Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Side 27
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995
35
I
I
I
I
i
I
I
>í
►
>
>
>
>
>
Fjölmiðlar
Að loknum
fréttum
Að loknum sjónvarpsfréttum í
gærkvöld hófst i Sjónvarpinu
fréttatengt efni. Þar var á ferðinni
þátturinn Þar sem daglaunin
duga, i umsjón Óðins Jónssonar.
Þátturinn íjallaði um fjölda fs-
lendinga sem farið hafa til starfa
í Gskvinnslu í Hanstholm sem er
lítill sjávarbær á Jótlandi. Þar
ræddi Ööinn við íslendingana um
lífið í Hanstholm i samanburði
við lífið í smábæjunum við sjáv-
arsíðuna á íslandi. Það sem Öðni
tókst að sýná vél fram á var mun-
urinn á launum og vinnutíma hér
og þar. Einnig vöktu athygli um-
mæli íslendinganna um muninn
á rekstri fyrirtækja og störfum
yfirmanna þeirra. Á íslandi voru
yfirmenn fiskvinnslufyrirtækj-
anna á þönum á jeppunum sínum
en í Hanstholm störfuðu þeir viö
hhð verkafólksins. Loks var fróð-
legt að sjá fiskinn sem unninn var
í Hanstholm. Þar var mikið um
smáfisk sem mönnum varð tíð-
rætt um að ekki sæist heima á
íslandi. Glögglega kom í ljós hjá
þeim sem rætt var við og reynslu
höfðu af ftskveiðum að slíkum
fiski væri fleygt heima á íslandi.
Hér var á ferðinni einstaklega
skemmtilegur þáttur. Hann var
raunsannur þar sem Óðinn haföi
ekki fyrir því að klippa út nei-
kvæðu liliðarnar á þvi að flytja
búferlum í annað þjóðfélag. Fjall-
að var jafnt um kosti og galla
búferlaflutninga.
Pétur Pétursson
Andlát
Skúli Magnússon, fyrrv. vörubif-
reiðastjóri, Nýbýlavegi 86, Kópavogi,
lést þann 27. júní sl.
Hrannar Garðar Haraldsson, Safa-
mýri 13, lést þann 28. júní.
Sigmundur Guðbjartsson vélstjóri,
Hrefnugötu 3, Reykjavík, andaðist í
Landspítalanum flmmtudaginn 29.
júní.
Jarðarfarir
Þorsteinn Lárus Vigfússon, Hólavegi
1, Sauðárkróki, er lést 24. júní, verð-
ur jarðsunginn frá Sauðárkróks-
kirkju laugardaginn 1. júh kl. 14.
Jarðarfór Guðmundar Friðriksson-
ar, Stóra-Ósi, Miðfirði, fer fram frá
Melstaðarkirkju laugardaginn 1. júlí
kl. 14.
Unnur Guðrún Jóhannsdóttir, Gnoð-
arvogi 60, Reykjavík, lést 11. júní.
Útfórin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Útfor Guðrúnar Katrínar Gunnþórs-
dóttur, sem lést 22. júní sl., fer fram
frá Selfosskirkju laugardaginn 1. júlí
kl. 10.30.
ftggyiil
É f H Jf^llt'
9 0 4 * 1 7 0 0
Verð aðeins 39,90 mín.
wm
tíMMÉM
l '< Dagskrá Sjónv.
21 Dagskrá St. 2
3 j Dagskrá rásar 1
4J Myndbandalisti
vikunnar - topp 20
5j Myndbandagagnrýni
61 ísl. listinn
-topp 40
7| Tónlistargagnrýni
8 j Nýjustu myndböndin
9 j Gerfihnattadagskrá
Lalli og Lína
Lína getur því miður ekki komið í símann í
augnablikinu. Hún er núna komin langt út á haf.
Slökkvilið-lögreglá
Reykjavík: Lögreglan sími 551 1166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan s. 561 1166,
slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 560 3030,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnaríjörður: Lögreglan sími 555 1166,
slökkviliö og sjúkrabifreið sími 5551100.
