmanleg. Nærtækt dæmi hefur nýlega verið dregið fram í dagsfiósið en það eru varn- ir gegn ágangi sjávar. Það er löngu vitað að breyting á afstöðu láðs og lagar á sér stað hér viö land og hefur leitt til þess aö byggðir hafa veriö vamargarðar með ærnum tilkostnaöi jafnan til þess aö vernda landnytjar og byggðir en sem jafnframt hefur stuðlaö að því að viðhalda og vernda það sem nefna mætti nátt- úrulegt umhverfi. Væntanlega er þetta gert meö það fyrir augum að komandi kynslóöir fái að kynnast því sem var en sem nú er að hverfa. Þarna er því sam- starf og samskilningur fyrsta boðorðið. Dæmi má nefna um þá frægu Strandarkirkju I Selvogi sem nú er á bak við öflugan vamargarö. Þrátt íyrir það hefur sjór stöðugt nálgast. Sjálfsagt kemur nú eng- um til hugar annað en að við- halda þessum vamargarði enda þótt allt bendi til þess ð þegar tímar líða verði það vonlaust. Starfsemi náttúrufriðunar er ung hér á landi og því viðkvæm. Gæta ber þess vel að kunna sér hóf og gæta varúðar í kröfum. Ella er hætt við að góðu málefni verði spillt. Voru ekki álagablett- irnir okkar fyrstu tilraunir til náttúruverndar? -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.