Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Qupperneq 24
32
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995
T«1‘1‘ 4() VlK|jI l4ÍA
ÍSLENSKI LISTINN ER DIRTUR í DV Á HVERJUM LAUGARDEGI OG SAMA
DAG ER LISTINN FRUMFLUTTUR Á DYLGJUNNI FRÁ KL.1 6*1 9.-ÖYLGJAN
ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGSKVÖLDUM MILLI KL. 20-23.
kynnir: Jón axel ólafsson
Kevin Bacon vill líka leikstýra
AUtaf fjölgar þeim, leikurunum i
Hollywood sem vilja fara á bak við
myndavélamar og stjóma kollegum
sínum. Þeir nýjustu í þeim hópi eru
sjónvarpsleikarinn Eriq LaSalle,
sem fslendingar þekkja úr Bráða-
vaktinni, og Kevin Bacon, sem á síö-
ustu misserum hefur leikiö í mynd-
um eins og River Wild, sem var sýnd
hér ekki fyrir mjög löngu, og hinni
væntanlegu Apollo 13. Kevin er á þvi
að leikstjóm sé kærkomin tilbreyt-
ing frá amstrinu við leikinn. Hann
hefur fallist á að stjórna mynd fyrir
kapalsjónvarpsstöðina Showtime.
Myndin kemur til með að heita Los-
ing Chase og með helstu hlutverk
fara Helen Mirren, Beau Bridges og
Kyra Sedgwick. „Ég var aUtaf á þvi
að leikstýra en mig langaöi til aö
finna réttu söguna," segir Kevin.
Járnaður
við Cindy
Crawford
„Við erum með góöar fréttir og
slæmar fréttir," sögðu kvikmynda-
framleiðendumir við leikarann Will-
iam Baldwin og héldu áfram:
„Slæmu fréttirnar em að þú verður
handjámaður í tvær vikur. En góöu
fféttimar em að þú verður hand-
járnaður við Cindy Crawford."
Baldwin var létt að heyra góðu
fréttirnar enda ekki margir sem
komast í stöðugt návígi við eina rík-
ustu og fegurstu fyrirsætu heims í
heilar tvær vikur. Handjámin tengja
Cindy og William í nýrri spennu-
mynd sem tökum er lokið á og frum-
sýnd verður síðar á árinu. Myndin
nefnist Fair Game og var að mestu
tekin í Miami á Flórída. Þar leikur
Cindy metnaðargjarna konu sem
flækist í eltingaleik lögreglunnar við
morðingja.
Cindy var ekkert að tvinóna við
hlutina heldur lék hún sjálf í flestum
áhættuatriðum 'myndarinnar. Og
William fer ekki varhluta af leik-
hæfileikum fyrirsætunnar þar sem
eldheit ástaratriði eru í myndinni.
„Ég hugsaði með sjálfri mér að
þetta væri ekki raunveruleiki. En
svo var allt afstaðið á örskotsstundu.
Þetta var ekkert mál,“ sagði Cindy.
Lafði Diana gengur hér til móttöku sem haldin var i Serpentine-galleríinu
í Hyde Park í London í fyrradag. Það var tímaritið Vanity Fair, sem birt
hefur frægar nektarmyndir af leikkonunni Demi Moore á forsíðu, sem stóð
fyrir móttökunni en hún var haldin til styrktar galleríinu. Diana virðist halda
sér vel og mundi sóma sér ágætlega á forsíðu fyrrnefnds tímarits.
Simamynd Reuter
Sviðsljós
Stone í slag
við Bob Dole
Kvikmyndaleikstjórinn Oliver
Stone og íhaldssami öldunga-
deildarþingmaðurinn Bob Dole
rifust á dögunum um mynd Ston-
es, Fædda morðingja. Dole átti
upptökin en Stone var ekki seinn
á sér aö svara fyrir sig. Hann
sagði árás Ðoles helbera hræsni
þar sem þingmaðurinn færi fyrir
baráttu rifflavinafélagsins NRA
gegn árásarvopnabanni sem
Chnton forseti beitti sér fyrir.
Bob Dole hefur að undanförnu
veist að kvikmyndagerðarmönn-
um fyrir ofbeldi og ósiðsemi í
myndum þeirra.
Kennarar félagsfræöigreina.
Bókin Skýrsla um samfélag upplýsir með
Ijósmyndum af leyndarbréfum Hæstaréttar
um einstaka stjórnarhætti, sem embættis-
og stjórnmálamenn hafa brugðist við með
þögn og aðgerðaleysi. Útg.
ISLENSKI LISTINN CR SAMVINNUVERKCFNI DVLCJUNNAR, DV OO COCA-COLA A fsLANOI. LISTINN CR NIDURSTAOA SKODANAKÖNNUNAR SCM CR FRAMKVÆMD AF
MARKAÐSDIILO DV f HVCRRI VIKU. FJÖLOI SVARENDA ER A BILINU 300 TIL 400, A ALDRINUM 18-39 ARA AF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT CR TCKIO MIO AF GENGI LAOA
A CRLENOUM VINSJELDARLIETUM OO SPILUN PCIRRA A fSLCNSKUM ÚTVARPSSTÖDVUM. ÍSLCNSKI LISTINN BIRTIST A HVCRJUM LAUGARDEGI f DV OO CR FRUMFLUTTUR
A BVLOJUNHI KL. 16.00 BAMA OAO. IsLCNSKI LISTINN TCKUR þATT I VALI "WORLD CHART* SCM FRAMLCIDDUR CR AF RADIO EXPRCSS I LOS ANOCLES. ElNNIG HCFUR HANN
AhRIF A CVRÓPULISTANN SCM BIRTUR CR f TÓNLISTARBLADINU MUSIC 6 MCDIA SCM CR RCKID AF BANDARfSKA TÓNLISTARBLAOINU BILLBOARD.
Cindy Crawford er handjárnuð við William Baldwin í nýrri hasarmynd.
Í BOÐI COCA-COLA
QO.Q
itanacr
6BTT ÚTVARPI