Keflavík: Lögreglan s. 4215500, slökkvil-
ið s. 4212222 og sjúkrabifreið s. 4212221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan S. 481 1666,
slökkvilið 4812222, sjúkrahúsið 4811955.
Akureyri: Lögreglan s. 462 3222,
slökkvilið og sjúkrabifreið s. 462 2222.
ísafjörður: Slökkvilið s. 456 3333, brun-
as. og sjúkrabifreið 456 3333, lögreglan
456 4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavík 30. júni til 6. júli, aö báðum
dögum meðtöldum, verður í Reykjavik-
urapóteki, Austurstræti 16, sími
551-1760. Auk þess verður varsla í
Garðsapóteki, Sogavegi 108, sími
568-0990, kl. 18 til 22 virka daga. Uppl.
um læknaþjónustu eru gefnar í síma
551-8888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl.
9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 565 1321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek op-
ið mánud. til fóstud. kl. 9-19, Hafnarfjarð-
arapótek kl. 9-19. Bæði hafa opiö á laug-
ard. kl. 10-16 og til skiptis sunnudaga og
helgidaga kl. 10-14. Upplýsingar í sím-
svara 5551600.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó-
teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgi-
dögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum
tímum er lyíjafræðingur á bakvakt. Upp-
lýsingar í síma 462 2445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 569 6600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjarnames, sími 11100,
Hafnarfjörður, sími 555 1100,
Keflavík, sími 422 0500,
Vestmannaeyjar, sími 481 1955,
Akureyri, sími 462 2222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 562 1414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, sím-
aráðleggingar og tímapantanir í síma 552
1230. Upplýsingar um lækna og lyfiaþjón-
ustu í símsvara 551 8888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans (s.
569 6600) en slysa- og sjúkravakt (slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum
allan sólarhringinn (s. 569 6600).
Vísirfyrir50áruin
Föstud. 30. júní
Farfuglar efna til
tveggja flugferða yfir
endilangt ísland.
Á 4. hundrað manns hefur
ferðast á vegum Farfugla í
vor.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er op-
in virka daga kl. 8-17. Vaktþjónusta frá
kl. 17-18.30. Sími 561 2070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 655 1328.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 552 0500 (sími Heil-
sugæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 481 1966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustööinni í síma 462 2311. Nætur- og
helgidagkvarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 85-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 462
3222, slökkviliðinu í síma 462 2222 og
Akureyrarapóteki í síma 462 2445.
Heimsóknartími
Landakotsspitali: Alla daga frá kl. 15-16
og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en
foreldar kl. 16-17 daglega. Gjörgæsludeild
eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 Og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspitalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl.
15-16.30
Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30-19.30.
Flókadeild: Kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og
kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17
á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og
aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16.
Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 Og
19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl.
15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20.
Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða-
deild: Sunnudaga kl. 15.30-17.
THkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál aö stríða, þá er sími samtak-
anna 551 6373, kl. 17-20 daglega.
Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er opin
mán.-miöv. kl. 8-15, flmmtud. 8-19 og
fóstud. 8-12. Sími 560 2020.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
iö alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir
samkomulagi. Upplýsingar í síma 558
4412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 552
7155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 557
9122.
Bústaðasafn, Bústaöakirkju, s. 553 6270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 553 6814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-flmmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 552 7029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Grandasafn, Grandavegi 47, s.552 7640.
Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud. kl.
15-19.
Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 568 3320.
Bókabílar, s. 553 6270. Viðkomustaðir
víös vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriöjud. kl. 14-15. Borgar-
bókasafnið í Gerðubergi, flmmtud. kl.
14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á
laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18.
Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7:
lokað vegna viðgerða til 20. júní.
Listasafn Einars Jónssonar. Opið alla
daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga.
Spalonæli
Það þarfnast einskis umtals
ef rós er í stofunni. Allir sem
inn koma finna það á ilmin-
um. Svo er því einnig farið
um sannhelga menn.
Gandhi.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opiö laugard.-sunnud. kl.
14-17.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laug-
ard. kl. 13.30-16.
Nesstofan. Seltjarnarnesi opið á
sunnud., þriöjud., flmmtud. og laugard.
kl. 13-17.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið helgar kl.
13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiðjuminjasafn, Súöarvogi 4, S.
814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opið alla daga
nema mánudaga kl.11-17.
Stofnun Árna Magnússonar: Hand-
ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu
opin virka daga kl. 14-16.
Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel-
tjarnamesi: Opið samkvæmt samkomu-
lagi. Upplýsingar í síma 561 1016.
Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58,
sími 462-4162. Opnunartími alla daga frá
11-17.20. júní-10. ágúst einnig þriöjudags
og fimmdagskvöld frá kl. 20-23.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Sel-
tjarnarnes, sími 568 6230. Akureyri, sími
461 1390. Suðurnes, sími 613536. Hafnar-
Qörður, sími 652936. Vestmannaeyjar,
sími 481 1321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 552 7311,
Seltjamarnes, sími 561 5766, Suöurnes,
sími 551 3536.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík sími 552 7311. Seltjarnarnes,
sími 562 1180. Kópavogur, sími 85 - 28215.
Akureyri, sími 462 3206. Keflavík, sími
Adamson
4211552, eftir lokun 4211555. Vestmanna-
eyjar, símar 481 1322. Hafnarfj., sími 555
3445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Sel-
tjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vest-
mannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími 552
7311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er
svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum til-
fellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir laugardaginn 1. júlí.
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Málefni flölskyldunnar hafa tekið meiri tíma en venjulega.
Ástandið fer þó að lagast. Farðu yflr þau mál sem hafa orðið út
undan. Happatölur eru 6, 21 og 33.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Ef þú setur fram hugmyndir þínar án þess að hafa hugleitt þær
nákvæmlega er hætt við að þeim verði hafnað. Þú ert of gagnrýn-
inn á aðra. Haltu því fyrir sjálfan þig.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Aðstæður valda því að hætt er við átökum í kunningjahópi eða
meðal skyldmenna. Ástandið skánar þó innan tíðar. Nýttu þér
óvænt tækifæri.
Nautið (20. apríl-20. maí):
Þú verður að þola erfiðar aðstæður um stund og erfltt fólk. Láttu
þér ekki leiðast. Víktu út af venjunni. Happatölur eru 11,13 og 25.
Tvíburarnir (21. maí-21. júní):
Eitthvað sem þú heyrir verður til þess að þú breytir afstöðu
þinni. Gættu þess að lána ekki fé án þess að hafa öruggar trygging-
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Ekki er víst að allar áætlanir standist eða vonir rætist. Það kann
að vera vegna þess að ákveðinn aðili stendur ekki við loforð sitt.
Þú verður að taka málin í eigin hendur.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Þú hefur góð áhrif á aðra með framkomu þinni.einkum þá sem
eru af gagnstæðu kyni. Þú styrkir vináttuböndin.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Varasamt er að taka afstöðu í deilumáli því aðstæður breytast
mjög hratt. Þú mátt vænta góðrar skemmtunar í kvöld.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þú riíjar upp gömul kynni en það er ekki víst að það takist eins
vel og þú áttir von á. Þú ræðir við aðra um hugsanlegt ferðalag.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Þú ert of viðkvæmur og kvíðinn og gerir of mikið úr smálegum
vandamálum. Þér gengur betur en áður í fjármálum.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Það er ekki að það sé skynsamlegt af að gefa öðrum ráð í málum
sem snerta tilfmningar. Þér gengur vel í verklegum framkvæmd-
um. i
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Taktu varlega á vandamáli sem við er að eiga. Þú verður að taka
á öllu þínu til þess að ráða við ákveðið mál heima fyrir.